Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Þróttur R.
1
1
Þór
0-1 Rafael Victor '29 , víti
Jorgen Pettersen '92 1-1
03.05.2024  -  19:15
AVIS völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Grenjandi rigning og smá gola, sumarið er komið!
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Maður leiksins: Hlynur Þórhallsson
Byrjunarlið:
12. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
5. Jorgen Pettersen
6. Emil Skúli Einarsson ('96)
7. Sigurður Steinar Björnsson
9. Viktor Andri Hafþórsson ('46)
14. Birkir Björnsson
19. Ísak Daði Ívarsson ('75)
22. Kári Kristjánsson ('75)
25. Hlynur Þórhallsson
99. Kostiantyn Iaroshenko ('62)

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
17. Izaro Abella Sanchez ('75)
21. Brynjar Gautur Harðarson ('62)
24. Daníel Karl Þrastarson
26. Samúel Már Kristinsson ('96)
77. Cristofer Rolin ('46)
95. Dagur Traustason ('75)

Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Baldur Hannes Stefánsson
Angelos Barmpas
Branislav Radakovic
Hans Sævar Sævarsson
Alexander Máni Curtis
Bjarki Reyr Jóhannesson

Gul spjöld:
Viktor Andri Hafþórsson ('29)
Birkir Björnsson ('67)
Brynjar Gautur Harðarson ('71)
Dagur Traustason ('78)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hádramatískt jafntefli hér í Laugardalnum, viðtöl og skýrsla innan skanms.
98. mín
ÞÓRSARAR Í DAUÐAFÆRI! Boltinn dettur fyrir Hermann í teignum sem tekur skotið sem Þórhallur ver!
96. mín
Inn:Samúel Már Kristinsson (Þróttur R.) Út:Emil Skúli Einarsson (Þróttur R.)
96. mín
Emil Skúli liggur niðri, leikurinn stopp á meðan.
94. mín
SLÁIN! Boltinn fer í þverslánna eftir skot Rolin, Þróttarar næstum því búnir að stela þessu í lokin.
92. mín MARK!
Jorgen Pettersen (Þróttur R.)
DRAMATÍK! Cristofer Rolin einn gegn markverði, nánast búinn að mála sig út í horn en hann kemur boltanum svo fyrir þar sem Jorgen fær boltann og stýrir honum í netið.
90. mín
Rafa Victor við það að sleppa í gegn en Hlynur Þórhalls á frábæra tæklingu og kemur hættunni frá.
89. mín
Þróttarar vilja víti! Rolin fellur niður í teignum eftir að hafa fengið mann í bakið. Lítið í þessu að mínu mati.
82. mín
Darraðadans í teig Þróttara en Þórhallur handsamar boltann að lokum.
81. mín
Inn:Birgir Ómar Hlynsson (Þór ) Út:Árni Elvar Árnason (Þór )
81. mín
Inn:Hermann Helgi Rúnarsson (Þór ) Út:Aron Ingi Magnússon (Þór )
78. mín Gult spjald: Birkir Heimisson (Þór )
Ekkert að frétta nema gul spjöld Togar Rolin niður og fær réttilega gult.
78. mín Gult spjald: Dagur Traustason (Þróttur R.)
Dagur nýkominn inná og sækir sér eitt stykki gult spjald, með broti á Birki Heimissyni.
77. mín
Inn:Alexander Már Þorláksson (Þór ) Út:Fannar Daði Malmquist Gíslason (Þór )
75. mín
Inn:Izaro Abella Sanchez (Þróttur R.) Út:Ísak Daði Ívarsson (Þróttur R.)
75. mín
Inn:Dagur Traustason (Þróttur R.) Út:Kári Kristjánsson (Þróttur R.)
73. mín
Lítið búið að gerast síðustu 10 mínútur.
71. mín Gult spjald: Brynjar Gautur Harðarson (Þróttur R.)
Brynjar Gautur með fullorðinstæklingu á Aron Inga, ÞÞÞ tekur sér góðan tíma í að íhuga hver liturinn á spjaldinu ætti að vera en gefur honum það gula að lokum.
67. mín Gult spjald: Birkir Björnsson (Þróttur R.)
Birkir stöðvar skyndisókn með harkalegri tæklingu og fær réttilega gult spjald að launum.
Fannar Daði liggur niðri eftir tæklinguna.
63. mín
Besta færi Þróttara hingað til! Boltinn dettur fyrir Emil Skúla í teignum en skot hans fer rétt framhjá marki gestanna.
62. mín
Inn:Brynjar Gautur Harðarson (Þróttur R.) Út:Kostiantyn Iaroshenko (Þróttur R.)
61. mín Gult spjald: Ragnar Óli Ragnarsson (Þór )
Ragnar togar í Ísak Daða og uppsker gult spjald fyrir það.
56. mín
Heyrist mun meira í stuðningsmönnum Þórsara sem syngja þessa stundina slagarann Þorparinn.
55. mín Gult spjald: Aron Ingi Magnússon (Þór )
Aron Ingi spjaldaður fyrir dýfu.
55. mín
Birkir Heimisson með tilraun sem fer í Þróttara og í hornspyrnu.
52. mín
Rögnvaldur Höskuldsson aðstoðardómari 2 skokkar yfir allan völlinn og fer á bekk Þórsara. Líklegast eitthvað að búnaðinum hjá honum. Leikurinn stopp á meðan.
47. mín
Sigurður Steinar með góðan bolta fyrir en enginn Þróttari mættur í svæðið.
46. mín
Inn:Cristofer Rolin (Þróttur R.) Út:Viktor Andri Hafþórsson (Þróttur R.)
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
ÞÞÞ flautar til hálfleiks, Þórsarar leiða sanngjarnt.
45. mín
Þórsarar í góðu færi! Birkir Heimisson með frábæran bolta á Rafael Victor sem skallar boltann framhjá.
45. mín
Eiríkur Blöndal kominn í fína stöðu í teig Þórsara en Fannar Daði á frábæra tæklingu sem kemur boltanum frá.
43. mín
Ísak Daði á góða fyrirgjöf frá vinstri á Sigurð Steinar sem skallar boltann beint á Aron Birki, markvörð gestanna.
40. mín
Bjarki Þór liggur niðri eftir návígi við Viktor Andra sem er á gulu spjaldi.
39. mín
Þórsarar fá horn eftir hættulega skyndisókn, Þórhallur kýlir boltann frá í tvígang.
36. mín
Þróttarar fá hornspyrnu, Birkir Björns með nánast skottilraun úr horninu, Aron Birkir þarf að hafa sig allan til til að verja boltann.
29. mín Mark úr víti!
Rafael Victor (Þór )
RAFA SKORAR AF MIKLU ÖRYGGI Þórhallur fer í rétta átt en vítið er alveg upp við stöng, frábært víti!
29. mín Gult spjald: Viktor Andri Hafþórsson (Þróttur R.)
Tuðar í dómaranum eftir vítaspyrnudóminn.
28. mín
VÍTASPYRNA! Þórsarar fá víti, boltinn fer í hendina á Jorgen Pettersen í teig Þróttara og ÞÞÞ bendir á punktinn, hárrétt ákvörðun!
26. mín
Boltinn dettur fyrir Jorgen Pettersen eftir hornspyrnuna sem tekur skotið en boltinn fer af varnarmanni og í annað horn sem Þórsarar skalla frá.
25. mín
Sigurður Steinar við það að sleppa í gegn en Ýmir er með góða tæklingu og kemur boltanum í horn.
24. mín
Ýmir með góða fyrirgjöf á fjærstöng á Rafa Victor sem á heldur lausan skalla sem Þórhallur ver.
20. mín
Fannar Daði með hættulega fyrirgjöf en Þórhallur markvörður heimamanna kemst í boltann.
17. mín
Fannar Daði fer í skotið fyrir utan teig en Þórhallur ver vel.
15. mín
Rafa Victor með fyrirgjöf á Ingimar sem á slakan skalla framhjá.
8. mín
Kristófer Kristjánsson í góðu færi eftir frábært spil hjá Þórsurum, skotið fer nokkuð beint á markið og Þórhallur ver örugglega.
7. mín
Víkingur á Víking Ísak Daði með frábæra takta á vinstri kantinum og kemur boltanum fyrir á Sigurð Steinar sem skallar framhjá marki Þórsara.
Báðir þessir leikmenn koma frá Víking R. á láni.
4. mín
Þórsarar fá fyrsta horn leiksins, Fannar Daði nær skalla sem fer framhjá markinu.
2. mín
Fyrsta tilraun leiksins er frá miðju! Þróttarar vinna boltann, boltinn berst á Viktor Andra sem tekur skotið frá miðju en boltinn fer framhjá marki gestanna.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Gestirnir byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar, nú styttist í að þessi veisla fari af stað!
Fyrir leik
Spekingar spá Í útvarpsþættinum Fótbolti.net voru þeir Baldvin Már Borgarsson og Benedikt Bóas Hinriksson settir í tippkeppni þar sem þeir giskuðu á úrslitin í fyrstu umferð.

Baldvin Már Borgarsson 1-3:
„Ég gæti kíkt á þennan leik."

Benedikt Bóas Hinriksson: 1-0
„Leikur sem ég væri til í að sjá en ég er að fara í sauðburð. Ég spái óvæntum úrslitum."
Fyrir leik
Leikurinn í beinni
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þróttarar Fótbolti.net fékk alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Þrótturum er spáð 8. sæti deildarinnar.

,,Þróttarar sneru aftur í Lengjudeildina í fyrra eftir að hafa stoppað í eitt ár í 2. deild árið áður. Það er ekki hægt að segja að síðustu ár hafi verið frábær fyrir karlalið Þróttar en það er spurning hvort leiðin liggi upp á við núna, frekar en niður á við.
Þróttarar hafa gengið í gegnum breytingar í vetur og hafa litið nokkuð vel út á undirbúningstímabilinu. Það verður spennandi að sjá liðið mæta til leiks í sumar og þeir eru líklegir til að koma á óvart, vera dökki hesturinn (e. dark horse) í þessari deild. Ef vel gengur, þá verður stemningin mikil á flottu svæði Þróttar í Laugardalnum, það er alveg ljóst."


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

   26.04.2024 14:00
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 8. sæti

   26.04.2024 14:30
„Aðstöðumál í félaginu á pari við hæsta klassa á Íslandi"
Fyrir leik
Komast Þórsarar upp? alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Þórsurum er spáð 2. sæti deildarinnar.

,,Það er gríðarleg stemning í Þorpinu fyrir tímabilinu sem er framundan eftir mjög bjartan vetur. Nýr þjálfari er kominn, nýir frábærir leikmenn hafa bæst við hópinn og leikmenn sem voru til staðar eru að taka framförum.
Þór hefur litið frábærlega út á undirbúningstímabilinu og á Akureyri er jafnvel talað um að liðin þar muni hafa deildaskipti í sumar; að KA fari niður í Lengjudeildina og að Þór fari upp í Bestu deildina.
Það er orðið ansi langt síðan Þórsarar komust upp, en það er bjartsýni fyrir því á meðal stuðningsmanna að það gerist loksins núna."


Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

   30.04.2024 10:00
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 2. sæti

   30.04.2024 10:30
„Það hefur bara verið draumi líkast"
Fyrir leik
Komnir/farnir Þróttur R.

Komnir:
Cristofer Rolin frá Ægi
Þórir Guðjónsson frá Fram
Samúel Már Kristinsson frá Kríu
Viktor Andri Hafþórsson frá Keflavík
Ísak Daði Ívarsson á láni frá Víkingi
Sigurður Steinar Björnsson á láni frá Víkingi
Dagur Traustason á láni frá FH
Þórhallur Ísak Guðmundsson frá Þrótti Vogum
Andi Morina frá KV (var á láni)
Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson frá KV

Farnir:
Hinrik Harðarson í ÍA
Kostyantyn Pikul í Þrótt Vogum
Sam Hewson í KFK
Óskar Sigþórsson í KFK
Ágúst Karel Magnússon í Ægi á láni
Steven Lennon (var á láni frá FH)
Sergio Francisco Oulu til Kormáks/Hvatar
Eiður Jack Erlingsson í Þrótt V. á láni
Theodór Unnar Ragnarsson til Kormáks/Hvatar á láni


Þór

Komnir:
Birkir Heimisson frá Val
Rafael Victor frá Njarðvík
Árni Elvar Árnason frá Leikni
Jón Jökull Hjaltason frá ÍBV
Auðunn Ingi Valtýsson frá Dalvík/Reyni (var á láni)
Sigfús Fannar Gunnarsson frá Dalvík/Reyni (var á láni)

Farnir:
Akseli Kalermo til Finnlands
Bjarni Guðjón Brynjólfsson í Val
Valdimar Daði Sævarsson í Gróttu
Kristján Atli Marteinsson í ÍR
Nikola Kristinn Stojanovic í Dalvík/Reyni
Egill Orri Arnarsson til Midtjylland (1. júlí)
Ómar Castaldo Einarsson til Víkings Ó.
Rafnar Máni Gunnarsson í Völsung
Sigurður Marinó Kristjánsson hættur
Nökkvi Hjörvarsson til Kormáks/Hvatar á láni
Pétur Orri Arnarson til Kormáks/Hvatar á láni
Fyrir leik
Nýir þjálfarar hjá báðum liðum Bæði lið hafa skipt um þjálfara frá síðasta tímabili.

Sigurvin Ólafsson tók við Þrótti af Ian Jeffs í vetur, en hann skrifaði undir þriggja ára samning.

Hjá Þórsurum kom Sigurður Heiðar Höskuldsson inn sem þjálfari liðsins og hafa frammistöður Þórsara á undirbúningstímabilinu hrifið.


Mynd: ÞrótturMynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fyrir leik
Fyrsta umferð Lengjudeildarinnar! Komiði sæl og blessuð kæru lesendur og veriði velkomin í þráðbeina textalýsingu frá AVIS-vellinum, þar sem Þróttarar taka á móti Þór í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

   01.05.2024 09:00
Baddi gegn Benna - Spá fyrir 1. umferð Lengjudeildarinnar
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
5. Birkir Heimisson
6. Árni Elvar Árnason ('81)
7. Rafael Victor
10. Aron Ingi Magnússon ('81)
15. Kristófer Kristjánsson
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason ('77)
19. Ragnar Óli Ragnarsson
23. Ingimar Arnar Kristjánsson
24. Ýmir Már Geirsson
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
2. Elmar Þór Jónsson
3. Birgir Ómar Hlynsson ('81)
4. Hermann Helgi Rúnarsson ('81)
8. Jón Jökull Hjaltason
9. Alexander Már Þorláksson ('77)
22. Egill Orri Arnarsson

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Arnar Geir Halldórsson
Sveinn Leó Bogason
Gestur Örn Arason
Stefán Ingi Jóhannsson
Sveinn Orri Vatnsdal Sveinsson
Jónas Leifur Sigursteinsson

Gul spjöld:
Aron Ingi Magnússon ('55)
Ragnar Óli Ragnarsson ('61)
Birkir Heimisson ('78)

Rauð spjöld: