Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Grótta
1
0
Keflavík
Tómas Orri Róbertsson '38 1-0
Sindri Snær Magnússon '72
10.05.2024  -  19:15
Vivaldivöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Það rignir mjög mikið og voða mikill vindur
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Tareq Shihab, Grótta
Byrjunarlið:
1. Rafal Stefán Daníelsson (m)
Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('74)
4. Arnar Daníel Aðalsteinsson
5. Patrik Orri Pétursson
10. Kristófer Orri Pétursson (f) ('87)
17. Tómas Orri Róbertsson ('74)
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristófer Melsted
21. Hilmar Andrew McShane ('46)
22. Tareq Shihab
29. Grímur Ingi Jakobsson

Varamenn:
31. Theódór Henriksen (m)
2. Arnar Þór Helgason ('74)
11. Axel Sigurðarson ('46)
14. Damian Timan
24. Ragnar Björn Bragason
77. Pétur Theódór Árnason ('74)

Liðsstjórn:
Chris Brazell (Þ)
Magnús Örn Helgason
Dominic Ankers
Ívan Óli Santos
Viktor Steinn Bonometti
Alex Bergmann Arnarsson
Eirik Soleim Brennhaugen
Valdimar Daði Sævarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þvílíkur baráttu sigur Gróttumanna hérna vá! TAKK FYRIR MIG

Skýrsla og viðtöl á leiðinni!
93. mín
Keflavík fær hornspyrnu, dramatík?
90. mín
Sláinnn!!! Sami Kamel í gegn á Óliver sem chippar honum í slánna váá þvílíkar senur!
87. mín
Inn:Alex Bergmann Arnarsson (Grótta) Út:Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
86. mín
Sami Kamel að taka aukaspyrnu á stórhættulegum stað og situr hann fyrir á Nacho sem er aftur rangstæður jesus! Rangstæða númer 20 eða einhvað í þessum leik.
80. mín
Inn:Óliver Andri Einarsson (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
Fyrirliðabandið sent á Nacho
78. mín
Vörn Gróttumanna hefur verið svakalega hérna í seinni hálfleik!
74. mín
Inn:Pétur Theódór Árnason (Grótta) Út:Tómas Orri Róbertsson (Grótta)
King is back
74. mín
Inn:Arnar Þór Helgason (Grótta) Út:Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Grótta)
72. mín Rautt spjald: Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
Rautt Spjald!! Sindri að fá rautt, alls ekki að hjálpa Keflavík sem voru komnir smá á lagið!!
68. mín
Keflavík hafa verið að halda í boltann á vallarhelmingi Gróttu í síðustu 10,mín ekki skapað neitt.
63. mín
Inn:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík) Út:Axel Ingi Jóhannesson (Keflavík)
57. mín
Geðveik sókn heimamanna! Eitruð sending hjá kristófer í gegn á Axel sem er kominn aleinn í gegn en neglir bara í Ásgeir í markinu og þeir hreinsa, hefði getað komið heimamönnum léttilega í tveggja marka forystu þarna.
54. mín
Geggjaður sprettur hjá Diaw sem gefur fyrir á Dag Inga sem skýtur beint á Rafa í marki Gróttu.
50. mín
Seinni farið svakalega rólega af stað.
47. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
46. mín
Inn:Sindri Snær Magnússon (Keflavík) Út:Valur Þór Hákonarson (Keflavík)
46. mín
Inn:Axel Sigurðarson (Grótta) Út:Hilmar Andrew McShane (Grótta)
46. mín
Seinni er farinn af stað Sjúkrabíllinn mættur lítur alls ekki vel út fyrir Hilmar og óskum honum góðs bata.

Sami Kamel sparkar okkur af stað.
45. mín
Hálfleikur
Hilmar liggur mjög þjáður eftir og er tekinn útaf á börum lítur alls ekki vel út.

Hann mun held ég alls ekki halda leik áfram en Gróttumenn bíða með skiptinguna þar sem Arnar flautar til hálfleiks
45. mín
"mér finnst rigning góð tralalala óóóoo" þurfti að vitna í þetta lag við aðstæður.
45. mín
Góð hornspyrna sem endar með skalla Tómasar aftur fyrir.
44. mín
Skemmtileg vinnsla í fyrirliðanum Kristófer sem vinnur hann af Gunnlaugi og situr hann út á Hilmar sem á skot í varnarmann og framhjá.

Hornspyrna sem Kristófer undirbýr sig að taka.
38. mín MARK!
Tómas Orri Róbertsson (Grótta)
Stoðsending: Kristófer Orri Pétursson
GOOOOAAAAALLLL! Sýndist þetta vera Kristófer sem átti þessa trufluðu sendingu inn fyrir en allavega Tómas kominn aleinn gegn Ásgeiri og klárar frábærlega framhjá honum 1-0 heimamenn!
32. mín
Rangstæðumark í boði Nacho Heras Sami Kamel undirbýr sig að taka aukaspyrnu af 40 metrunum,
situr hann á fjár á Nacho sem snertir hann framhjá Rafa og skorar en dæmd rangstæða!
29. mín
Verið að undirbúa annað langt innkast en núna miðað á Aron Bjarka sem nær ekki skallanum og Keflavík neglir honum bara til Rafa í markinu á hinum endanum.
27. mín
Gróttumenn taka gömlu góðu löngu innköstin þar sem Patrik Orri tekur þau og sá getur kastað maður vá, á kollinn á klipparanum Arnari Daníel sem nær ekki til boltans og Nacho hreinsar.
22. mín
Neyðarfundur Sýnist Grótta vera nota það sem mörg lið hafa verið að gera upp á síðkastið og látið Rafa fara niður til að taka léttan fund hérna á hliðarlínunni.
21. mín
Skemmtilegt spil hjá Keflavík sem endar hjá Axeli Inga sem á fyrirgjöf sem Rafa grípur.
20. mín
En of aftur upp hægra meginn og rangstæða sem Gróttumenn voru alls ekki sáttir með.
17. mín
Fyrsta sókn/skot leiksins á 17.mín takk, geðveikt hlaup hjá Krstóferi sem situr hann út á Hilmar sem skýtur beint á markið og í hendur Ásgeirs.
12. mín
Gróttumenn mikið að vinna upp með tengingu Gabríels og Tómasar hérna hægra megin en fyrirgjöfin aftur alltof laus og beint í hendur á Ásgeiri.
11. mín
Hörkupressur frá báðum liðum, bæði lið í miklum erfiðleikum að spila úr pressunni.
8. mín
Skemmtilegt spil milli Tómasar og Gabríels sem endar með fyrirgjöf beint í hendur Ásgeirs.
5. mín
Mamadou Diaw helvíti sprækur fyrstu 5.mín, búinn að sóla svona fjóra áður en hann missir boltann aftur fyrir og Gróttumenn eiga markspyrnu.
3. mín
fyrsta hornspyrna leiksins eiga Keflvíkingar, Sami hittir beint á hausinn á Nacho sem skallar framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta hafið! Arnar Ingi flautar þetta á, Heimamenn byrja með hann og sækja í átt að World Class!

Fyrir leik
5 mín í leik! Fásett í stúkunni þar sem það er bullandi rigning og vindur hérna á nesinu.
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar! Ástbjörn Þórðarson leikmaður FH spáir í leiki umferðarinnar fyrir Fótbolta.net.

Grótta 2-2 Keflavík (19:15 á morgun)
Þetta er leikur umferðarinnar að mínu mati, mín gömlu félög að mætast. Ég held að Gabríel Hrannar og Frans Elvarsson muni elda grátt silfur saman í þessum leik og það verði einhver læti í kringum þá. Kristófer Orri skorar fyrir Gróttu ásamt Gabríeli Hrannari sem mun taka Borini fagnið sitt. Fyrir Keflavík munu þetta vera Ari Steinn og Dagur Ingi sem skora.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Keflavík Keflavík mættu á eldi gegn ÍR í fyrstu umferðinni eftir að hafa unnið Breiðablik í bikarnum en þar reyndist það ekki staðan þar sem nýliðarnir komu þeim bara heldur betur á óvart og unnu 2-1. Bragi Karl kom ÍRingum yfir af vítapunktinum eftir hálftíma leik en Valur Þór jafnaði muninn 2 mín eftir víti Braga, á markamín skoraði Stefán Þór sem endaði sem sigurmark leiksins!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Grótta Grótta fóru og heimsóttu "pizza bæinn" í síðustu umferð þar sem þeir fóru og sóttu stórt stig gegn Aftureldingu sem hafa verið spáð góðu gengi í deildinni í ár. Aron Bjarki skoraði sjálfsmark til að koma Aftureldingu yfir en Hollendingurinn Damian Timan jafnaði síðan muninn og endaði leikurinn 1-1.

Mynd: Raggi Óla

Fyrir leik
Góðan daginn Verið hjartanlega velkominn á þessa þráðbeinu textalýsingu frá Vivaldivellinum þar sem heimamenn Gróttu takast á við Keflavík í 2.umferð Lengjudeildarinnar!
Mynd: Brynjar Óli Ágústsson

Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson ('63)
4. Nacho Heras (f)
7. Mamadou Diaw
10. Dagur Ingi Valsson
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Sami Kamel (f)
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson (f) ('80)
26. Ásgeir Helgi Orrason
99. Valur Þór Hákonarson ('46)

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
5. Stefán Jón Friðriksson
6. Sindri Snær Magnússon ('46)
8. Ari Steinn Guðmundsson ('63)
17. Óliver Andri Einarsson ('80)
21. Aron Örn Hákonarson
28. Kári Sigfússon

Liðsstjórn:
Ómar Jóhannsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Sindri Snær Magnússon ('47)

Rauð spjöld:
Sindri Snær Magnússon ('72)