Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
Keflavík
6
8
Valur
0-1 Patrick Pedersen '33
Ásgeir Páll Magnússon '38 1-1
Dagur Ingi Valsson '57 2-1
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson '68 , sjálfsmark 2-2
2-3 Jónatan Ingi Jónsson '98
Gabríel Aron Sævarsson '119 3-3
3-4 Tryggvi Hrafn Haraldsson '120 , víti
Kári Sigfússon '120 , víti 4-4
4-5 Jónatan Ingi Jónsson '120 , víti
Nacho Heras '120 , misnotað víti 4-5
4-6 Gylfi Þór Sigurðsson '120 , víti
Dagur Ingi Valsson '120 , víti 5-6
5-7 Adam Ægir Pálsson '120 , víti
Ásgeir Páll Magnússon '120 , víti 6-7
6-8 Kristinn Freyr Sigurðsson '120 , víti
09.06.2024  -  16:00
HS Orku völlurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Sól og blíða og hiti um 12 gráður
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Ásgeir Páll Magnússon
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson ('113)
4. Nacho Heras (f)
5. Stefán Jón Friðriksson ('106)
7. Mamadou Diaw
8. Ari Steinn Guðmundsson ('75)
10. Dagur Ingi Valsson
22. Ásgeir Páll Magnússon
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
26. Ásgeir Helgi Orrason
99. Valur Þór Hákonarson ('82)

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
9. Gabríel Aron Sævarsson ('113)
17. Óliver Andri Einarsson ('106)
19. Edon Osmani ('75)
21. Aron Örn Hákonarson
28. Kári Sigfússon ('82)
50. Oleksii Kovtun

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Luka Jagacic
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessu maraþoni er lokið hér í Keflavík.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.

120. mín Mark úr víti!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Klárar þetta
120. mín Mark úr víti!
Ásgeir Páll Magnússon (Keflavík)
Gríðarlega öruggt
120. mín Mark úr víti!
Adam Ægir Pálsson (Valur)
Setur pressuna á næstu vítaskyttu Keflavíkur sem verður að skora
120. mín Mark úr víti!
Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
Öruggt
120. mín Mark úr víti!
Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
Gríðarlega öruggt
120. mín Misnotað víti!
Nacho Heras (Keflavík)
Hrikalegt víti. Auðvelt viðureignar fyrir Frederik sem fékk póstinn í gær hvert Nacho myndi skjóta
120. mín Mark úr víti!
Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Ásgeir í rangt horn. Öruggt
120. mín Mark úr víti!
Kári Sigfússon (Keflavík)
Öryggið uppmálað
120. mín Mark úr víti!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Stönginn inn
120. mín
Pétur flautar af
Við erum á leið í vítaspyrnukeppni!!!!
120. mín Gult spjald: Adam Ægir Pálsson (Valur)
119. mín MARK!
Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
Keflavík er að jafna

Vávává þvílík dramatík

Kári Sigfússon með boltann inn á teiginn. Valsmenn ráða ekki við boltann sem fellur fyrir fætur Gabríels sem jafnar í blálok framlengingar!

113. mín
Inn:Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík) Út:Axel Ingi Jóhannesson (Keflavík)
110. mín
Litið markvert gerst þessar siðustu fimm mínútur. Keflavík reynir en kemst lítið áfram.
106. mín
Síðari hálfleikur framlengingar hafinn
Keflavík sparkar okkur af stað á ný. Þurfa að sækja ætli þeir sér að lágmarki vítaspyrnukeppni.
106. mín
Inn:Óliver Andri Einarsson (Keflavík) Út:Stefán Jón Friðriksson (Keflavík)
105. mín
Fyrri hálfleik framlengingar lokið.
Nú er að duga eða drepast fyrir Keflavík. 15 mínútur eða bikardraumar þeirra eru úti.
101. mín
Mamadou í færi! Hvernig varð þetta ekki mark?

Í algjöru dauðafæri á fjærstöng eftir lang innkast frá hægri. Einn og óvaldaður en setur boltann framhjá.
99. mín
Inn:Gísli Laxdal Unnarsson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
98. mín MARK!
Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Valsmenn reiða til höggs Fær boltann í teignum eftir lipra sókn Vals sem heimamönnum tekst ekki að bægja frá.

Nær valdi á boltanum í teignum og fær tíma til að leggja hann fyrir sig og skorar með góðu skoti.

96. mín
Valsmenn í færi
Boltanum lyft inn fyrir á Adam Ægi sem skallar fyrir markið. Patrick í baráttunni en flaggið fer á loft.
93. mín
Gylfi með skotið
Hárfínt fram hjá stönginni fjær eftir skot frá vinstri.

Loks heyrist í stuðningsmönnum Vals í stúkunni sem hafa verið heldur hljóðir í dag.
91. mín
Framlenging hafin
Valsmenn koma okkur af stað
90. mín
+5 Venjulegum leiktíma lokið.

Við fáum framlengingu!
90. mín
+3 Lítið að gerast annað en barátta á vellinum.

Bendir allt til þess að séum að fá 2x15 til viðbótar.
90. mín
Komið fram í uppbótartíma Hann verður að lágmarki fjórar mínútur.

Erum við á leið í framlengingu?
90. mín
Inn:Hörður Ingi Gunnarsson (Valur) Út:Birkir Már Sævarsson (Valur)
87. mín
Adam Ægir með fyrirgjöf undir bauli Keflvíkinga í stúkunni með fyrirgjöf. Ásgeir Orri með allt á hreinu.
82. mín
Inn:Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) Út:Bjarni Mark Antonsson (Valur)
82. mín
Inn:Kári Sigfússon (Keflavík) Út:Valur Þór Hákonarson (Keflavík)
82. mín
Dauðafæri!!!!!
Tveir gegn einum bruna Valsmenn upp en Keflvíkingar vinna sig vel til baka og hirða boltann af tánum af Adam Ægi sem er einn gegn fyrir opnu marki.
80. mín
Keflavík sækir horn
Eftir snögga skyndisókn.
78. mín
Illa farið með góða stöðu hjá Keflavík
Mamadou með boltann í teignum dvelur allt of lengi á honum með möguleika í teignum og færið rennur út í sandinn.
75. mín
Inn:Edon Osmani (Keflavík) Út:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
72. mín
Keflavík fær horn.

Gunnlaugur Fannar með hörkuskoti af varnarmanni og afturfyrir.

Ásgeir Helgi með skallann eftir hornið en Keflvíkingar dæmdir brotlegir.
68. mín SJÁLFSMARK!
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Keflavík)
Aftur á byrjunarreit Klaufagangur í vörn Keflavíkur sem tapa boltanum í eigin teig. Kiddi Freyr með boltann fyrir markið þar sem Gunnlaugur Fannar setur hann í eigið net af stuttu færi.

63. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Valur) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
62. mín
Þetta má alveg segja að sé óvænt staða. En Keflavík svo sem sýnt það að bikarinn á sitt eigið líf.
Sturluð staðreynd sem vert er að minnast á
57. mín MARK!
Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
Keflvíkingar taka forystuna!!!!! Frábært skot frá Degi.

Fær boltann eftir aukaspyrnu Ara Steins sem er skölluð frá. Bíður ekki boðanna og lætur bara vaða á markið og boltinn syngur í netinu. Frederik sér boltann seint fyrir pakkanum sem stendur fyrir framan hann.

51. mín
Ásgeir Páll með hættulega fyrirgjöf, mjög innarlega og sér Frederik sér þann kost vænstan að slá boltann yfir slánna í horn.

Ekkert kemur upp úr horninu.
48. mín
Ásgeir Páll með hættulega sendingu fyrir markið en Valsmenn hreinsa.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn Gestirnir sparka okkur af stað á ný.
45. mín
Hálfleikur
Fjörugum og skemmtilegum fyrri hálfleik lokið hér.

Meira af því sama í þeim síðari takk.
44. mín
Jakob Franz reynir að lyfta boltanum innfyrir vörn Keflavíkur. Rennur á rassinn við framkvæmdina. Keflvíkingum í stúkunni til ómældrar gleði.
38. mín MARK!
Ásgeir Páll Magnússon (Keflavík)
Keflvíkingar jafna! Bjarni Mark klikkar við eigin vítateig og hittir ekki boltann þegar hann reynir að hreinsa. Ásgeir Páll nýtir sér það og nær skoti á markið sem lekur inn. Ekki fast en það skiptir bara engu máli.

36. mín
Dagur Ingi með tilraun fyrir Keflavík en setur boltann yfir markið.
33. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Guðmundur Andri Tryggvason
Eitthvað hlaut að láta undan Þung sókn leiðir til marks. Boltinn fyrir markið frá hægri og Keflvíkingar koma boltanum ekki frá. Boltinn berst til Patrick hægra megin í teignum sem lætur vaða og boltinn syngur í netinu eftir viðkomu í varnarmanni að mér sýnist.

Edit: Ekkert Keflvíkingar sem komu boltanum ekki frá. Guðmundur Andri einfaldlega lagði boltann fyrir hann.

32. mín
Boltinn í slánna
Patrick með skallann eftir horn. Boltinn á ofanverða slánna og í markspyrnu.
30. mín
Guðmundur Andri í færi
Listaspil Vals í gegnum vörn Keflavíkur og Gandri í færi. Ásgeir Páll hendir sér fyrir og gefur Val horn. Ekkert kemur upp úr horninu.
25. mín
Jónatan Ingi að sleppa í gegn en Ásgeir Páll hleypur hann uppi og setur boltann afturfyrir.

Valur fær horn.

Bjarni Mark með skallann yfir markið.
23. mín
Ágeir Orri er í ham! Frábær sókn vals Tryggvi Hrafn með boltann upp vinstra megin setur hann fyrir markið yfir á fjær þar sem Patrick stekkur upp og ætlar að skalla boltann í netið. Ásgeir er á öðru máli og ver frábærlega!

Sú fótavinna að baki þessari vörslu!
20. mín
Jakob Franz á sleppur við spjaldið. Tekur Mamadou niður á miðjum vellinum Keflvíkingum til lítillar gleði.
19. mín
Leikurinn verið hin fínasta skemmtun til þessa. Þá hefur heldur ræst úr mætingu á leikinn og stemmingin í stúkunni er góð. Þá sérstaklega Keflavíkurmegin.
14. mín
Röðin kominn að Keflavík
Ari Steinn með boltann við vinstra vítateigshorn Vals, reynir að snúa boltann á fjærstöngina en boltinn framhjá markinu.
11. mín
Valsmenn að herða á
Kristinn Freyr í vænlegri stöðu í teig Keflavíkur eftir sendingu frá Jónatan en nær ekki almennilegu skoti á markið. Ásgeir ekki í vandræðum með að hirða upp boltann.
10. mín
Jónatan í dauðafæri!
En Ásgeir Orri ver. Jónatan kemst inn á teiginn hægra megin og ætlar að setja boltann í hornið fjær. Ásgeir Orri les skot hans og ver glæsilega í horn.

Ekkert kemur upp úr horninu.
8. mín
Valsmenn sækja
Tryggvi Hrafn með skotið fyrir Val eftir snarpa sókn, Ásgeir Orri vandanum vaxinn og ver vel. Keflavík hreinsar í kjölfarið.
7. mín
Baráttan í algleymingi hér á vellinum og fátt um færi.
2. mín
Fyrsta skot leiksins er Vals. Siggi Lár með það en setur boltann vel yfir marki. Notaði líka hægri.... ekki hans sterkari hlið.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík. Það eru heimamenn sem hefja hér leik og leika í átt að Blue Höllinni.

Góða skemmtun
Fyrir leik
Dómarateymið
Pétur Guðmundsson er dómari leiksins. Honum til aðstoðar eru Bryngeir Valdimarsson og Ragnar Þór Bender. Arnar Ingi Ingvarsson er fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er Eyjólfur Ólafsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Sérfræðingurinn spáir Arnar Daði Arnarsson, Sérfræðingurinn sjálfur, spáir í leikina. Hann var með alla leikina í 16-liða úrslitunum rétta, spáði rétt um sigurvegara allra átta leikjanna. Nú eru það hins vegar 8-liða úrslitin.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði BreiðfjörðKeflavík 1 - 2 Valur
Keflvíkingar hafa gert vel í bikarnum hingað til en nú lenda þeir á veggnum sem enginn vill lenda á, í bikarnum. Strákarnir hans Arnars Grétars virðast líða betur án stjarnanna í liðinu. Adam Ægir virðist eiga fast sæti á bekknum. Það verður engin breyting á því í þessum leik. Hann kemur hinsvegar inná og tryggir Val áfram í næstu umferð. Sé hann ekki fagna sigrinum enda ber hann mikla virðingu fyrir Keflavík.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Keflavík Það má alveg færa rök fyrir því að Sami Kamel hafi verið maðurinn í Keflavík í bikarnum þetta sumarið. Keflavík úr Lengjudeildinni í átta liða úrslitum og bjartsýnustu menn leyfa sér kannski að dreyma um fimmta bikartitilinn í safnið.

Keflavík hóf leik í annari umferð kepnninnar þar sem liðið mætti Víking Ólafsvík og hafði þar 3-2 sigur í hörkuleik.

Í 32 liða úrslitum kom lið Breiðabliks í heimsókn á gervigrasið við hlið Nettóhallarinnar. Fyrirfram mátti ætla að Keflavík yrði Blikum auðveld bráð en annað kom á daginn. Sami Kamel gerði þar bæði mörk Keflavíkur í sanngjörnum 2-1 sigri. Kristófer Ingi Kristinsson gerði þar mark Blika.

   25.04.2024 22:57
Kamel kýldi Blika kalda


Næst var það lið ÍA sem mætti í heimsókn á HS Orkuvöllinn og aftur var það Kamel sem reyndist örlagavaldur. Hann krækti í vítaspyrnu þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik eftir klaufaleg mistök í öftustu línu ÍA. Erik Sandberg greið til þess að brjóta á Kamel innan teigs, vítaspyrna dæmd og norðmanninum gert að yfirgefa völlinn með rautt spjald. Kamel tók sprynuna sjálfur og skoraði af öryggi og tvöfaldaði svo forystu Keflavíkur fyrir leikhlé. Það var svo Valur Þór Hákonarson sem negldi síðasta naglann í kistu ÍA það kvöldið og innsiglaði 3-0 sigur Keflavíkur og farseðil í átta liða úrslit.

   16.05.2024 22:04
RUPL rautt er bikardraumur Keflavíkur heldur áframMynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Valur Valsmenn með sína ellefu bikartitla freista þess þetta sumarið að bæta þeim tólfta í safnið en átta ár eru síðan liðið varð síðast bikarmeistari.

Vegferð þeirra í Mjólkurbikarnum þetta árið hóft í 32 liða úrslitum þar sem liðið mætti FH á N1-vellinum. Hólmar Örn Eyólfsson, Patrick Pedersen og Tryggvi Hrafn Haraldsson gerðu þar mörk Vals í þægilegum 3-0 sigri.
   24.04.2024 21:34
FH sá aldrei til sólar gegn Val

Afturelding í Mosfellsbæ varð svo fórnarlamb Vals í 16 liða úrslitum er liðin mættust að Malbiksstöðinn að Varmá. Lokatölur 1-3 þar sem Jónatan Ingi Jónsson, Aron Jóhannsson og Adam Ægir Pálsson gerðu mörk Vals en Andri Freyr Jónasson gerði mark Aftureldingar.
   17.05.2024 23:40
Vindurinn hafði betur í bræðraslagnum

Fyrir leik
Átta liða úrslit Mjólkurbikarsins rúlla af stað
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Vals í 8 liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Flautað verður til leiks á HS Orkuvellinum klukkan 16:00

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson ('90)
4. Elfar Freyr Helgason
6. Bjarni Mark Antonsson ('82)
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen ('99)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('63)
21. Jakob Franz Pálsson

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
3. Hörður Ingi Gunnarsson ('90)
16. Gísli Laxdal Unnarsson ('99)
17. Lúkas Logi Heimisson
22. Adam Ægir Pálsson ('63)
23. Gylfi Þór Sigurðsson ('82)
71. Ólafur Karl Finsen

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason

Gul spjöld:
Adam Ægir Pálsson ('120)

Rauð spjöld: