Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
Stjarnan
2
0
Linfield
Emil Atlason '22 1-0
1-0 Chris Shields '27 , misnotað víti
Emil Atlason '60 2-0
11.07.2024  -  19:00
Samsungvöllurinn
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Aðstæður: Grátt yfir Garðarbænum, búið að rigna í dag þannig grasið er blautt og gott
Dómari: Iwan Griffith (Wales)
Áhorfendur: 682
Maður leiksins: Emil Atlason (Stjarnan)
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
2. Heiðar Ægisson
4. Óli Valur Ómarsson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson ('87)
22. Emil Atlason
30. Kjartan Már Kjartansson ('66)
32. Örvar Logi Örvarsson
35. Helgi Fróði Ingason ('77)
80. Róbert Frosti Þorkelsson

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
8. Jóhann Árni Gunnarsson
9. Daníel Laxdal ('66)
10. Hilmar Árni Halldórsson ('77)
11. Adolf Daði Birgisson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
17. Andri Adolphsson
19. Daníel Finns Matthíasson
28. Baldur Logi Guðlaugsson
37. Haukur Örn Brink ('87)
41. Alexander Máni Guðjónsson
55. Elvar Máni Guðmundsson

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Björn Berg Bryde

Gul spjöld:
Kjartan Már Kjartansson ('25)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Já Stjarnan vinnur 2-0! Frábær sigur fyrir Garðbæinga sem fara til Norður-Írlands í mjög sterkri stöðu.

Skýrsla og viðtöl væntanleg í kvöld.
95. mín
Rangstaða á Linfield og eru Stjörnumenn að sigla þessum 2-0 sigri heim?
92. mín
ÞAÐ ER DARRAÐARDANS! Hornspyrna hjá Linfield og boltinn dettur inn á miðjan teiginn. Boltinn er fastur undir löppunum á mönnum í svona góðar 5 sekúndur þar til hann skýst loksins til Sam Roscoe sem á skotið framhjá.

Þetta var bara hápunktur þessa klassíska darraðardans.
91. mín
Það verða 5 mínútur í uppbótartíma.
87. mín
Inn:Haukur Örn Brink (Stjarnan) Út:Örvar Eggertsson (Stjarnan)
Vonandi er þetta ekki of slæm meiðsli hjá Örvari.
86. mín
Það eru börur Örvar Eggerts liggur í grasinu, ég sá ekki hvað gerðist en hann viðrist ekki geta staðið upp. Þetta er leiðinlegt.
85. mín
RÉTT FRAMHJÁ! Linfield á aukaspyrnu við hliðarlínu sem þeir sveifla inn í teig. Stjarnan nær að skalla frá en boltinn dettur fyrir Cooper. Cooper hlaðar þá bara í skotið sem er fast og fer rétt framhjá stönginni.
82. mín
Hilmar sterkur hér í einvígi við varnarmann sem leiðir að því að Stjarnan keyrir í skyndisókn, 3 á 3. Hilmar leggur boltan á Óla sem herjar að Chris Shields. Óli reynir svo sendinguna á Emil sem klikkar aftur hjá honum. Óli verður bara að hlaða meira í skot í svona stöðum.
80. mín
Stjarnan hendir í víkingaklappið, þeir byrjuðu náttúrulega á þessu þannig þeir gera þetta lystilega vel.
77. mín
Inn:Josh Archer (Linfield) Út:Cameron Ballantyne (Linfield)
77. mín
Inn:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan) Út:Helgi Fróði Ingason (Stjarnan)
75. mín
Hvaða rugl taktar voru þetta hjá Óla Val. Hann tók út svona þrjá varnarmenn með einni hreyfingu. Hann hefði svo bara átt að skjóta en reyndi að gefa á Emil sem klikkaði.
73. mín
Linfield með einhverjar þrjár eða fjórar hornspyrnur í röð hérna. Þeir eru klárlega að reyna sækja hér til að minnka muninn. Stjörnumenn bara í bölvuðu veseni með það þessa stundina.
73. mín
Inn:Matthew Fitzpatrick (Linfield) Út:Christopher Mckee (Linfield)
71. mín
Bjargað á línu! Linfield fær hornspyrnu og þeir taka þetta stutt á Millar. Hann setur boltan fyrir en boltinn stefnir bara inn í markið þar til Örvar Eggerts stekkur til á síðustu stundu og skallar frá.
70. mín
Óli er í stuði! Daníel leggur boltan á Óla Val og segir bara: Jæja strákur sjáðu um þetta. Óli tekur því og fer framhjá tveim áður en hann smellir í skot rétt yfir markið. Alvöru taktar á Óla þarna.
68. mín
Linfield að sækja hér og setja boltan inn í teig. Sam Roscoe er kominn upp í teig og nær skallanum á nærstönginni, skallinn hinsvegar framhjá.
66. mín
Inn:Daníel Laxdal (Stjarnan) Út:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan)
Kjartan búinn að vera koma sér í smá vandræði. Skynsamlegt þetta.
66. mín
Gummi Kri af öllum mönnum bara kominn upp á völl og sólar mann áður en hann leggur boltan á Óla. Óli keyrir í átt að marki og tekur skotið fyrir utan teig, en rétt framhjá.
65. mín
Linfield í hraðri sókn hérna og Ballantyne kemst í fínt færi rétt fyrir utan teig. Hann hleypur eiginlega meira á boltan heldur en að skjóta og boltinn framhjá.
61. mín
Rétt fyrir þetta mark áttu Linfield hornspyrnu þar sem boltinn skoppaði um teiginn og virtist mögulega fara í hendina á Kjartani. Gestirnir öskruðu og báðu um víti en fengu ekkert.
60. mín MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
2-0 STJARNAN!!!! ÞAÐ ER STÓRT Emil tekur spyrnuna og hann þrumar bara lágt í vegginn. Hann fær boltan aftur til sín skoppandi. Hann tekur skotið bara í fyrrsta sem hann skýtur í jörðina, boltinn fer af hausnum á varnarmanni Linfield sem hjálpar aðeins til áður en boltinn dettur í markið!
58. mín
Aukaspyrna á vítateigslínunni! Brotið á Óla Val og það héldu allir að það væri að dæma víti en dómarinn segir að þetta hafi verið rétt fyrir utan.
56. mín
Góður bolti fram hjá Linfield og Millar er hálf sloppinn upp vinstri kantinn. Hann færir sig svo inn á völlinn þar sem hann tekur skot. Þá voru Stjörnumenn hinsvegar komnir til baka og náðu að blokkera þetta skot.
54. mín
DAUÐAFÆRI FYRIR ÖRVAR!! Þvílík draumasending inn fyrir vörnina frá Emil. Örvar er þá bara sloppinn í gegn einn gegn markmanni, en fær mögulega of mikinn tíma til að hugsa og neglir boltanum bara í Chris Johns.
52. mín
Gott skallafæri! Góður bolti inn í teig á fjærstöngina fyrir Linfield. Cooper er þar mættur í fínu skallafæri en skallinn hans fer bara laust, beint niður og í hendurnar á Rosenörn.
47. mín
Hætta inn í teig Stjörnunnar. Linfield menn setja boltan inn í teiginn beint á Örvar Eggerts. Hreinsunin hans er hinsvegar afleit, beint á McClean sem er í fínu færi en skotið hans lélegt og beint á Rosenörn.
46. mín
Cooper skapar fyrstu hættu seinni hálfleiksins. Kemur með fyrirgjöf sem Stjarnan hreinsar í horn.

Hornspyrnunni er sveiflað inn á teig en Örvar Eggerts skallar frá.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Stjarnan leiðir verðskuldað í hálfleik, en þeir buðu svo sannarlega hættunni heim á stundum. Stjarnan verið heilt yfir miklu betra liðið í þessum hálfleik en voru heppnir þegar Shields klúðraði vítinu sínu. Það var svo síðustu 5 mínúturnar af hálfleiknum sem Linfield voru að sækja stíft og það var greinilegt stress í varnarleik Stjörnunnar.

Væri mjög gott fyrir Garðbæinga að skora fleiri mörk í seinni og vonandi sjáum við það. Sjáumst eftir korter.
45. mín
Þarna voru Stjörnumenn heppnir! +1
Linfield að sækja mikið þessa stundina og boltinn kemur inn í teig þar sem sóknarmaður gestanna er kominn í góða stöðu. Örvar Logi keyrir í bakið á honum og það er sterk vítaspyrnu lykt af þessu en dómarinn segir nei.

Ég held að þetta hefði átt að vera víti en sem betur fer dæmdi hann ekki.
45. mín
Þrjár hornspyrnu í röð hjá Linfield Fyrsta hornspyrnan var auðveldlega hreinsuð í horn. Það kom hinsvegar hætta úr annari spyrnunni, McKee náði skallanum á mjög hættulegum stað, en í varnarmann og framhjá. Þriðja hornspyrnan var svo hreinsuð frá strax.
44. mín
Hætta inn í teig Stjörnumanna Cooper kemur upp vinstri kantinn og færir sig svo inn á völlinn. Hann tekur skotið beint í Heiðar og boltinn skýst af honum í loftið og fær að skoppa smá í teignum áður en Stjörnumenn hreinsa í horn.
39. mín
Stjörnumenn að spila sig mjög vel í gegnum Linfield. Fara frá vinstri til hægri í hraðri skyndisókn. Setja svo boltan inn á teiginn þar sem varnamenn gestana hreinsa. Boltinn fer hinsvegar ekki lengra en til Emils sem á skot í varnarmann.
37. mín
Stjarnan vinnur horn og það er Helgi sem tekur. Hann setur boltan á nærstöngina þar sem Emil er mættur. Emil tekur skotið en boltinn fer rétt framhjá fjærstönginni!
30. mín
Stjörnumenn snarbilaðir eftir þessar mínútur Það er mikill hiti í leiknum eftir þetta og Stjörnumenn staðráðnir í að þagga í þeim Norður-Írsku. Óli gerir vel upp vinstri kantinn og kemur boltan á Róbert sem er í fínu færi inn í teig. Hann tekur skotið en í varnarmann.
28. mín
Aðdragandinn af vítaspyrnunni var þannig að markmaður Linfield tók aukaspyrnu frá miðjunni og sparkaði boltanum bara inn á teiginn. Þá skalla menn boltan niður og Kjartan fer í einhverja stöðubaráttu við leikmann Linfield til að vinna lausa boltan en er klaufi og neglir síðunni í manninn. Kannski pínu soft en líkast til rétt dæmt.
27. mín Misnotað víti!
Chris Shields (Linfield)
Hann klúðrar!!!! Shields lúðrar boltanum bara upp í slánna
26. mín
LINFIELD FÆR VÍTI!!!
25. mín Gult spjald: Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan)
Groddaraleg tækling á miðsvæðinu. Kjartan heldur seinn þarna.
22. mín MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
ÞVÍLÍK SPYRNA!!!!! Emil Atla tekur aukaspyrnuna með alveg vel hávaxna menn í veggnum fyrir framan sig. Gæðin í þessari spyrnu var alveg svakaleg, hann leggur þennan bolta bara upp í skeytin!
21. mín Gult spjald: Scot Whiteside (Linfield)
Aukaspyrna á hættulegum stað Whiteside brýtur af sér og Stjörnumenn geta skotið héðan.
19. mín
Joel Cooper tekur hlaup inn fyrir og boltinn kemur til hans, hefði boltinn verið betri hefði hann verið sloppinn í gegn. Boltinn fer hinsvegar í hælinn á honum og Cooper leggst niður eitthvað meiddur. Skrítið dæmi, dómarinn stoppar leikinn og Cooper stendur strax aftur upp.
14. mín
Linfield með sína fyrstu ógn að marki. Þeir koma boltanum til McKee sem er fyrir utan teig. Hann lætur vaða en hátt yfir markið.
12. mín
Stjörnumenn stórhættulegir þessa stundina! Þeir sækja hratt upp vinstra megin og spila rosalega vel á milli sín. Þeir færa svo boltan yfir til hægri kantinn þar sem Örvar Eggerts leggur boltan fyrir teiginn. Þar er Örvar Logi mættur af öllum mönnum en skotið hans fer í varnarmann.
10. mín
Stjarnan fær tvö önnur horn eftir þessi færi en þeir ná ekki að nýta þau nógu vel.
9. mín
Fyrsta hættan kemur hjá Stjörnunni! Góður bolti upp kantinn á Emil þar sem hann keyrir upp að endalínu. Hann leggur svo boltan fyrir og varnarmenn Linfield eru rétt á undan Óla Val í boltan. Stjarnan fær horn.

Þeir spila stutt út horninu og sóknin endar í skoti frá Róberti sem fer í varnarmann.
6. mín
Stjarnan byrjar þetta af miklum krafti og hlaupa uppi gestina á fullu. Ekki skrýtið að þeir hafi orku þegar enginn á miðjunni er kominn yfir tvítugt.
2. mín
Uppstilling Stjörnunnar
Mynd: Haraldur Örn Haraldsson

1. mín
Leikur hafinn
Iwan Griffith flautar og leikurinn er kominn af stað!
Fyrir leik
Leikmenn ganga inn á völlinn og það er greinilegt burst í búningakeppninni. Stjarnan er í sínum nýju evrópubúningum sem eru geðveikt flottir en búningar gestanna er eiginlega alveg hrikalega ljótur.
Fyrir leik
Stemning og stuð í Garðarbænum! Það er tæpur hálftími í leik og fólk er að tínast vel hérna inn. Það er tónlist, drykkir og menn að skemmta sér. Maður finnur það að það er einhver önnur spenna í loftinu en vanalega á Samsungvellinum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin! Jöukull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar hefur ákveðið að gera aðeins eina breytingu en það er Helgi Fróði Ingason sem kemur inn í liðið á kostnað Hauks Arnar Brink sem sest á bekkinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Gamla markið
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Bjarki Gunnlaugsson, alvöru töffari
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Viðtal við David Healy fyrir leikinn
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Stjörnumenn með 2% líkur að fara í riðlakeppni - Linfield bara 1%
Fyrir leik
Velskir dómarar í kvöld Dómarateymið fyrir þennan leik koma tæknilega séð frá sömu þjóð og mótherjar Stjörnunnar. Þeir eru frá Wales, en Wales og Norður-Írland tilheyra bæði Stóra-Bretlandi.

Aðaldómarinn heitir Iwan Arwel Griffith, aðstoðardómararnir eru Johnathon Bryant og Harry Hendricks. Varadómarinn er Aaron Wyn Jones
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Jökull er spenntur fyrir leiknum Jökull Elísabetarson var einnig á fréttamannafundi í gær þar sem hann talaði um leikinn.

„Það gefur liðinu helling að taka þátt í Evrópukeppni, ótrúlega skemmtilegt. Þetta brýtur sumarið upp. Það getur myndast alvöru samheldni í þessum ferðalögum út, bara ógeðslega gaman. Það er ógeðslega gaman að fá að taka þátt í þessu aftur," sagði miðjumaðurinn Hilmar Árni.

„Við leggjum þetta upp þannig að við eigum möguleika á því að komast áfram og auðvitað viljum við gera það. Eins og Hilmar kemur inn á þá er ansi margt sem liðið getur fengið út úr þessu, margt sem getur gert liðið betra bara á því að vera saman í þessu. Ég held að við séum allir á því að við ætlum að fara áfram og gera meira úr þessari Evrópukeppni en bara þetta einvígi," sagði þjálfarinn Jökull.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Fyrir leik
Hilmar segir að Linfield spilar breskan bolta Hilmar Árni Halldórsson leikmaður Stjörnunnar var á fréttamannafundi í gær þar sem hann var spurður út í leikinn.

„Við erum búnir að skoða mjög mikið efni af þeim og teljum okkur vita ansi margt. Þeir eru mjög breskir, spila breskan fótbolta eins og við sáum á Englandi fyrir einhverjum árum síðan; líður vel með langa bolta, eru stórir og sterkir og eiga margar fyrirgjafir. Þeir eru það lið í deildinni þeirra sem eru hvað mest í því."

„Varðandi möguleikana á morgun þá eru klárlega möguleikar í stöðunni, við höfum klárlega trú á þessu, en það er erfitt að gera sér almennilega grein fyrir getustiginu hjá þeim út frá bara myndböndum. Ef við erum á okkar degi í þessum tveimur leikjum þá eru klárlega möguleikar fyrir okkur," sagði Jökull þjálfari Stjörnunnar.

Þurfa að nýta það
Stjarnan er á miðju tímabili en Linfield er á undirbúningstímabili.

„Við höfum tekið þátt í svona Evrópueinvígi áður og við þurfum að nýta það að þeir eru hugsanlega ekki í sínu besta formi. Þetta eru alltaf öðruvísi leikir, mikið undir. Þetta eru mjög skemmtilegir leikir, þeir munu væntanlega mæta massífir og agressífir. Vonandi verður bara hörkuleikur úr þessu," sagði miðjumaðurinn Hilmar Árni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Fyrir leik
Norður-Írsku mótherjarnir Linfield FC kemur frá suður hluta Belfast sem er höfuðborg Norður-Írlands. Liðið var stofnað árið 1886 eða fyrir heilum 138 árum síðan. Linfield er sigursælasta lið Norður-Írlands frá upphafi en þeir hafa 56 sinnum orðið deildarmeistarar.

Þjálfari liðsins er David Healy fyrrverandi framherji í ensku Úrvalsdeildinni. Menn muna líkast til eftir honum frá tíma hans hjá Leeds, Fulham og Sunderland. Hann tók við sem þjálfari Linfield árið 2015 og er þetta eina aðalþjálfara starf sem hann hefur sinnt. Frá því hann tók við hefur liðið unnið deildina 5 sinnum.

Linfield er á sínu undirbúningstímabili eins og er, en þeir enduðu sitt tímabil þann 27. apríl síðastliðin. Liðið endaði í 2. sæti deildarinnar og voru 5 stigum á eftir topp liðinu í Larne. Markahæsti leikmaður liðsins var miðjumaðurinn Joel Cooper en hann skoraði 11 mörk í 30 leikjum.

Liðið tók þátt í forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra en þar mættu þeir albanska liðinu Vllaznia í fyrstu umferð. Þei unnu 3-1 á heimavelli og töpuðu 1-0 á útivelli og fóru því áfram. Í annari umferð mættu þeir svo pólska liðinu Pogo? Szczecin en þeir töpuðu báðum sínum leikjum gegn þeim 2-5 á heimavelli og 2-3 á útivelli.
Mynd: Getty Images
Þjálfari liðsins David Healy árið 2013
Fyrir leik
Hvernig koma Stjörnumenn inn í leikinn? Stjörnumenn hafa valdið sumum vonbrigðum á því hvernig þeir hafa spilað á þessu tímabili. Þeir sitja í 6. sæti deildarinnar eins og er með 17 stig úr 14 leikjum. Nýlegt gengi hjá liðinu er heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þeir eru með þrjá tapleiki í síðustu 5 leikjum, 1 sigur og 1 jafntefli. Síðasti leikur var einmitt jafnteflið en það kom í Vesturbænum gegn KR þar sem leikurinn endaði 1-1.

Markahæsti leikmaður liðsins í deildinni er framherjinn Emil Atlason með 7 mörk. Næsti maður þar á eftir er 19 ára framherjinn Haukur Örn Brink.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
1. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar Komiði sæl og verið velkomin í þessa beinu textalýsingu frá viðureign Stjörnunnar og Linfield í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður spilaður á Samsungvellinum.
Mynd: EPA
Byrjunarlið:
1. Chris Johns (m)
2. Sam Roscoe-Byrne
4. Scot Whiteside
5. Chris Shields
7. Kirk Millar
8. Kyle McClean
9. Joel Cooper
16. Cameron Ballantyne ('77)
17. Christopher Mckee ('73)
27. Ethan Mcgee
37. Ryan Mckay

Varamenn:
51. David Walsh (m)
12. Darragh Mcbrien
21. Josh Archer ('77)
22. Jamie Mulgrew
29. Matthew Fitzpatrick ('73)
34. Dane McCullough
36. Rhys Annett
66. Charlie Chapman
67. Matthew Orr

Liðsstjórn:
David Healy (Þ)

Gul spjöld:
Scot Whiteside ('21)

Rauð spjöld: