Breiðablik
3
1
Tikves
0-1
Ediz Spahiu
'9
Kristinn Steindórsson
'44
1-1
Höskuldur Gunnlaugsson
'53
2-1
Kristófer Ingi Kristinsson
'85
3-1
18.07.2024 - 19:15
Kópavogsvöllur
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Peiman Simani (Finnland)
Maður leiksins: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Kópavogsvöllur
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Peiman Simani (Finnland)
Maður leiksins: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson
('75)
7. Höskuldur Gunnlaugsson
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
('75)
11. Aron Bjarnason
19. Kristinn Jónsson
('82)
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
('82)
30. Andri Rafn Yeoman
Varamenn:
55. Jón Sölvi Símonarson (m)
2. Daniel Obbekjær
3. Oliver Sigurjónsson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
9. Patrik Johannesen
('75)
12. Brynjar Atli Bragason
16. Dagur Örn Fjeldsted
20. Benjamin Stokke
('82)
23. Kristófer Ingi Kristinsson
('75)
24. Arnór Gauti Jónsson
('82)
25. Tumi Fannar Gunnarsson
26. Kristófer Máni Pálsson
Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Brynjar Dagur Sighvatsson
Gul spjöld:
Viktor Karl Einarsson ('69)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
BLIKAR ERU KOMNIR ÁFRAM Í EVRÓPU!!
Clutch frammistaða hjá Breiðablik leyfi ég mér að sletta. Miklu betra liðið. Viðtöl og skýrsla væntanleg.
Clutch frammistaða hjá Breiðablik leyfi ég mér að sletta. Miklu betra liðið. Viðtöl og skýrsla væntanleg.
94. mín
ANTON ARI!!!
Mosjov tekur spyrnuna og hún er virkilega góð en Anton stekkur eins og haförn og ver! Frábær varlsa!!
90. mín
Vitor Ribeiro með boltan hægra megin við teiginn og hann dúndrar bara á markið. Anton hinsvegar eins og stóískur klettur og grípur þennan bolta!
89. mín
Tikves fær aukaspyrnu á eigin vallarhelmingi og þeir senda alla fram nema markmanninn. Þeir lúðra boltanum inn í teig en Anton kemur og grípur boltan.
Lítið eftir, koma svo! Loka þessu!
Lítið eftir, koma svo! Loka þessu!
85. mín
MARK!
Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
Stoðsending: Patrik Johannesen
Stoðsending: Patrik Johannesen
ER ÞETTA MARKIÐ SEM FLEYTIR BLIKUM ÁFRAM!!!
Patrik setur geggjaðan bolta inn fyrir vörnina og Kristófer er sloppinn í gegn. Hann ætlar svo að taka skotið en það er Daniel Mosjov sem tæklar hann aftan frá og boltinn fer af einhverjum og lekur í netið. Ég gef Kristófer þetta áður en UEFA ákveður hvort þetta hafi verið sjálfsmark eða ekki.
Ef þetta hefði ekki verið mark hefði þetta verið 100% vítaspyrna.
Ef þetta hefði ekki verið mark hefði þetta verið 100% vítaspyrna.
84. mín
Í Bestu er þetta spjald.
Mile Todorov tekur skot á markið þegar dómarinn er löngu búinn að flauta fyrir rangstöðu. Finninn sleppur þessu hinsvegar.
81. mín
Kiddi Jóns þarf einhverja aðhlynningu og mér sýnist Blikarnir vera að undirbúa tvöfalda skiptingu. Arnór Gauti og Stokke að fara koma inná.
78. mín
Svakaleg einstklingsgæði!
Leonardo Guerra fær boltan u.þ.b. á miðjum vellinum og fer af stað. Hann leikur sér að því að fara framhjá Andra, áður en hann klippir inn á völlunn sem setur Damir eiginlega bara á rassinn. Hann er þá kominn inn á teig og tekur skotið sem fer rétt framhjá.
75. mín
Inn:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Ísak færir sig í striker og Kristófer fer út á vinstri. Patrik er á miðjunni, og Vikor Karl er þá dýpsti miðjumaður.
75. mín
Inn:Patrik Johannesen (Breiðablik)
Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
Það á að vinna þetta fyrir framlengingu
Sóknarsinnuð skipting, miðjumaður útaf fyrir sóknarmann.
74. mín
Blikar vinna boltan á miðjum vellinum og Höskuldur keyrir af stað með boltan. Hann leggur svo boltan til hliðar á Kidda Steindórs sem tekur fast skot rétt fyrir utan teig, en rétt framhjá.
72. mín
Finnski dómarinn að dæma aukaspyrnu fyrir Tikves á góðum stað fyrir litlar sakir. Þetta hefur reyndar verið línan allan leikinn. Finninn er að dæma á eitthvað smotterí alltof mikið fyrir minn smekk, drepur taktinn í leiknum.
Spyrnan var reyndar svo bara hreinsuð frá strax.
Spyrnan var reyndar svo bara hreinsuð frá strax.
65. mín
Inn:Gjorgi Gjorgjiev (Tikves)
Út:Ediz Spahiu (Tikves)
Markaskorarinn farinn útaf.
62. mín
Blikar vilja víti!
Höskuldur tekur spyrnuna og setur boltan inn á teiginn. Boltinn skallast eitthvað til og frá þar til Alexander Helgi ætlar að hlaupa á boltan. Leonardo Guerra kemur svo aftan að honum og flækist í honum þannig að Alexander dettur. Mér sýnist þetta hafa átt vera vítaspyrna. En ekkert alveg auglósasta í heimi
60. mín
Gult spjald: Aleksandar Varelovski (Tikves)
Blikar fá aukaspyrnu töluvert fyrir utan teiginn, en það er alveg hægt að skjóta úr þessu.
53. mín
MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Aron Bjarnason
Stoðsending: Aron Bjarnason
Kafteinn fantastik!!
Blikar eru bara í einhverju rólegu uppspili og Aron leggur boltan út á Höskuld einhverjum 25-30 metrum frá marki. Höskuldur sér bara tækifærið og neglir í fyrsta lágt í nærhornið og markvörður gestana vaknar ekki af sínum væru blund.
Geggjað mark hjá fyrirliðanum og allt er orðið jafnt!
Geggjað mark hjá fyrirliðanum og allt er orðið jafnt!
51. mín
Blikar hóta!
Aron með boltan úti hægra megin og kemur með fyrirgjöfina. Höskuldur nær skallanum en beint á markmanninn.
45. mín
Hálfleikur
Aðeins ein mínúta í uppbótartíma eftir að Tikves menn voru búnir að vera tefja síðan á 13. mínútu, það finnst mér einfaldlega hlægilegt. Sérstaklega þar sem aðaldómari leiksins stóð og benti á klukkuna áðan þegar þeir voru að taka sér einhverjar 30 sekúndur í innkast.
Hinsvegar þá fara liðin jöfn inn í hálfleik en gestirnir þó yfir í einvíginu, staðan er 4-3. Blikarnir verið miklu betri aðilinn í kvöld. Tikves í raun bara búnir að skapa sér þetta eina færi sem þeir skoruðu úr. Þeir sitja svo djúpt í lágblokk, það hefur reynst Blikum erfitt að skapa sér góð færi, en það kom þarna í lokinn. Mjög stórt!
Hinsvegar þá fara liðin jöfn inn í hálfleik en gestirnir þó yfir í einvíginu, staðan er 4-3. Blikarnir verið miklu betri aðilinn í kvöld. Tikves í raun bara búnir að skapa sér þetta eina færi sem þeir skoruðu úr. Þeir sitja svo djúpt í lágblokk, það hefur reynst Blikum erfitt að skapa sér góð færi, en það kom þarna í lokinn. Mjög stórt!
44. mín
MARK!
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Þetta var sko nauðsynlegt!!!
Alexander Helgi er með boltan úti á hægri kanti og hann kemru með fyrirgjöfina. Varnamaður reynir að skalla frá en beint á Kidda sem tekur geggjaðan snúning og þrumar í boltan á lofti. Beint í netið, þetta var gæði!
Svo nauðsynlegt að vera búnir að minnka muninn fyrir hálfleik.
Svo nauðsynlegt að vera búnir að minnka muninn fyrir hálfleik.
41. mín
Skapast hætta!
Höskuldur setur boltan inn í teig úr horninu en gestirnir skalla frá. Kiddi Jóns nær þá boltanum og setur boltan aftur inn í teig þar sem Kiddi Steindórs nær skallanum í átt að marki en markmaðurinn ver.
41. mín
Blikar fá horn
Gengur erfiðlega að skapa góð færi en Höskuldur mun setja þennan inn í teig.
32. mín
Skalli frá Ísak!
Hornspyrna frá Höskuldi og sama uppskrift og áðan. Núna er hinsvegar Ísak fyrstur og sterkastur í loftinu og hann er í afbragðs skallafæri. Hann nær hinsvegar ekki að miða boltanum nógu vel og boltinn yfir.
31. mín
Höskuldur setur spyrnuna inn í teiginn, en enginn Bliki nálægt og Tikves menn hreinsa.
30. mín
Gult spjald: Mihail Manevski (Tikves)
Blikar fá aukaspyrnu við hlið teigsins, hægra megin.
27. mín
Blikar fá horn
Höskuldur tekur spyrnuna og hann sveiflar boltanum inn á teig. Það er svakalega þvaga í kringum markmanninn en hann nær einhvernvegin að vera sterkastur og stökkva og grípa boltan.
19. mín
Það er eiginlega bara búið að vera eitt lið á vellinum hingað til og það eru Blikar. Hrikalegt að hafa fengið þetta mark á sig svona upp úr þurru.
16. mín
Gott skotfæri fyrir Blika!
Boltinn berst út á hægri kant til Arons, hann leggur boltan bara stutt til Kidda Steindórs sem lúrir fyrir utan teig. Kiddi tekur og lúðrar bara í fyrsta og það mátti litlu muna að þessi færi undir stöngina, en raunin var yfir.
11. mín
Blikarnir fara strax að sækja!
Kiddi Jóns kemur með góðan bolta inn í teig af vinstri kanti og Kiddi Steindórs er þar með lúmskt skot sem er vel varið af Tasev.
9. mín
MARK!
Ediz Spahiu (Tikves)
Stoðsending: Vitor Alberto Alves Ribeiro
Stoðsending: Vitor Alberto Alves Ribeiro
Algjörlega upp úr þurru!
Markvörður Tikves setur langan bolta fram þar sem Vitor Ribeiro fær boltan vinstra megin rétt fyrir utan teig. Ribeiro kemur svo með frábæran bolta inn á teig þar sem Spahiu er einhvernveginn dauðafrír og enginn Blika leikmaður nálægt honum. Hann klárar svo mjög vel.
6. mín
Gott skallafæri fyrir Ísak!
Andri Rafn er með boltan úti á hægri kanti og setur góðan bolta inn í teig. Ísak er miklu sterkari í loftinu en varnarmaðurinn fyrir framan hann og nær skalla að marki sem er varinn. Dómarinn dæmir hinsvegar brot á Ísak fyrir bakhrindingu sem mér finnst frekar soft.
1. mín
Leikur hafinn
Finnski dómarinn flautar og leikurinn er kominn af stað! Blikarnir taka upphafssparkið.
Fyrir leik
Það er ekki sama veðrið og í Makedóníu
Makedónarnir fá að kynnast alvöru Reykvísku sumarveðri í kvöld. Það ausrignir hér á Kópavogsvelli og hitinn er í kringum 14°. Eftir 30° úti þá er þetta líkast til eitthvað sem mun henta Kópavogsmönnum betur.
Fyrir leik
Byrjunarlið Blika
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks gerir þrjár breytingar á sínu liði en það eru Oliver Sigurjónsson, Kristófer Ingi Kristinsson og Arnór Gauti Jónsson sem þurfa að sætta sig við bekkinn í dag. Inn fyrir þá koma Alexander Helgi Sigurðsson, Kristinn Steindórsson og Kristinn Jónsson.
Fyrir leik
Finnskir dómarar
Peiman Simani verður dómari þessa leiks en honum til aðstoðar verða Christian De Casseres og Samu Koskinen. Varadómari er svo Mohammed Al-emara.
Fyrir leik
Blikar nýbúnir að missa tvo menn
Það var tilkynnt fyrir rúmri viku að Jason Daði Svanþórsson væri búinn að skrifa undir hjá Grimsby í Englandi. Jason er þá farinn frá félaginu en hann hefur verið lykil leikmaður liðsins síðustu ár. Einnig var tilkynnt í gær að Alexander Helgi Sigurðarson myndi fara frá félaginu eftir tímabilið en hann er búinn að skrifa undir hjá KR.
Fyrir leik
Dóri og Höggi í viðtölum fyrir leik
Halldór Árnason þjálfari liðsins og Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði liðsins sátu fyrir svörum fyrir þennan leik.
Fyrir leik
Fyrri leikurinn
Fyrri leikurinn í þessari viðureign fór fram í Norður-Makedóníu fyrir viku síðan en þar vann GFK Tikves 3-2. Breiðablik hafði komist í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Viktori Karli og Kristófer Inga. Blikar virtust vera töluvert betra liðið en það var svo á aðeins 8 mínútna kafla seint í seinni hálfleiknum sem GFK Tikves skoraði 3 mörk. Algjört hrun hjá Blikunum sem þýðir að það gengur ekkert annað en að vinna leikinn hér í kvöld.
Kristófer Ingi Kristinsson
Fyrir leik
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Komið þið sæl og blessuð og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu af seinni leiknum, í þessari viðureign Breiðabliks og GFK Tikves í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Leikið verður á heimavelli Breiðabliks, Kópavogsvelli og þetta hefst klukkan 19:15
Leikið verður á heimavelli Breiðabliks, Kópavogsvelli og þetta hefst klukkan 19:15
Byrjunarlið:
1. Stefan Tasev (m)
3. Mihail Manevski
4. Oliver Stoimenovski
5. Daniel Mojsov
7. Ediz Spahiu
('65)
10. Martin Stojanov
('55)
13. Vitor Alberto Alves Ribeiro
21. Aleksandar Varelovski
24. Kristijan Stojkovski
('88)
77. Roberto Menezes Bandeira Neto
('65)
88. Blagoja Spirkoski
('55)
Varamenn:
12. Stojan Dimovski (m)
6. Almir Cubara
('88)
8. Danail Tasev
9. Gjorgi Gjorgjiev
('65)
11. Milovan Petrovikj
14. Stojan Petkovski
18. David Manasievski
('65)
20. Mile Todorov
('55)
22. Filip Mihailov
23. Martin Todorov
33. Leonardo Guerra De Souza
('55)
Liðsstjórn:
Gordan Zdravkov (Þ)
Gul spjöld:
Mihail Manevski ('30)
Aleksandar Varelovski ('60)
Rauð spjöld: