Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
Valur
2
1
Keflavík
0-1 Anita Lind Daníelsdóttir '20
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir '28 1-1
2-1 Anita Bergrán Eyjólfsdóttir '90 , sjálfsmark
20.07.2024  -  16:15
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild kvenna
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Fanndís Friðriksdóttir
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Hailey Whitaker
6. Natasha Anasi
8. Kate Cousins
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('63)
29. Jasmín Erla Ingadóttir ('63)
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
20. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
7. Elísa Viðarsdóttir
13. Nadía Atladóttir
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('63)
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir
27. Helena Ósk Hálfdánardóttir
92. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('63)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir
Hjörtur Fjeldsted
Hallgrímur Heimisson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Eins súrt og það gerist fyrir Keflvíkinga!

En þetta var ekkert smá verðskuldað hjá Valskonum eftir hreina og beina yfirburði í seinni hálfleiknum.

Skýrla og viðtöl koma innan skamms.

Þangað til næst, veriði sæl.
93. mín
Úfffff Melanie með eina slökustu hornspyrnu sem ég hef séð. Líklega seinasta spyrna leiksins.
93. mín
Keflvíkingar að fá horn!
90. mín SJÁLFSMARK!
Anita Bergrán Eyjólfsdóttir (Keflavík)
Eins súrt og það gerist! Þetta var klaufalegt!

Mér sýndist það vera Þórdís Hrönn sem nær að halda boltanum inn á og kemur honum fyrir markið. Þar er Anita Bergrán alein inni á teignum og teygir sig í boltann og setur hann í sitt eigið mark.

Þetta svíður!
89. mín
HAAA? Þær halda bara áfram að klúðra!

Anna Rakel kemur núna með glæsilegan bolta inn á teig Keflvíkinga sem fer beint á ennið á Ragnheiði sem skallar hann í stöngina og út.

Þetta er svakalegt!
88. mín
Ná þær að halda þetta út? Það verður kraftaverk ef Keflvíkingar ná að halda þetta út. Valskonur verið mikið mikið mikið mikið betri í seinni hálfleiknum en Keflvíkingar sýnt mikið hjarta í sínum varnarleik.

Það eru þó sérstaklega þrjú færi hjá Valskonum sem fóru forgörðum sem eru rándýr núna.
86. mín
Inn:Júlía Björk Jóhannesdóttir (Keflavík) Út:Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir (Keflavík)
84. mín
Fanndís kemur með góðan bolta inn á teiginn sem Vera gerir vel í að kýla frá.

Sú hefur verið góð í dag fyrir Keflavík.
83. mín
Valskonur að fá horn!
82. mín
Inn:Brynja Arnarsdóttir (Keflavík) Út:Hilda Rún Hafsteinsdóttir (Keflavík)
79. mín
HAAA?! Nei ég meina.... HAAAA?!?!

Þrjú líklega færi ársins á 7 mínútum sem Valskonur eru að klúðra!

Enn og aftur er Fanndís að matreiða sóknarmenn Vals. Núna kemur hún með bolta inn á Ragnheiði, hún hittir á markið en Vera ver ekkert eðlilega vel af mjög svo stuttu færi. Síðan fær Anna Rakel boltann með autt markið fyrir framan sig en hittir ekki á markið.

Hvað er eiginlega hægt að segja?!

Mig langar ekkert eðlilega mikið til að sjá XG tölfræðina núna!
75. mín
Aftur! Hvað er í gangi?!

Aftur er Fanndís að matreiða framherja Vals. Núna kemur hún með góðan bolta á Berglindi Björg sem er gjörsamlega aleinn inni á teig Keflvíkinga. Í stað þess að skjóta í fyrsta reynir hún að taka móttöku sem var mjög slök og Vera gerir vel í að komast út í boltann.

Hvað er í gangi hjá Val? Þær eru mjög ólíkar sjálfum sér en þurfa að gera miklu betur fyrir framan markið!
72. mín
KLÚÐUR ÁRSINS! Keflvíkingar lifa á lýginni!

Kate Cousins gerir vel inni á teig Keflvíkinga og kemur með bolta inn fyrir markið þar sem Berglind Rós er. Hún er bókstaflega alein við markteigslínuna, einungis með markið og Veru fyrir framan sig, en hún setur boltann hátt yfir í fyrsta.

Hvernig er ekki hægt að skora þarna? Eða setja hann á markið?

Hún skorar þarna í 99 af hverjum 100 tilraunum. 0,99XG giska ég.
69. mín
Yfirburðir en lítið um færi Ég held bara að Keflvíkingar hafa ekki farið yfir miðju í þessum seinni hálfleik. Algjörir yfirburðir hjá Valsliðinu sem gjörsamlega liggja á marki Keflvíkinga þessa stundina.
63. mín
Fanndís tekur spyrnuna sem fer í gegnum allan pakkann og yfir í markspyrnu.
63. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Valur) Út:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur)
63. mín
Inn:Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur) Út:Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
62. mín
Valskonur fá annað horn! Þeir hafa verið mikið betri í þessum seinni hálfleik og bara spurning hvenær 2-1 markið kemur.
57. mín
Fanndís tekur hornið inn á teiginn sem Keflvíkingar standa af sér.
55. mín
Valskonur að fá horn!
54. mín
Valskonur byrja þennan seinni hálfleik mun betur. Eru að koma sér í góðar stöður en ekkert um færi.
49. mín
Anna Rakel tekur spyrnuna inn á teiginn sem Anita Lind skallar frá.
48. mín
Valskonur að fá horn!
47. mín
Færi! Fanndís með takta inni í teig Keflvíkinga og kemur með boltann fyrir á Jasmín sem tekur skotið, í litlu jafnvægi, í fyrsta sem fer rétt yfir.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Gestirnir byrja þetta fyrir okkur á ný.
45. mín
Hálfleikur
Óvæntar hálfleikstölur vægast sagt og líklega bara hálf sanngjarnar.

Valskonur hljóta að koma miklu betri út í þetta í seinni hálfleik.
45. mín
+1 í hið minnsta í uppbótartíma
43. mín
Ísabella með flotta takta úti vinstra meginn og tekur skotið sem fer rétt framhjá.
38. mín
Fanndís tekur spyrnuna en Vera gerir vel í að kýla boltann frá.
37. mín
Valskonur að fá horn!
32. mín
Berglind Rós með skot fyrir utan teig Keflvíkinga sem fer hátt yfir.
28. mín MARK!
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Valur)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
Þær jafna! Já heimakonur voru ekki lengi að jafna!

Hornspyrna sem Fanndís tekur inn á teiginn og það myndast mikið klafs inni á teignum. Eftir að hafa skoðað markið aftur sýndist mér Ragnheiður eiga loka snertinguna áður en boltinn endaði í netinu.

Já þær voru ekki lengi að þessu og leita núna bara ða sigurmarkinu!
28. mín
Valskonur að fá horn!
27. mín
Stöngin! Anna Rakel með stórglæsilega sendingu inn á teiginn. Kate Cousins mætir fljúgandi inn á teiginn og nær skallanum sem fer í stöngina!
20. mín MARK!
Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
Gestirnir eru bara komnir yfir! Já ég skal segja ykkur það!

Ég sá ekki aðdragandann að markinu þar sem ég var ennþá að skrifa um seinasta færi Keflvíkinga. Anita fær boltann fyrir utan vítateig Vals, tekur skotið á markið sem á viðkomu í Hailey og þaðan í netið.

Gestirnir eru bara komnir yfir og það kannski bara sanngjarnt. Þær hafa varist og sótt mjög vel. Fyrirmyndar upphafsmínútur hjá gestunum.
19. mín
Litli spretturinn! Þetta hefði verið eitt mark tímabilsins!

Kristrún Ýr fær boltann við miðjan völlinn og keyrir upp völlinn. Hún fer framhjá þremur fjórum varnarmönnum Vals áður en hún lætur vaða á markið en Fanney ver glæsilega í horn!
16. mín
Valskonur vaknaðar! Hailey með sprett upp hægri kantinn og kemur með góðan boltan fyrir. Boltinn endar á hausnum á Ragnheiði sem skallar rétt framhjá markinu.

Ég óskaði eftir töfrum og aðeins meira lífi og við fengum það svo sannarlega!
14. mín
Dauðafæri! Ragnheiður Þórunn gerir mjög vel að halda boltanum í leik og kemur honum út í teiginn á Ísabellu sem er alein á auðum sjó. Hún tekur skotið í fyrsta sem fer hins vegar hátt yfir.

Þarna átti sóknarmaðurinn að gera mun betur, dauðafæri!
11. mín
Lítið sem ekkert að frétta úr þessu til þessa. Engin færi eða föst leikatriði.

Óska eftir einhverjum töfrum!
4. mín
Leikurinn fer heldur rólega af stað. Valskonur meira með boltann og ívið betri eins og kannski búist var við.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta komið í gang og það eru heimakonur sem eiga upphafssparkið.

Heimakonur leika í rauðum treyjum, hvítum stuttbuxum og rauðum sokkum.

Gestirnir leika í dökkbláum treyjum, dökkbláum stuttbuxum og dökkbláum sokkum.
Fyrir leik
Sól sól skín á mig! Litla veðrið sem við erum að fá hérna. Sól, logn og einhverjar 15 gráður.

Fyrir leik
Katla Tryggva rýnir í kristalskúluna Nýjasta A-landsliðskona Íslands spáir í leikina sem eru framundan í 13. umferð deildarinnar.

Valur 4 - 0 Keflavík (16:15 í dag)
Valur vinnur þennan leik sannfærandi. 4-0.
Fyrir leik
Þriðja liðið Arnar Ingi Igvarsson mun stýra flautukonsertinu á Hlíðarenda í dag. Honum til aðstoðar verða þeir Ragnar Þór Bender og Óliver Thanh Tung Vú. Skiltadómari í dag er Bríet Braga dóttir og eftirlitsmaður KSÍ er Jón Magnús Guðjónsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Hvert stig er dýrmætt Keflvíkingar eru í harðri fallbaráttu við Stjörnuna, Tindastól, Þrótt og Fylki. Þær sitja í fallsæti í dag, 9. sæti, en með sigri í kvöld, sem verður að teljast bísna ólíklegt, fara þær upp fyrir Þrótt og Tindastól skyldu þau lið tapa í þessari umferð.

Þróttarar spila við FH í dag á undan þessum leik svo það verður áhugavert að fylgjast með gangi mála í þeim leik. Verða Þróttarar búnar að stækka bilið í Keflavík eða heldur baráttan áfram?

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Skyldusigur fyrir Val Valskonur eru í 2. sæti deildarinnar með 33 stig líkt og topplið Breiðabliks en Valur er með slakari markatölu. Bæði lið hafa unnið alla nema einn leik sem tapaðist. Það er lítið sem ekkert pláss því fyrir mistök hjá Valskonum í dag skyldu þeir vilja halda í Blikana til enda. Sérstaklega í dag þar sem þær fá eitt af fallbaráttuliðunum í heimsókn.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valskonur styrkja sig
Glugginn er opinn og Valskonur styrktu sig heldur betur í honum. Fyrir tveimur dögum var tilkynnt að Natasha Anasi væri nýr leikmaður Vals.Natasha, sem getur leyst margar stöður í vörn og á miðju, er 32 ára gömul og á að baki 6 landsleiki fyrir Ísland. Hún var algjörlega stórkostleg í vinstri bakverðinum þegar Ísland vann 3-0 sigur gegn Þýskalandi þarsíðasta föstudag. Hún hefur leikið með ÍBV, Keflavík og Breiðabliki á Íslandi.
Fyrir leik
Sú lang Besta! Heilir og sælir ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Vals og Keflavíkur í Bestu deildinni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
Eva Lind Daníelsdóttir
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
9. Marín Rún Guðmundsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)
15. Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir ('86)
18. Hilda Rún Hafsteinsdóttir ('82)
21. Melanie Claire Rendeiro
22. Salóme Kristín Róbertsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir (f)
99. Regina Solhaug Fiabema

Varamenn:
12. Anna Arnarsdóttir (m)
3. Júlía Björk Jóhannesdóttir ('86)
7. Elfa Karen Magnúsdóttir
10. Saorla Lorraine Miller
14. Alma Rós Magnúsdóttir
17. Kara Mjöll Sveinsdóttir
19. Máney Dögg Másdóttir
20. Brynja Arnarsdóttir ('82)
26. María Rán Ágústsdóttir

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Margrét Ársælsdóttir
Örn Sævar Júlíusson
Kamilla Huld Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: