Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
St. Mirren
4
1
Valur
Shaun Rooney '16 1-0
Olutoyosi Olusanya '52 2-0
Mark O'Hara '65 3-0
3-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson '75 , víti
Alexander Iacovitti '88 4-1
01.08.2024  -  18:45
Saint Mirren Park
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Mikkel Redder (Danmörk)
Byrjunarlið:
1. Ellery Balcombe (m)
5. Richard Taylor ('71)
6. Mark O'Hara
7. Jonah Ayunga
12. Roland Idowu ('88)
13. Alexander Gogic
19. Shaun Rooney ('71)
20. Olutoyosi Olusanya ('71)
21. Jaden Brown
22. Marcus Fraser
23. Dennis Adeniran ('71)

Varamenn:
27. Peter Urminský (m)
31. Shay Kelly (m)
3. Scott Tanser
4. Alexander Iacovitti ('71)
8. Oisin Smyth ('71)
14. James Scott ('71)
24. Lewis Jamieson
26. Luke Kenny
30. Fraser Taylor ('88)
33. Evan Mooney
34. Ethan Sutherland
42. Elvis Bwomono ('71)

Liðsstjórn:
Stephen Robinson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
St. Mirren fer með nokkuð þægilegan sigur af hólmi hér í kvöld og slær Val út samanlagt 4-1.

Ekki bestu hliðar Vals sem við sáum hér í kvöld og verður bara að viðurkennast að þetta er nokkuð sanngjarnt þegar uppi er staðið.
92. mín
Sending inn á teig Vals og James Scott flaggaður rangstæður.

Ágætt að vita til þess að flaggið þarna megin á vellinum er til staðar.
91. mín
Fimm mínútur í viðbót
91. mín Gult spjald: Ólafur Karl Finsen (Valur)
88. mín
Inn:Fraser Taylor (St. Mirren) Út:Roland Idowu (St. Mirren)
88. mín MARK!
Alexander Iacovitti (St. Mirren)
Andsk..... Hornspyrna sem fer af Jakobi Franz sýndist mér og er á leið í hornið svo Frederik Schram hendir sér á eftir boltanum en slær hann út í teig til Iacovitti sem setur hann svo bara í netið.

Þetta var pirrandi mark að fá á sig og sennilega tryggir þetta fyrir Skotana.
83. mín
Valur aðeins að ná að ýta sér framar á völlinn. Væri rosalega gott að ná inn marki sem fyrst.
81. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
75. mín Mark úr víti!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
ÞETTA ER ENN SÉNS!! Gríðarlega örugg vítaspyrna hjá Tryggva Hrafn! Sendi Ellery Balcombe í vitlaust horn!

KOMA SVO VALUR!!
74. mín
Valur fær vítaspyrnu! Jaden Brown tekur Jónatan Inga niður í teignum og vítaspyrna dæmd!
73. mín
Tryggvi Hrafn með tilraun en hittir ekki á markið.
71. mín
Fjórföld hjá heimamönnum.

Stuttu fyrir það var Patrick Pedersen flaggaður rangstæður þegar Valur reyndi að koma honum í gegn. Hefði vel þegið þennan aðstoðardómara hinumeginn í öðru marki St. Mirren.
71. mín
Inn:Elvis Bwomono (St. Mirren) Út:Richard Taylor (St. Mirren)
71. mín
Inn:Alexander Iacovitti (St. Mirren) Út:Shaun Rooney (St. Mirren)
71. mín
Inn:James Scott (St. Mirren) Út:Olutoyosi Olusanya (St. Mirren)
71. mín
Inn:Oisin Smyth (St. Mirren) Út:Dennis Adeniran (St. Mirren)
70. mín
Valsmenn ná ekki að gera sér mat úr þessari hornspyrnu.
69. mín
Gísli Laxdal vinnur horn fyrir Val.

Ef endurkoman á að vera séns þarf hún helst að byrja núna.
65. mín MARK!
Mark O'Hara (St. Mirren)
Stoðsending: Jonah Ayunga
Þetta er orðið Everest Innkast inn á teig sem Jonah Ayunga flikkar aftur fyrir sig og Mark O'Hara tekur hann viðstöðulaust og setur hann í skeytin.

Óþolandi flott mark...
62. mín
Inn:Gísli Laxdal Unnarsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
61. mín
Jakob Franz fer í bakið á Olutoyosi Olusanya sem var að stinga sér fram úr inn á teig en Daninn á flautunni dæmir blessunarlega ekkert á þetta.
59. mín
Olutoyosi Olusanya fer illa með Hörð Inga og Kristinn Freyr brýtur svo á honum. Þetta er alltof auðvelt finnst manni.
57. mín
Aukaspyrna dæmd á St. Mirren eftir hornspyrnu en manni finnst þetta vera full auðvelt fyrir heimamenn að skapa sér hættu.
56. mín
Jonah Ayunga kemst í full auðvelt skot en Frederik Schram sér við honum.
52. mín MARK!
Olutoyosi Olusanya (St. Mirren)
Stoðsending: Roland Idowu
HVAR ER VAR!? Roland Idowu er vel fyrir innan þegar sendingin kemur og hann leggur boltann svo bara til hliðar á Olusanya sem setur hann svo bara í 'tap in' fyrir opnu marki!

Leiðinlegt að línuvörðurinn skuli ekki sjá þetta en það er ekkert við því að gera!
49. mín
Heimamenn búnir að þrýsta Val vel tilbaka.
47. mín
Frederik Schram í brasi með sendingu tilbaka frá Bjarna Mark en sleppur með það.

Þetta hefði geta orðið vont.
47. mín
Hörður Ingi með sendingu fyrir á Patrick Pedersen sem laumar sér á bakvið vörn St. Mirren og reynir að skalla fyrir markið en varnarmenn St. Mirren koma þessu frá.
46. mín
Þetta er farið af stað aftur.

KOMA SVO VALUR!
45. mín
Hálfleikur
Flottur kafli frá Val undir lok fyrri hálfleiks en heimamenn í St. Mirren fara síður en svo ósanngjarnt yfir inn í hlé.

Valur fengið langbesta færi leiksins þegar Tryggvi Hrafn slapp í gegn strax eftir mark St. Mirren en Valsmenn náðu ekki að nýta það.

Valur vonandi nær að stilla saman strengi og mæta sprækari út í seinni hálfleikinn. Þeir eiga svo mun meira inni en þeir hafa sýnt.
45. mín
Einni mínutu bætt við.
43. mín
Lúkas Logi finnur Sigurð Egil í sjaldséðri sókn Valsliðsins úti vinstri en misskilningur í sóknarleik Vals og sendingin kemur út í teig á engann sem var þar nema um fjórir St. Mirren menn.
40. mín
Dennis Adeniran með skot hátt yfir markið.
38. mín
Olutoyosi Olusanya dæmdur brotlegur í baráttunni við Jakob Franz. Valsmenn eru í smá vandræðum með seinni boltana.
34. mín
Fyrirgjöf fyrir markið sem Bjarni Mark tæklar aftur fyrir og fagnar því svo þegar hann stendur upp. Meðan St. Mirren stilla svo upp í horn má þó sjá hann hrista hausinn og ég geri ráð fyrir því að það sé vegna frammistöðu Vals í þessum leik.
32. mín
Inn:Birkir Már Sævarsson (Valur) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
Meiðsli líklega að plaga Guðmund Andra.
30. mín
St. Mirren með full auðveldar áætlunarferðir upp vængina og skapa ursla með fyrirgjöfum fyrir markið.
29. mín
Mark O'Hara með flott haup upp að endamörkum en sendingin fyrir markið of innarlega og beint í fangið á Frederik Schram.
27. mín
Sending fyrir markið á Jonah Ayunga sem nær þó ekki að stýra skallanum á markið sem kemur þó ekki að sök því hann var dæmdur brotlegur fyrir bakhrindingu.
24. mín
Mark O'Hara með aukaspyrnu fyrir markið sem Frederik Schram kýlir burt.
21. mín
Roland Idowu með tilraun rétt yfir markið.

Þetta er ekki alveg nógu gott hjá Val þessar fyrstu mínútur.
21. mín
Jonah Ayunga með skot sem Frederik Schram ver.
20. mín
Fyrirgjöf frá hægri ætluð Jayden Brown en Hörður Ingi kemur þessu aftur fyrir.
18. mín
TRYGGVIIII!!! Jónatan Ingi með slakt skot sem endar sem frábær sending fyrir Tryggva Hrafn sem er allt í einu einn á móti Ellery Balcombe sem ver þetta stórkostlega með fætinum og boltinn dettur svo ofan á þaknetið!

ÞAÐ MUNAÐI SVO LITLU!!!
16. mín MARK!
Shaun Rooney (St. Mirren)
Stoðsending: Mark O'Hara
Alltof auðvelt! Hornspyrnan fer á fjær og þar er Shaun Rooney bara einn og óvaldaður og skallar boltann niður í hornið.

Þetta var aaaaalltof auðvelt!
15. mín
St. Mirren fær fyrstu hornspyrnu leiksins.
14. mín
Guðmundur Andri reynir fyrirgjöf en vantar rauðar Valstreyjur inn á teig.
13. mín
Fyrirgjöf á nærstöngina til Olutoyosi Olusanya sem nær þó ekki að setja þetta á markið.

Flaggið fór einnig á loft svo það hefði ekki skipt miklu hvort sem er.
10. mín
Það er orðið ljóst að sigurvegarinn í þessu einvígi mun mæta Brann frá Noregi í næstu umferð.

Brann bar sigurorð af Go Ahead Eagles frá Hollandi rétt í þessu 2-1 og tryggði sig þar áfram í næstu umferð. Ekki sama áran yfir Hollendingunum eftir að Willum Þór skottaðist yfir til Birmingham.
6. mín
St. Mirren að gera sig líklega á hinum endanum en Frederik Schram vel á verði.

Sending fyrir sem Jonah Ayunga var nálægt að henda sér á.
6. mín
Lúkas Logi með tilraun af löngu færi en beint á Balcombe.
3. mín
St. Mirren menn með tilraun yfir mark Vals.
2. mín
Liðsuppstilling Vals virðist vera nokkuð nærri lagi eins og UEFA gaf upp.

4-4-2

Frederik Schram

Hörður Ingi - Jakob Franz - Bjarni Mark - Sigurður Egill

Jónatan Ingi - Kristinn Freyr - Lúkas Logi - Guðmundur Andri

Tryggvi Hrafn - Patrick Pedersen
1. mín
Þetta er farið af stað! Það eru Valsmenn sem sparka þessu af stað!
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár Valur gerir tvær breytingar á sínu liði frá fyrri leik þessara liða. Það var ljóst að Gylfi Þór Sigurðsson yrði ekki með í kvöld og Aron Jóhannsson fékk rautt spjald í fyrri leiknum og verður í banni en hann kom inn á sem varamaður í fyrri leik liðana.
Inn í lið Vals koma Guðmundur Andri Tryggvason og Lúkas Logi Heimisson fyrir Gylfa Þór Sigurðsson og Elfar Freyr Helgason.

Uppselt í kvöld
Fyrir leik
Valur Valsliðið mætti Fram á sunnudaginn sl. þar sem einhverjir vilja meina að hausinn hafi ekki verið við verkefnið þá.

Valur mætti St. Mirren á fimmtudaginn og áttu svo leik gegn Fram á sunnudeginum. Sá leikur endaði ekki vel fyrir strákana á Hlíðarenda en þeir fóru vægast sagt fýluferð í Úlfársárdalinn þar sem Fram skellti þeim með fjórum mörkum gegn einu.

Það þykir því auðvelt að grípa til þeirra vangavelta að hausinn hafi mögulega verið í Skotlandi.

Við vonum auðvitað fyrir Íslenskan fótbolta að Valsmenn þétti raðirnar og sæki sigurinn hér í Skotlandi.

Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Fyrir leik
St.Mirren St. Mirren eru að klára undirbúningstímabilið fyrir leiktíðina 2024/25.

Undirbúnignstímabilið hefur gengið vel hjá Skorska liðinu sem er taplaust á þessu undirbúningstímabili.

Dunfermline Athletic 0-1 St. Mirren
Greenock Morton 0-2 St.Mirren
St. Mirren 2-2 Fleetwood Town
St. Mirren 2-2 Carlisle United
Valur 0-0 St. Mirren

St. Mirren hefur svo leik á sunnudaginn kemur í William Hill Premiership deildinni í Skotlandi og mæta þar Hibernian í fyrstu umferð.

Mynd: Getty Images

Fyrir leik
Blóðtaka fyrir Valsmenn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með Val í seinni leiknum en Kristján Óli Sigurðsson úr Þungavigtinni greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum X.

„Gylfi Sig ferðast ekki með Valsmönnum til Skotlands. Alvöru blóðtaka fyrir seinni leikinn," skrifar Kristján.

Gylfi lék allan leikinn þegar Valur tapaði 4-1 fyrir Fram í Bestu deildinni á sunnudaginn síðasta.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Fyrir leik
Fyrri leikurinn Fyrri leikurinn á N1 Vellinum við Hlíðarenda endaði með markalausu jafntefli.

Niðurstaðan er 0 - 0 og því hægt að segja að léleg nýting sóknarmanna í færum eða góðir markmenn hafi verið það sem réði úrslitum. Síðan verð ég að minnast á stuðningsfólk St.Mirren því ekki get ég valið þau sem ,,bestir" á vellinum en þau voru algjörlega mögnuð meirihluta leiks. Sungu og trölluðu að mestu allan leikinn og fyrir leik og eftir leik. Eitthvað í kringum 400 stuðningsfólk sem drukku söngvatn stíft fyrir leik og samkvæmt Gróu á leiti, af ómannaðari (sem var ómönnuð fyrir mistök) söngvatnsdælu þeirra megin í stúkunni. Skrifaði Matthías Freyr í skýrslu sinni eftir fyrri leikinn.

Fyrir leik
Dómarateymið kemur frá Danmörku Mikkel Redder verður á flautunni hérna í Skotlandi og honum til aðstoðar verða René Risum og Martin Markus.
Michael Tykgaard verður svo fjórði dómari og tilbúin að skiltinu góða.

Mynd: Getty Images
Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá seinni leik St. Mirren og Vals í forkeppni fyrir Sambandsdeild Evrópu. Fyrri leikur liðana hér heima á Íslandi endaði með 0-0 jafntefli á N1 vellinum.


Mynd: EPA

Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
3. Hörður Ingi Gunnarsson
6. Bjarni Mark Antonsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen ('81)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson ('62)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('32)
17. Lúkas Logi Heimisson
21. Jakob Franz Pálsson

Varamenn:
31. Ögmundur Kristinsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson ('32)
4. Elfar Freyr Helgason
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
16. Gísli Laxdal Unnarsson ('62)
20. Orri Sigurður Ómarsson
26. Ólafur Flóki Stephensen
71. Ólafur Karl Finsen ('81)

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)

Gul spjöld:
Ólafur Karl Finsen ('91)

Rauð spjöld: