Tuchel og Terzic orðaðir við Man Utd - Sudakov til Lundúna? - Framherji Arsenal til Gladbach
Afturelding
4
1
Njarðvík
Aron Jóhannsson '4 1-0
Aron Elí Sævarsson '18 2-0
Sævar Atli Hugason '31 3-0
Aron Jóhannsson '36 4-0
4-1 Oumar Diouck '52 , víti
30.08.2024  -  18:30
Malbikstöðin að Varmá
Lengjudeild karla
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Maður leiksins: Aron Jóhannsson
Byrjunarlið:
24. Jökull Andrésson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic ('81)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson ('81)
19. Sævar Atli Hugason ('70)
22. Oliver Bjerrum Jensen ('87)
23. Sigurpáll Melberg Pálsson
25. Georg Bjarnason
77. Hrannar Snær Magnússon ('81)

Varamenn:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('81)
8. Aron Jónsson
9. Andri Freyr Jónasson ('81)
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('70)
17. Ásgeir Frank Ásgeirsson ('87)
34. Patrekur Orri Guðjónsson ('81)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Heiðar Númi Hrafnsson
Enes Cogic
Amir Mehica
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason

Gul spjöld:
Jökull Andrésson ('51)
Baldvin Jón Hallgrímsson ('85)
Georg Bjarnason ('85)
Arnór Gauti Ragnarsson ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það eru heimamenn sem fara með nokkuð þægilegan sigur hérna í kvöld. Kláruðu þetta í hálfleik í raun.

Skýrsla og viðtöl væntanleg með seinni skipum í kvöld.
93. mín Gult spjald: Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
91. mín
Fjórum mínútum bætt við
89. mín
Aron Elí með fyrirgjöf á Arnór Gauta sem nær þó ekki að stýra þessu að marki.
88. mín
Afturelding í hörku færi og koma boltanum fyrir markið en aðeins of innarlega og Arnór Gauti nær ekki að renna sér á hann.
87. mín
Inn:Ásgeir Frank Ásgeirsson (Afturelding) Út:Oliver Bjerrum Jensen (Afturelding)
87. mín
Svavar Örn í færi en Jökull ver þetta vel.
85. mín Gult spjald: Georg Bjarnason (Afturelding)
85. mín Gult spjald: Baldvin Jón Hallgrímsson (Afturelding)
Heimildir segja að það sé Baldvin Jón frekar en Maggi sem fær þetta spjald á bekknum.
84. mín
Simon Logi fer niður í teignum en Þórður Þorsteinn sér ekkert að því og leikur heldur áfram.
83. mín
Afturelding með hornspyrnu og boltinn fellur fyrir Patrek Orra fyrir utan teig en skotið yfir.
82. mín
Georg Bjarnason tekur sprettinn og lætur svo vaða en beint á Daða Fannar.
81. mín
Inn:Patrekur Orri Guðjónsson (Afturelding) Út:Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
81. mín
Inn:Andri Freyr Jónasson (Afturelding) Út:Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
81. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding) Út:Bjartur Bjarmi Barkarson (Afturelding)
76. mín
Njarðvík vinnur horn en ná ekkert að gera sér mat úr því.

Verið allt annað að sjá til þeirra í síðari hálfleik.
72. mín
Ekki alveg sama ákefð í síðari hálfleik hjá heimamönnum.
70. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding) Út:Sævar Atli Hugason (Afturelding)
67. mín
Oumar Diouck hleður í hörku skot sem fer rétt framhjá stönginni.
65. mín
Tómas Bjarki með fyrirgjöf sem Dominik Radic skallar yfir.
62. mín
Njarðvíkingar búnir með allar skiptingar eftir klukkutíma leik.
61. mín
Inn:Símon Logi Thasaphong (Njarðvík) Út:Kaj Leo Í Bartalstovu (Njarðvík)
61. mín
Inn:Indriði Áki Þorláksson (Njarðvík) Út:Joao Ananias (Njarðvík)
60. mín Gult spjald: Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Njarðvík)
Kallar á liðið í liðsfund og fær spjald fyrir vikið á meðan skiptingarnar gera sig klára.
58. mín
Elmar Kári með góðan sprett og reynir að koma boltanum fyrir markið en Daði Fannar nær að henda sér á boltann.
55. mín
Hrannar Snær fær sendingu í hlaup og æðir í átt að marki en skotið í hliðarnetið.
52. mín Mark úr víti!
Oumar Diouck (Njarðvík)
Oumar Diouck öruggur á punktinum og kemur Njarðvíkingum á blað.
51. mín Gult spjald: Jökull Andrésson (Afturelding)
Brýtur á Oumar Diouck.

Misreiknar boltann og Oumar er að fara framhjá honum og hann rífur hann niður.
51. mín
Víti fyrir Njarðvík!
47. mín
Njarðvíkingar með þrefalda skiptingu í hálfleik.
46. mín
Inn:Svavar Örn Þórðarson (Njarðvík) Út:Björn Aron Björnsson (Njarðvík)
46. mín
Inn:Arnar Helgi Magnússon (Njarðvík) Út:Sigurjón Már Markússon (Njarðvík)
46. mín
Njarðvíkingar sparka þessu af stað aftur.
46. mín
Inn:Kári Vilberg Atlason (Njarðvík) Út:Kenneth Hogg (Njarðvík)
45. mín
Hálfleikur
Engu bætt við og Afturelding verið með þennan leik alveg í teskeið.

Heimamenn verið stórkostlegir í þessum fyrri hálfleik og leiða mjög sannfærandi og sanngjarnt í hlé.
44. mín
Afturelding með þetta í teskeið.
44. mín
Njarðvíkingar fá hornspyrnu.
41. mín
Kaj Leo með aukaspyrnu sem dettur inn á teig en Njarðvíkingar pota þessu framhjá.
37. mín Gult spjald: Tómas Bjarki Jónsson (Njarðvík)
36. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Afturelding)
Aftur er það auðvelt spil hjá heimamönnum sem splundrar gjörsamlega vörn Njarðvíkinga og Aron Jóhannsson setur hann stöngin inn.
31. mín MARK!
Sævar Atli Hugason (Afturelding)
Stoðsending: Bjartur Bjarmi Barkarson
Þetta var hrikalega auðvelt hjá heimamönnum sem spiluðu sig inn á teig gestana og lögðu boltann út á Sævar Atla sem kemur með gott skot út við stöng. Elmar Kári Enesson Cogic með flottan sprett og samspil við Bjart Bjarma sýndist mér í teignum og endaði hjá Sævar Atla.
30. mín
Njarðvíkingar fá aukaspyrnu á fínum stað aðeins fyrir utan teig en spyrnan hjá Oumar Diouck svífur yfir markið.
27. mín
Skemmtilega útfærð hornspyrna hjá Njarðvík og flottur bolti fyrir markið frá Joao Ananias á fjærstöng en Njarðvíkingar koma boltanum í hliðarnetið.
26. mín
Smá lífsmark í gestunum sem vinna horn.
22. mín
Afturelding verið hrikalega öflugir í upphafi leiks.
18. mín MARK!
Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
Afturelding fær hornspyrnu og Aron Elí var grunsamlega laus í teignum og stangar þennan inn!

Miðað við byrjun á leiknum gæti þetta orðið langur leikur fyrir gestina.
16. mín
Boltinn dettur á fjærstöng í horninu en sá ekki hver þetta var sem rann en þetta leit út fyrir að vera tap in. Daði Fannar hendir sér svo á boltann og Njarðvíkingar lifa þetta af.
16. mín
Hrannar Snær fer hrikalega illa með varnarmenn Njarðvíkur og kemur boltanum út á Sævar Atla sem á skot sem fer af varnarmanni og yfir.

Afturelding að sundurspila Njarðvíkinga.
13. mín
Afturelding að byrja þennan leik virkilega vel.
10. mín
Njarðvíkingar ná loksins að koma boltanum ofar og Dominik Radic á skot sem Jökull ver.
9. mín
Njarðvíkingar ná ekkert að halda í boltann og mjög aggresív pressa heimamanna.
8. mín
Afturelding mun grimmari þessar fyrstu mínútur.
4. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Afturelding)
Heimamenn komast yfir! Vel spilað hjá Aftureldingu og þeir koma boltanum út til vinstri og frábær fyrirgjöf fyrir markið og Aron Jóhannsson mætir á fjærstöng.

Virkaði full auðvelt fyrir heimamenn.
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn sparka þessu af stað.
Fyrir leik
Leikurinn í beinni á Youtube
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, spáir í leiki umferðarinnar. Hann fylgir á eftir Gumma Magg sem var með einn leik réttan í síðustu umferð.

Afturelding 1 - 2 Njarðvík
Þetta verður áhugaverður leikur þar sem Afturelding kemst yfir, Elmar Cogic setur boltann í netið en síðan skorar Hreggviður eitt og Oumar Diouck klárar þetta 2-1, sterkur sigur hjá Njarðvík.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Samkv. vef KSÍ hafa þessi lið mæst 40 sinnum í mótsleik á vegum KSÍ.

Afturelding hefur fjórtan sinnum (35%) haft betur í þessum einvígum.
Njarðvíkingar hafa sextán sinnum (40%) hrósað sigri.
Liðin hafa þá skilið jöfn tíu sinnum (25%).

Frá því að Afturelding komu upp í Lengjudeildina 2019 hafa þessi lið mæst fimm sinnum og eru Afturelding ósigraðir í þessum leikjum milli liðana.

2024:
Njarðvík 2-5 Afturelding
2023:
Njarðvík 1-2 Afturelding
Afturelding 7-2 Njarðvík
2019:
Afturelding 2-2 Njarðvík
Njarðvík 0-2 Afturelding

Mynd: Raggi Óla

Fyrir leik
Afturelding Afturelding hefur eftir heldur vonbrigðarbyrjun verið að rétta skútuna af og verið eitt heitasta lið Lengjudeildarinnar síðustu umferðir. Afturelding hafa sótt 13 stig af 15 mögulegum í síðustu fimm leikjum sínum og sóttu gríðarlega sterkan útisigur gegn ÍBV í síðustu umferð þegar þeir sigruðu Eyjamenn með þremur mörkum gegn tveim.
Afturelding eru eins og Njarðvíkingar í þéttum pakka í baráttu um umspilsæti. Afturelding eru með 30 stig í 6.sætinu og aðeins stigi á eftir ÍR, Keflavík og Njarðvík sem eru jöfn með 31 stig í sætunum fyrir ofan og fjórum stigum á eftir Fjölni í 2.sætinu. Afturelding er með örlögin í sínum höndum því þeir mæta Njarðvík, Fjölni og ÍR í síðustu þrem leikjum sínum.

Afturelding hafa verið iðnir við markaskorun í sumar og skorað 32 mörk í sumar. Þessi mörk hafa raðast niður á:

Elmar Kári Enesson Cogic - 9 mörk
Aron Jóhannsson - 5 mörk
Georg Bjarnason - 4 mörk
Hrannar Snær Magnússon - 3 mörk
Andri Freyr Jónasson - 3 mörk
Sævar Atli Hugason - 2 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Raggi Óla

Fyrir leik
Njarðvík Njarðvíkingar komust aftur á sigurbraut í síðustu umferð þegar þeir lögðu Gróttu af velli á Rafholtsvellinum í Njarðvík með einu marki gegn engu. Langþráður sigur hjá Njarðvíkingum sem þurftu að bíða svolítið eftir þessum sigri en þeir hafa veirð duglegir að ná í jafntefli.
Njarðvíkingar eru í hörku baráttu um að enda í umspilsæti og eru í þéttum pakka sem saman stendur af Fjölni, Keflavík, ÍR og Aftureldingu sem öll eru að berjast um fjögur laus sæti í umspilspakkanum. Það munar aðeins fjórum stigum á Fjölni í 2.sæti deildarinnar og Afureldingu í 6.sæti deildarinnar en Afturelding er aðeins stigi á eftir ÍR, Keflavík og Njarðvík þegar þrjár umferðir eru eftir.

Njarðvíkingar hafa verið öflugir fyrir framan markið og skorað 32 mörk í sumar. Þessi mörk hafa raðast á:

Dominik Radic - 11 mörk
Oumar Diouck - 7 mörk
Kaj Leo Í Bartalstovu - 5 mörk
Kenneth Hogg - 2 mörk
Arnar Helgi Magnússon - 2 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Þriðja liðið Þórður Þorsteinn Þórðarson fær það verkefni að dæma þenann leik og honum til aðstoðar verða Andri Vigfússon og Tomasz Piotr Zietal.
Eftirlitsmaður KSÍ er Halldór Breiðfjörð Jóhannsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Aftureldingar og Njarðvík sem fram fer á Varmárvelli í Mosfellsbæ í 20.umferð Lengjudeildarinnar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Daði Fannar Reinhardsson (m)
3. Sigurjón Már Markússon ('46)
4. Marcello Deverlan Vicente
7. Joao Ananias ('61)
8. Kenneth Hogg ('46)
9. Oumar Diouck
10. Kaj Leo Í Bartalstovu ('61)
13. Dominik Radic
15. Ibra Camara
18. Björn Aron Björnsson ('46)
19. Tómas Bjarki Jónsson

Varamenn:
31. Andrés Már Kjartansson (m)
5. Arnar Helgi Magnússon ('46)
16. Svavar Örn Þórðarson ('46)
20. Erlendur Guðnason
25. Indriði Áki Þorláksson ('61)
28. Símon Logi Thasaphong ('61)
29. Kári Vilberg Atlason ('46)

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Arnar Freyr Smárason
Sigurður Már Birnisson
Viktor Þórir Einarsson
Margrét Ársælsdóttir
Jaizkibel Roa Argote

Gul spjöld:
Tómas Bjarki Jónsson ('37)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('60)

Rauð spjöld: