Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
KA
0
4
KR
0-1 Birgir Steinn Styrmisson '8
0-2 Luke Rae '14
Viðar Örn Kjartansson '45 , misnotað víti 0-2
0-3 Eyþór Aron Wöhler '75
0-4 Benoný Breki Andrésson '88
06.10.2024  -  14:00
Greifavöllurinn
Besta-deild karla - Neðri hluti
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Benoný Breki Andrésson
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
5. Ívar Örn Árnason
6. Darko Bulatovic ('46)
7. Daníel Hafsteinsson ('46)
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
14. Andri Fannar Stefánsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
23. Viðar Örn Kjartansson ('73)
28. Hans Viktor Guðmundsson
29. Jakob Snær Árnason ('73)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('46)

Varamenn:
99. Jóhann Mikael Ingólfsson (m)
3. Kári Gautason ('46)
8. Harley Willard ('46)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('73)
17. Snorri Kristinsson
44. Valdimar Logi Sævarsson ('46)
80. Dagbjartur Búi Davíðsson ('73)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Elmar Dan Sigþórsson
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen

Gul spjöld:
Andri Fannar Stefánsson ('35)
Bjarni Aðalsteinsson ('36)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sannfærandi sigur KR staðreynd. Viðtöl og skýrsla væntanleg á síðuna síðar í dag.
89. mín
Inn:Alexander Rafn Pálmason (KR) Út: Luke Rae (KR)
88. mín MARK!
Benoný Breki Andrésson (KR)
KRingar spila sig í gegnum vörn KA Aron Þórður á síðustu sendinguna á Benoný sem kemst í gegn og skorar að öryggi.
80. mín
Inn:Rúrik Gunnarsson (KR) Út:Birgir Steinn Styrmisson (KR)
80. mín
Dagbjartur Búi í góðu færi en á skot hátt yfir.
75. mín MARK!
Eyþór Aron Wöhler (KR)
Stoðsending: Luke Rae
MAAARK KR að klára þetta! Varnarmenn KA í vandræðum með að ná boltanum af Aroni Siguraðrsyni. Luke Rae bætist í hópinn og nær fyrirgjöf og Eyþór skallar boltann í netið
73. mín
Inn:Dagbjartur Búi Davíðsson (KA) Út:Viðar Örn Kjartansson (KA)
73. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Út:Jakob Snær Árnason (KA)
69. mín
Hrannar Björn með góða fyrirgjöf en Ásgeir nær ekki snertingu á boltann! Mjög gott færi fór forgörðum þarna
68. mín
Nú er Benoný í færi en hann hittir ekki á markið!
66. mín
Flott spil á milli Arons Sigurðarsonar og Eyþórs Wöhler sem endar með skoti frá Eyþóri en Stubbur sér við honum.
64. mín
Hrannar Björn Steingrímsson með skot af löngu færi og boltinn fer yfir
58. mín
KA fær tækifæri eftir hornspyrnu en Jakob Snær skóflar boltanum yfir markið.
56. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (KR) Út:Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR)
51. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (KR)
47. mín
KR á fyrstu tilraunina í seinni hálfleik. Jóhannes Kristinn Bjarnason með skotið en boltinn fer rétt yfir.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað
46. mín
Inn:Valdimar Logi Sævarsson (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
Þreföld skipting í hálfleik hjá KA!
46. mín
Inn:Harley Willard (KA) Út:Bjarni Aðalsteinsson (KA)
46. mín
Inn:Kári Gautason (KA) Út:Darko Bulatovic (KA)
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið! Komum með seinni hálfleikinn að vörmu spori
45. mín Misnotað víti!
Viðar Örn Kjartansson (KA)
Agalegt! Hrikalegt hjá Viðari. Beint á markið, þægilegt fyrir Guy Smit
45. mín
VÍTI! KA fær víti! Alex Þór brýtur á Viðari Erni.
42. mín
Það hefur verið rólegt undanfarnar mínútur
36. mín Gult spjald: Bjarni Aðalsteinsson (KA)
KA menn pirraðir. brot dæmt á Ívar Örn og hann bregst illa við, sleppur hins vegar við spjald. Bjarni kemur og hindrar að hægt sé að taka aukaspyrnuna fljótt og fær gult fyrir.
35. mín Gult spjald: Andri Fannar Stefánsson (KA)
29. mín
Frábær sókn hjá KR sem endar með fyrirgjöf frá Luke Rae en Benoný nær ekki til hans.
25. mín
Jakob Snær Árnason með skot fyrir utan vítateiginn en boltinn fer frétt framhjá! Hörku tilraun!
19. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (KR)
18. mín
Benoný Breki kemst í fínt færi en Hans Viktor nær að trufla skotið.
14. mín MARK!
Luke Rae (KR)
2-0! Darko að eiga algjöran hauskúpuleik! Á sendingu þvert yfir völlinn beint á Benoný Breka. Hann sendir Luke Rae í gegn sem skorar!
8. mín MARK!
Birgir Steinn Styrmisson (KR)
Flugbraut! Birgir Steinn fær að rölta með boltann yfir allan völlinn. Ætlar að senda boltann í gegnum vörn KA en fær boltann aftur af KA manni og skorar! 1-0 KR!
6. mín
Darko Bulatovic með stórfurðulega sendingu þvert yfir völlinn. Boltinn fer beint á Aron Sigurðarson rétt fyrir utan vítateig KA. Hann sendir Benoný Breka í gegn en Stubbur sér við honum.
3. mín
Viðar Örn Kjartansson sleppur einn í gegn en Alex Þór Hauksson nær honum og með frábæra tæklingu. Stúkan kallar eftir víti en held að þetta hafi bara verið frábær tækling, Viðar kvartar allavega ekki.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir koma þessu af stað
Fyrir leik
Byrjunarliðin Darko Bulatovic, Andri Fannar Stefánsson og Jakob Snær Árnason koma inn í lið KA. Kári Gautason, Harley Willard og Dagur Ingi Valsson, sem tekur út leikbann, detta út úr liðinu.

Birgir Steinn Styrmisson og Alex Þór Hauksson koma inn í liðið fyrir Gyrði Hrafn Guðbrandsson og Finn Tómas Pálmason sem tekur út leikbann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Benoný Breki sjóðandi heitur Benoný Breki Andrésson, framherji KR, er sjóðandi heitur en þessi 19 ára gamli leikmaður hefur skorað 15 mörk í deildinni í sumar. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu í 7-1 sigri á Fram í síðustu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Spáir fjörugum leik Hilmar Jökull, stuðningsmaður Breiðabliks og formaður Tólfunnar, spáir fjörugum leik.

KA 3 - 3 KR
Bæði lið unnu síðustu leiki. KR slátraði Fram 7-1 í Vesturbænum á meðan að Akureyringar gerðu góða ferð í lautina. 3-3 stemnings leikur, VÖK með þrennu og KR aftur í fallbaráttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarateymið Jóhann Ingi Jónsson verður með flautuna hér í dag. Kristján Már Ólafs og Þórður Arnar Árnason verða honum til aðstoðar. Birgir Þór Þrastarson er varadómari og Þóroddur Hjaltalín eftirlitsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fyrri viðureignir Báðir leikir liðanna í sumar enduðu með jafntefli. Fyrri leikurinn fór fram hér á Akureyri þar sem uppaldi Þórsarinn, Atli Sigurjónsson, kom KR yfir snemma leiks en Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði metin í seinni hálfleik. Guy Smit fékk að líta rauða spjaldið stuttu áður. Seinni leikurinn fyrir sunnan var dramatískur en Finnur Tómas Pálmason jafnaði metin í 2-2 fyrir KR á lokasekúndum leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
KR Tímabil KR hefur verið mikil vonbrigði en liðið er væntanlega fullt sjálfstrausts eftir síðasta leik þar sem liðið valtaði yfir Fram 7-1 en liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Vestra á Ísafirði í fyrstu umferð eftir tvískiptingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
KA Tímabil KA hefur verið upp og niður vægast sagt. Byrjaði afar illa en hefur farið vel upp á við og liðið stóð uppi sem bikarmeistari. Eftir bikarúrslitin gerði liðið 3-3 jafntefli gegn HK en fylgdi því eftir með 3-1 sigri á Fylki um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Fyrir leik
Góðan daginn Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KA og KR í neðri hlutanum í Bestu deildinni. Leikurinn fer fram á Greifavellinum og hefst klukkan 14.
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason ('56)
5. Birgir Steinn Styrmisson ('80)
6. Alex Þór Hauksson
9. Benoný Breki Andrésson
11. Aron Sigurðarson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
17. Luke Rae ('89)
23. Atli Sigurjónsson
25. Jón Arnar Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
19. Eyþór Aron Wöhler ('56)
20. Björgvin Brimi Andrésson
26. Alexander Rafn Pálmason ('89)
30. Rúrik Gunnarsson ('80)
45. Hrafn Guðmundsson
47. Óðinn Bjarkason

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Sigurður Jón Ásbergsson
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson
Vigfús Arnar Jósefsson
Jón Birgir Kristjánsson
Guðmundur Óskar Pálsson

Gul spjöld:
Aron Þórður Albertsson ('19)
Alex Þór Hauksson ('51)

Rauð spjöld: