Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
Stjarnan
2
2
Víkingur R.
0-1 Daníel Hafsteinsson '30
Emil Atlason '70 1-1
Örvar Eggertsson '75 2-1
2-2 Nikolaj Hansen '82
19.05.2025  -  19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Sól, sól og sumar!
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Áhorfendur: 836
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
5. Guðmundur Kristjánsson (f) ('61)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
10. Samúel Kári Friðjónsson ('61)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
19. Daníel Finns Matthíasson ('61)
22. Emil Atlason
23. Benedikt V. Warén ('94)
24. Sigurður Gunnar Jónsson
32. Örvar Logi Örvarsson
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
4. Þorri Mar Þórisson ('61)
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('61)
11. Adolf Daði Birgisson
29. Alex Þór Hauksson
30. Kjartan Már Kjartansson ('61)
37. Haukur Örn Brink ('94)
43. Gísli Snær Weywadt Gíslason
99. Andri Rúnar Bjarnason
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Rajko Stanisic
Þór Sigurðsson
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson
Garpur I Elísabetarson
Aleksandar Cvetic

Gul spjöld:
Samúel Kári Friðjónsson ('35)
Emil Atlason ('55)
Þorri Mar Þórisson ('90)
Örvar Eggertsson ('92)
Kjartan Már Kjartansson ('97)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
JAFNTEFLI NIÐURSTAÐAN! Liðin gera stálheiðarlegt jafntefli á Samsungvellinum í Garðabæ eftir frábæran leik!

Takk fyrir samfylgdina.
97. mín Gult spjald: Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan)
Brýtur af sér á miðjum velli.
96. mín
Erum við að fara sjá annað mark??? Helgi Guðjóns á stórhættulega fyrirgjöf sem endar í stönginni!
95. mín
DAUÐAFÆRI! Órvar Eggerts er með boltann út á vinstri og nær frábærri sendingu inn á teiginn á Emil Atlason en Ingvar ver meistaralega!
94. mín
Inn:Haukur Örn Brink (Stjarnan) Út:Benedikt V. Warén (Stjarnan)
93. mín
Nikolaj kemst inn í teiginn og þrumar boltanum fyrir en þar vantar einhvern til þess að klára færið.
92. mín Gult spjald: Örvar Eggertsson (Stjarnan)
Brýtur á Helga Guðjónssyni.
90. mín
Uppbótartími Uppbótartíminn er 6 mínútur sem skýrist af því að Sigurður Gunnar lá í töluverðan tíma áðan.
90. mín Gult spjald: Þorri Mar Þórisson (Stjarnan)
88. mín
Inn:Ali Basem Almosawe (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Emil Atla fær aukaspyrnu á álitlegum stað.
85. mín
Enn og aftur liggur Sigurður Gunnar eftir samstuð. Hann fær aðhlynningu.
83. mín
Inn:Ali Basem Almosawe (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
82. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
ÓTRÚLEGT MARK! Hornspyrna frá Gylfa sem Sveinn Gísli kemur á markið en Örvar bjargar á línu. Boltinn fellur hins vegar fyrir Nikolaj Hansen sem er eins og gammur og kemur boltanum á einhvern hátt í netið!
82. mín
Viktor Örlygur keyrir upp kantinn og gefur fínan bolta fyrir en Sindri kemur honum í horn.
77. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Stígur Diljan Þórðarson (Víkingur R.)
Sölvi gerir tvær breytingar á sínu liði. Stígur hefur verið sprækur í kvöld og virkilega óheppinn að hafa ekki skorað.
77. mín
Inn:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.) Út:Daníel Hafsteinsson (Víkingur R.)
76. mín
Stígur Diljan fellur við í teignum og Víkingar heimta vítaspyrnu. ÞÞÞ gefur lítið fyrir það.
75. mín MARK!
Örvar Eggertsson (Stjarnan)
Stoðsending: Jóhann Árni Gunnarsson
Þeir eru ekki lengi að bæta við!! Varamaðurinn, Jóhann Árni með frábæran bolta inn á teiginn sem endar með skalla frá Örvari Eggertssyni á fjærstönginni!
73. mín
Eitthvað hefur Jökull Elísabetarson sagt í hálfleik. Stjörnumenn hafa stýrt þessum seinni hálfleik frá A-Ö.
70. mín MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Stoðsending: Guðmundur Baldvin Nökkvason
MARK!! Guðmundur Baldvin vinnur boltann á miðjunni af Sveini Gísla. Rúllar honum út til vinstri á Emil Atlason sem er alveg einn og klárar færið lystilega framhjá Ingvari.
68. mín
Enn ein stórhættulega hornspyrnan og í þetta skiptið frá Gylfa. Nikolaj Hansen, sem var að koma inn á nær til boltans en skotið laust.
67. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Gunnar Vatnhamar (Víkingur R.)
Tvöföld skipting.
67. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
66. mín
Stígur Diljan á gott hlaup upp kantinn en Kjartan Már eltir hann uppi og sparkar boltanum út í horn.
63. mín
Dauðafæri! Örvar með góðan bolta inn á markteig og Emil Atla fær dauðafæri en Ingvar ver, eins og honum einum er lagið.
61. mín
Inn:Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan) Út:Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan)
Þreföld skipting hjá Jökli og væntanlega til marks um óánægju hans.
61. mín
Inn:Þorri Mar Þórisson (Stjarnan) Út:Samúel Kári Friðjónsson (Stjarnan)
61. mín
Inn:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan) Út:Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan)
56. mín
Daníel Finns fær aðhlynningu eftir að Gunnar Vatnhamar neglir boltanum í andlitið á honum. Tarik lætur Daníel heyra það í kjölfarið, óþarfi.
55. mín Gult spjald: Emil Atlason (Stjarnan)
Brýtur á Tarik.
52. mín
Valdimar Þór á skot sem fer rétt framhjá markinu eftir langt innkast frá Helga Guðjónssyni.
50. mín
Emil Atlason á fínt skot fyrir utan teig en það fer aftur fyrir endamörk.
48. mín
Heimamenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Góður bolti á fjærstöngina en Ingvar nær að koma boltanum frá.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Gestirnir mikið sterkari aðilinn í þessum fyrri hálfleik.
45. mín
Boltinn dettur fyrir Erling Agnarsson inn í teig en hann skýtur fram hjá markinu.
45. mín
Þremur mínútum bætt við.
45. mín
Sem betur fer er í lagi með þá og hefst þá leikurinn á ný.
43. mín
Sveinn Gísli og Sigurður Gunnar liggja báðir eftir í teignum eftir samstuð. Verið að hlúa að þeim.
41. mín Gult spjald: Gylfi Þór Sigurðsson (Víkingur R.)
Fær gult spjald fyrir að trufla Árna Snæ, þegar hann ætlaði að taka markspyrnu.
41. mín
Frábært færi upp úr horni! Helgi neglir boltanum inn á teiginn og Stígur á skot sem fer á einhvern ótrúlegan hátt ekki inn í markið.
40. mín
Víkingar sækja enn eitt hornið.
35. mín Gult spjald: Samúel Kári Friðjónsson (Stjarnan)
Samúel uppsker gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu, þegar gestirnir fengu innkast. Lætur svo nokkur vel valin orð falla í kjölfarið.
33. mín
Daníel Hafsteins lætur svo annað skot vaða rétt fyrir utan teig en í þetta skipti ver Árni frá honum.
31. mín
Stjörnumenn þeytast svo upp völlinn og Emil Atla fær álitlegt færi en Ingvar sér við honum.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín MARK!
Daníel Hafsteinsson (Víkingur R.)
Fyrsta markið er komið!! Kemur horn inn á teiginn frá Helga Guðjóns. Boltinn er skallaður burt og fellur vel fyrir Daníel Hafsteinsson rétt fyrir utan teig, sem þrumar boltanum í markið og Árni á aldrei séns í þennan.
25. mín
Stórkostleg tilraun! Benedikt Warén á STÓRBROTIÐ skot langt utan af velli sem hafnar í innanverðri stönginni. Fyrsta marktækifæri Stjörnunnar og ekki var það af verri endanum.
22. mín
Stígur Diljan finnur Gylfa inn á teignum sem reynir skot sem fer í varnarmann. Valdimar nær frákastinu en það fer í Guðmund. Horn fyrir gestina.
20. mín
Gylfi að byrja vel! Gylfi gefur frábæra sendingu í gegn á Valdimar Þór en Guðmundur Kristjánsson nær að elta hann uppi.
13. mín
Þessa stundina eru gestirnir með yfirhöndina í leiknum og þeir bláklæddu í erfiðleikum með að tengja saman sendingar.
7. mín
Árni ver mjög vel! Gylfi Þór teiknar stórkostlegan bolta beint á pönnuna á Stíg Diljan, sem nær fínum skalla en Árni ver vel frá honum. Þetta tvíeyki er að valda stórkostlegum usla.
5. mín
Stjörnumenn í vandræðum! Aftasta lína Stjörnunnar er í bölvuðu basli með hápressu Víkinga og gestirnir sækja annað horn, sem ekkert verður úr. Víkingar mjög sannfærandi til að byrja með.
3. mín
Stórhættulegt horn! Víkingar sækja hornspyrnu eftir góðan sprett frá Stíg. Gylfi þrumar boltanum svo fyrir, þar sem Stígur nær til boltans en fer beint í varnarmann.
2. mín
Víkingar byrja vel! Árni Snær í alls kyns basli og sendir boltann einfaldlega beint í lappir Daníels Hafsteinssonar, sem nær ekki krafti í skotið.
1. mín
Leikur hafinn
Dómari leiksins, Þórður Þorsteinn Þórðarson eða ÞÞÞ, eins og hann er oftast kallaður hefur flautað leikinn í gang!
Fyrir leik
Topplið Víkings eru eðli málsins samkvæmt líklegri hér til sigurs samkvæmt stuðlunum hjá Epic fyrir þennan leik sem býður upp á tvöföldun eða stuðul 2.00 á sigur Víkinga. Fyrir þá sem hafa trú á Stjörnunni hér í dag er töluvert betri ávöxtun eða stuðullinn 3,5.

Svo eru eflaust einhverjir sem horfa í 2,55 stuðulinn á að Emil Atlason skori. Við sjáum hvað setur.
Mate Dalmay
Fyrir leik
Byrjunarliðin Örvar Eggertsson, Samúel Kári Friðjónsson og Örvar Logi Örvarsson koma inn fyrir Þorra Mar Þórisson, Alex Þór Hauksson og Hauk Örn Brink.

Ingvar Jónsson er kominn aftur í markið hjá Víkingum. Þá kemur Valdimar Þór Ingimundarson einnig inn fyrir Nikolaj Hansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrir leik
Kíkt í kristalskúluna Eyþór Aron Wöhler, sóknarmaður Fylkis og tónlistarmaður kíkti í kúluna og spáði fyrir leiknum. Spáin er skemmtileg.

Spáin: Baráttuleikur í siglingu. Árni Snær Ólafsson hefur átt draumatímabil hingað til en núna fatast aðeins flugið hjá kauða. 1-3 Víkingum í vil, Færeyingurinn fagri setur einn skalla. Margir hafa komið á tal við mig í vikunni og spurt hvort að Róbert Orri muni taka þátt í þessum leik. Svarið er kannski.
Fyrir leik
Hver mun verja mark Víkinga? Það verður athyglisvert að sjá hver mun standa í marki Víkinga í leiknum. Hinn ungi Pálmi Arinbjörnsson stóð vaktina í seinasta leik gegn FH, þar sem að Ingvar Jónsson er að glíma við meiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Stjörnumenn geta komist í efra hluta deildarinnar Stjarnan er sem stendur í 8. sæti deildarinnar og er þá í neðri hluta deildarinnar. Þó að margir horfi á Forsetabikarinn girndaraugum, þá sætta Stjörnumenn sig ekki við neitt minna en að festa sig í sessi í efri hlutanum. Þeir spiluðu við Kára á dögunum í Akraneshöllinni, sem reyndist þeim óþægur ljár í þúfu en tókst samt sem áður að klára leikinn að lokum í vítaspyrnukeppni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Halda Víkingar í toppsætið? Víkingur situr á toppi deildarinnar með 13 stig ásamt Breiðabliki og Vestra. Með sigri slíta þeir sig frá Vestra en Breiðablik á leik í kvöld sem mörg augu verða einnig á. Víkingar sóttu sigur í seinasta leik á heimavelli gegn FH og verður því fróðlegt að sjá hvort þeir haldi uppteknum hætti í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Stórleikur á sumarkvöldi! Heil og sæl og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar gegn Víkingum í Bestu deild karla í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
4. Oliver Ekroth (f)
6. Gunnar Vatnhamar ('67)
7. Erlingur Agnarsson ('83) ('88)
9. Helgi Guðjónsson
11. Daníel Hafsteinsson ('77)
20. Tarik Ibrahimagic
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('67)
32. Gylfi Þór Sigurðsson
77. Stígur Diljan Þórðarson ('77)
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
8. Viktor Örlygur Andrason ('77)
12. Ali Basem Almosawe ('83) ('88)
15. Róbert Orri Þorkelsson
19. Þorri Ingólfsson
23. Nikolaj Hansen ('67)
24. Davíð Örn Atlason ('67)
27. Matthías Vilhjálmsson ('77)
33. Haraldur Ágúst Brynjarsson
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Kári Sveinsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Gylfi Þór Sigurðsson ('41)

Rauð spjöld: