Malisheva
0
1
Víkingur R.
0-1 Nikolaj Hansen '45
10.07.2025  -  18:15
Stadiumi Fadil Vokrri
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Patryk Gryckiewicz (Pólland)
Byrjunarlið:
91. Ilir Avdyli (m)
2. Arlind Veliu
5. Dreni Kryeziu
9. Fatjon Bunjaku
10. Etnik Brruti
14. Laurent Xhylani ('56)
20. Arber Pira
28. Robert Mathieu Ndjigi ('87)
30. Donart Vitija
34. Xhaka Agon
99. Dzemal Ibishi ('87)

Varamenn:
1. Enes Morina (m)
12. Flamur Gashi (m)
3. Omer Bajraktari
4. Ardian Sopaj
6. Besnik Ferati ('87)
7. Altin Aliu ('56)
8. Mark Bushaj
10. Emir Zogaj
11. Elom Nya-Vedji
33. Arber Prekazi
36. Etnik Kryeziu
44. Samuel Opeh
77. Valmir Berisha ('87)

Liðsstjórn:
Jusufi Bekim (Þ)

Gul spjöld:
Jusufi Bekim ('36)
Donart Vitija ('45)
Arlind Veliu ('58)
Dreni Kryeziu ('59)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Útisigur staðreynd hjá Víkingum og gott veganesti í síðari leikinn eftir viku í Víkinni.

Einhver kýtingur eftir leik en úrslitin ráðinn í kvöld og þau voru sennilega bara sanngjörn.

Fín stig í pottinn fyrir Ísland.
93. mín
Sama niðurstaða. Pablo með þriðja hornið í röð
93. mín
Pablo með hornið en heimamenn skalla í annað horn.
92. mín
Víkingar vinna hornspyrnu.

Fyrirliði heimamanna liggur eftir og veinar. Fékk eitthvað högg og fann vel fyrir því.
90. mín
Fjórar mínútur í uppbótartíma
90. mín
Róbert Orri gefur hræódýrt horn.

Ekkert kemur upp úr því.
88. mín
Inn:Pablo Punyed (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Velkominn til baka Pablo!
88. mín
Inn:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
87. mín
Inn: Valmir Berisha (Malisheva) Út: Dzemal Ibishi (Malisheva)
Fjölnismaðurinn mættur inná.


Sturluð staðreynd: Hann á mark gegn Víkingum.
87. mín
Inn: Besnik Ferati (Malisheva) Út: Robert Mathieu Ndjigi (Malisheva)
84. mín
Víkingar fallið heldur djúpt og heimamenn að ganga á lagið.
82. mín
Víkingar sundurspila heimamenn. Atli og Valdimar þar í aðalhlutverki en heimamenn bjarga með herkjum.
81. mín
Heimamenn að þjarma að Víkingum en færin standa á sér.

Óþarfi samt.
79. mín Gult spjald: Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Þeim pólska finnst ekkert leiðinlegt að lyfta spjaldi.

Það lá fyrir fyrir leik.

Tæplega 6 gul í leik að meðaltali hjá honum.
77. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Gunnar Vatnhamar (Víkingur R.)
76. mín
Lítið um að vera á vellinum.

Í þeim töluðu vinna heimamenn horn.
69. mín
Spyrna Gylfa beint í vegginn.

Slök.
68. mín
Inn:Atli Þór Jónasson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Hvaða Hvergerðingur hefur spilað í Evrópu?

Það er örugglega einhver vel að sér í knattspyrnusögu Hveragerðis sem að veit hvort Atli sé sá fyrsti.. Kalla eftir því að fá það fram.

Maggi Matt lýsandi Sýnar fær fullt kredit á þetta svo það sé klárt.
68. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Daníel Hafsteinsson (Víkingur R.)
67. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
66. mín
Gylfi í hörkufæri
Fær boltann í miðjum teignum en varnarmenn henda sér fyrir skot hans.
64. mín
Dauðafæri!
Víkingar vinna boltann hátt á vellinum. Boltinn út til hægri á Gylfa sem finnur Valdimar í teignum. Valdimar nær skotinu en Avdyli slær boltann út. Hann fellur fyrir fætur Helga sem skóflar honum hátt yfir úr fínu færi.
61. mín
. Altin Aliu með góðan sprett upp vinstri vænginn fyrir heimamenn.

Kemur sér í fyrirgjafarstöðu en einir 6-7 Víkingar mættir til baka og koma boltanum frá.
59. mín Gult spjald: Dreni Kryeziu (Malisheva)
Tuðar og tuðar og sá pólski hefur engan húmor fyrir því.
59. mín
Ekroth með hörkuskalla eftir aukaspyrnuna en Víkingar dæmdir brotlegir.
58. mín Gult spjald: Arlind Veliu (Malisheva)
Traðkar á Valdimar við teig Malisheva.

Aukaspyrna á álitlegum stað.
56. mín
Inn: Altin Aliu (Malisheva) Út: Laurent Xhylani (Malisheva)
55. mín Gult spjald: Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Hársbreidd of seinn að mati þess pólska. Hann hefur reyndar rangt fyrir sér miðað við sjónvarpsupptökuna.
51. mín
Heimamenn að koma af krafti inn í síðari hálfleikinn.

Vinna annað horn.¨

Donart Vitija með skot eftir hornið en setur boltann vel yfir markið.
49. mín Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (Víkingur R.)
Fer í allt af krafti.... stundum of miklum eins og þarna.
47. mín
Heimamenn vinna hornspyrnu
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Víkingar koma okkur af stað í þessum síðari hálfleik.
45. mín
Hálfleikur

Víkingar gætu ekki beðið um betra vegarnesti inn í hálfleikinn. Verið betra liðið á vellinum í kvöld og leiða verðskuldað.

tökum okkur pásu og snúum aftur með síðari hálfleikinn að vörmu spori.
45. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Gylfi Þór Sigurðsson
+1 Gylfi og Niko tengja!
Aukaspyrna frá miðjum vallarhelmingi heimamanna. Gylfi tekur og boltinn dettur niður á fullkomnum stað rétt fyrir framan markteiginn. Þar er Niko mættur og skallar boltann af öryggi í hornið fjær.

Frábær tímasetning til að skora!
45. mín Gult spjald: Donart Vitija (Malisheva)
Ræður ekkert við Valdimar og rífur hann niður.
39. mín
Áltileg sókn Víkinga
Færa boltann vel kanta á milli. Gylfi fær boltann við vítateig og leggur hann fyrir sig. Nær skoti en það er slakt og siglir hættulaust framhjá.
36. mín Gult spjald: Jusufi Bekim (Malisheva)
Fyrir tuð og meira tuð

Galið samt að fyrirliði heimamanna sleppi við gult. Fær dæmda á sig hendi og sparkar boltanum í burtu.
33. mín
Víkingar ógna Helgi Guðjónsson með fyrirgjöf frá vinstri . Ilir Avdyli í alvöru brasi en sleppur með það. Slær boltann í bak samherja og handsamar hann svo.
32. mín
Víkingar tapa boltanum á hættulegum stað. Laurent Xhylani í frábærri stöðu til að keyra í átt að marki. Sér að Gunnar Vatnhamar hleypur á móti honum og lætur sig bara detta í grasið. Ekki verið til í það návígi blessaður.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
Uppskrift eitt
Langur bolti frá Róberti Orra út til hægri á Valdimar sem er í fínu færi. Heimamenn ná þó að koma sér fyrir skot hans.
28. mín
Gunnar er mættur til vallar og virðist nokkuð heill.
25. mín
Gunnar Vatnhamar er sestur á völlinn og heldur um síðuna.

Fengið högg í rifbeinin eða eitthvað slíkt og kennir sér meins.

Sveinn Gísli sendur að hita upp.

Leikmenn nýta pásuna og mæta á fund hjá Sölva og fá vatn hjá Tóa liðsstjóra.
24. mín
Tempóið í leiknum fallið talsvert.
Víkingar enn betra liðið en hraðinn algjörlega dottið niður í leiknum.
18. mín
Það er mikill hraði í fótum Arlind Veliu. keyrir upp völlinn og nær fyrirgjöf en boltinn beint í fang Ingvars.
15. mín
Heimamenn skora!
Ibishi kemur boltanum í netið eftir að Ingvar missir hann frá sér.

Brot er flautað því Ibishi keyrir af krafti inn í Ingvar sem hefur fullt vald á boltanum. Kvartar og kveinar en sá pólski haggast ekki.
12. mín
Karl Friðleifur með laust skot eftir lúmska sendingu frá Tarik.

Kryeziu nær að trufla hann og meiðist á þumli í kjölfarið.
12. mín
Kryeziu aftur Bjargar á línu eftir skalla frá Niko eftir horn frá Gylfa.

Svo nálgægt marki Víkingar
11. mín
Kryeziu bjargar heimamönnum
Valdimar með frábæran bolta fyrir markið á Niko en Kryeziu nær tánni í boltann áður en Niko nær skotinu.
10. mín
Vikinga talsvert betri
Þessar fyrstu tíu mínúur leiksins hafa Víkingar verið talsvert skarpara liðið. Haldið boltanum vel en ekki náð að opna heimamenn að neinu ráði.
6. mín
Víkingar í færi
Vinna boltann hátt á vellinum. Valdimar finnur Gylfa úti til hægri sem að skilra fyrirgjöfinni inn á teiginn. Daníel Hafsteins mættur í hlaupið úr djúpinu og étur varnarmann Malisheva í loftinu en hittir ekki markið.
2. mín
Arlind Veliu að komast í góða stöðu á vinstri vængnum. Mætir Oliver Ekroth þegar hann reynir að keyra inn á teiginn.

Úr varð heldur ójafn leikur.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað í Pristina. Það eru heimamenn sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Andstæðingar Víkings féllu út fyrir góðkunningjum okkar í FK Buducnost og ættu Víkingar því að klára þá. Stuðullinn á sigur Víkinga er 1,77 á Epic
Fyrir leik
Byrjunarlið Víkinga klárt Frá deildarleiknum gegn ÍBV um liðna helgi gerir Sölvi nokkrar breytingar. Ingvar Jónsson snýr aftur í markið en auk hans kemur Tarik Ibrahimagic inn í liðið. Pálmi Rafn Arinbjörnsson og Erlingur Agnarsson fá sér sæti á bekknum í þeirra stað.

Mynd: Sverrir Örn Einarsson

Fyrir leik
Dómarinn
Patryk Gryckiewicz frá Póllandi er dómari kvöldsins og virðist vera aðdæma sinn fyrsta Evrópuleik. Honum til aðstoðar eru Marcin Boniek og Bartosz Kaszy?ski. Fjórði dómari er svo Wojciech Myc.

Ekkert VAR er til staðar í kvöld.
Fyrir leik
Víkingur og Evrópa
Víkingar eiga vægast sagt góðar minningar frá Sambandsdeildinni á síðasta tímabili og ekki hægt að hefja Evrópuár þeirra án þess að minnast á það.

Eftir að hafa fylgt í fótspor Breiðabliks og tryggt sér sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar gerðu Víkingar gott betur en bara að vera með og komu sér í umspil um sæti í 16 liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Hápunktur tímabils þeirra var án efa frábær 2-1 sigur á liði Panathinaikos á köldu kvöld í Helsinki í Finnlandi. Grikkirnir því miður sneru taflinu við í síðari leiknum og tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum en Víkingar gátu svo sannarlega gengið stoltir frá borði eftir eftirminnilegt Evrópuævintýri og stóran tékka frá UEFA fyrir árangurinn.

Mynd: EPA

Fyrir leik
Íslandsvinur í leikmannahópi heimamanna. Valmir Berisha, man einhver eftir honum? Eflaust einhver úr Grafarvoginum en þessi Kosovó ættaði sænski leikmaður lék með Fjölni tímabilið 2018 á láni frá Aalesund í Noregi. Lék hann alls 18 leiki með Fjölni og gerði í þeim 2 mörk.


Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir

Fyrir leik
Lið Malisheva Klubi Futbollistik Malisheva er fullt heiti þessa liðs frá Kosóvó sem Víkingar glíma við í þessari fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Liðið dregur nafn sitt af bænum Malisheva sem það er staðsett í en hann telur um 46.000 íbúa. Malisheva liðið var stofnað árið 2016 sem knattspyrnuskóli fyrir unga og upprennandi leikmenn en fljótlega var ákveðið að gera liðið að formlegu keppnisliði sökum mikils áhuga.

Liðið hefur klifrað nokkuð hratt upp pýramídan í heimalandinu og er á leið i sitt 5 tímabil í efstu deild í heimalandinu eftir að hafa fyrst leikið þar leiktímabilið 2021-2022.
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Malisheva frá Kosóvó og Víkinga í forrkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Mynd: EPA

Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar ('77)
9. Helgi Guðjónsson ('88)
11. Daníel Hafsteinsson ('68)
15. Róbert Orri Þorkelsson
20. Tarik Ibrahimagic
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen ('68)
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('88)
32. Gylfi Þór Sigurðsson
- Meðalaldur 23 ár

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
7. Erlingur Agnarsson ('88)
8. Viktor Örlygur Andrason ('68)
10. Pablo Punyed ('88)
12. Ali Basem Almosawe
17. Atli Þór Jónasson ('68)
24. Davíð Örn Atlason ('77)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Viktor Bjarki Arnarsson
Brynjar Björn Gunnarsson

Gul spjöld:
Daníel Hafsteinsson ('49)
Nikolaj Hansen ('55)
Davíð Örn Atlason ('79)

Rauð spjöld: