Besta-deild karla
Víkingur R.

LL
2
2
2

Besta-deild karla
Fram

LL
2
1
1

Besta-deild karla
Stjarnan

LL
3
2
2


Völsungur
2
0
Grindavík

Arnar Pálmi Kristjánsson
'23
1-0
Jakob Héðinn Róbertsson
'48
2-0
30.08.2025 - 14:00
PCC völlurinn Húsavík
Lengjudeild karla
Aðstæður: Blautt, smá gola og 10 gráður.
Dómari: Sveinn Arnarsson
Maður leiksins: Xabier Cardenas Anorga
PCC völlurinn Húsavík
Lengjudeild karla
Aðstæður: Blautt, smá gola og 10 gráður.
Dómari: Sveinn Arnarsson
Maður leiksins: Xabier Cardenas Anorga
Byrjunarlið:
1. Ívar Arnbro Þórhallsson (m)
4. Elvar Baldvinsson
5. Arnar Pálmi Kristjánsson

6. Inigo Albizuri Arruti
('16)

9. Elfar Árni Aðalsteinsson
14. Xabier Cardenas Anorga
16. Jakob Héðinn Róbertsson
('91)


21. Sergio Parla Garcia
('87)


22. Ismael Salmi Yagoub
('91)

23. Elmar Örn Guðmundsson
39. Gunnar Kjartan Torfason
- Meðalaldur 26 ár
Varamenn:
88. Einar Ísfjörð Sigurpálsson (m)
7. Steinþór Freyr Þorsteinsson
('87)

8. Ólafur Jóhann Steingrímsson
('91)

10. Bjarki Baldvinsson
('16)

11. Rafnar Máni Gunnarsson
('91)

12. Gestur Aron Sörensson
17. Aron Bjarki Kristjánsson
- Meðalaldur 26 ár
Liðsstjórn:
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson (Þ)
Ármann Örn Gunnlaugsson
Tryggvi Grani Jóhannsson
Tómas Bjarni Baldursson
Róbert Ragnar Skarphéðinsson
Bergsveinn Ás Hafliðason
Gul spjöld:
Sergio Parla Garcia ('21)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Völsungur vinnur gríðarlega mikilvægan sigur!
Leik lokið hér á Húsavík. Grindavík setti pressu á heimamenn eftir seinna markið en síðustu 20 mínúturnar voru Völsungar mun líklegri að bæta við en Grindavík að minnka muninn. Gríðarlega mikilvæg 3 stig í hús hjá þeim grænu!
94. mín
Steinþór í dauðafæri
Steinþór fær sendingu frá Bjarka, tekur boltann á kassann og leikur á varnarmann og lætur vaða en Matias ver mjög vel.
90. mín
Aftur er Elvar Baldvins nálægt því að skora. Steinþór á frábæra fyrirgjöf og Elvar skallar yfir í fínni stöðu.
87. mín

Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (Völsungur)
Út:Sergio Parla Garcia (Völsungur)
Stálmúsin mætt til að sigla þessu heim.
81. mín
Heimamenn í dauðafæri
Völsungar eru allt í einu komnir 3 á 2, Elfar Árni þræðir boltann innfyrir á Ismael sem er í dauðafæri en einhvern veginn hittir ekki boltann.
78. mín
Gult spjald: Manuel Gavilan Morales (Grindavík)

Manuel fær gult fyrir brot á Arnari Pálma, bekkur hjá Grindavík tryllist og einhver þar fær einnig gult spjald.
77. mín
Jakob Héðinn hársbreidd frá því að bæta við. Eftir gott samspil kemst hann í gegn en Matias ver vel.
73. mín
Hálfgert dauðafæri hjá Völsungi. Sergio Parla á frábæra aukaspyrna frá hægri kanti á fjærstöngina þar sem Elvar Baldvinsson er einn og óvaldaður en hann skallar yfir í mjög góðu færi.
71. mín
Terry Lartey-Sanniez og Elfar Árni eru í mikilli baráttu inn í teig Grindvíkinga og eftir að boltinn fer þá hrindir Terry Elfari harkalega en Sveinn dæmir ekkert. Undarlegt.
68. mín
Völsungar aðeins að vakna til lífsins. Eftir hornspyrnu á Bjarki þrumuskot sem grindvíkingar komast fyrir en boltinn berst út á Elmar Örn sem lætur vaða af löngu færi en rétt yfir.
66. mín
Grindvíkingar halda áfram að liggja á heimamönnum. Ná á endanum að koma boltanum í netið en Dennis Nieblas var vel fyrir innan.
60. mín
Grindvíkingar hafa nánast bara verið með boltann eftir mark Jakobs og heimamenn hafa fært sig mjög aftarlega á völlinn.
58. mín
Nú er það Árni Salvar sem lætur vaða fyrir utan teig en Xabier nær að henda sér fyrir skotið. Úr hornspyrnunni verður gamli góði darraðadansinn en boltinn endar í höndum Ívars í marki Völsungs.
55. mín
Grindvíkingar að vakna til lífsins. Breki fær boltann rétt fyrir utan teig og á þéttingsfast ristarskot sem stefnir beint upp í hornið fjær en Ívar í markinu ver virkilega vel.
48. mín
MARK!

Jakob Héðinn Róbertsson (Völsungur)
Stoðsending: Sergio Parla Garcia
Stoðsending: Sergio Parla Garcia
Heimamenn bæta við!
Jakob Héðinn fær boltann úti vinstra megin á miðjum vellinum, hleypur upp allan völlinn og við vítateiginn köttar hann til hægri og klárar glæsilega upp í hornið fjær.
Draumabyrjun á seinni hálfleik hjá Völsungi.
Draumabyrjun á seinni hálfleik hjá Völsungi.
45. mín
Hálfleikur
Heimamenn leiða með einu marki í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn einkendist einna helst af meiðslum leikmanna en þess á milli verið ágætis skemmtun. Völsungar voru sterkari aðilinn fram að markinu en Grindvíkingar voru betri í lok hálfleiksins.
45. mín
45+4
Grindvíkingar eru að gera sig líklega hér í lok hálfleiks en ná þó ekki að skapa sér færi.
45. mín
Gult spjald: Rúrik Gunnarsson (Grindavík)

Rúrik fær gult fyrir ljótt brot á Elmari.
42. mín
Grindvíkingar nálægt að jafna eftir aukaspyrnu. Mikill darraðadans en heimamenn ná að hreinsa.
40. mín
Elfar Árni aftur að ógna. Eftir fyrirgjöf frá hægri er Elfar hársbreidd frá að komast í boltann á markteig en varnarmaður Grindavíkur bjargar mjög vel.
37. mín

Inn:Breki Þór Hermannsson (Grindavík)
Út:Ármann Ingi Finnbogason (Grindavík)
Ármann getur ekki haldið leik áfram vegna meiðsla og Breki Þór kemur inná í hans stað.
35. mín
Enn er leikurinn stopp vegna meiðsla leikmanna. Sennilega í 5 skipti sem það þarf að stoppa vegna meiðsla. Menn hafa gleymt að taka Lýsið sitt í morgun.

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
Völsungar nálægt því að komast í dauðafæri en eftir frábæra sendingu Gunnars frá hægri svíkur fyrsta snertingin Elfar Árna og sóknin rennur útí sandinn.
26. mín
Dauðafæri hjá Grindavík
Árni Salvar á frábæra fyrirgjöf frá vinstri á Adam Árna sem er í dauðafæri á markteig en skallar beint á Ívar í markinu. Þarna átti Adam að skora.
23. mín
MARK!

Arnar Pálmi Kristjánsson (Völsungur)
Stoðsending: Sergio Parla Garcia
Stoðsending: Sergio Parla Garcia
Heimamenn leiða!
Eftir frábæran sprett Arnars fá Völsungar hornspyrnu. Bjarki tekur hornið stutt á Sergio Parla sem að rennir boltanum út á Arnar Pálma fyrirliða sem stendur fyrir utan teig og hamrar á markið og í netinu syngur boltinn!
21. mín
Gult spjald: Sergio Parla Garcia (Völsungur)

Parla fær gult fyrir að vera alltof seinn í pressu.
20. mín
Verið afar rólegt hér undanfarnar mínúturnar enda hafa meiðsli leikmanna tekið allan takt úr leiknum.
16. mín

Inn:Bjarki Baldvinsson (Völsungur)
Út:Inigo Albizuri Arruti (Völsungur)
Inigo Albizuri er ófær um að halda áfram og reynsluboltinn Bjarki Baldvinsson kemur inná í hans stað.
15. mín
Leikurinn búinn að vera stopp í nokkrar mínútur meðan hlúð er að Inigo Albizuri og það virðist sem að heimamenn neyðist til að gera skiptingu líka.
13. mín

Inn:Árni Salvar Heimisson (Grindavík)
Út:Christian Bjarmi Alexandersson (Grindavík)
Christian Bjarmi fer meiddur útaf.
9. mín
Völsungar vilja víti. Gunnar á fyrirgjöf frá hægri ætlaða Jakobi Héðni inní teig þar sem honum er ríghaldið en Sveinn dæmir ekkert. Hefði sennilega verið frekar soft ef hann hefði dæmt þarna.
4. mín
Grindvíkingar fá fyrsta færi leiksins. Adam Árni fyrirliði fær boltann hægra meginn í teignum og undir pressu nær hann ágætis skoti á markið en boltinn rúllar framhjá fjærstönginni.
3. mín
Mikil barátta hér í byrjun leiks hjá báðum liðum og ljóst að menn ætla að selja sig dýrt í dag.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðana
Fyrri leikur liðana í 9. umferð var afar fjörugur og endaði með 2-4 sigri Völsungs þar sem Jakob Héðinn Róbertsson skoraði þrennu.
Það má lesa um þann leik hér: Grindavík 2-4 Völsungur
Það má lesa um þann leik hér: Grindavík 2-4 Völsungur
Fyrir leik
Gengi liðana
Völsungur er í 8. sæti deildarinnar með 19 stig eftir 19 leiki. Heimamenn hafa hins vegar ekki unnið í síðustu 5 leikjum og tapað síðustu þremur. Í síðustu umferð töpuðu þeir afar illa í Keflavík.
Grindavík er sæti neðar með 18 stig. Þeir hafa heldur ekki verið að gera góða hluti undanfarið, hafa ekki unnið í síðustu þremur leikjum og eru einungis með einn sigur í síðustu 7 leikjum. Í síðustu töpuðu þeir illa á heimavelli gegn Fylki.
Grindavík er sæti neðar með 18 stig. Þeir hafa heldur ekki verið að gera góða hluti undanfarið, hafa ekki unnið í síðustu þremur leikjum og eru einungis með einn sigur í síðustu 7 leikjum. Í síðustu töpuðu þeir illa á heimavelli gegn Fylki.
Fyrir leik
Góðan dag og velkomin í beina textalýsingu frá leik Völsungs og Grindavíkur í Lengjudeild karla. Leikurinn fer fram á PCC-vellinum á Húsavík og hefjast leikar kl. 14:00.
Leikurinn er gríðarlega mikilvægur í fallbaráttunni og geta bæði lið, með sigri, slitið sig aðeins frá hættusvæðinu. Því má búast við hörkuleik hér í dag.
Leikurinn er gríðarlega mikilvægur í fallbaráttunni og geta bæði lið, með sigri, slitið sig aðeins frá hættusvæðinu. Því má búast við hörkuleik hér í dag.
Byrjunarlið:
1. Matias Niemela (m)
7. Ármann Ingi Finnbogason
('37)

9. Adam Árni Róbertsson (f)
10. Ingi Þór Sigurðsson
16. Dennis Nieblas
18. Christian Bjarmi Alexandersson
('13)

21. Rúrik Gunnarsson
('85)


23. Sindri Þór Guðmundsson
25. Terry Lartey-Sanniez
29. Manuel Gavilan Morales

33. Darren Sidoel
- Meðalaldur 26 ár
Varamenn:
12. Stefán Óli Hallgrímsson (m)
2. Árni Salvar Heimisson
('13)

6. Viktor Guðberg Hauksson
('85)

11. Breki Þór Hermannsson
('37)

14. Haraldur Björgvin Eysteinsson
26. Eysteinn Rúnarsson
27. Máni Berg Ellertsson
- Meðalaldur 21 ár
Liðsstjórn:
Haraldur Árni Hróðmarsson (Þ)
Marko Valdimar Stefánsson
Sreten Karimanovic
Helgi Leó Leifsson
Karim Ayyoub Hernández
Gul spjöld:
Rúrik Gunnarsson ('45)
Manuel Gavilan Morales ('78)
Rauð spjöld: