Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Lengjudeild karla
Njarðvík
LL 3
0
Grindavík
Lengjudeild karla
ÍR
LL 1
2
Fylkir
Lengjudeild karla
Þróttur R.
LL 1
2
Þór
Lengjudeild karla
Völsungur
LL 0
4
HK
Lengjudeild karla
Fjölnir
LL 1
2
Leiknir R.
Lengjudeild karla
Selfoss
LL 1
4
Keflavík
Fjölnir
1
2
Leiknir R.
0-1 Kári Steinn Hlífarsson '52
Árni Steinn Sigursteinsson '87 1-1
1-2 Aron Einarsson '94
13.09.2025  -  14:00
Egilshöll
Lengjudeild karla
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Byrjunarlið:
12. Haukur Óli Jónsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson (f)
6. Árni Elvar Árnason ('46)
7. Óskar Dagur Jónasson ('53)
8. Orri Þórhallsson
9. Árni Steinn Sigursteinsson
16. Mikael Breki Jörgensson ('83)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
19. Jón Kristinn Ingason
20. Egill Otti Vilhjálmsson ('70)
26. Einar Örn Harðarson ('46)
- Meðalaldur 23 ár

Varamenn:
13. Snorri Þór Stefánsson (m)
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
11. Bjarni Þór Hafstein ('70)
18. Þorkell Kári Jóhannsson ('53)
22. Brynjar Elí Jóhannsson ('83)
23. Hilmar Elís Hilmarsson ('46)
30. Laurits Nörby ('46)
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Gunnar Már Guðmundsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir
Ásgeir Frank Ásgeirsson
Kristinn Þór Guðmundsson

Gul spjöld:
Árni Steinn Sigursteinsson ('68)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Frábær leikur!

Skýrsla og viðtöl væntanleg.
96. mín
Þvílíkt skot í slánna hjá Fjölni!!
94. mín MARK!
Aron Einarsson (Leiknir R.)
VÁ!!!!!!! ARON SMELLIR HONUM LENGST FYRIR UTAN TEIG OG HAUKUR RÉTT NÆR FINGRUNUM Í HANN OG BOLTINN FER Í HÆGRA HORNIÐ
90. mín
5 mínútum bætt við
90. mín
Inn:Dusan Brkovic (Leiknir R.) Út:Sindri Björnsson (Leiknir R.)
90. mín
Inn:Shkelzen Veseli (Leiknir R.) Út:Axel Freyr Harðarson (Leiknir R.)
88. mín
Inn:Davíð Júlían Jónsson (Leiknir R.) Út:Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Leiknir R.)
87. mín MARK!
Árni Steinn Sigursteinsson (Fjölnir)
FJÖLNIR JAFNAR Árni Steinn fær boltann og eftir smá skrambl setur hann í stöngina og inn!
86. mín
Brynjar Elí er sá yngsti í sögu Fjölnis sem hefur spilað meistaraflokksleik!
85. mín
Boltinn fer beint í fjærstöng og út í útspark
85. mín
Aukaspyrna fyrir Leikni, geta þeir nýtt það?
83. mín
Inn:Brynjar Elí Jóhannsson (Fjölnir) Út:Mikael Breki Jörgensson (Fjölnir)
Fyrsti leikur Brynjar Elís í meistaraflokki, óskum honum til hamingju
80. mín
Axel kemst í gegn aftur og Leiknir fá horn sem þeir nýta ekki
77. mín
LEIKNIR FÁ DAUÐAFÆRI Það er sent boltann inn á teig og Haukur Óli ver glæsilega!
70. mín
Inn:Bjarni Þór Hafstein (Fjölnir) Út:Egill Otti Vilhjálmsson (Fjölnir)
68. mín Gult spjald: Árni Steinn Sigursteinsson (Fjölnir)
Flautað á Árna fyrir peysutog og fær gult fyrir að rífast við dómarann
64. mín
Inn:Aron Skúli Brynjarsson (Leiknir R.) Út:Þorsteinn Emil Jónsson (Leiknir R.)
64. mín
Fjölnir fá síðan dauðafæri sem Ólafur ver í horn, en Fjölnismenn ná ekki að nýta það
63. mín
Adam Örn sendir boltann yfir vallarhelminginn á Anton Fannar skýtur hann á Hauk sem missir hann frá sér
60. mín
Axel Freyr er fyrir utan teig og skýtur föstu skoti yfir!
53. mín
Inn:Þorkell Kári Jóhannsson (Fjölnir) Út:Óskar Dagur Jónasson (Fjölnir)
Óskar fer útaf meiddur eftir þessi meiðsl eftir hornið áðan
52. mín MARK!
Kári Steinn Hlífarsson (Leiknir R.)
LEIKNIR KOMNIR YFIR!!! Dagur Ingi skýtur boltanum í varnarmann Fjölnis sem skoppar beint á Kára Stein sem skýtur honum örugglega inn
49. mín
Óskar Dagur liggur niðri eftir hornið og leikurinn er stöðvaður.
Sýnist hann koma aftur inná og leikar halda áfram
48. mín
Leiknir fá annað horn eftir stórhættulegt skot! Haukur Óli ver þetta vel!
46. mín
Leiknir fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig.

Boltinn fer í vegginn og endar útfyrir og Leiknir fær horn sem þeir nýta ekki
46. mín
Leikur hafinn
46. mín
Inn:Laurits Nörby (Fjölnir) Út:Einar Örn Harðarson (Fjölnir)
46. mín
Inn:Hilmar Elís Hilmarsson (Fjölnir) Út:Árni Elvar Árnason (Fjölnir)
45. mín
Hálfleikur
45. mín Gult spjald: Adam Örn Arnarson (Leiknir R.)
+4 Adam rífur niður leikmann Fjölnis sem er kominn upp völlinn
45. mín
4 mínútum bætt við
45. mín
Leikurinn stöðvaður aftur og leikmaður Fjölnis liggur eftir. Virðist vera eitthvað slappur í löppunum
40. mín
Leiknir er uppi eins og leikir dagsins standa
Mynd: worldfootball.net

Sverrir Örn Einarsson
39. mín
Árni Steinn á skot sem fer framhjá Ólafi en rúllar rétt framhjá!
36. mín
DAUÐAFÆRI FYRIR LEIKNI!!!! Axel Freyr kemur á harðaspretti upp vinstri vænginn og dúndrar boltanum í þverslánna!!!
36. mín
Fjölnir kemst í gott færi en Egill Otti skýtur boltann laust í hendur Ólafs
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Orri liggur niðri í teig heimamanna og leikurinn er stöðvaður.

Hann kemur aftur inná og leikurinn er farinn aftur af stað
23. mín
Leiknismenn vilja víti eftir að Aron er tekinn niður í teig en dómarinn dæmir ekki
18. mín
Heimamenn með hættulegt færi en dæmdir rangstæðir. Markmaður Leiknis hefur meitt sig eitthvað í fingri og leikurinn er stöðvaður á meðan hlynnt er að honum.

Ólafur heldur áfram með leikinn og leikurinn fer aftur af stað
13. mín
Dauðafæri frá heimamönnum!! Fyrirgjöf inn í teig á Orra sýndist mér sem skýtur honum en Ólafur ver vel með fótunum!
11. mín
Lítið að gerast seinustu mínútur
5. mín
Djordje skýtur boltanum lengst yfir vegginn og yfir markið
5. mín
Axel Freyr nær að fiska aukaspyrnu á stórhættulegum stað rétt fyrir utan teig. Geta gestirnir gert eitthvað með þetta færi?
2. mín
Leiknismenn eiga gott skot sem Haukur Óli ver í horn en ekkert verður úr því
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Breytingar hjá liðum dagsins Fjölnir gera nokkrar breytingar eftir leikinn gegn Þór í seinustu umferð. Haukur Óli kemur inn í mark fyrir Sigurjón Daða. Mikael Breki, Jón Kristinn og Egill Otti koma einnig inn fyrir Laurits, Hilmar Elís og Kristófer Dag sem er í banni eftir að hafa fengið sitt fjórða gula spjald í seinasta leik.

Leiknir gerir engar breytingar á byrjunarliði sínu úr leiknum gegn Selfossi í seinustu umferð.
Fyrir leik
Mynd: Fótbolti.net

Fyrir leik
Aðeins meira grúsk Úr liði Fjölnis í seinustu umferð hefur einn leikmaður spilað með Leikni, Árni Elvar Árnason en samkvæmt KSÍ spilaði hann með þeim úr 4. flokki til 2023. Hann spilaði 155 leiki og skoraði 2 mörk.

Úr liði Leiknis í seinustu umferð hefur einnig einn leikmaður spilað með Fjölni, Axel Freyr Harðarson. Axel spilaði með Fjölni 2023-24 og spilaði 58 leiki og skoraði 11 mörk
Fyrir leik
Smá grúsk fyrir leik Samkvæmt heimasíðu KSÍ hafa þessi lið mæst 55 sinnum í gegnum tíðina.

Fjölnir hafa sigrað megnið af leikjunum, 32, Leiknir hafa sigrað 10 og liðin hafa gert 13 jafntefli.

Fyrsti leikur milli þessara liðanna var 3. júní 1997 í 2. deild karla en leikurinn endaði í markalausu jafntefli á Leiknisvelli.

Seinasti leikur milli liðanna fór fram 4. júlí síðastliðna en þá unnu Fjölnir 1-0 á Leiknisvelli.

Stærstu sigrar Fjölnis hafa verið með 5 marka mun. Í Coca-Cola bikarnum 2002 sigruðu Fjölnismenn 6-1, og árið 2018 sigruðu þeir 5-0 í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins.

Stærstu sigrar Leiknis hafa einnig verið með 5 marka mun. Þeir fóru báðir fram í 2. deild karla árið 1998 og fóru báðir 5-0 fyrir Leikni.
Fyrir leik
Siggi Hall, leikmaður FH, spáði að þessi leikur myndi fara 0-3 fyrir gestina.

Lesið spánna hér
Fyrir leik
Fyrir þessa umferð sitja Fjölnismenn í seinasta sæti með 15 stig og munu spila í 2. deild að ári.

Leiknismenn sitja í 10. sæti og geta haldið sér uppi ef Selfoss tapar sínum leik gegn Keflavík.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Gunnar Freyr Róbertsson og honum til aðstoðar eru Tomasz Piotr Zietal og Kristofer Bergmann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
8. Sindri Björnsson ('90)
17. Adam Örn Arnarson
19. Axel Freyr Harðarson ('90)
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('88)
22. Þorsteinn Emil Jónsson ('64)
43. Kári Steinn Hlífarsson
44. Aron Einarsson
45. Djorde Vladisavljevic
55. Anton Fannar Kjartansson
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
12. Hilmar Örn Pétursson (m)
3. Bogdan Bogdanovic
7. Róbert Quental Árnason
10. Shkelzen Veseli ('90)
14. Davíð Júlían Jónsson ('88)
23. Aron Skúli Brynjarsson ('64)
25. Dusan Brkovic ('90)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ósvald Jarl Traustason
Gísli Friðrik Hauksson
Hlynur Helgi Arngrímsson
Brynjar Hlöðvers
Gísli Alexander Ágústsson
Ari Þór Kristinsson

Gul spjöld:
Adam Örn Arnarson ('45)

Rauð spjöld: