Í BEINNI
Besta-deild karla - Efri hluti
Valur

LL
4
4
4


KA
5
1
ÍA

0-1
Baldvin Þór Berndsen
'7
Birgir Baldvinsson
'18
1-1
Hallgrímur Mar Steingrímsson
'22
2-1
Ingimar Torbjörnsson Stöle
'66
3-1
Ásgeir Sigurgeirsson
'83
4-1
Hallgrímur Mar Steingrímsson
'85
5-1
19.10.2025 - 14:00
Greifavöllurinn
Besta-deild karla - Neðri hluti
Aðstæður: 4° hiti og skýjað. Flottar aðstæður!
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Greifavöllurinn
Besta-deild karla - Neðri hluti
Aðstæður: 4° hiti og skýjað. Flottar aðstæður!
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Byrjunarlið:
12. Jonathan Rasheed (m)
2. Birgir Baldvinsson


5. Ívar Örn Árnason
('56)

7. Jóan Símun Edmundsson
('41)

10. Hallgrímur Mar Steingrímsson


14. Andri Fannar Stefánsson (f)
('56)

17. Birnir Snær Ingason
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle

28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
('46)

77. Bjarni Aðalsteinsson
('73)
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
99. Jóhann Mikael Ingólfsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
('56)

8. Marcel Ibsen Römer
('56)

9. Viðar Örn Kjartansson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
('41)


23. Markús Máni Pétursson
('46)

25. Dagur Ingi Valsson
44. Valdimar Logi Sævarsson
90. Snorri Kristinsson
('73)
- Meðalaldur 26 ár

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Steingrímur Örn Eiðsson
Benedikt Halldórsson
Thomas Danielsen
Kjartan Páll Þórarinsson
Gul spjöld:
Birgir Baldvinsson ('88)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
KA menn vinna frábæran 5-1 sigur á Skagamönnum og stöðva þar með frábært gengi ÍA að undanförnu. Lokaumferðin verður vægast sagt áhugaverð bæði þegar að litið er til baráttunnar um Forsetabikarinn, sem og fallbaráttunnar.
Skagamenn spila leik við Aftureldingu í lokaumferðinni, en KA menn fara til Vestmannaeyja og berjast þar um 1. sætið í neðri hlutanum.
Takk fyrir mig!
Skagamenn spila leik við Aftureldingu í lokaumferðinni, en KA menn fara til Vestmannaeyja og berjast þar um 1. sætið í neðri hlutanum.
Takk fyrir mig!
93. mín
Gestirnir fá hornspyrnu hér í blálokin og Birgir Baldvinsson liggur eftir samstuð.
85. mín
MARK!

Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Stoðsending: Ingimar Torbjörnsson Stöle
Stoðsending: Ingimar Torbjörnsson Stöle
ERTU EKKI AÐ GRÍNAST Í MÉR HALLGRÍMUR MAR??
Ingimar Stöle vinnur boltann rétt fyrir aftan miðju og potar honum á Hallgrím.
Hallgrímur Mar er nákvæmlega EKKERT að tvínóna við hlutina, heldur toppar David Beckham og smellir boltanum yfir Árna Marinó í markinu - fyrir aftan miðju.
Stórkostlegt mark!
5-1!
Hallgrímur Mar er nákvæmlega EKKERT að tvínóna við hlutina, heldur toppar David Beckham og smellir boltanum yfir Árna Marinó í markinu - fyrir aftan miðju.
Stórkostlegt mark!
5-1!
83. mín
MARK!

Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Stoðsending: Snorri Kristinsson
Stoðsending: Snorri Kristinsson
KA MENN KLÁRA ÞETTA MEÐ STÆL!!!
Marcel Römer með stórglæsilega sendingu inn fyrir vörn ÍA á Snorra Kristinsson. Snorri gerir frábærlega í að leggja boltann viðstöðulaust fyrir fætur Ásgeirs og hann klárar færið vel!
81. mín
KA menn á toppnum í neðri hlutanum
KR leiða í Vesturbænum gegn ÍBV og þar af leiðandi eru KA menn með þriggja stiga forystu á Eyjamenn fyrir lokaumferðina ef að úrslitin haldast óbreytt.
78. mín
Skagamenn fá færi hinu megin!
Eftir að skot Rúnars Más fer í varnarmann nær Steinar Þorsteinsson að vera á undan Rasheed í boltann, en skallar yfir markið.
77. mín
Birnir aftur!
Gerir allt rétt á leið sinni að Árna. Tekur boltann fullkomlega niður, en setur boltann utanfótar rétt framhjá markinu!
73. mín

Inn:Snorri Kristinsson (KA)
Út:Bjarni Aðalsteinsson (KA)
Kemur inná í treyju númer 80, en er skráður númer 90 á skýrslu. Það er munur á þessum tölum, held ég - en ég er ekki stærðfræðingur.
66. mín
MARK!

Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA)
Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
ÞETTA VAR SVO SNYRTILEGT!!!
Bjarni Aðalsteinsson spottar frábært hlaup Hallgríms í gegnum vörn ÍA og vippar boltanum alveg listavel inn fyrir á hann. Hallgrímur setur svo boltann þvert fyrir mark Skagamanna og þar mætir Ingimar á ferðinni og smellir boltanum í fjærhornið.
Frábært mark hjá heimamönnum!
3-1!
Frábært mark hjá heimamönnum!
3-1!
62. mín
ÞRUMUSKOT!
Jón Gísli Eyland Gíslason tekur boltann á lofti rétt fyrir utan teig KA og smellhittir boltann, en Jonathan Rasheed les skotið hárrétt og kýlir boltann í burtu á nærstönginni.
60. mín
Þetta var ekki galið!
Birgir Baldvinsson leggur boltann til hliðar á Hallgrím Mar. Hallgrímur fær boltann á vinstri fótinn og þrumar boltanum að marki ÍA, en boltinn svífur rétt yfir samskeytin fjær!
59. mín
KA menn fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Ingimar Torbjörnsson Stöle tekinn niður rétt fyrir utan vítateig ÍA.
58. mín
Ómar með gott skot!
Ómar Björn nær föstu skoti á mark KA, en það er beint á Rasheed. Markmaðurinn missir þó boltann tímabundið frá sér, en kastar sér á hann.
54. mín
Ja og þó
Ívar er aftur mættur inná og mér sýnist enginn vera að gera sig kláran á hliðarlínunni.
52. mín
Ívar Örn liggur nú
Miðvörðurinn öflugi er að kveinka sér og spjallar við Gunnar Frey dómara um framhaldið. Sýnist á öllu að hann sé búinn að ljúka leik hér.
50. mín
Birnir í færi!
Hallgrímur setur Birni í gegn og Birnir fer á vinstri fótinn og nær föstu skoti af stuttu færi gegn Árna. Árni stendur þó sterkur og ver skot Birnis vel. Gott færi!
49. mín
Hallgrímur Mar setur flotta sendingu upp hægri kantinn á Ásgeir Sigurgeirsson. Ásgeir reynir bjartsýnistilraun af löngu færi, en boltinn fer langt yfir.
47. mín
Hans Viktor liggur eftir og heldur um hausinn.
Sýnist hann vera klár í slaginn að nýju.
Sýnist hann vera klár í slaginn að nýju.
45. mín
Hallgrímur valinn bestur í neðri hlutanum
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net var til gamans valið lið ársins úr liðum í neðri hluta Bestu deildarinnar. Hallgrímur Mar Steingrímsson var valinn besti leikmaðurinn og þá er Hans Viktor Guðmundsson einnig í liðinu. Rúnar Már Sigurjónsson er fulltrúi ÍA í liðiju.
16.10.2025 16:10
Völdu lið ársins úr neðri hlutanum - Hallgrímur bestur
45. mín
Hálfleikur
KA menn leiða 2-1 þegar liðin ganga til búningsherbergja
Ómar Björn Stefánsson komst í gott færi rétt fyrir hálfleiksflautið en Rasheed gerði sig stóran og varði skot Ómars. Þaðan barst boltinn til Viktors, en aftur varði Jonathan Rasheed.
Svo andartökum seinna flautaði Gunnar til hálfleiks. Nóg eftir og við lofum fjöri í seinni hálfleik!
Svo andartökum seinna flautaði Gunnar til hálfleiks. Nóg eftir og við lofum fjöri í seinni hálfleik!
45. mín
Marko Vardic brýtur á Hallgrími Mar fyrir utan teig ÍA. Þetta er á hættulegum stað fyrir spyrnumann í gæðaflokki Hallgríms.
41. mín

Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Út:Jóan Símun Edmundsson (KA)
Færeyingurinn lýkur leik hér.
39. mín
Viktor Jónsson með hörkuskot!
Viktor fær boltann langt fyrir utan teig KA manna, tekur eina snertingu og neglir á markið. Boltinn svífur framhjá markinu, en Jonathan Rasheed var ekki alveg viss!
Jóan Símun Edmundsson þarfnast svo aðhlynningar.
Jóan Símun Edmundsson þarfnast svo aðhlynningar.
35. mín
Mark ársins?
Baldvin Berndsen með mark tímabilsins á Akureyri?
— Fótboltafax (@fotboltafax) October 19, 2025
Alvöru sleggja, hefur verið frábær í endurkomu Skagamanna!#fotbolti #bestadeildin
34. mín
Aftur fá Skagamenn aukaspyrnu inná miðjum vallarhelmingi KA. Aftur stendur Rúnar yfir boltanum.
Sýndist það vera Jón Gísli sem að náði föstu skoti að marki KA, en það var blokkað. Virtist stefna á rammann.
Sýndist það vera Jón Gísli sem að náði föstu skoti að marki KA, en það var blokkað. Virtist stefna á rammann.

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Skjótt skipast veður í lofti
KA menn skjótast upp í efsta sæti neðri hlutans ef að úrslit haldast óbreytt í leikjum dagsins.
29. mín
djöfull er Grímsi góður í fótbolta
— Hörður ? (@horduragustsson) October 19, 2025
28. mín
Birnir Snær aftur!
Jóan setur Birni einan í gegn, en Birnir er allt of lengi að athafna sig. Tekur einn á, svo annan og svo annan - áður en skotið loksins kemur og það var alls ekki gott.
24. mín
Nú fá Skagamenn aukaspyrnu inná miðjum vallarhelmingi KA. Svara þeir strax?
Svarið er nei.
Svarið er nei.
22. mín
MARK!

Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Stoðsending: Andri Fannar Stefánsson
Stoðsending: Andri Fannar Stefánsson
JAHÉRNA!!!
Andri Fannar Stefánsson, í mögulega sínum síðasta heimaleik í KA treyjunni, setur háan bolta inná teig ÍA. Þar er Gísli Laxdal gjörsamlega steinsofandi á vaktinni og Hallgrímur Mar laumar sér fram fyrir Gísla.
Sóknarmaðurinn magnaði tekur boltann listavel niður og leggur boltann framhjá Árna.
2-1!
Sóknarmaðurinn magnaði tekur boltann listavel niður og leggur boltann framhjá Árna.
2-1!
18. mín
MARK!

Birgir Baldvinsson (KA)
Stoðsending: Bjarni Aðalsteinsson
Stoðsending: Bjarni Aðalsteinsson
KA JAFNA!!!
Gísli Laxdal Unnarsson selur sig gríðarlega ódýrt í hægri bakvarðarstöðunni og Bjarni Aðalsteinsson rennir boltanum upp vinstri kantinn á Birgi.
Birgir veður í átt að marki Skagamanna og fer framhjá Rúnari Má eins og að drekka vatn. Einn gegn Árna gerir vinstri bakvörðurinn engin mistök og setur boltann þægilega í nærhornið.
1-1!
Birgir veður í átt að marki Skagamanna og fer framhjá Rúnari Má eins og að drekka vatn. Einn gegn Árna gerir vinstri bakvörðurinn engin mistök og setur boltann þægilega í nærhornið.
1-1!
12. mín
Haukur Andri Haraldsson reynir skot fyrir utan teig KA, en boltinn svífur langt yfir markið. Ágætis sprettur hjá Hauki.
10. mín
Skagamenn stökkva upp fyrir KA
Gestirnir frá Akranesi fara upp fyrir KA með sigri í dag og eru með 34 stig sem sakir standa, jafnir ÍBV að stigum sem að eru með betra markahlutfall.
7. mín
MARK!

Baldvin Þór Berndsen (ÍA)
ÉG SKAL SEGJA YKKUR ÞAÐ!!
Baldvin Þór Berndsen fær boltann af rúmlega 30 metra færi eftir klafs við vítateig KA og gerir það eina rétta í stöðunni og hamrar á markið.
Bylmingsskot Baldvins endaði uppi í samskeytunum á marki KA og Jonathan Rasheed hefði ekki varið þetta þó hann væri 3 metrar. Stórkostlegt mark!
0-1!
Bylmingsskot Baldvins endaði uppi í samskeytunum á marki KA og Jonathan Rasheed hefði ekki varið þetta þó hann væri 3 metrar. Stórkostlegt mark!
0-1!
5. mín
Birnir Snær með skot!
Rúnar Már með skelfilega sendingu inná miðjuna sem að Bjarni Aðalsteinsson hirðir. Bjarni kemur boltanum á Jóan, sem að framfleytir honum út á vinstri kantinn á Birni Snæ.
Hann klippir inn af kantinum og og skýtur að marki ÍA á vítateigslínunni, en skotið er slakt og lekur framhjá nærstönginni. Þetta var séns!
Hann klippir inn af kantinum og og skýtur að marki ÍA á vítateigslínunni, en skotið er slakt og lekur framhjá nærstönginni. Þetta var séns!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað! Það eru KA menn sem hefja leik með boltann.
Allt klárt fyrir síðasta heimaleik sumarsins! KA - ÍA hefst kl. 14:00 á Greifavellinum og við þurfum á þínum stuðning að halda, áfram KA! #LifiFyrirKA pic.twitter.com/1cYgFTx1E7
— KA (@KAakureyri) October 19, 2025
Fyrir leik
Tvær breytingar á byrjunarliði KA
Andri Fannar og Bjarni Aðalsteinsson koma inn í byrjunarlið KA. Rodri og Valdimar Logi Sævarsson setjast á bekkinn. Þar fá þeir félagsskap frá Viðari Erni Kjartanssyni.
ÍA vann ÍBV í Vestmanneyjum í síðasta leik og hefur unnið fimm leiki i röð. Lárus Orri Sigurðsson gerir enga breytingu á byrjunarliði sínu.
15.10.2025 18:13
„Eins og hefði verið ýtt á takka og ákveðið að ég myndi bara ekki spila mikið meira"
ÍA vann ÍBV í Vestmanneyjum í síðasta leik og hefur unnið fimm leiki i röð. Lárus Orri Sigurðsson gerir enga breytingu á byrjunarliði sínu.
Fyrir leik
Líklega kveðjuleikur Andra Fannars
Andri Fannar Stefánsson kemur inn í liðið og er fyrirliði í dag þó Ívar Örn Árnason sé í liðinu. Líklegt er að Andri sé að fara að spila kveðjuleik sinn.

Andri Fannar Stefánsson kemur inn í liðið og er fyrirliði í dag þó Ívar Örn Árnason sé í liðinu. Líklegt er að Andri sé að fara að spila kveðjuleik sinn.
Síðasti heimaleikurinn í dag! ????????
— KA (@KAakureyri) October 19, 2025
Fáum Skagamenn í heimsókn á Greifavöllinn klukkan 14 í dag.
Mikilvægur leikur í baráttunni um forsetabikarinn. Mætum og styðjum strákana í síðasta skiptið á þessu tímabili.
Áfram KA! ???????? #lififyrirka pic.twitter.com/N3Pnc2VWWZ
Fyrir leik
Dómarinn
Dómari dagsins er Gunnar Freyr Róbertsson. Honum til aðstoðar verða þeir Bryngeir Valdimarsson og Guðmundur Ingi Bjarnason. Varadómari er Twana Khalid Ahmed og eftirlitsmaður er Þóroddur Hjaltalín.

Fyrir leik
Hallgrímur fór um víðan völl - Á hreinu hverjum við viljum halda
Sæbjörn Steinke slær aldrei slöku við og ræddi hin ýmsu mál í löngu viðtali við Hallgrím Jónasson eftir að nýr samningur hans var tilkynntur. Þar ræðir hann meðal annars ferilinn hjá KA hingað til, umræðuna endalausu um meðalaldur liðsins og leikmannamál félagsins.
Varðandi breytingar á hópnum
,,Ég hef alveg skoðun á því og stjórnin líka. Við vinnum svo út frá því og reynum að gera það sem við viljum gera - en svo er spurning hvort það tekst. Það er erfiðara að fá suma menn norður en til Reykjavíkur, en það er á hreinu hvaða leikmönnum við viljum halda.''
Varðandi umræðuna um meðalaldur liðsins
,,Ég spila úr því sem ég hef. Ég verð alveg var við umræðuna, en mér finnst oft neikvæð umræða um að við séum ekki að nota stráka sem eru undir tvítugt. Þeir hafa fengið nokkra leiki síðustu ár sem mér finnst flott fyrir þá - þegar þeir eru klárir þá spila þeir. Þeir sem standa sig vel og bæta sig, þeir munu fá stærra hlutverk á næsta ári.''
Vill halda Jóan Símun Edmundsson
,,Já, ég er mjög hrifinn af honum. Það er verið að ræða það núna hvaða leikmönnum við viljum halda. Við erum mjög ánægðir með Jóan og það kemur vel til greina að hann verði hérna áfram.''
Hallgrímur og Sæbjörn Steinke veltu nokkrum steinum í nýlegu viðtali.
Varðandi breytingar á hópnum
,,Ég hef alveg skoðun á því og stjórnin líka. Við vinnum svo út frá því og reynum að gera það sem við viljum gera - en svo er spurning hvort það tekst. Það er erfiðara að fá suma menn norður en til Reykjavíkur, en það er á hreinu hvaða leikmönnum við viljum halda.''
Varðandi umræðuna um meðalaldur liðsins
,,Ég spila úr því sem ég hef. Ég verð alveg var við umræðuna, en mér finnst oft neikvæð umræða um að við séum ekki að nota stráka sem eru undir tvítugt. Þeir hafa fengið nokkra leiki síðustu ár sem mér finnst flott fyrir þá - þegar þeir eru klárir þá spila þeir. Þeir sem standa sig vel og bæta sig, þeir munu fá stærra hlutverk á næsta ári.''
Vill halda Jóan Símun Edmundsson
,,Já, ég er mjög hrifinn af honum. Það er verið að ræða það núna hvaða leikmönnum við viljum halda. Við erum mjög ánægðir með Jóan og það kemur vel til greina að hann verði hérna áfram.''

Hallgrímur og Sæbjörn Steinke veltu nokkrum steinum í nýlegu viðtali.
13.10.2025 12:00
„Klárt mál að við munum yngja hópinn" - Högg, aldur og nýr samningur
Fyrir leik
Skagamenn sneru bökum saman - Gefum allt í alla leiki
Þegar Lárus Orri Sigurðsson tók við ÍA var stórveldið gamla límt við botn Bestu-deildarinnar. Liðið hafði nælt í 9 stig eftir 13 leiki og markatalan var ómyndarleg - 13-31.
12 leikjum síðar er annar bragur á liðinu. Þeir eygja von um að enda í efsta sæti neðri hlutans og hafa unnið síðustu fimm leiki í deildinni. Í síðasta leik fyrir landsleikjahlé gerðu Skagamenn góða ferð til Vestmannaeyja og unnu ÍBV 0-2 í rokinu á Hásteinsvelli.
Lárus Orri hafði þetta að segja eftir sigurleikinn í Eyjum:
,,Þegar við vorum á okkar lægsta punkti á tímabilinu tókum við langan fund hérna í búningsklefanum og ákváðum að snúa bökum saman. Við ákváðum að ef það væri eitthvað sem við ætluðum að skilja eftir í þessari deild, þá væri það að sýna það að við gæfum allt í alla leiki og við höfum bara byggt á því síðan þá.''
Það hefur verið aukin ástæða til þess að brosa um síðustu misseri á Akranesi.
12 leikjum síðar er annar bragur á liðinu. Þeir eygja von um að enda í efsta sæti neðri hlutans og hafa unnið síðustu fimm leiki í deildinni. Í síðasta leik fyrir landsleikjahlé gerðu Skagamenn góða ferð til Vestmannaeyja og unnu ÍBV 0-2 í rokinu á Hásteinsvelli.
Lárus Orri hafði þetta að segja eftir sigurleikinn í Eyjum:
,,Þegar við vorum á okkar lægsta punkti á tímabilinu tókum við langan fund hérna í búningsklefanum og ákváðum að snúa bökum saman. Við ákváðum að ef það væri eitthvað sem við ætluðum að skilja eftir í þessari deild, þá væri það að sýna það að við gæfum allt í alla leiki og við höfum bara byggt á því síðan þá.''

Það hefur verið aukin ástæða til þess að brosa um síðustu misseri á Akranesi.
Fyrir leik
Hallgrímur Jónasson áfram gulur og blár - 2 ár til viðbótar
Eftir þónokkrar vangaveltur og orðróma um brottför af brekkunni tilkynnti Knattspyrnufélag Akureyrar að Hallgrímur Jónasson væri búinn að framlengja samning sinn við félagið um tvö ár.
Hann hefur upplifað hæðir og lægðir í starfi sínu með KA en Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði það aldrei hafa verið íhugað að láta Hallgrím fara. Þetta sagði Sævar í viðtali við Sæbjörn Steinke í kjölfar tilkynningarinnar á framlengingunni.
,,Nei, ég get verið heiðarlegur með að við vorum ekki að spá í því. Haddi hefur staðið sig frábærlega hjá okkur. Ofboðslega samviskusamur, duglegur og leggur sig 100% fram í hlutina,'' sagði Sævar.
Áfram í gulu og bláu.
Hann hefur upplifað hæðir og lægðir í starfi sínu með KA en Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði það aldrei hafa verið íhugað að láta Hallgrím fara. Þetta sagði Sævar í viðtali við Sæbjörn Steinke í kjölfar tilkynningarinnar á framlengingunni.
,,Nei, ég get verið heiðarlegur með að við vorum ekki að spá í því. Haddi hefur staðið sig frábærlega hjá okkur. Ofboðslega samviskusamur, duglegur og leggur sig 100% fram í hlutina,'' sagði Sævar.

Áfram í gulu og bláu.
11.10.2025 11:44
Ræðir boðuðu breytingarnar á KA - „Held að umræðan um aldur sé að breytast"
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn!
Hér mun fara fram textalýsing á leik KA og ÍA í neðri hluta Bestu-deildar karla. Mikið er undir í leik dagsins en KA verma 2. sætið í neðri hlutanum með 33 stig, jafn mörg og topplið ÍBV - en KA menn eru með talsvert slakara markahlutfall.
Skagamenn hafa verið á frábærri siglingu að undanförnu og eftir að hafa dúsað á botni deildarinnar bróðurpartinn af mótinu hafa þeir heldur betur bitið í skjaldarrendur undir stjórn Lárusar Orra Sigurðssonar. Nú blasir sá raunveruleiki við að Skagamenn gætu hirt Forsetabikarinn virta ef að þeir gera sitt og önnur úrslit falla með þeim í síðustu tveimur leikjum mótsins.
Jóan Símun Edmundsson í leik liðanna á Greifavellinum í júlí síðastliðnum. Færeyingurinn skoraði fyrra mark KA í 2-0 sigri.
Leikir dagsins - Neðri hluti
14:00 Afturelding-Vestri (Malbikstöðin að Varmá)
14:00 KR-ÍBV (Meistaravellir)
14:00 KA-ÍA (Greifavöllurinn)
Skagamenn hafa verið á frábærri siglingu að undanförnu og eftir að hafa dúsað á botni deildarinnar bróðurpartinn af mótinu hafa þeir heldur betur bitið í skjaldarrendur undir stjórn Lárusar Orra Sigurðssonar. Nú blasir sá raunveruleiki við að Skagamenn gætu hirt Forsetabikarinn virta ef að þeir gera sitt og önnur úrslit falla með þeim í síðustu tveimur leikjum mótsins.

Jóan Símun Edmundsson í leik liðanna á Greifavellinum í júlí síðastliðnum. Færeyingurinn skoraði fyrra mark KA í 2-0 sigri.

Leikir dagsins - Neðri hluti
14:00 Afturelding-Vestri (Malbikstöðin að Varmá)
14:00 KR-ÍBV (Meistaravellir)
14:00 KA-ÍA (Greifavöllurinn)
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
5. Baldvin Þór Berndsen

7. Haukur Andri Haraldsson
('91)

9. Viktor Jónsson
16. Rúnar Már S Sigurjónsson (f)
17. Gísli Laxdal Unnarsson
('46)

19. Marko Vardic
20. Ísak Máni Guðjónsson
('46)

22. Ómar Björn Stefánsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
- Meðalaldur 26 ár
Varamenn:
12. Jón Sölvi Símonarson (m)
4. Hlynur Sævar Jónsson
('46)

8. Albert Hafsteinsson
10. Steinar Þorsteinsson
('46)

11. Birnir Breki Burknason
15. Gabríel Snær Gunnarsson
18. Guðfinnur Þór Leósson
32. Jón Breki Guðmundsson
('91)

33. Arnór Valur Ágústsson
- Meðalaldur 22 ár
Liðsstjórn:
Lárus Orri Sigurðsson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Stefán Þór Þórðarson
Teitur Pétursson
Dean Martin
Dino Hodzic
Mario Majic
Erik Tobias Sandberg
Gul spjöld:
Rauð spjöld: