Kaplakrikavöllur
sunnudagur 11. ágúst 2013  kl. 19:15
Pepsi-deildin
Dómari: Erlendur Eiríksson
FH 0 - 0 Breiðablik
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
0. Ólafur Páll Snorrason ('63)
0. Davíð Þór Viðarsson
8. Emil Pálsson ('80)
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Atli Guðnason
13. Kristján Gauti Emilsson
16. Jón Ragnar Jónsson
21. Guðmann Þórisson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Varamenn:
2. Emil Stefánsson
4. Pétur Viðarsson
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('63)
18. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson
21. Böðvar Böðvarsson

Liðstjórn:
Daði Lárusson

Gul spjöld:
Jón Ragnar Jónsson ('59)
Ólafur Páll Snorrason ('24)

Rauð spjöld:
@saevarolafs Sævar Ólafsson
Fyrir leik
Heilir og sælir landmenn góðir.. 40 mínútur í leik og Róbert Örn Óskarsson er mættur á annars fallegan Kaplakrikavöll og er farinn að leika listir sínar með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Markverðir beggja liða mættir og farnir að hreyfa sig undir ljúfum tónum
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH-ingar báru 0-1 sigur úr býtum í fyrri leik þessara liða á Kópavogsvelli 21.maí. Mark FH-inga skoraði Emil Pálsson
Eyða Breyta
Fyrir leik
Twitter-vaktin verður á sínum stað og munu valin tíst mögulega fá að fljóta hingað sem merkt eru #fotbolti
Eyða Breyta
Fyrir leik
Áhorfendur er byrjaðir að tínast á völlinn. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar eru með fínasta móti og lítur völlurinn afar vel út. Smávægilegur vindur sem blæs í átt að Álverinu í Straumsvík.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðir gestir! Leikar fara senn að hefjast. Liðin ganga nú inná völlinn og er vel tekið með taktföstu lófaklappi áhorfenda.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Virðist vera ágætlega mætt hingað í Krikann í kvöld. Slumpa á 1340 áhorfendur (óstaðfest)
Eyða Breyta
1. mín
FH-ingar byrja með knöttinn og sækja undan vindi. Erlendur blæs til leiks. Góða skemmtun!
Eyða Breyta
3. mín
Fyrsti sénsinn er FH-inga. Atli Guðna vinnur baráttu við Rene Troost og setur boltann þvert meðfram teignum á Ólaf Pál sem blastar boltanum með vinstri en skotið er blokkerað af varnarmanni. Fjör strax frá fyrstu mínútu.
Eyða Breyta
6. mín
Heimamenn byrja leikinn betur og hafa verið duglegir að setja pressu á gestina úr Kópavogi sem virðast ekki alveg vera komnir í gang.
Eyða Breyta
8. mín
Finnur Orri nálægt því að skora. Laus bolti datt fyrir framan hann rétt fyrir utan teig, skotið fór í varnarmann og snerist naumlega framhjá marki FH-inga.
Eyða Breyta
13. mín
Sverrir Ingi í basli og Atli Guðna finnur Kristján Gauta sem heldur boltanum vel í teignum undir pressu og leggur hann út á Björn Daníel sem leggur boltann framhjá marki blika
Eyða Breyta
14. mín Gult spjald: Nichlas Rohde (Breiðablik)
Réttilegt gult fyrir peysutog
Eyða Breyta
19. mín
Kristján Atli - kop.is
Euro-hangover leikur í Krikanum. Fín stemning hér. Spái markaleik.
Eyða Breyta
24. mín Gult spjald: Ólafur Páll Snorrason (FH)
Fer groddaralega í Þórð Steinar sem tekur á loft og nær tveim góðum metrum af lofti í kjölfarið. Erlendur með hlutina á hreinu og hífir á loft gula kortið.
Eyða Breyta
25. mín
Blikar nálægt því að komast í séns. Vantaði ekki mikið uppá að stórhætta skapaðist þarna í teig FH-inga.
Eyða Breyta
26. mín
Þetta jaðrar við einelti hér í Krikanum. Þórður Steinar tekinn hressilega niður í þriðja skiptið í leiknum. Hvar er Olweus-áætlunin? Ólafur Páll sökudólgurinn í annað skiptið á jafn mörgum mínútum.
Eyða Breyta
28. mín
Kristinn Jóns með aukaspyrnu frá miðjum vallarhelming FH-inga. Sverrir Ingi vinnur sér stöðu en skallinn máttlítill og framhjá markinu.
Eyða Breyta
32. mín
Áhorfendur FH eru nú komnir á bakið á Þórði Steinari og farnir að baula á hann fyrir það eitt að hafa verið sparkaður niður þrivar sinnum
Eyða Breyta
35. mín
Andri Yeoman finnur Ellert Hreinsson í góðu hlaupi hægra megin. Róbert mætir út á móti. Ellert er fyrri boltann en snertingin hafnar í grjóthörðum pecsunum á Róberti Erni og þaðan í innkast.
Eyða Breyta
42. mín
Vantar smá krydd í þetta hjá báðum liðum. Varnir beggja liða þéttar en sóknarleikurinn steríll.
Eyða Breyta
45. mín
Erlendur Eríksson hefur blásið til leikhlés. Þjálfarar beggja liða hafa nú 15 mínútur til að blása einhverju lífi í sóknarleikinn. Það verður að viðurkennast að fyrri hálfleikurinn hefur verið afar vatnsþynntur.
Eyða Breyta
45. mín
Jæja þá ganga liðin inná völlinn. Úlfar Hinriksson ræðir við Árna Vilhjálms sem mögulega er að fara að koma inná.
Eyða Breyta
46. mín
Blikar byrjar síðari hálfleikinn og sækja í átt að Reykjanesskaganum.
Eyða Breyta
48. mín
Björn Daníel með gott drive upp miðjuna. Sættir sig á endanum við skot úr jaðar teigsins með hægri fæti sem aldrei náði flugi og sigldi framhjá.
Eyða Breyta
51. mín
Blikar rúlla boltanum vel á milli sem endar með að Ellert Hreinsson sleppir hörkuskoti sem fer beint á Róbert Örn.
Eyða Breyta
53. mín
Baul og bú! Áhorfendur láta vanþóknun sína í ljós þegar brotið er á Andra Yeoman. Aukaspyrna dæmd sem Kristinn Jónsson tekur frá vinstri og er hættulítil.
Eyða Breyta
58. mín
Dauðfæri!! Guðjón Pétur missir boltann og Kristján Gauti gerir vel í að finna Ólaf Pál sem vigtar fullkominn bolta inná teiginn þar sem Atli Guðna kemur á siglingu og stangar boltann en Gunnleifur ver í horn.
Eyða Breyta
59. mín Gult spjald: Jón Ragnar Jónsson (FH)
Erlendur flaggar gulu og það réttilega. Jón Ragnar veit uppá sig sökina.
Eyða Breyta
59. mín Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) Nichlas Rohde (Breiðablik)
Rohde ekki náð sér á strik og stimplar generállinn Ólafur Kristjáns hann út.
Eyða Breyta
61. mín
Áhorfendur vilja rautt!! Erlendur flautar aukaspyrnu á Ólaf Pál sem var lesinn á miðjunni og braut með því að hindra blika í að koma boltanum fram í sókn. Þarna slapp Ólafur Páll vel.
Eyða Breyta
63. mín Ingimundur Níels Óskarsson (FH) Ólafur Páll Snorrason (FH)
Heimir Guðjóns bregst fljótt við enda Ólafur Páll stálheppinn að fá að haldast inná. Inn kemur Ingimundur Níels.
Eyða Breyta
63. mín
Blikarnir eru farnir að færa sig vel uppá skaptið. Það er farið að færast meira fjör í þetta.
Eyða Breyta
65. mín
Ingimundur Níels hendir í skæri og finnur Atla Guðna með hárfínni fyrirgjöf. Skalli Atla spýtist af grasinu og virtist Gunnleifur misreikna þetta/vanmeta og var heppinn að koma hanskanum fyrir boltann.
Eyða Breyta
69. mín
Áhorfendur hér í Krikanum eru 1887 (staðfest)
Eyða Breyta
70. mín Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik) Ellert Hreinsson (Breiðablik)

Eyða Breyta
73. mín Gult spjald: Þórður Steinar Hreiðarsson (Breiðablik)
Brýtur á Ingimundi sem var að komast á auðan sjó.
Eyða Breyta
78. mín
Atli Guðna vinnur kapphlaup við Rene Troost og kemst í álitlega stöðu. Atli finnur Kristján Gauta sem brokkar með boltann inní teiginn en mokar boltanum hátt yfir mark blika. Kristján Gauti gæti þurft að bíða eitthvað lengur eftir fyrsta marki sínu í sumar.
Eyða Breyta
79. mín
Guðjón Pétur með metnaðarfulla tilraun úr aukaspyrnu af 35metra færi. Boltinn fer af varnarmanni og í horn. Darraðardans skapast í teignum eftir hornið sem knýr Róbert Örn til að verja frá Guðjóni Pétri
Eyða Breyta
80. mín Einar Karl Ingvarsson (FH) Emil Pálsson (FH)

Eyða Breyta
86. mín Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)

Eyða Breyta
86. mín
Blikar líklegri þessa stundina.
Eyða Breyta
90. mín
Það eru 3 mínútur í viðbótatíma hér í Krikanum.
Eyða Breyta
93. mín Leik lokið!
Erlendur blæs til leiksloka. 0-0 jafntefli staðreynd.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
4. Damir Muminovic
7. Kristinn Jónsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
18. Finnur Orri Margeirsson
22. Ellert Hreinsson ('70)
30. Andri Rafn Yeoman ('86)
45. Guðjón Pétur Lýðsson
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Varamenn:
2. Gísli Páll Helgason
5. Elfar Freyr Helgason
10. Árni Vilhjálmsson ('59)
16. Ernir Bjarnason
27. Tómas Óli Garðarsson ('70)

Liðstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Þórður Steinar Hreiðarsson ('73)
Nichlas Rohde ('14)

Rauð spjöld: