Barcelona og Real Madrid vilja Bernardo Silva - Gravenberch til Tyrklands? - Mikill áhugi á Nacho
Valur
1
1
Breiðablik
Magnús Már Lúðvíksson '22 , víti 1-0
1-1 Árni Vilhjálmsson '41
13.09.2013  -  17:30
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
11. Sigurður Egill Lárusson ('72)
13. Arnar Sveinn Geirsson ('90)

Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson

Gul spjöld:
Magnús Már Lúðvíksson ('73)
Daniel Craig Racchi ('62)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan föstudag kæru lesendur og verið velkomnir í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Vals og Breiðabliks í Pepsi deild karla. Klukkan 16:30 detta byrjunarliðin í hús og klukkustundu seinna hefst leikurinn!
Fyrir leik
Leikir þessara tveggja liða eru oft ansi skemmtilegir, samanber eftirminnilega viðureign á þessum velli í fyrrasumar, og vonandi verður engin undantekning þar á í kvöld.
Fyrir leik
Fyrir þennan leik er Breiðablik í 4. sæti deildarinnar með 32 stig og Valur er í 5. sætinu með 25 stig.

Breiðablik á enn bullandi möguleika á Evrópusæti, en liðið á tvo leiki til góða á Stjörnuna sem er í 3. sætinu með 40 stig. Hins vegar eru Evrópuvonir heimamanna að engu orðnar.
Fyrir leik
Liðin eru bæði með ansi dreifða markaskorara. Hjá Val hafa 14 leikmenn skorað 32 mörk liðsins í deildinni, sem verður að teljast ansi magnað. Markahæstur er Kristinn Freyr Sigurðsson með fimm mörk.

Hjá Blikum hafa níu leikmenn skorað 27 mörk liðsins og markahæstur er Nichlas Rohde með sex mörk.
Fyrir leik
Bæði lið eru á frekar lélegu "rönni". Breiðablik hefur einungis unnið einn af síðustu fimm leikjum og Valur einnig. Þeir síðarnefndu eru án sigurs í fjórum leikjum í röð.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt á svæðið. Það sem athygli vekur er einnig varamannabekkirnir. Elfar Árni Aðalsteinsson er kominn aftur í hóp hjá Breiðabliki! Hann fékk slæmt höfuðhögg þegar Breiðablik fékk KR í heimsókn 18. ágúst og var ansi ólíklegt að hann gæti komið aftur við sögu á þessari leiktíð. Hann hefur hins vegar náð frábærum bata, sem er auðvitað ekkert nema snilld!
Fyrir leik
Á varamannabekk Vals er leikmaður sem er í hóp í fyrsta skiptið, Ragnar Þór Gunnarsson. Hann hefur verið að raða inn mörkum með 2. flokki.

Hjá Blikum er Ernir Bjarnason, sem er á eldra ári í 3. flokki, í hóp í fyrsta skiptið. Heldur betur flott hjá pilti.

Blikarnir eru með frábært unglingastarf sem hefur skilað sér í mörgum atvinnumönnum og gæti það vel haldið áfram á næstu árum.
Fyrir leik
Einn annar leikur fer fram í Pepsi-deildinni, en Fram mætir ÍBV á Laugardalsvellinum.

Að sjálfsögðu er sá leikur einnig í textalýsingu hér á Fótbolta.net og viðtöl og umfjöllun koma svo eftir leiki.
Fyrir leik
Elfar Freyr Helgason er að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Blika í sumar. Hann og Sverrir Ingi ættu að geta myndað hörku miðvarðarpar.
Fyrir leik
Stundarfjórðungur í leik. Upphitunin fer senn að klárast og leikmenn fara að fá síðustu fyrirmælin frá þjálfurum sínum.
Fyrir leik
Við erum að sjálfsögðu alltaf til í að heyra hvað fólk hefur um leiki að segja á Twitter. Hash-taggið #fotbolti er vel séð við færslurnar. Við veljum svo þær skemmtilegustu og birtum hér í textalýsingunni.
Fyrir leik
Leikmenn ganga inn á völlinn með dómarann Erlend Eiríksson í fararbroddi. Nú fer fjörið senn að hefjast.
1. mín
Leikurinn er hafinn! Það eru Valsmenn sem byrja með boltann og sækja þeir í átt að Landspítalanum.
4. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins lítur dagsins ljós og hana fær Breiðablik. Guðjón Pétur Lýðsson tekur spyrnuna á sínum gamla heimavelli, Elfar Freyr Helgason nær skotinu en það fer í varnarmann og aftur fyrir. Seinni hornspyrnan er svo hreinsuð burt.
9. mín
Mikil hætta við mark heimamanna!! Blikar fá aukaspyrnu, Guðjón Pétur Lýðsson kemur hættulegum bolta inn í teiginn en hann siglir framhjá öllum og aftur fyrir endamörk, rétt framhjá. Þarna vantaði bara einn mann til að pota boltanum yfir línuna.
12. mín
Þá er komið að Val að fá sína fyrstu hornspyrnu. Ekkert varð úr henni.
13. mín
Árni Vilhjálmsson hleypur upp vallarhelming Vals og lætur skot ríða af, en það fer hátt yfir markið.
14. mín
Aftur ná Blikar skoti. Virkilega vel útfærð sókn sem endar með því að boltinn berst á Kristinn Jónsson fyrir utan teiginn, en skot hans fór hátt yfir markið.
16. mín
Ái!!! Patrick Pedersen ætlar að hoppa upp í fyrirgjöf en lendir beint á stönginni og steinliggur. Stendur þó fljótt upp aftur, sem betur fer.
18. mín
Blikar fá hornspyrnu eftir fína sókn. Valsmenn skalla boltann hins vegar út fyrir teiginn og vinna svo boltann.
22. mín
VÍTI!!! Patrick Pedersen er felldur í teignum af Elfari Frey Helgasyni og Erlendur Eiríksson bendir á punktinn!! Patrick lék á Elfar Frey sem tók hann svo niður og augljós vítaspyrna.
22. mín Mark úr víti!
Magnús Már Lúðvíksson (Valur)
MAAAARK!!! Maggi Lú mætir á punktinn og skorar í vinstra hornið! Gunnleifur valdi rétt horn en náði ekki til boltans, sem var alveg upp við stöng og skotið óverjandi!
24. mín
Valsmenn fá tvær hornspyrnur í röð en sú síðari endar í hrömmunum á Gunnleifi.
25. mín
Glæsileg sókn hjá Val sem endar með því að Indriði Áki kemur boltanum í netið með frábæru "finish", en það var búið að flagga rangstöðu! Þarna sluppu Blikar með skrekkinn, ekki mátti miklu muna allavega.
27. mín
DAAAAAUÐAFÆRI HJÁ ELLERTI HREINSSYNI!!! Blikar komust í skyndisókn og Tómas Óli gerði virkilega vel og náði að leggja boltann á Ellert, sem var aleinn á móti Fjalari. Skotið hans Ellerts var hins vegar skelfilega dapurt og Fjalar, sem var kominn vel út á móti, varði.
31. mín
Manni finnst Valsliðið hafa bætt mikið í eftir að þeir komust yfir. Til að byrja með voru Blikar talsvert meira með boltann en það hefur snúist aðeins við.
35. mín
Opinn og skemmtilegur leikur og sótt endanna á milli. Það munu pottþétt koma fleiri mörk þó það vanti aðeins upp á alvöru dauðafæri.
39. mín
Kristinn Freyr á skot sem fer af varnarmanni og afturfyrir endamörk. Enn ein hornspyrnan.
41. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Stoðsending: Kristinn Jónsson
MAAAAAAAARK!!! ÁRNI VILHJÁLMSSON jafnar metin fyrir Breiðablik!! Virkilega vel gert hjá Árna, sem tók boltann á lofti eftir fyrirsögn frá Kristni Jónssyni og ÞRUMAÐI í netið!
42. mín
Það má kannski segja að markið hafi komið örlítið gegn gangi leiksins. Manni fannst sem Valsliðið væri með tök á þessum leik, en þeir fá mark í andlitið og allt getur gerst.
45. mín
Árni Vill fullur sjálfstrausts eftir markið áðan og reynir skot af löngu færi, en það fer yfir markið.
45. mín
Stórkostleg sending inn á Ellert í teignum en varnarmenn Vals bjarga og boltinn endar í hornspyrnu. Svo er flautað til hálfleiks! 1-1 þegar leikmenn ganga til búningsklefanna í fínum leik.
45. mín
Við ætlum að taka okkur hlé í korter og komum svo ferskir inn þegar seinni hálfleikur á Vodafone vellinum hefst.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný.
50. mín
Hefði mátt taka það fram áðan að fjórir leikmenn eru í banni hjá Blikum. Það eru fyrirliðinn Finnur Orri Margeirsson, Reene Troost, Nichlas Rohde og Þórður Steinar Hreiðarsson. Hjá Val er Haukur Páll Sigurðsson í banni.
52. mín
Hornspyrna fyrir Breiðablik. Þeirtaka hana stutt á Kidda Jóns, Gðjón Pétur fær svo aftur boltann, hleypur inn í teig og kemur honum fyrir. Valsarar bægja boltanum út úr teig þar sem Andri Rafn Yeoman skýtur framhjá.
53. mín
Árni Vilhjálmsson með hörkuskot! Gerði vel í teignum og þrumaði að marki en Fjalar varði vel frá honum. Önnur hornspyrna fyrir Blika, skapar glundroða í teignum og önnur hornspyrna niðurstaðan.
55. mín Gult spjald: Ernir Bjarnason (Breiðablik)
Viggó Kristjánsson fær að líta fyrsta gula spjald leiksins. Hann fer ansi harkalega í Lucas Ohlander sem liggur sárþjáður eftir.
57. mín Gult spjald: Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Dýfa!! Árni Vill fær að líta gula spjaldið fyrir leikaraskap inni í teignum. Hann er ekki sáttur með þessa dómgæslu. Ég sá ekki alveg nógu vel hvort hann var með púra leikaraskap eða ekki, en hann miklaði þetta allavega aðeins.
58. mín
Lucas Ohlander er kominn aftur inn á eftir að hlúð var að honum utan vallar.
58. mín
Viggó Kristjánsson með skot úr ágætis færi en það fer beint á Fjalar, sem heldur boltanum. Blikar eru algerlega einráðir inni á vellinum.
62. mín Gult spjald: Daniel Craig Racchi (Valur)
James Bond fær að líta heimskulegt gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að aukaspyrna var dæmt á Val.
63. mín
Daniel Craig á svo hörkuskot af löngu færi en boltinn fer rétt yfir markið.
66. mín Gult spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
68. mín
Lítið að gerast eins og er, annað en það að Valsarar hafa unnið sig aðeins betur inn í leikinn. Rétt í þessu áttu Blikar þó álitlega sókn sem rann út í sandinn við vítateiginn.
72. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Fyrsta skipting leiksins. Kristinn Freyr tekinn af velli og Sigurður Egill kemur inn í hans stað.
73. mín Gult spjald: Magnús Már Lúðvíksson (Valur)
76. mín
Inn:Arnar Már Björgvinsson (Breiðablik) Út:Ellert Hreinsson (Breiðablik)
Fyrsta skipting Blika.
77. mín
Varamaðurinn Arnar Már kemur strax sterkur inn!! Átti skalla þarna rétt framhjá!
78. mín
Árni Vill með flottan sprett sem endar með skoti úr þröngu færi en Fjalar ver. Fjalar búinn að eiga virkilega góðan leik!
80. mín
DAUÐAFÆRI hjá Bjarna Ólafi Eiríkssyni!!! Hann fékk dauðafrían skalla eftir aukaspyrnu en skallaði boltann framhjá! Þarna hefðu Valsarar átt að ná forystunni á nýjan leik.
82. mín
Menn liggja í grasinu hér og þar. Árekstrar og læti, en sem betur fer standa menn þó upp og geta haldið áfram leik.
83. mín
Inn:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) Út:Ernir Bjarnason (Breiðablik)
Blikar gera aðra skiptingu.
86. mín
Sigurður Egill í dauðafæri en skot hans er slappt og endar beint í varnarmanni! Boltinn hrekkur aftur fyrir Sigurð, en seinna skot hans er ansi máttlaust og rúllar boltinn til Gunnleifs.
88. mín
Kristinn Jónsson í mjög fínu skotfæri í teignum en hann "kixar" boltann..! Það verður forvnitnilegt að sjá hvort öðru liðinu takist að ná að knýja fram sigur! Stig er ekki að gefa Blikum mikið í Evrópubaráttunni!
90. mín
Inn:Arnar Sveinn Geirsson (Valur) Út:Lucas Ohlander (Valur)
90. mín
Þetta fer að renna út. Stefnir allt í jafntefli bara.
90. mín
Blikar fá hornspyrnu! Síðasti séns fyrir þá!!
Leik lokið!
Leik lokið! Game over! Kampen færdig! Þetta er búið og lokatölur 1-1 á Vodafonevellinum. Blikar eru nú sjö stigum frá Stjörnunni sem er í þriðja sæti, en eiga leik til góða. Evrópudraumurinn lifir því enn en fjarlægist þó. Valur er enn í 5. sætinu.
Byrjunarlið:
2. Gísli Páll Helgason
10. Árni Vilhjálmsson
16. Ernir Bjarnason ('83)
19. Kristinn Jónsson
22. Ellert Hreinsson ('76)
27. Tómas Óli Garðarsson
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
17. Elvar Páll Sigurðsson
21. Guðmundur Friðriksson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Guðjón Pétur Lýðsson ('66)
Árni Vilhjálmsson ('57)
Ernir Bjarnason ('55)

Rauð spjöld: