Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
Breiðablik
0
0
Leiknir R.
Jonathan Glenn '93 , misnotað víti 0-0
30.08.2015  -  18:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Kalt, logn og völlurinn frábær hjá BÖ
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Arnþór Ari Atlason ('70)
10. Atli Sigurjónsson
17. Jonathan Glenn
19. Kristinn Jónsson
21. Guðmundur Friðriksson
45. Guðjón Pétur Lýðsson ('70)

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
Kári Ársælsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ellert Hreinsson ('70)
30. Andri Rafn Yeoman ('70)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Atli Sigurjónsson ('83)
Jonathan Glenn ('91)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
93. mín Misnotað víti!
Jonathan Glenn (Breiðablik)
FRAMHJÁ!! Jonathan Glenn virtist vera togaður niður inn í teig hjá Leikni og Þorvaldur hugsar sig ekkert um og bendir beint á punktinn! Leiknismenn trúa ekki sínum eigin augum en Glenn tekur vítið og HAMRAR boltanum langt framhjá. VÁÁ!
92. mín
VÍTI BLIKAR FÁ VÍTI!!!!!!
91. mín Gult spjald: Jonathan Glenn (Breiðablik)
Fyrir tuð.
90. mín Gult spjald: Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
Fyrir brot á Elfari Frey.
90. mín
Inn:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.) Út:Elvar Páll Sigurðsson (Leiknir R.)
89. mín
Gulli grípur og Blikar bruna upp. En Leiknismenn eru fljótir til baka!
89. mín
Hornspyrna sem Leiknismenn fá! Kemur sigurmark??
87. mín
Atli Sigurjóns með flott færi eftir mergjaðan sprett hjá Andra Yeoman. En skot Atla fer í afturendan á varnarmanni Leiknis.
85. mín Gult spjald: Daði Bergsson (Leiknir R.)
Fyrir að sparka boltanum í burtu.
85. mín Gult spjald: Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.)
Fyrir tuddalega tæklingu.
84. mín
Hér mun koma sigurmark!!
83. mín Gult spjald: Atli Sigurjónsson (Breiðablik)
Fyrir rudda tæklingu á Elvari Pál.
81. mín
Óttar Bjarni með lélegt skot framhjá eftir lélega hornspyrnu frá Hilmari.
80. mín
Hornspyrna sem Leiknismenn fá!
79. mín
Halldór Kristinn með skalla aftur á Eyjólf sem að hefði getað endað með sjálfsmarki! En vel gert hjá Eyjó.
78. mín
Inn:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.) Út:Fannar Þór Arnarsson (Leiknir R.)
2 Daðar að koma inná hjá Leikni.
78. mín
Daði Bergs gerir mjög vel! En Elvar Páll með skelfilegt skot framhjá eftir sendingu frá Daða.
76. mín
Andri vinnur boltann vel af Fomen en fyrirgjöf frá Andra er arfaslök!
75. mín
Óli Hrannar er líklega búinn að hlaupa 15km í dag. Búinn að fylgja Kidda Jóns eins og skugginn.
73. mín
Inn:Daði Bergsson (Leiknir R.) Út:Danny Schreurs (Leiknir R.)
72. mín
Elvar Páll með skot langt framhjá. Lélegt skot.
71. mín
Oliver með aukaspyrnu af 30 metra færi en yfir fór boltinn. Léleg spyrna. Bjartsýnn en hann er nú spyrnumaður góður.
70. mín
Inn:Ellert Hreinsson (Breiðablik) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
70. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
68. mín
Pressan að þyngjast hjá Blikum. En Leiknismenn verjast vel.
67. mín
Eiríkur Ingi búinn að vera solid varnarlega í dag, tók Glenn í öxl í öxl, ég hélt að það væri ekki hægt.
62. mín
Besti klobbi sumarsins! Eiríkur Ingi klobbar Gauja Lýðs svakalega... Undir risa pressu en tekur klobbann á þetta.
60. mín
Það er ekki mikið í gangi á vellinum þessa stundina. Stuðningsmanna sveitirnar syngjast á. "Ljón éta pöndur".
54. mín
DAAAUÐAFÆRI! Hilmar Árni með skot rétt framhjá úr mergjuðu færi, þarna á hann að skora! Fomen tekur innkast og boltinn berst inní teig og dettur þar skemmtilega fyrir Hilmar sem skýtur framhjá.
50. mín
Arnþór Ari fékk góða sendingu innfyrir. En gerði ekki vel og missti boltann frá sér en vill fá hendi. Ekkert dæmt. Enda var ekkert að þessu sýndist mér.
49. mín
Rólegar mínútur hér í byrjun. Það verður harka hér í seinni.
47. mín
Danny í góðu færi. En Gulli ver vel.
46. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Blikar fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Óttar brýtur á Höskuldi. Gaui Lýðs tekur skrefin sín og hamrar boltanum á markið en Eyjó ver hann í horn, dómarinn flautar til hálfleiks áður en Blikar taka hornið. Mergjaður fyrri hálfleikur í Kóp.
45. mín
Höskuldur með "hösku" skot sem eð Eyjó ver vel. Uppótartíminn er amk ein mínútúta hér.
45. mín
Atli "konfekt" með enn eina sturlaða sendingu innfyrir en Arnþór Ari sendir á Höskuld sem að skýtur í varnarmann. Leiknismenn bruna í sókn og Hilmar Árni á skot sem að Gulli ver vel.
42. mín
Breiðablik fá aukaspyrnu 40m frá marki. Atli Sig sednir geggjaðan bolta inn í teiginn en Halldór Kristinn kemur þessu í burtu.
40. mín
Stórhætta í vítateig Blika en þeir koma boltanum í burtu fyrir rest. Ekkert alvöru færi en samt ágætt.
34. mín
Hornspyrna sem Leiknismenn fá. Taka hana stutt, Fomen setur hann inní teiginn en Gulli fer í skógarhlaup en slapp til þar sem sendingin var léleg.
29. mín
Eyjó liggur og sjúkraþjálfari Leiknis þarf að fara inná. Hann heldur leik áfram samt.
28. mín
Atli Sigurjóns mun leggja upp mark hér í dag.
26. mín
Önnur GEGGJUÐ sending frá Atla Sigurjóns, Arnþór Ari með gott hlaup en Eyjólfur ver vel í markinu. Uppúr þessu kemur horn sem að endar með skoti frá Kidda Jóns, sem endaði líklega á Samsung vellinum.
22. mín
Danny með gott færi hinu megin eftir góða fyrirgjöf frá Óla Hrannari en yfir fór boltinn.
21. mín
Blikar vilja vítaspyrnu. En ekkert dæmt, Kristinn Jóns og Eiríkur tóku létta öxl í öxl rétt að dæma ekkert.
20. mín
Atli Sigurjóns með geggjað skot rétt yfir. Fékk mikið pláss og þakkaði fyrir sig með geggjuðu skoti rétt yfir! Fast var það. Blikar miklu sterkari.
19. mín
Önnur hornspyrna. Eyjó grípur.
18. mín
Eyjólfur þarf að taka á honum stóra sínum og ver skot frá Höskuldi í horn. Glenn leggur hann á Högga sem að á gott skot.
16. mín
VÁÁ flott skyndisókn hjá Leikni. Óli Hrannar vinnur boltann og geysist upp og sendir á Hilmar Árna sem skýtur laflausu skoti framhjá úr góðu færi. Illa farið með gott færi þarna.
15. mín
Atli Sigurjónsson liggur á vellinum. Staðinn upp en er mjög haltur.
13. mín
Beint á Gulla í markinu. Hann heldur svona boltum.
13. mín
Leiknismenn fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað! Hilmar tekur hana sýnist mér.
11. mín
Mjög líflegar fyrstu mínútur hér á Kópavogsvelli. Blikar fá hornspyrnu, en Óttar skallar þetta í burtu.
10. mín
BEINT Í VEGGINN! LÉLEG SPYRNJA HJÁ GAUJA LÝÐS.
9. mín
ÓBBEIN AUKASPYRNA SEM BLIKAR FÁ! Eyjó þurfti ekki að grípa hann en gerði það, einhver misskilningur.
8. mín
DAAAAAUÐAFÆRI!! Atli Sigurjónsson kemur með konfekt sendingur á Glenn sem að klikkar einn gegn Eyjó! ROOOOSALEGT!
6. mín
Blikar fá hornspyrnu tekin stutt og boltinn kemur fyrir. En Leiknismenn verjast vel.
4. mín
Hilmar Árni fær aukaspyrnu og setur boltann hátt og langt inn í teig. En ekkert kemur upp úr því. Blikar geysast í sókn og Arnþór Ari á hörkuskot sem Eyjólfur ver mjög vel í marki Leiknismanna. Blikar eru stórhættulegir í skyndisóknum.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað!! Leiknir sækja í átt að sporthúsinu..
Fyrir leik
Maggi Bö er að vökva völlinn með einhverri svakalegustu græju sem að ég hef séð. Þetta er alvöru. Ca$hið er greinilega í Kópavogi.
Fyrir leik
Erpur Eyvindarson aka. Blaz Roca er hér í stúkunni með Kópacabana og sveiflar fána Serbíu í gríð og erg.
Fyrir leik
Kópavogsdjúsinn er mjög góður í dag. Frábært.
Fyrir leik
Krulli Gull, Damir og Gulli mættir út að hita hjá Blikum. Hilmar og Sindri hjá Leiknismönnum. Red Hot Chilli Peppers á fóninum, þetta getur ekki klikka.
Fyrir leik
Leiknismenn mæta ekki með fullan hóp hér í dag. Aðeins með 6 varamenn.
Fyrir leik
Ellert Hreinsson er tekinn úr liðinu og Atli Sigurjónsson kemur inn í hans stað. Arnór Sveinn Aðalsteinsson er í leikbanni hjá Blikum og Guðmundur Friðriksson tekur stöðu hans í hægri bakverðinum.
Fyrir leik
Hjá Leikni er Brynjar Hlöðversson í leikbanni. Elvar Páll Sigurðsson kemur inn í liðið sem og Danny Schreurs en hann tekur stöðu Kolbeins Kárasonar sem er fjarri góðu gamni í dag.
Fyrir leik
Dómari hér er Þorvaldur Árnason og honum til halds og trausts eru Jóhann Gunnar Guðmundsson og Frosti Viðar Gunnarsson eftirlitsmaður er Jón Sigurjónsson og varadómarinn er enginn annar en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Fyrir leik
Breiðablik verður að vinna þennan leik ætli þeir sé að halda í við FH í toppbaráttunni. Þessi leikur er einnig risastór fyrir Leikni R. sem að eru í granítharðri botnbaráttu.
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur. Hér mun fara fram textalýsing frá leik Breiðabliks og Leiknis.
Byrjunarlið:
Ólafur Hrannar Kristjánsson
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
Elvar Páll Sigurðsson ('90)
3. Eiríkur Ingi Magnússon
8. Sindri Björnsson
10. Fannar Þór Arnarsson ('78)
19. Danny Schreurs ('73)
21. Hilmar Árni Halldórsson
30. Charley Roussel Fomen

Varamenn:
1. Arnar Freyr Ólafsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson ('78)
5. Edvard Börkur Óttharsson
15. Kristján Páll Jónsson ('90)
23. Gestur Ingi Harðarson
26. Daði Bergsson ('73)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ólafur Hrannar Kristjánsson ('85)
Daði Bergsson ('85)
Kristján Páll Jónsson ('90)

Rauð spjöld: