

Floridana völlurinn
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1522
('69)
('73)
('86)
('73)
('86)
Annar tapleikur Fylkis í röð en fyrsti sigur Blika í sumar er kominn í höfn.
Viðtöl & skýrslan kemur hér inn síðar í kvöld.
Fylkir fær hér algjört dauðafæri fyrir opnu marki en tveir Fylkismenn reyna við skot á sama tíma sem heppnast ekki betur en svo að þeir sparka í hvorn annan! Þvílíkur klaufagangur!
Sá ekki almennilega hverjir þetta voru.
Ánægður með @damirmuminovic aka Múmíndraslið . Stig í fantasy. #fotboltinet
— magnus bodvarsson (@zicknut) May 8, 2016
Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
MARK!Stoðsending: Arnþór Ari Atlason
Uppúr aukaspyrnu Breiðabliks dettur boltinn fyrir fætur Damir sem rennir sér í boltann og skorar!
Athyglisvert mark en það telur jafn mikið og önnur. Auðvitað kom mark um leið og ég var búinn að skrifa um að það benti ekkert til þess að við fengjum mark.
Það er ekkert að frétta uppá topp hjá blikum, Gatli nennir varla að hreyfa sig #fotboltinet
— Haraldur Birgisson (@Haraldurbirgis) May 8, 2016
Andri Þór og Fylkisliðið stálheppnir að Guðmundur Atli hafi ekki náð til boltans.
ef blix ætla taka 3 stig úr þessum leik þurfa þeir að henda Högga & DKÓ á kantana. #fotboltinet
— Unnar Páll Baldurs (@UnnarPBaldurs) May 8, 2016
Sanngjörn staða í hálfleik. Ekki hægt að segja annað. Miðað við gang leiksins. Annars léttur. Eina.
Það verður síðan ekkert úr horninu og Fylkismenn vinna boltann.
Arnþór Ari með skot utan teigs yfir markið. Engin hætta.
Blikaliðið ekki nálægt því að vera eins sexy með @HossiGunnl á bekknum. #fotboltinet
— Lára Rut Sig (@LaraRutSigurdar) May 8, 2016
MARK!Stoðsending: Tonci Radovnikovic
Eftir innkast barst boltinn inn í teig og þar var Albert Brynjar manna grimmastur á boltann og "klippti" boltann upp í fjærhornið. Laglega gert.
Staðan er orðin jöfn. Líf og fjör og allt í járnum.
Eftir hornspyrnuna frá Fylki héldu heimamenn pressunni áfram, Albert Brynjar nálægt því að skora í tvö skipti. Fyrst hann átti þrumuskot í þverslánna af stuttu færi. Boltinn síðan út fyrir teiginn, Ásgeir Börkur átti skot sem Albert Brynjar reyndi að breyta stefnunni með hælnum en boltinn rúllaði framhjá nærstönginni.
Elfar Freyr gerir hinsvegar vel og skallar boltann frá.
Gult spjald: Tonci Radovnikovic (Fylkir)
Það er líf í Blikum eftir að þeir komust yfir.
En að leiknum, Blikar fá hér aðra hornspyrnu eftir misskilning milli leikmanna Fylkis.
MARK!Stoðsending: Daniel Bamberg
Þetta er ekki lengi að gerast! Daniel Bamberg með hornspyrnu sem markvörðurinn Lewis Ward misreiknar heldur betur, nær ekki til boltans og Arnþór Ari skorar í autt markið innan markteigs.
Fylkismenn byrja leikinn betur.
Gunnleifur í markinu. Elfar og Damir í miðvörðunum. Guðmundur Friðriksson í hægri bakverði og Alfons í vinstri. Oliver og Arnþór Ari á miðjunni ásamt Andra Yeoman. Atli Sigurjónsson á hægri kanti, Daniel Bamberg á þeim vinstri og Guðmundur Atli er síðan fremstur.
Lewis Ward er í marki Fylkis. Tómas Joð vinstri bakvörður og Ásgeir Örn hægri bakvörður. Tonci og Andri Þór í miðvörðunum. Ásgeir Börkur og Emil Ásmundsson á miðjunni, Ingimundur Níels á vinstri kanti og Andrés Már hægra megin. Albert Brynjar og Sito fremstir.
Fylkismenn sækja í átt að Árbæjarlauginni.
Er eitthvað lúðalegra en að spila bæði í Lautinni og á Flórídana vellinum ? Fylkir getur ekki haldið svona áfram. #fotboltinet
— Gulli (@gulli1969) May 8, 2016
Það má fastlega búast við því að Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Breiðabliks verði í þeim hóp. Hann er fyrirliði Blika í kvöld í fjarveru Arnórs Sveins.
Völlurinn sjálfur gæti þó hinsvegar sett strik í reikninginn eins og við mátti búast.
Lewis Ward vann U21's deildarkeppnina með Reading fyrir tveimur árum, áhugavert. Verður gaman að sjá hann í kvöld! #Fotbolti #fotboltinet
— Dalmar Ragnarsson (@Ragnarsson27) May 8, 2016
Arnór Sveinn spotted á skalla í hraunbænum ! Ekki skrítið, bestu hamborgarnir ! #fotboltinet
— Hjörleifur Steinn (@hjollisteinn) May 8, 2016
Svigrúmið fyrir unga markmenn að gera mistök er ekkert. Náum aldrei að framleiða góða markmenn með þessu áframhaldi.#fotboltinet
— Gunnar Birgisson (@grjotze) May 8, 2016
Arnór Sveinn hlýtur að vera meiddur þar sem hann er ekki í leikmannahóp Blika í kvöld.
Hinn 19 ára, Lewis Ward sem Fylkismenn fengu á láni frá Reading í vikunni byrjar í marki Fylkis. Auk þess gerir Hermann Hreiðarson þjálfari Fylkis tvær breytingar. Ásgeir Eyþórsson og Styrmir Erlendsson eru ekki í byrjunarliði Fylkis og í stað þeirra kom Emil Ásmundsson og Ásgeir Örn Arnþórsson.
Fylkismenn töpuðu með tveimur mörkum gegn engu í Garðabænum á meðan Blikar töpuðu á heimavelli gegn nýliðum Víkings frá Ólafsvík. Óvænt úrslit það.
('60)
('77)
('46)
('60)
('46)
('77)
