

Levi's leikvangurinn
Vináttulandsleikur
Aðstæður: Geggjaðar. Grasið fullkomið.
Dómari: Armando Villarreal (BNA)
Áhorfendur: 68.917
MARK!Þessar lokatölur eru alltof stórar miðað við gang leiksins.
Gult spjald: Miguel Layun (Mexíkó)
#fyririsland pic.twitter.com/buE7fJsM56
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2018
Jafnvægi í leik liðsins án Arons Einars er ekki gott, menn út um allt.
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) March 24, 2018
MEXÍKÓ 2-0 ÍSLAND #fotboltinet pic.twitter.com/iJws3B4sHi
— Fotbolti.net (@Fotboltinet) March 24, 2018
MARK!Sverrir tapaði boltanum á miðjunni. Ari fór úr stöðu og missti Vela frá sér. Hann fann Layun, leikmann Sevilla, sem var einn hægra megin í teignum og kláraði frábærlega, skaut í fjærstöngina og inn. Óverjandi.
Gerðist gríðarlega hratt.
Gallinn við bandaríska dómara, þeir flauta á gjörsamlega allt. Sem er óþolandi, má ekkert er ekki taktík sem hentar Íslandi #fotboltinet
— magnus bodvarsson (@zicknut) March 24, 2018
Gult spjald: Ari Freyr Skúlason (Ísland)
Mexíkó - Ísland
Skot: 4-6
Varin skot: 3-2
Brot: 4-7
Hornspyrnur: 1-2
Rangstöður: 1-1
Varamenn Mexíkó fjarlægja (auglýsinga) vegginn í fagnaðarlátunum.... táknrænt? Má þetta? #politík #mexice
— OliK (@OKristjans) March 24, 2018
Spilamennska Íslands með miklum ágætum. Vonandi snúum við stöðunni við í seinni hálfleik.
Óverðskuldað mark hjá Mexíkó. Strákarnir okkar búnir að vera mun betri.
— Yngvi Eysteins (@yngvieysteins) March 24, 2018
Er það frekja að vilja vörslu þarna ?
— Þórður Einarsson (@doddi_111) March 24, 2018
MARK!Aukaspyrnan á stórhættulegum stað, rétt fyrir utan miðjan vítateiginn. Dæmt var brot á Emil Hallfreðsson sem Íslendingar voru heldur betur ósáttir við að fá á sig. Dómarinn dæmdi hættuspark á Emil sem fór klárlega í boltann.
Andskotinn...
#Golazo de Marco Fabian!!! #Mexico take the 1-0 lead vs #Iceland! Training ground free kick routine with 2 quick touches by Layún and Jimenez, then an excellent curling strike by Fabian! #MEXISL #MEXvsISL #ElTri
Okkur leiðist ekki að birta myndir af þessum velli #fotboltinet pic.twitter.com/jhtW6j519H
— Fotbolti.net (@Fotboltinet) March 24, 2018
Hann er að Corona góðan leik sinn í markinu með þessum vörslum #fotboltinet
— Magnús Már Einarsson (@maggimar) March 24, 2018
Ísland hefur komist mun nær því að skora í þessum leik.
Að öðru, er einhver að fylgjast með þessari textalýsingu inn á B5?
Búningurinn er ljósárum flottari núna í action heldur en flaksandi í höndum forseta og formanns #ksi #fotboltinet #islmex
— Ingvar Örn Ákason (@hryssan) March 24, 2018
Þeir eru mættir! #fotboltinet pic.twitter.com/SI5J7jmUae
— Fotbolti.net (@Fotboltinet) March 24, 2018
Auðvitað hent í þjóðsöng Bandaríkjanna! #fotboltinet pic.twitter.com/NL2lNvSkMn
— Fotbolti.net (@Fotboltinet) March 24, 2018
Við hvetjum lesendur til að nota kassamerkið #fotboltinet á Twitter - Endilega hendið á okkur myndum ef þið eruð í gleðskap!
Svo vekur athygli að Hannes sé á bekknum.
"Ég held að þetta sé til að leyfa Alex að spila. Hannes spilaði ekki síðasta leik Randers og það gæti verið hluti af skýringunni," segir Ólafur Kristjánsson sem er í settinu.
Byrjunarlið Mexíkó gegn Íslandi kemur mexíkóskum fjölmiðlamönnum á óvart.
Andres Guardado, miðjumaður Real Betis, er með fyrirliðabandið en hann hefur verið að glíma við meiðsli.
Þá er Javier "Chicharito" Hernandez, sóknarmaður West Ham, hvíldur. Hann er að glíma við minniháttar meiðsli og er stefnt að því að hann spili á þriðjudag þegar Mexíkó leikur gegn Króatíu í vináttulandsleik.
Albert er leikmaður PSV Eindhoven og fær áframhaldandi tækifæri eftir frábæra frammistöðu í Indónesíuverkefninu í janúar. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er í byrjunarliðinu eins og búist var við.
Miðað við æfinguna í gær virtist Samúel Kári Friðjónsson eiga að byrja leikinn í hægri bakverði. Ekki veit ég hvort hann hafi eitthvað meiðst eða hver ástæðan sé fyrir því að hann er á bekknum.
Það er alvöru stuð hjá Mexíkóum! #fotboltinet pic.twitter.com/py7VrAmanM
— Fotbolti.net (@Fotboltinet) March 24, 2018
Mættir á skrifstofuna #Fotboltinet pic.twitter.com/80oD40WXGC
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) March 23, 2018
"Mér líður vel og ég hef æft vel síðustu tvo til þrjá daga og er tilbúinn að fá mínútur og koma mér í gang aftur. Völlurinn lítur mjög vel út og grasið er frábært. Ég er spenntur fyrir að spila á móti Mexíkó, þeir eru með gott lið og liprir græjar sem verður gaman að kljást við," sagði Aron sem er að snúa aftur eftir talsvert langa veru á meiðslalistanum.
Þrír leikmenn sem voru valdir í þetta verkefni eru óleikfærir í dag en vonast til að geta verið með gegn Perú. Það eru þeir Hörður Björgvin Magnússon, Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson.
Það er búið að vera góður púbb fyrir utan leikvanginn þar sem stuðningsmenn Mexíkó hafa verið að hita upp í allan dag eins og hægt er að sjá á samfélagsmiðlum okkar, Snapchat og Instagram.
Vonandi fáum við skemmtilegan leik og íslenskan sigur!
"Maður verður bara að þola það" segir Birkir Már um alla þá gríðarlegu fjölmiðlaathygli sem beinist að íslenska landsliðinu #fotboltinet pic.twitter.com/DWEuMyhquu
— Fotbolti.net (@Fotboltinet) March 23, 2018
Strákarnir okkar klárir í Mexíkó! #fotboltinet pic.twitter.com/2Y9a2FwQSR
— Fotbolti.net (@Fotboltinet) March 23, 2018
('46)
('81)
('46)
('69)
('46)
('46)
('46)
('81)
('69)
('81)
