Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
Í BEINNI
Besta-deild karla
FH
49' 0
0
ÍA
Breiðablik
4
1
ÍBV
Sveinn Aron Guðjohnsen '43 1-0
1-1 Kaj Leo í Bartalsstovu '48
Sveinn Aron Guðjohnsen '62 2-1
Gísli Eyjólfsson '86 3-1
Willum Þór Willumsson '90 4-1
28.04.2018  -  14:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1889
Maður leiksins: Sveinn Aron Guðjohnsen
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Jonathan Hendrickx
8. Arnþór Ari Atlason
11. Gísli Eyjólfsson ('91)
11. Aron Bjarnason ('63)
15. Davíð Kristján Ólafsson
17. Sveinn Aron Guðjohnsen ('80)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson
9. Hrvoje Tokic
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
18. Willum Þór Willumsson ('63)
20. Kolbeinn Þórðarson
21. Viktor Örn Margeirsson ('91)
27. Arnór Gauti Ragnarsson ('80)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jón Magnússon
Elvar Leonardsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Jonathan Hendrickx ('78)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
4-1 sigur Breiðabliks í fyrsta leik sumarsins staðreynd.

Það tók sinn tíma að brjóta niður Eyjamennina en eftir að Breiðablik komst í 2-1 þá opnuðust flóðgáttir sem Blikarnir nýttu sér.
91. mín
Inn:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
90. mín MARK!
Willum Þór Willumsson (Breiðablik)
Stoðsending: Arnþór Ari Atlason
Hvað er Derby að gera?

Arnþór Ari með skot tiltölulega beint á Derby en hann slær boltann upp í loftið og Willum nýtir sér það og skallar boltann yfir Derby og í netið af stuttu færi.
86. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stoðsending: Arnþór Ari Atlason
Arnþór Ari með hælsendingu á Gísla Eyjólfsson sem leggur boltann í netið snyrtilega við vítateigslínuna.

Hárnákvæmt skot, þetta þarf ekki alltaf að vera fast á meðan menn vanda sig og boltinn fer framhjá markverðinum.
83. mín
Inn:Guy Gnabouyou (ÍBV) Út:Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
80. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik) Út:Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Tveggja markamaðurinn tekinn af velli.
78. mín Gult spjald: Jonathan Hendrickx (Breiðablik)
Missir boltann klaufalega framarlega á vellinum og togar síðan í Felix og uppsker gult kort.
77. mín
Gunnar Heiðar í dauðafæri!

Fyrirgjöf inn í teig sem Hendrickx nær ekki að hreinsa betur en svo að boltinn dettur beint fyrir fætur Gunnars Heiðars sem er rétt fyrir framan markteigslínuna. Skot Gunnars fer nánast beint á Gunnleif sem nær að halda boltanum.

Þarna voru heimamenn stálheppnir og að sama skapi Gunnar Heiðar klaufi.
76. mín
Dagur Austmann tók hornspyrnuna sem var föst og fór alveg yfir á fjærstöngina og gott betur en það. Erichot reyndi að ná til boltans en hafði ekki erindi sem erfiði.
76. mín
Kaj Leo reynir fyrirgjöf sem Hendrickx kemst fyrir og boltinn aftur fyrir. Eyjamenn fá horn.
74. mín
Willum Þór fellur innan teigs en Þóroddur segir unga stráknum bara að standa upp.

Er þetta þá ekki gult spjald fyrir dýfu? Hvað segja fræðingarnir við þvi?
71. mín
Shahab við að sleppa í gegn en er flaggaður rangstæður.

Eyjamenn allt annað en sáttir á hliðarlínunni og Andri Ólafsson aðstoðarþjálfari ÍBV bítur í hnúfann sinn.

,,Ég er ekki viss um að þetta hafi verið rétt" segir TG9.
70. mín
Inn:Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV) Út:Alfreð Már Hjaltalín (ÍBV)
Sóknarsinnuð skipting hjá Kristjáni Guðmundssyni.
68. mín
Gísli Eyjólfsson leikur sér með knöttinn og á síðan skot utan teigs sem fer í varnarmann og yfir.

Breiðablik fær enn einu hornspyrnuna.
63. mín
Inn:Willum Þór Willumsson (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
62. mín MARK!
Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Stoðsending: Aron Bjarnason
Aron Bjarnason leikur sér með boltann á vinstri kantinum og á síðan fyrirgjöf sem Sveinn Aron stangar í netið af stuttu færi.

TVENNA í hús hjá Guðjohnsen og hann er því orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar!
61. mín
Sveinn Aron átti skot framhjá frá vítapunktinum eftir hornspyrnuna frá Aroni Bjarna.
60. mín
Erichot bjargar Eyjamönnum á síðustu stundu.

Arnþór Ari með fyrirgjöf á fjærstöngina á Aron Bjarnason sem reynir síðan að koma boltanum fyrir markið en Erichot skallar boltann aftur fyrir markið og Breiðablik fær horn.
59. mín
Eyjamenn hafa verið frískari aðilinn í seinni hálfleiknum og greinilegt að þetta jöfnunarmark hefur gefið þeim mikið.
58. mín
Kaj Leo með aukaspyrnu frá miðlínunni sem Blikarnir hreinsa frá en Eyjamenn halda pressunni áfram og sókn ÍBV endar með skoti frá Dag Austmann sem er auðvelt fyrir Gunnleif í markinu.
50. mín
Þetta er alvöru byrjun á seinni hálfleiknum.

Köld vatngusa framan í heimamenn hinsvegar.
48. mín MARK!
Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV)
Þetta var alvöru mark!

Oliver Sigurjónsson missir boltann hræðilega á miðjum vallarhelmingi Breiðabliks og Kaj Leo nær boltanum og lætur vaða af 30 metra færi.

Meðframhjá jörðinni fer boltinn, alveg við stöngina og Gunnleifur nær ekki til boltans. Gunnleifur hefði líklega viljað gera betur þarna, en við tökum það ekki af Kaj Leo að skotið var ansi gott!
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður.

Engar breytingar á liðunum en nú þurfa Eyjamenn að sækja.
45. mín
Hálfleikur
Flautað hefur verið til hálfleiks.

Heimamenn leiða með einu marki eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik.
43. mín MARK!
Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Stoðsending: Jonathan Hendrickx
Sveinn Aron er kominn á blað!

Hann fær boltann fyrir utan teig, tekur boltann með sér til vinstri og leggur hann fyrir sig og á þetta líka fína skot sem Derby Carrillo nær ekki til.
41. mín
Eyjamenn keyra upp í sókn eftir hornið hjá Blikum og það endar með hörku skoti frá Atla sem fer í varnarmann og rétt framhjá nærstönginni.

Eyjamenn fá hornspyrnu sem ekkert verður úr, aftur er Shahab með slaka hornspyrnu.
40. mín
Andri Yeoman með hornspyrnuna út í teiginn þar sem Arnþór Ari kemur á ferðinni en átti máttlaust skot framhjá markinu.
39. mín
Arnþór Ari í baráttunni fyrir utan vítateig ÍBV en Griffiths tekur enga séns og hreinsar í horn.
38. mín
Aron Bjarnason í tvígang með fyrirgjöf sem báðar voru skallaðar frá af varnarmönnum ÍBV. Erichot skallaði fyrri frá, en Arnþór Ari var einn og óvaldaður fyrir aftan hann.
36. mín
Ég er ekki sofnaður!
24. mín
Þarna skall hurð nærri hælum, Gísli Eyjólfsson á sendingu innfyrir vörn ÍBV þar sem Sveinn Aron kemur á hlaupinu, en í lélegu jafnvægi nær hann ekki að stjórna spyrnu sinni og boltinn fer framhjá fjærstönginni.

Þetta gerðist hratt, Sveinn Aron var við vítateigslínuna með tvo varnarmenn ÍBV í sér og Derby var kominn út á móti honum.
22. mín
Arnþór Ari Atlason með skot utan teigs yfir markið. Fínasta tilraun svosem.
19. mín Gult spjald: Yvan Erichot (ÍBV)
Erichot brýtur á Gísla Eyjólfssyni á miðjum vallarhelmingi ÍBV.

Þóroddur sýnir honum gula kortið.
16. mín
Jonathan Hendrickx með fyrirgjöf sem fer í gegnum allan pakkann inn í teig og boltinn skoppar framhjá fjærstönginni.

,,ÚFFFF" heyrðist úr stúkunni.
12. mín
,,Þarna hefði Gísli átt að gera betur" sagði TG9 hér í blaðamannastúkunni og ég get tekið undir það.

Davíð Kristján með háa sendingu upp völlinn þar sem Sveinn Aron skallar boltann niður á Gísla sem er við vítateigslínuna, hann tekur boltann með sér og á síðan arfaslakt skot meðfram jörðinni framhjá nærstönginni.
9. mín
Arnþór Ari reynir fyrirgjöf frá hægri en guð minn almáttugur. Hann skóflar boltanum líklega 30 metra upp í loftið og aftur fyrir markið.
8. mín
Tíðindalítið hér í Kópavoginum fyrstu mínúturnar. Tómas Þór Þórðarson er hinsvegar mættur í stúkuna úr Gasklefanum.
3. mín
Dagur Austmann er á miðjunni hjá ÍBV og í miðverðinum eru þeir Griffiths, Erichot og Sigurður Arnar.

Alfreð Már Hjaltalín er í hægri vængbakverða stöðunni.
2. mín
Eyjamenn fá hornspyrnu strax í upphafi leiks, sem Shahab Zahedi tekur en spyrnan slök og aftur fyrir markið endar boltinn.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Liðin eru að ganga út á völlinn. Það fer að styttast í að leikurinn fari að hefjast.
Fyrir leik
Hægt er að sjá uppstillingu liðanna hér að neðan, í líklegu byrjunarliðunum sem voru hárrétt.
Fyrir leik
Guðmundur Steinarsson aðstoðarþjálfari Breiðabliks tekur út leikbann í dag en hann fékk rauða spjaldið sem aðstoðarþjálfari Fjölnis í lokaumferðinni í fyrra.

Guðmundur Böðvar Guðjónsson sem gekk í raðir Blika í vetur er skráður sem aðstoðarþjálfari í dag.
Fyrir leik
Fólk er byrjað að mæta í stúkuna 40 mínútum fyrir leik.

Markmenn beggja liða eru byrjaðir að hita upp á flottum vellinum.
Fyrir leik
Það er fátt óvænt í byrjunarliðum liðanna í dag. Gestirnir virðast ætla spila 3-4-3 á meðan heimamenn stilla upp 4-3-3.

Dagur Austmann, Yvan Erichot og Sigurður Arnar Magnússon eru í miðvarðarstöðum ÍBV.

Sveinn Aron Guðjohnsen byrjar fremstur hjá Breiðablik og Tokic byrjar á bekknum.
Fyrir leik
Breytingar á leikmannahópi Breiðabliks var aðeins minni en þeir hafa þó einnig skipt um mann í brúnni. Ágúst Gylfason stýrir sínum fyrsta leik fyrir Breiðablik í efstu deild eftir góð ár í Grafarvoginum síðustu ár.

Komnir:
Arnór Gauti Ragnarsson frá ÍBV
Guðmundur Böðvar Guðjónsson frá ÍA
Jonathan Hendrickx frá Leixoes
Oliver Sigurjónsson frá Bodö/Glimt á láni

Farnir:
Dino Dolmagic
Ernir Bjarnason í Leikni R.
Guðmundur Friðriksson í Þrótt R.
Hlynur Örn Hlöðversson til Njarðvíkur á láni
Kristinn Jónsson í KR
Martin Lund Pedersen í Næsby
Sólon Breki Leifsson í Vestra
Þórður Steinar Hreiðarsson í Kórdrengina
Fyrir leik
Það hafa verið töluverðar breytingar á ÍBV liðinu frá síðasta sumri. Ekkert nýtt á nálinni þar.

Komnir:
Alfreð Már Hjaltalín frá Víkingi Ó.
Ágúst Leó Björnsson frá Stjörnunni
Dagur Austmann Hilmarsson frá Stjörnunni
Henry Rollinson frá Ástralíu
Priestley Griffiths frá Englandi
Yvan Erichot frá Kýpur

Farnir:
Alvaro Montejo Calleja í Þór
Andri Ólafsson hættur
Arnór Gauti Ragnarsson í Breiðablik
Brian McLean til DPMM FC
David Atkinson til Englands
Hafsteinn Briem í HK
Jónas Þór Næs til Færeyja
Matt Garner
Mikkel Maigaard Jakobsen til Noregs
Pablo Punyed í KR
Óskar Elías Zoega Óskarsson í Þór
Renato Punyed til Noregs
Fyrir leik
Breiðablik var spáð 6. sæti í deildinni af sérfræðingum Fótbolta.net á meðan ÍBV var spáð 9. sæti.

Það hafa þó einhverjir fjölmiðlar og sparkspekingar spáð Eyjamönnum falli í sumar.
Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Kópavogsvellinum.

Í sól og blíðu í dag mætast Breiðablik og ÍBV í 1. umferð Pepsi-deild karla.
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon ('83)
3. Felix Örn Friðriksson
6. Dagur Austmann
7. Kaj Leo í Bartalsstovu
8. Priestley Griffiths
10. Shahab Zahedi
11. Sindri Snær Magnússon
18. Alfreð Már Hjaltalín ('70)
19. Yvan Erichot
30. Atli Arnarson

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
15. Devon Már Griffin
17. Róbert Aron Eysteinsson
17. Ágúst Leó Björnsson
20. Eyþór Orri Ómarsson
25. Guy Gnabouyou ('83)
27. Henry Rollinson

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Jón Ólafur Daníelsson (Þ)
Kristján Guðmundsson (Þ)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Magnús Birkir Hilmarsson
Lukas Wojciak

Gul spjöld:
Yvan Erichot ('19)

Rauð spjöld: