Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
Breiðablik
3
3
FH
0-1 Hjörtur Logi Valgarðsson '22
Kristinn Steindórsson '27 1-1
Thomas Mikkelsen '33 2-1
2-2 Atli Guðnason '48
Thomas Mikkelsen '58 3-2
3-3 Steven Lennon '67 , víti
08.07.2020  -  20:15
Kópavogsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Skýjað og smá vindur, gervigrasið blautt og flott
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1483
Maður leiksins: Thomas Mikkelsen
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Thomas Mikkelsen
10. Kristinn Steindórsson ('66)
10. Brynjólfur Willumsson
18. Davíð Ingvarsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
6. Alexander Helgi Sigurðarson
16. Róbert Orri Þorkelsson
21. Viktor Örn Margeirsson
31. Benedikt V. Warén
44. Ýmir Halldórsson
77. Kwame Quee ('66)

Liðsstjórn:
Gunnleifur Gunnleifsson (Þ)
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Jökull I Elísabetarson

Gul spjöld:
Elfar Freyr Helgason ('40)
Brynjólfur Willumsson ('74)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gjörsamlega geggjuðum leik lokið hér á Kópavogsvelli, sex mörk og þvílik dramatík!!!

Þakka fyrir mig í kvöld og minni á skýrslu og viðtöl sem koma inn á eftir
92. mín
HENDI???

Blikar BRJÁLAÐIR yfir að fá ekki hendi og allt tryllist á vellinum!!1
91. mín
DAUÐAFÆRIII fyrir FH!!!

Baldur Logi kemst einn í gegn og á skot en beint á Anton Ara

Ja hérna hér

90. mín
+3 í uppbót...
89. mín
Inn:Baldur Logi Guðlaugsson (FH) Út:Jónatan Ingi Jónsson (FH)
89. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Mikkelsen kemst einn gegn Gunnari inn í teig FH en Gunnar gerir sig breiðan og ver frábærlega!!!
86. mín
ÚFF

Brynjólfur með gott skot inn í teig FH en var í fínni hæð fyrir Gunnar Nielsen sem slær þetta yfir...
81. mín
Oliver Sigurjóns með fast skot fyrir utan teig en rétt yfir markið....
80. mín
Kwame með góða fyrirgjöf frá vinstri inn á markteig en Gunnar Nielsen gerir vel og handsamar boltann

Þarna vantaði Thomas Mikkelsen
79. mín
Daníel Hafsteins dansar með hann inn á teig og kemur með bolta fyrir og það fer af Blika og það verður þvílikur darraðardans í teignum en ekkert varð úr því..
74. mín Gult spjald: Brynjólfur Willumsson (Breiðablik)
73. mín
FÆRI!!

Kwame fær flugbraut og keyrir upp hægra megin og kemur með fastann bolta með jörðinni á fjær og Mikkelsen fær hann í sig og boltinn hrekkur út í teig á Höskuld sem skallar að marki en Gunnar fer frábærlega
72. mín
Inn:Morten Beck Guldsmed (FH) Út:Atli Guðnason (FH)
70. mín
Blikar vilja víti..

Höggi fer inn á völlinn og keyrir inn á teig og fellur niður og Blikar heimta víti en Ívar Orri dæmir ekki..
67. mín Mark úr víti!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Þórir Jóhann Helgason
Lenny öruggur!!!

Setur hann í vinstra hornið og Anton fer í vitlaust horn

Sturlaður leikur í gangi og hellingur eftir
66. mín
Inn:Kwame Quee (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
65. mín
VÍTI FYRIR FH

Damir rennir sér í teignum og er ekki viss hvort hann hefði snert Þóri því Damir var gjörsamlega brjálaður yfir því að Ívar Orri dæmdi á þetta..
61. mín
Björn Daníel fær boltann inn í teig einn og óvaldaður og á skot en Blikar ná að henda sér fyrir þetta og úr því verður hornspyrna
58. mín MARK!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Stoðsending: Brynjólfur Willumsson
Þvílkur leikur á Kópavogsvelli!!!!

Blikar taka aukaspyrnu stutt á Ella Helga sem tekur einföld skæri framhjá FH-ingi og á sturlaða sendingu á Binna Willums sem kemst einn gegn Gunnar sem ver boltann beint á Mikkelsen sem er einn á móti marki og hamrar boltanum í netið!

Elfar Freyr á allt í þessu marki
57. mín Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (FH)
53. mín
Andri Yeoman með sendingu frá hægri á fjær og þar var Mikkelsen á fjær en Logi Hrafn gerði vel og rétt náði að "flikka" boltanum frá
48. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Jónatan Ingi Jónsson
Hvað í ósköpunum??

Damir reynir að skíla boltanum út af við endamörk Blika og ýtir Jónatan út af en Jónatan nær einhvern veginn að setja stóru tá í boltann og boltinn dettur fyrir Atla Guðna sem teygir sig í boltann og setur hann í autt markið..

Blikar brjálaðir og vildu meina að boltinn væri farinn útaf... þetta var mjöööög tæpt
47. mín
Celebrity Fan og fyrrum Blikinn ALfreð Finnbogason er í stúkunni sem og einn vinsælasti tónlistarmaður landsins, Króli
46. mín
Inn:Logi Hrafn Róbertsson (FH) Út:Guðmann Þórisson (FH)
Skipting í hálfleik hjá FH, Guðmann fer útaf og Logi Hrafn kemur inn
45. mín
Hálfleikur
Hörku fyrri hálfleik lokið hér á Kópavogsvelli, hiti í leiknum og þrjú mörk, lofa fleiri mörkum í seinni
44. mín
Daníel Hafsteins með hornspyrnu frá vinstri en ekkert verður úr því...
43. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (FH)
Slær í andlitið á Binna Willums
40. mín Gult spjald: Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Rekur boltann framhjá Jónatan og virtist slá einhvað frá sér í andlitið á Jónatan

Ívar Orri seinn að dæma á þetta...
38. mín
Daníel Hafsteins keyrir inn á völlinn og kemst upp að teig Blika en á skot í varnarmann og rétt framhjá..
36. mín
Brynjólfur dansar með hann inn í teignum og kemur svo með háa fyrirgjöf á fjær en FH-ingar skalla frá..
35. mín
Davíð Ingvars reynir skot á markið úr aukapsyrnu en hún fer hátt yfir..
33. mín MARK!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Stoðsending: Davíð Ingvarsson
VÁÁÁÁ

Davíð Ingvars með fasta sendingu frá vinstri og boltinn skoppar til Mikkelsen sem tekur hann á lofti og neglir honum í skeytin fjær!

Þetta var alvöru mark og allt tryllist á vellinum
31. mín
Oliver með geggjaða sendingu á Mikkelsen sem kemst einn gegn Gunnari sem ver frá honum..

En auðvitað var Mikkelsen flaggaður rangstæður
27. mín MARK!
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Thomas Mikkelsen
ÞESSI GÆJI!!!!!

Oliver Sigurjóns með fyrirgjöf frá vinstri með jörðinni fyrir markið og Mikkelsen potar honum einum lengra og þar er enginn annar en Kiddi Steindórs einn á fjær og skorar í autt markið!

Þessi gaur hættir ekki að skora
26. mín
Höggi Gunnlaugs fer inn á völlinn á góða hægri fótinn sinn og á flott skot með jörðinni en rétt framhjá fór boltinn..
25. mín
Kiddi Steindórs fær sendingu frá Viktori og á skot en það fer framjá..
22. mín MARK!
Hjörtur Logi Valgarðsson (FH)
Stoðsending: Þórir Jóhann Helgason
Þórir Jóhann fær boltann á vallarhelmingi Blika og keyrir upp að teignum og leggur hann til vinstri á Hjört Loga sem setur hann með vinstri í fjærhornið

Gestirnir eru komnir yfir
21. mín
Brynólfur Andersen með einföld skæri inn í teig framhjá Þóri Jóhann og með geggjaða fyrirgjöf á fjær en Viktor Karl var bara ekkimættur
19. mín
Ívar Orri með glórulausa dómgæslu...

Hörður Ingi og Guðmann flækjast í hvorum öðrum inn í teig FH-inga, Hörður fellur niður en Ívar dómari dæmir á Blika??

Spes
14. mín
Jónatan með flottan sprett upp að endamörkum og á sendingu fyrir markið en endar beint í fanginu á Antoni Ara..
12. mín
Atli Guðna sendingu á Hörð Inga sem er rétt fyrir utan teig og á fast skot en framhjá fer boltinn..
10. mín
Blikar fá annað horn, Davíð með bolta á fjær en Þórir Jóhann skallar frá
8. mín
Höskuldur með fínan bolta á fjær en það er brotið á Gunnari í marki FH
7. mín
Blikar fá hornspyrnu frá hægri..

Davíð setur boltann inn á teig en Gummi Kristjáns skallar aftur fyrir.. önnur hornspyrna
5. mín
FH fá fyrstu hornspyrnu leiksins..

Þórir Jóhann tekur þetta stutt á Atla og það kemur fyrirgjöf frá vinstri en Anton grípur
2. mín
Hörður Ingi með góða fyrirgjöf frá hægri en Anton handsamar boltann
1. mín
Leikur hafinn
Veislan er hafin, góða skemmtun!
Fyrir leik
Fyrir leik
Þetta verður hörkuleikur á Kópavogsvelli í kvöld það er ekki spurning, þetta er stærsta próf Blika hingað til og einnig stærsta próf FH-inga hingað til og verður gaman að sjá hvernig liðin koma gíruð í leikinn..

Þegar þessi lið mættust á Kópavogsvelli endaði leikurinn 4-1 fyrir Breiðablik
Fyrir leik
FH spiluðu gegn Víking Reykjavík seinast í 3. umferð og þar völtuðu Víkingar yfir FH og enduðu leikar með 4-1 sigri Víkinga...

Mörk Víkinga gerðu Óttar Magnús (3) og Davíð Örn Atlason

Mark FH gerði Steven Lennon
Fyrir leik
Breiðablik spiluðu seinasta sunnudag á fræga Greifavellinum gegn KA-mönnum en þar enduðu leikar 2-2 eftir þvílikt dramatískar lokamínutur en bæði lið fengu víti í uppbótartíma...

Mörk Blika gerði Thomas Mikkelsen (2) og mörk KA gerðu Brynjar Ingi og Guðmundur Steinn
Fyrir leik
Breiðablik eru á toppi deildarinnar með 10 stig eftir fjóra leiki en FH sitja í því 6. með sex stig en eiga vissulega leik inni þar sem þeir áttu að spila við Stjörnuna en þeir voru í sóttkví..
Fyrir leik
Dömur og herrar.. verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli þegar topplið Breiðabliks tekur á móti Óla Kristjáns og lærisveinum hans í FH í 5. umferð Pepsi-Max deildar karla!

Svaka leikur hér á ferð!
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
6. Daníel Hafsteinsson
7. Steven Lennon
8. Þórir Jóhann Helgason
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Atli Guðnason ('72)
11. Jónatan Ingi Jónsson ('89)
16. Hörður Ingi Gunnarsson
16. Guðmundur Kristjánsson
21. Guðmann Þórisson ('46)

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Pétur Viðarsson
8. Baldur Sigurðsson
14. Morten Beck Guldsmed ('72)
15. Þórður Þorsteinn Þórðarson
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('89)
34. Logi Hrafn Róbertsson ('46)

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Guðlaugur Baldursson
Ólafur H Guðmundsson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Fjalar Þorgeirsson
Helgi Þór Arason

Gul spjöld:
Guðmann Þórisson ('43)
Daníel Hafsteinsson ('57)

Rauð spjöld: