Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
Breiðablik
1
1
Stjarnan
0-1 Andrea Mist Pálsdóttir '60
Agla María Albertsdóttir '68 , misnotað víti 0-1
1-1 Málfríður Erna Sigurðardóttir '70 , sjálfsmark
07.06.2023  -  18:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild kvenna
Aðstæður: 11 gráður og skýjað með köflum, frábærar aðstæður!
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Áhorfendur: 816
Maður leiksins: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Toni Deion Pressley
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('89)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Taylor Marie Ziemer
10. Katrín Ásbjörnsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('89)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('89)

Varamenn:
32. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
10. Clara Sigurðardóttir
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('89)
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez
24. Hildur Þóra Hákonardóttir ('89)
28. Birta Georgsdóttir ('89)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ágústa Sigurjónsdóttir
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Bryndís Guðnadóttir

Gul spjöld:
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('91)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stórmeistarajafntefli! Liðin skilja jöfn að, leikurinn stórskemmtilegur eftir að Andrea Mist braut ísinn á 60. mínútu.
Viðtöl og skýrsla innan skams.
91. mín Gult spjald: Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
Vigdís fær fyrsta gula spjald leiksins.
91. mín
Þremur mínútum bætt við.
90. mín
Jasmín með skalla rétt framhjá! Gunnhildur Yrsa með frábæran bolta á Jasmínu Erlu sem ætlar að skalla boltann niður í nærhornið en boltinn fer rétt framhjá marki Blika.
Frábært færi!
89. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Út:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
89. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
89. mín
Inn:Hildur Þóra Hákonardóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
87. mín
Taylor Ziemer á kraftlítinn skalla sem fer beint á Auði í marki gestanna.
85. mín
Gyða Kristín kemur inn með krafti og vinnur horn.
84. mín
Inn:Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan) Út:Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan)
82. mín
Þvílík varsla! Taylor Ziemer lætur vaða langt fyrir utan teig en Auður ver frábærlega í marki gestanna!
77. mín
Breiðablik fær horn, Áslaug munda tekur en Auður grípur boltann.
75. mín
Taylor Ziemer með þrumuskot sem fer rétt framhjá marki gestanna!
73. mín
Inn:Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan) Út:Betsy Doon Hassett (Stjarnan)
70. mín SJÁLFSMARK!
Málfríður Erna Sigurðardóttir (Stjarnan)
Bergþóra tekur aukaspyrnu nánast frá miðju, boltinn fer yfir Öglu Maríu og svo í andlitið á Málfríði og þaðan í netið.
Blikastelpur strax búnar að svara fyrir vítaklúðrið!
68. mín Misnotað víti!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Agla klúðrar!! Agla setur boltann í stöngina!
67. mín
Vítaspyrna!! Breiðablik fær víti. Sædís rífur Hafrúnu niður í teignum og Arnar dæmir réttilega víti.
67. mín
Úlfa Dís með skot rétt fyrir utan teig en boltinn fer yfir markið.
64. mín
Frábært færi! Agla María kemur með fyrirgjöf á Katrínu sem er alein en hún skallar boltann í hliðarnetið að utanverðu!
Frábær sókn Blika.
63. mín
Nú hlýtur leikurinn að opnast meira eftir fyrsta markið.
60. mín MARK!
Andrea Mist Pálsdóttir (Stjarnan)
Andrea skorar beint úr hornspyrnu! Andrea krullar boltann inn og endar hann í hliðarnetinu fjær!
Frábærlega gert hjá Andreu.
59. mín
Arna Dís á gott skot sem Telma Ívars slær yfir markið.
58. mín
Hafrún á fyrirgjöf á fjærsvæðið, Agla María skallar boltann út á Andreu sem nær skoti en boltinn fer í Önnu Maríu og gestirnir koma hættunni frá.
53. mín
Nú fær Breiðablik horn, Agla María tekur en það er brotið á Gunnhildur Yrsu í teignum og Stjarnan fær aukaspyrnu.
52. mín
Vel mætt á völlinn og alvöru stemning í stúkunni!
50. mín
Stjarnan fær horn, Andrea Mist tekur en Blikar koma boltanum frá.
46. mín
Síðari hálfleikur farinn af stað!
45. mín
Hálfleikur
Það var fátt um fína drætti hér í fyrri hálfleiknum, vonumst eftir skemmtilegri síðari hálfleik!
45. mín
Hafrún getur haldið leik áfram.
45. mín
Hafrún Rakel liggur niðri og þarfnast aðhlynningar, á meðan tekur Stjarnan liðsfund.
35. mín
Leikurinn búinn að vera mjög lokaður hér fyrstu 35 mínúturnar.
30. mín
Úlfa Dís komin í fína stöðu í teig Breiðabliks en missir boltann frá sér klaufalega og boltinn fer í markspyrnu.
27. mín
Rétt yfir! Breiðablik fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelming gestanna, boltinn kemur í teiginn og fer beint á pönnuna á Ástu sem skallar boltann rétt yfir markið.
16. mín
Áslaug Munda með gott skot við vítateiginn sem Auður ver vel í horn.
7. mín
Úlfa Dís gerir vel og er komin í teiginn í afbragðsstöðu hún ætlar að gefa boltann út en Bergþóra kemst fyrir boltann og kemur hættunni frá.
5. mín
Gestirnir fá fyrsta horn leiksins, þær taka það stutt og koma svo með fyrirgjöf sem Telma Ívarsdóttir grípur.
4. mín
Blikar pressa vel Andrea Rut vinnur boltann en á misheppnaða fyrirgjöf sem Auður á auðvelt með að handsama.
1. mín
Leikur hafinn
Veislan er hafin! Úlfa Dís Kreye á upphafsspark leiksins.
Fyrir leik
Agla María heiðruð með blómvendi fyrir að hafa náð því merkilega afreki að spila 150 leiki með Breiðablik á dögunum!
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn! Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks gerir 1 breytingu frá síðasta leik. Bergþóra Sól kemur inn í byrjunarliðið á kostnað Karitas Tómasdóttur sem fór meidd af velli í síðasta leik og er utan hóps í dag.

Kristján Guðmundsson gerir einnig eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik, inn kemur Úlfa Dís í stað Anítu Þorvaldsdóttur.
Fyrir leik
Það verður veisla á Kópavogsvelli!
Fyrir leik
Kristín Dís spáir í spilin! Kristín Dís Árnadóttir, varnarmaður Bröndby, spáir sínum mönnum sigri.

Breiðablik 2 - 0 Stjarnan

,,Stórleikur umferðarinnar. Mínar konur í Breiðablik taka þetta á heimavelli 2-0. Taylor setur eitt með langskoti, svo ætla ég að setja pressu á systur mína hana Ástu Eir en hún mun eiga rosalega stoðsendingu á Katrínu Ásbjörns sem skorar á móti sínu gamla liði."


Fyrir leik
Stjarnan Gestirnir í Stjörnunni hafa byrjað tímabilið höktandi, þær unnu gífurlega mikilvægann sigur á Val en töpuðu svo næsta leik óvænt gegn Tindastól og hefur það verið vandi Stjörnunnar á þessu tímabili, að ná ekki að tengja sigra saman.
Síðasti leikur Stjörnunnar var afar sannfærandi 3-0 sigur á Keflavík.

Fyrir leik
Breiðablik Heimakonur í Breiðablik hafa byrjað tímabilið þokkalega. Þær sitja í 2. sæti með 12 stig eftir 6 umferðir, einu stigi frá Val sem er í toppsæti deildarinnar.
Breiðablik er það lið sem hefur skorað langflest mörk í deildinni, 15 mörk í fyrstu 6 leikjunum en það gerir að meðaltali 2.5 mörk í leik. Þær grænklæddu eru einnig þéttar að baka til en þær hafa aðeins fengið á sig 5 mörk.


Fyrir leik
Stórleikur í Kópavoginum! Heilir og sælir lesendur góðir og veriði velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Kópavogsvelli, þar sem Breiðablik tekur á móti Stjörnunni í sannkölluðum stórleik í 7. umferð Bestu-deildar kvenna.

Byrjunarlið:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('84)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Betsy Doon Hassett ('73)
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir

Varamenn:
2. Sóley Guðmundsdóttir
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
7. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('73)
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
13. Ólína Ágústa Valdimarsdóttir
14. Snædís María Jörundsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('84)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Hilmar Þór Hilmarsson
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: