Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
Í BEINNI
Sambandsdeild Evrópu
Omonoia
LL 4
0
Víkingur R.
FH
2
2
Breiðablik
0-1 Stefán Ingi Sigurðarson '14
0-2 Viktor Karl Einarsson '17
Davíð Snær Jóhannsson '34 1-2
Davíð Snær Jóhannsson '54 2-2
10.06.2023  -  15:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Frábærar. Heiðskýrt og hiti um 10 gráður.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Davíð Snær Jóhansson (FH)
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
8. Finnur Orri Margeirsson ('70)
11. Davíð Snær Jóhannsson
22. Ástbjörn Þórðarson
26. Dani Hatakka
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('62)
33. Úlfur Ágúst Björnsson ('85)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson ('62)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('85)
25. Þorri Stefán Þorbjörnsson
37. Baldur Kári Helgason
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Fjalar Þorgeirsson
Guðmundur Jón Viggósson
Kjartan Henry Finnbogason
Bjarki Reyr Jóhannesson
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Logi Hrafn Róbertsson ('62)
Kjartan Henry Finnbogason ('71)
Dani Hatakka ('72)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli niðurstaðan Sigurður Hjörtur flautar til leiksloka. 2-2 jafntefli niðurstaðan í stórskemmtilegum fótboltaleik.

Takk fyrir mig í dag. Viðtöl og skýrsla væntanleg.
94. mín
Alex Freyr fær boltann inn á teignum og á skot sem fer í hliðarnetið.
92. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Tekur Kjartan Henry hressilega niður. Einverjir FHingar kalla eftir rauðu korti hjá Sigurði en Siggi lætur gula duga.
90. mín
Klukkan slær 90 hér í Kaplakrika og er 7 mínútum bætt við.
88. mín
Kjartan Kári!! Kjartan fær boltann út til hægri og keyrir af stað inn á teiginn og Davíð Ingvars eltir hann uppi og þrengir skotvínkilinn fyrir Kjartan sem setur boltann í hliðarnetið.

Þessi leikur!
85. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH) Út:Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
83. mín
Antoni Ari ver í tvígang!! Logi Hrafn fær boltann inn á teiginn og nær skoti sem Anton Ari ver út í teiginn og boltinn á Kjartan Kára sem nær skoti og aftur ver Anton Ari!!
80. mín Gult spjald: Alex Freyr Elísson (Breiðablik)
Tekur Ástbjörn niður þegar FHingar voru á leiðinni í skyndisókn.
77. mín
Davíð Snær gerir afskaplega vel og kemur sér í góða stöðu. Nær skoti á markið en Kjartan Henry var fyrir og fær boltann í sig.
76. mín
Dani Hatakka komin í sóknarleik FH Fær boltann á teignum og ætlar að setja boltann yfir Anton Ara en boltinn fer rétt yfir markið.
75. mín Gult spjald: Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
Ástbjörn var komin á fulla ferð í átt að teig Blika og Alexander klippir hann niður.
73. mín
Kjartan Henry fær boltann inn á teig Blika en setur boltann framhjá.

Allt að gerast hérna!1
72. mín Gult spjald: Dani Hatakka (FH)
71. mín Gult spjald: Kjartan Henry Finnbogason (FH)
71. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
70. mín
Kjartan varla kominn inn á og hann er heppinn að fá ekki rautt spjald. Fer eitthvað að rífast við Damir og skallar hann svo. Kjánalegt og ekki í fyrsta sinn sem Kjartan Henry er til vandræða í sumar.
70. mín
Inn:Alex Freyr Elísson (Breiðablik) Út:Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
70. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (FH) Út:Finnur Orri Margeirsson (FH)
69. mín
Blikarnir koma boltanum inn á teiginn og Ólafur Guðmundsson bjaergar nánast á marklínu.
68. mín
Davíð Ingvars tekur vel við honum og á fyrirgjöf sem Ástbjörn kemst fyrir og Blikar fá horn!
66. mín
FHingarnir taka HÚHIÐ!
65. mín
Kjartan Kári fær boltann og fer framhjá Alexander sem brýtur á honum.

Kjartan Kári tekur spyrnuna inn á teiginn og Ólafur Guðmunds nær skallanum en boltinn yfir.
62. mín
Inn:Haraldur Einar Ásgrímsson (FH) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
62. mín Gult spjald: Logi Hrafn Róbertsson (FH)
Stefán Ingi var á leiðinni í átt að marki og Logi tekur hann niður.
60. mín
Ágúst Hlynsson með flottan bolta inn á teiginn og Gísli tekur stórkostlega við honum en nær ekki að setja boltann framhjá Sindra í marki FH
58. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
57. mín
Gísli Eyjólfsson fær boltann út til hægri og á fyrirgjöf í átt að Klæmint sem nær ekki að setja boltann í netið.
56. mín
Kjartan Kári fær boltann og rennir boltanum inn á markteiginn og Vuk nær ekki að pota tánni í boltann og Anton Ari liggur eftir.

FHingarnir verið frábærir hér í síðari hálfleik.
54. mín MARK!
Davíð Snær Jóhannsson (FH)
Stoðsending: Logi Hrafn Róbertsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!! Davíð Snær byrjar á því að setja frábæra pressu á Anton Ara og fær svo boltann frá Loga Hrafni inn á teiginn og klárar frábærlega framhjá Antoni Ara!

2-2
51. mín
Leikurinn fer af stað aftur.
50. mín
Stefán Ingi neglir boltanum í andlit fjórða dómara Leikurinn verið stopp. Veit ekki alveg hvað er að gerast hérna.
46. mín
Síðari hálfleikur er farinn af stað!
45. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
45. mín
Hálfleikur
Sigurður Hjörtur flautar til hálfleiks. Stór skemmtilegum fyrri hálfleik lokið þar sem FH hafa heilt yfir verið betri aðilinn.

Tökum okkur smá pásu og komum síðan með síðari hálfleikinn!
45. mín
Ein mínúta í uppbótartíma!
44. mín
Viktor Karl er á undan Eggerti í boltann og keyrir í átt að marki FH og setur boltann yfir á Stefán Inga sem á slæma snertingu og FH kemur boltanum í burtu.

Blikarnir átti að gera betur þarna í stöðunni þrír á tvo.
42. mín
Davíð Snær fær boltann við teiginn og setur boltann yfir.

FHingar töluvert betri þessa stundina og eru í leit að jöfnunarmarkinu
40. mín
Davíð Snær fær boltann og á frábæran bolta inn á Kjartan Kára sem keyrir í átt að teignum og á skot sem er laust og beint á Anton Ara.

Kjartan Kári hefði mögulega geta farið nær þarna.
34. mín MARK!
Davíð Snær Jóhannsson (FH)
FHingarnir eru komnir inni í þetta aftur!! FHingar taka hornspyrnu stutt og Kjartan Kári á fyrirgjöf inn á teiginn sem fer beint á Stefán Inga sem hittir ekki boltann og Davíð Snær þakkaði fyrir sig með því að setja boltann í netið

1-2!
32. mín
Færi hjá FH!! Ástbjörn fær boltann og á frábæra fyrirgjöf inn á teiginn og Úlfur Ágúst nær góðum skalla en Anton Ari ver vel!
29. mín
Viktor Karl fær boltann og leggur boltann út á Andra Rafn sem keyrir í átt að teignum og finnur Höskuld sem leggur boltann aftur inn á Andra sem nær skoti en boltinn beint á Sindra Kristinn.
23. mín
Klæmint Olsen setur boltann í slánna! Gíslli Eyjólfs finnur Klæmint í gegn og setur boltann í slánna og niður en Klæmint flaggaður rangstæður svo þetta hefði ekki talið.

FHingar í allskonar brasi.
21. mín
Andri Rafn fær boltann hægramegin og á fyrirgjöf á Stefán Inga en Ástbjörn skallar boltann í horn.

Algjör einstefna Blika þessar síðustu mínútur.
17. mín MARK!
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Klæmint Olsen
MAAAAAAAAAAAAAAARK!! Klæmint Olsen fær boltann á miðjum vallarhelmingi FH og finnur Viktor Karl í fyrsta sem keyrir inn að marki og setur boltann í nær.

Frábært mark!
14. mín MARK!
Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
Stoðsending: Klæmint Olsen
MAAAAAAAAAAAARRRRRRKKKK! Klæmint fær boltann í hælinn og það breytist bara í stungusendingu en boltinn dettur fyrir fætur Stefáns Inga sem setur boltann í netið frá vítateigslínunni.

Heppnisstimpill yfir þessu marki!
12. mín
Anton Ari með vörslu!! Úlfur Ágúst fær boltann og á stungusendingu inn á Davíð Snæ sem nær ekki að setja boltann framhjá Antoni sem ver vel í hornspyrnu.

Fyrsta alvöru færi leiksins!
5. mín
Davíð Ingvars fær boltann á vinstri vængnum og reynir fyrirgjöf en boltinn af Kjartani og í horn.

Höskuldur tekur spyrnuna en FHingar koma boltanum í burtu.
2. mín
Sindri Kristinn ekki vaknaður!! Eggert Gunnþór fær boltann og gefur boltann til baka á Sindra Kristinn sem ætlar að sparka boltanum upp völlinn en hikar eitthvað. Gísli Eyjólfs setur pressu á hann og kemst í boltann en sem betur fer fyrir Sindra og FH varð ekkert úr þessu!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Sigurður Hjörtur flautar leikinn á. Heimamenn í FH hefja leik.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Liðin ganga til leiks Risar með Friðrik Dór er komið á og Sigurður Hjörtur dómari leiksins leiðir liðin inn á völlinn og fer allt að verða til reiðu hér fyrir þennan stórleik.
Fyrir leik
Gaupi spáir 1-2 sigri Blika!

Guðjón Guðmundsson hafði þetta um leikinn að segja:

Ég held að Breiðablik muni hafa sigur í þessum leik. Hann verður reyndar ekkert mjög þægilegur fyrir þá því FH-ingar hafa spilað betur en menn reiknuðu með. En mér finnst Breiðabliksliðið gríðarlega öflugt og það er alveg sama hvert er litið. Stefán Ingi er sjóðandi heitur og hann mun örugglega setja mark í Krikanum.
Fyrir leik
Bleikur dagur í Kaplakrika FH kynnti til leiks þriðja búning liðsins í Kaplakrika fyrr í dag með mikilli viðhöfn og leikur liðið í þeim búning í dag. Búningurinn sem umræðir er bleik að lit!

Búningarnir hafa strax vakið mikla athygli enda hefur bleiki liturinn hingað til ekki tengst sögu FH. Ástæðan fyrir litavalinu er þó afar góð þar sem 500 krónur af öllum seldum treyjum renna óskiptar til Krabbameinsfélags Íslands.

Vel gert FH!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár! Heimir Guðjónsson þjálfari FH gerir eina breytingu frá þeim leik. Eggert Gunnþór Jónsson kemur inn í liðið. Jóhann Ægir Arnarsson tekur út leikbann hér í dag.

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika fimm breytingar. Oliver Sigurjónsson, Gísli Eyjólfsson, Klæmint Olsen, Viktor Örn Margeirsson og Andri Rafn Yeoman koma allir inn í liðið. Alexander Helgi Sigurðarson, Ágúst Orri Þorsteinsson, Oliver Stefánsson og Ágúst Eðvald Hlynsson fá sér allir sæti á bekknum hjá Blikum. Jason Daði Svanþórsson er ekki í leikmannahópi Blika í dag vegna meiðsla.


Rosaleg dagskrá í Kaplakrika í dag!
Fyrir leik
Dómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson fær það verkefni að flauta þennan leik í dag. Honum til aðstoðar verða þeir Eðvarð Eðvarsson og Bergur Daði Ágústsson. Fjórði dómari er Gunnar Oddur Hafliðason.


Fyrir leik
Breiðablik hefur verið duglegt að rótera hópnum Blikar gerðu alls sex breytingar á byrjunarliði sínu frá jafnteflinu gegn Víkingi fyrir leikinn gegn FH í Mjólkurbikarnum.

„Við erum með stóran, breiðan og góðan hóp. Þegar það er svona stutt milli leikja verðum við að rótera hópnum, gefa mönnum hvíld og öðrum tækifæri." sagði Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Blika eftir síðasta leik.

Jason Daði Svanþórsson fór meiddur af velli í fyrri hálfleik gegn FH. Meiðsli halda áfram að plaga þennan frábæra leikmann.

„Því miður er alltaf eitthvað að trufla hann, hvort sem það er hné, ökkli eða nári. Það reynist honum dýrmætt að fá hvíld í landsleikjapásunni en hann kemur vonandi öflugur til baka að henni lokinni." sagði Dóri





Jason Daði hefur verið óhepinn með meiðsli.
Fyrir leik
Á réttri leið. „Við erum á réttri leið og höfum talað um það að vera að búa til nýtt lið sem tekur tíma. Það er stutt á milli í fótbolta og við þurfum að halda áfram á æfingasvæðinu og mæta klárir í næsta leik á móti Breiðabliki á laugardaginn,” sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir leikinn gegn Breiðabliki í Mjólkurbikarnum.


Fyrir leik
Liðin mættust í Mjólkurbikarnum í vikunni Þessi lið mættust á dögunum í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í leik sem fór fram á Kópavogsvelli og eru Blikarnir komnir áfram eftir 3-1 sigur. Úlfur Ágúst Björnsson kom FH yfir en Blikarnir svöruðu með þremur mörkum frá Klæmint Andrasson Olsen og Gísla Eyjólfssyni.

Fyrir leik
Staðan? FH eru ósigraðir í síðustu þremur deildarleikjum og situr liðið í fjórða sæti deildarinnar með 17.stig. Í síðustu umferð fóru FHingar á Origovöllin og mættu Valsmönnum í leik sem endaði 1-1. Kjartan Henry Finnbogason skoraði mark Hafnarfjarðarliðsins í þeim leik.

Breiðablik kemur inn í þennan leik eftir tvö jafntefli gegn Keflavík og Víking.Liðið situr í þriðja sæti deildarinnar með 23.stig. Blikar fengu Víking Reykjavík í heimsókn í síðustu umferð í rosalegum leik sem endaði 2-2. Gísli Eyjólfsson og Klæmint Andrasson Olsen skoruðu mörk Blika í uppbótartíma.





Fyrir leik
Stórleikur umferðarinnar! Góðan og gleðilegan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin með okkur í Kaplakrika þar sem FH mætir Breiðablik í 11.umferð Bestu deildar karla.

Flautað verður til leiks klukkan 15:00.


Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('58)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Gísli Eyjólfsson
18. Davíð Ingvarsson
20. Klæmint Olsen
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Stefán Ingi Sigurðarson ('70)
30. Andri Rafn Yeoman ('45)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Alex Freyr Elísson ('70)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('58)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('45)
28. Oliver Stefánsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('71)
Alexander Helgi Sigurðarson ('75)
Alex Freyr Elísson ('80)
Viktor Örn Margeirsson ('92)

Rauð spjöld: