Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Grindavík
0
2
ÍA
0-1 Indriði Áki Þorláksson '5
0-2 Hlynur Sævar Jónsson '66
21.07.2023  -  19:15
Stakkavíkurvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Vindur og þungt yfir. Gosmóðan fræga
Dómari: Rinon Hasani
Maður leiksins: Indriði Áki Þorláksson
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('74)
Tómas Orri Róbertsson ('62)
Bjarki Aðalsteinsson
6. Viktor Guðberg Hauksson
7. Kristófer Konráðsson
10. Einar Karl Ingvarsson (f)
11. Símon Logi Thasaphong ('74)
15. Freyr Jónsson
26. Sigurjón Rúnarsson
80. Alexander Veigar Þórarinsson ('35)
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
Dagur Örn Fjeldsted ('35)
9. Edi Horvat ('74)
17. Ólafur Flóki Stephensen ('62)
22. Lárus Orri Ólafsson
23. Dagur Austmann
24. Ingólfur Hávarðarson
95. Dagur Traustason ('74)
- Meðalaldur 19 ár

Liðsstjórn:
Helgi Sigurðsson (Þ)
Jósef Kristinn Jósefsson
Benóný Þórhallsson
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Hjörtur Waltersson
Beka Kaichanidis

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið hér í Grindavík. Sanngjarn sigur ÍA staðreynd og heimavallarmartröð Grindvíkinga virðist engan enda ætla að taka.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
92. mín
Einar Karl fær boltann rétt fyrir utan teig ÍA, við vitum að hann getur skotið en sá hæfileiki bregst honum í þetta sinn og boltinn framhjá markinu. Árni ákvað samt að skutla sér til að vera alveg 100% viss.
90. mín
Við erum komin í uppbótartíma. Hann er að lágmarki fjórar mínútur.
89. mín
Inn:Breki Þór Hermannsson (ÍA) Út:Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
88. mín
Indriði Áki með skot að marki en boltinn hátt yfir markið.

Tíminn að fljúga frá Grindavík
83. mín
Inn:Árni Salvar Heimisson (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
83. mín
Inn:Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson (ÍA) Út:Ármann Ingi Finnbogason (ÍA)
83. mín Gult spjald: Ármann Ingi Finnbogason (ÍA)
77. mín
Dagur Fjelsted með fínasta skot eftir ágæta sókn Grindavíkur. Leikur inn á völlinn frá vinstri og reynir að snúa boltann í hornið fjær en Árni Marinó fljótur niður og slær boltann frá.
75. mín
Korter eftir hér og ekkert sem bendir til annars en að Skagamenn séu að hefna fyrir taoið í fyrstu umferð.
74. mín
Inn:Dagur Traustason (Grindavík) Út:Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
74. mín
Inn:Edi Horvat (Grindavík) Út:Símon Logi Thasaphong (Grindavík)
72. mín
Gísli Laxdal með skot að marki eftir hornspyrnu. Boltinn í varnarmann og rétt yfir slánna.
66. mín MARK!
Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
Stoðsending: Arnór Smárason
Var þetta hendi? Hornspyrna frá Arnóri Smára frá hægri yfir á fjærstöng.
Aron Dagur missir af boltanum sem að fer í Hlyn Sævar og þaðan í netið. Svei mér þá mér fannst boltinn fara í hendina á honum og get ekki séð betur en að svo sé eftir að hafa horft á endursýninguna á Youtube.

Grindvíkingar ósáttir og Rinon ræðir lengi og vel við landa sinn AD2 eftir markið sem þó stendur.
64. mín
Viktor Jóns með skalla að marki eftir fyrirgjöf frá Steinari. Fyrirgjöfin aðeins of há fyrir Viktor sem þarf að teygja sig eftir boltanum og skallinn eftir því.
62. mín
Inn:Ólafur Flóki Stephensen (Grindavík) Út:Tómas Orri Róbertsson (Grindavík)
57. mín
Ármann Ingi með hörkuskot úr D-boganum sem siglir yfir markið, fínasta tilraun en því miður aðeins of hátt.
56. mín
Dagur Ingi í fínni stöðu úti til hægri reynir að finna Símon Loga inn á teignum en Hlynur Sævar nær að reka tá í boltann og bægja hættunni frá.

Heimamenn að færa sig framar og framar á v0llinn.
53. mín
Skagamenn sækja hratt. Viktor Jóns með möguleika til beggja hliða hikandi og bíður of lengi með sendinguna. Boltinn of fastur fyrir Ármann Inga sem nær þó lélegu skoti sem fer nokkurn veginn í rétta átt en þó vel framhjá.
50. mín
Símon Logi fer niður í teignum í baráttu við Vall að mér sýndist.

Vall vissulega hélt í hann en sleppti honum áður en Simon fór niður. Tæpur en líklega réttur dómur að dæma ekkert hjá hinum ágæta Rinon.
49. mín
Dagur Fjelsted með skot úr teignum eftir fyrirgjöf frá Einari Karli en hittir boltann illa.
48. mín
Þekktir í stúkunni.
Óli Stefán Flóventsson og Scott Ramsey stóðu í hrókasamræðum hér fyrir framan stúkuna í hálfleik og fór vel á með þeim. Óli er þjálfari liðs Sindra frá Hornafirði og hefur mætt snemma með liðið suður en Sindri á leik gegn ÍR í 2.deild á morgun.
46. mín
Inn:Ármann Ingi Finnbogason (ÍA) Út:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA)
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Gestirnir hefja leik hér í síðari hálfleik. Gerðu eina breytingu í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Þessum fyrri hálfleik er lokið. Það eru gestirnir sem leiða og það verðskuldað. Við mætum aftur að vörmu spori með síðari hálfleikinn.
45. mín
Aron Dagur bjargar heimamönnum,
Skyndisókn ÍA Gísli Laxdal finnur Viktor Jón í teignum sem fær pláss til að láta vaða á markið. Skotið er fast en Aron með viðbrögðin í lagi og ver með tilþrifum.
41. mín
Fer að styttast í hálfleik hér í Grindavík. Heimamenn vaxið heldur ásmeginn eftir því sem liðið hefur á hálfleikinn en hefur þrátt fyrir það gengið illa að ógna liði ÍA. Staðan sanngjörn að mínu mati.
35. mín
Inn:Dagur Örn Fjeldsted (Grindavík) Út:Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
34. mín
Alexander Veigar virðist vera búinn, er sestur á völlinn.

Dagur Fjelsted að gera sig klárann.

Alexander sýnt lipra takta af og til í leiknum en því miður er hans leik lokið.
33. mín
Grindavík að vakna
Einar Karl í fínni stöðu hægra megin. Lyftir boltanum yfir á fjærstöng þar sem Freyr Jónsson mætir en nær ekki góðum skalla og hittir ekki markið.
31. mín
Alexander Veigar með frábæran skalla en Árni ver!
Gamalkunnir taktar hjá Alexander, kastar sér á fyrirgjöf frá Viktori Guðberg og nær þessum fína skalla, Árni hins vegar vel á verði og ver í horn.

Upp úr hornspyrnunni kemur svo ekkert.
29. mín
Skarð fyrir skildi fyrir Grindavík að Marko Vardic skuli taka út leikbann í dag. Verið þeirra jafnbestur þetta sumarið og mikilvægur í leik liðsins.
26. mín
Grindvíkingar ósáttir, Rinon stöðvar leikinn vegna höfuðmeiðsla þegar Grindavík er að detta í fínt færi. Rinon beið lengi með að stöðva og leyfði mómentinu aðeins að fljóta en stöðvar svo leikinn. Rétt ákvörðun hjá honum en afhverju ekki að taka hana bara strax?
22. mín
Aron Dagur missir boltann eftir fyrirgjöf frá hægri, boltinn berst útfyrir teiginn þar sem Arnór Smárason mætir og á hörkuskot sem varnarmenn henda sér fyrir.
21. mín
Vall með skelfilega sendingu til baka, Árni Marinó reynir að mæta á móti en er í einskinsmannslandi. Freyr Jónsson með boltann en er alltof lengi að athafna sig og tapar honum.

Gengur fátt upp hjá Grindavík.
19. mín
Grindavík að freista þess að vinna sig inn í leikinn ef kemst lítt áleiðis. Skagamenn einfaldlega sterkari aðilinn það sem af er.
12. mín
Jón Gísli Eyland setur boltann í slá fyrir nánast opnu marki

Boltinn rennur undir Aron sem reynir að handsama fyrirgjöf frá hægri. Jón Gísli fær boltann með opið mark fyrir framan sig en setur hann í slánna.

10. mín
Aron Dagur í svakalegu skógarhlaupi en nær einhverri lágmarkssnertingu á boltann og reddar sér.
10. mín
Gestirnir með tögl og haldir hér fyrstu 10 mínútur leiksins.
5. mín MARK!
Indriði Áki Þorláksson (ÍA)
Stoðsending: Arnór Smárason
Gestirnir taka frumkvæðið Hornspyrna frá hægri inn á markteiginn þar sem Indriði er bara sterkari og skallar boltann í netið. Aron í boltanum en það dugar ekki til

Varnarleikurinn rosalega soft eftir að hafa horft á markið aftur.
4. mín
Ingi Þór í dauðafæri Viktor Jóns tekur boltann niður fyrir Inga sem nær ágætu skoti á markið sem Aron nær að verja í horn.
2. mín
Grindavík fær fyrstu hornspyrnu leiksins.

Árni Marinó kýlir boltann frá.
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn sparka þessu í gang.
Fyrir leik
Liðin mætt til vallar og allt til reiðu. Vonumst að sjálfsögðu eftir skemmtilegum og spennandi leik.
Fyrir leik
Allt í beinni á Youtube að vanda
Fyrir leik
Enn fjarvera hjá Grindavík
Enginn Guðjón Pétur og enginn Óskar Örn í liði Grindavíkur í kvöld. Guðjón Pétur var í fréttum eftir leik gegn Gróttu á dögunum en ég hef ekki vitneskju um að hann hafi verið úrskurðaður í bann ennþá eftir kýtingar eftir leik þar. Meiðsli líklegust eða hvað?
Fyrir leik
Svíi á flautunni
Rinon Hasani frá Svíþjóð dæmir leik okkar í kvöld og annar af aðstoðardómurunum, Luke Kyqyku, er einnig sænskur. Guðmundur Ingi Bjarnason er með þeim.

Eftirlitsmaður KSÍ er svo Jón Sigurjónsson
Fyrir leik
Grindavík
Boginn var spenntur hátt í Grindavík þetta tímabilið en stigasöfnun hefur verið heldur stirð og þá einna helst á heimavelli en liðið státar aðeins af fimm stigum úr sex heimaleikjum. Aðeins Selfoss og Ægir eru með verri heimavallarárangur á þessum tímapunkti. Staða Grindavíkurliðsins er líka þannig í dag að liðið þarf á stigunum að halda í baráttunni um umspilssæti í Bestu deildinni að ári. Liðið situr í sjötta sæti með 15 stig einu minna en Grótta sem situr í fimmta sætinu sem gefur sæti í umspilinu. Grótta á að auki leik til góða á Grindavík.


Fyrir leik
ÍA
Eftir erfiða byrjun hafa Skagamenn heldur betur rétt úr kútnum og hefur Skagahraðlestinn verið á gríðarlegri siglingu í deildinni undanfarnar vikur. Liðið hefur ekki tapað leik frá 1.júní og hafði unnið fimm sigra í röð í deildinni áður en liðið gerði jafntefli gegn Vestra í síðustu umferð. Skagamenn eygja annað sætið fara þeir með sigur af hólmi í Grindavík í kvöld og fari svo minnka þeir forskot Aftureldingar sem situr á toppi deildarinnar niður í átta stig.


Fyrir leik
Lengjudeildin á fleygiferð
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá Grindavíkur og ÍA í Lengjudeild karla. Flautað verður til leiks á Stakkavíkurvellinum í Grindavík klukkan 19:15
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson ('89)
5. Arnleifur Hjörleifsson
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson ('83)
17. Gísli Laxdal Unnarsson
17. Ingi Þór Sigurðsson ('46)
20. Indriði Áki Þorláksson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
88. Arnór Smárason
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
2. Hákon Ingi Einarsson
7. Ármann Ingi Finnbogason ('46) ('83)
14. Breki Þór Hermannsson ('89)
22. Árni Salvar Heimisson ('83)
24. Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson ('83)
28. Pontus Lindgren

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Skarphéðinn Magnússon (Þ)
Daníel Þór Heimisson
Dino Hodzic
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Mario Majic

Gul spjöld:
Ármann Ingi Finnbogason ('83)

Rauð spjöld: