Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Stjarnan
1
0
Valur
Andrea Mist Pálsdóttir '38 1-0
14.09.2023  -  19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Aðstæður: Fínustu aðstæður á Samsung!
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 210
Maður leiksins: Andrea Mist Pálsdóttir
Byrjunarlið:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('43)
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Betsy Doon Hassett ('59)
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir

Varamenn:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir ('59)
17. María Sól Jakobsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir ('43)
19. Hrefna Jónsdóttir

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Þórdís Ólafsdóttir
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Perry John James Mclachlan

Gul spjöld:
Anna María Baldursdóttir ('71)
Sædís Rún Heiðarsdóttir ('85)
Andri Freyr Hafsteinsson ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan upp í 2. sætið! Stjarnan vinnur Val og hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð.
94. mín
Erin Mcleod handsamar boltann. Ég held þetta sé að verða búið.
93. mín
Hulda Hrund með tilraun framhjá marki Vals.
93. mín Gult spjald: Andri Freyr Hafsteinsson (Stjarnan)
Held þetta hafi verið á Andra.
92. mín
Sædís með langa sendingu inn fyrir sem ratar á Jasmín.

Arna Sif nær að koma boltanum aftur fyrir í horn.
91. mín
Skotið frá Amöndu fer af varnarveggnum og aftur fyrir.

Hornspyrna. Erin kýlir boltann frá og Lára Krístin brýtur af sér við hliðarlínuna hinu megin.
91. mín
Þremur mínútum bætt við
90. mín
Amanda vinnur aukaspyrnu nokkrum metrum frá vítateig Stjörnunnar. Andrea brotleg.
88. mín
Inn:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Valur) Út:Rebekka Sverrisdóttir (Valur)
Sóknarsinnað
87. mín
Ásdís Karen með skot hægra megin úr teignum með vinstri fæti sem Erin grípur þægilega.
86. mín
Sóknarleikur Vals langt frá því að vera merkilegur Það hefur varla komið færi Valsmegin í leiknum. Veit ekki hvort það sé þreyta, ,,þynnka" þar sem titillinn er í höfn eða hvað það er. Mjög lítið að frétta.
85. mín Gult spjald: Sædís Rún Heiðarsdóttir (Stjarnan)
Jóhann vill meina að Sædís hafi verið að tefja, svo langan tíma tók hún í að taka innkast.
81. mín
Það er að færast líf í þetta! Snörp sókn hjá Stjörnunni, boltinn upp hægra megin þar sem Hulda kemst í hann og á flotta fyrirgjöf. Jasmín nær ekki að teygja sig í boltann inn á markteignum og færið rennur út í sandinn. Þetta var hörku séns.
79. mín
Neiiii, HA? Þarna skall hurð nærri hælum hjá Val. Arna Sif með skelfilega sendingu úr vörninni og Stjörnukonur gátu komið á siglingu á fámenna vörn gestanna. Gyða sendi boltann í gegn á Huldu sem virtist vera að gera allt rétt með boltann inni á teignum en skotið hennar fer í stöngina og þaðan út í teiginn þar sem Fanney gat handsamað hann.
78. mín
Ásdís Karen með tilraun fyrir utan teig Stjörnunnar en skotið fer framhjá.

Mjög svo lítið reynt á Erin í markinu.
76. mín
Áhorfendatölur 210 áhorfendur í 210 Garðabæ. Ekkert verið að flækja þetta.
75. mín
Fín skyndisókn hjá Stjörnunni, Jasmín sendir boltann inn á Gyðu sem reynir að finna Andreu en Andrea nær einhvern veginn ekki almennilegri tilraun í fínni stöðu.

Stjarnan fær hornspyrnu sem ekkert varð úr.
73. mín
Hulda reynir að finna Gyðu á sprettinum í gegn en sendingin er aðeins of innarlega.
71. mín
Amanda með spyrnuna inn á vítateig Stjörnunnar, Málfríður kemst í boltann en skalinn er laus og Erin ekki í neinum vandræðum með þetta.
71. mín Gult spjald: Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
Brýtur af sér á eigin vallarhelmingi. Jóhann viss í sinni sök.
70. mín
Hulda Hrund með tvær tilraunir úr vítateig Vals. Fyrri tilraunin fer í Örnu Sif og svo er seinna skotið framhjá.
67. mín Gult spjald: Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur)
Jóhann segir að Ísabella hafi ýtt frá sér og fái því gult spjald. Ísabella ekkert alltof kát með þennan dóm. Sædís sú sem var ýtt.
66. mín
Lára Kristín með alvöru tæklingu inn á vítateig Vals. Komst í boltann en samt einhver köll eftir víti.

Þessi staða Stjörnunnar við vítateig Vals kom upp eftir mjög mislukkaða sendingu frá Lauru á nöfnu sína Láru.
65. mín
Inn:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
65. mín
Inn:Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur) Út:Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur)
64. mín
Jasmín með skot úr Valsteignum sem fer rétt framhjá. Fín sókn hjá Stjörnunni sem hófst á því að Heiða Ragney las snúning Þórdísar á miðjunni eins og opna bók.
60. mín
Ásdís Karen með skot fyrir utan teig en það fer beint á Erin í marki Stjörnunnar.
59. mín
Inn:Hulda Hrund Arnarsdóttir (Stjarnan) Út:Betsy Doon Hassett (Stjarnan)
56. mín
Þórdís Elva reynir þrumuskot fyrir utan teig en sýndist það fara af Heiðu og upp í loftið. Boltinn endaði svo í höndunum á Erin í markinu.
54. mín
Erin í brasi en Málfríður Erna nær einhvern veginn að leysa úr þessu og vinna markspyrnu fyrir Stjörnuna.
52. mín
Ásdís Karen með álitlega fyrirgjöf en heimakonur verjast vel inn á teignum.
49. mín
Laglega gert hjá Val úti hægra megin. Amanda fær boltann inni á teignum og kemur honum út á Ásdísi. Ásdís lætur vaða úr nokkuð þröngu færi og fer boltin yfir mark Stjörnunnar.

Fín tilraun samt.
46. mín
Andrea Mist sparkar seinni hálfleiknum af stað
45. mín
Markaskorarinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

45. mín
Hálfleikur
Stjarnan leiðir með einu marki í hálfleik
45. mín
Ein mínúta í uppbót +1
43. mín
Inn:Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan) Út:Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
Gunnhildur með einhvern vafning um fótinn. Ljóst að hún klárar ekki þennan leik.

Þá er fínt að vera með Jasmín á bekknum og klára í að koma inn.
38. mín MARK!
Andrea Mist Pálsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Arna Dís Arnþórsdóttir
Það er komið mark! Ég var að fara skrifa að þessi leikur væri ekki búinn að vera mikið fyrir augað svona heilt yfir!

Þá auðvitað kom mark! Stjörnukonur sóttu upp hægra megin. Betsy renndi boltanum í hlaupið hjá Örnu Dís hægra megin í teignum, Arna Dís og Arna Sif börðust um að komast í boltann sem barst fyrir fætur Andreu sem klárar í netið framhjá Fanneyju!

Vel útfærð sókn hjá heimakonum og vel klárað hjá Andreu.

Þetta var kannski alveg hrein stoðsending hjá Örnu Dís en markið hefði klárlega ekki orðið ef hún hefði ekki reynt við boltann þarna.
34. mín
Fanney! Arna Dís með hörkuskot fyrir utan teig sem Fanney þarf að hafa sig alla við til að verja. Alvöru skot og alvöru varsla!
30. mín
Fanndís með laglega takta inn á miðjunni og skilur Heiðu Ragneyju eftir. Fanndís skiptir boltanum út til hægri og Ásdís Karen leitar að fyrirgjöfinni. Hún finnur hana ekki, leitar til Rebekku sem tekur boltann í fyrsta en hittir hann ekki nægilega vel og boltinn endar ofan á marki Stjörnunnar.
29. mín
Andrea reynir skot með vinstri fæti fyrir utan teig en það fer talsvert framhjá marki Vals.
26. mín
Fanndís með flotta takta og finnur Amöndu inn í D-boganum við vítateig Stjörnunnar. Amanda tekur snúning og lætur svo vaða en skotið fer rétt framhjá markinu.
24. mín
Ásdís með fyrirgjöf sem leit vel út en fór rétt yfir Berglindi og Stjörnukonur ná að hreinsa.
22. mín
Ásdís Karen með tilraun hinu megin en Gunhildur kemst fyrir.
22. mín
Skot á mark Arna Dís finnur Gyðu í D-boganum og Gyða lætur vaða. Skotið beint á Fanneyju sem grípur boltann.
21. mín
Ásdís í góðri fyrirgjafarstöðu inn á teignum en Málfríður er vel staðsett og les þennan bolta.
20. mín
Flott spil upp völlinn hjá Valskonum en Stjörnukonur hreyfa sig vel varnarlega og koma í veg fyrir að gestirnir finni opnanir.
17. mín
Amanda gerir vel við vítateig Stjörnunnar en Arna Dís gerir enn betur og nær að pikka boltanum í Amöndu og þaðan fer boltinn í hendurnar á Erin.
16. mín
Arna Sif skallar hornspyrnuna út fyrir teig. Svo kemur fyrirgjöf sem Garðbæingar vilja meina að hafi farið í hönd Berglindar. Ekkert dæmt.
16. mín
Stjarnan fær aðra hornspyrnu.

Sú fyrri var tekin út fyrir teig og Stjarnan hélt pressu á gestunum.
15. mín
Gunnhildur vinnur fyrstu hornspyrnu leiksins fyrir heimakonur.
11. mín
Laglega spilað og haldið í boltann hjá heimakonum en þeim tekst ekki að komast í skotstöðu við vítateig Vals.
9. mín
Sláin! Ásdís Karen lætur vaða fyrir utan teig Stjörnunnar, skotið er hátt en boltinn dettur ofan á slána á markinu og skýst yfir. Fínasta pæling!
4. mín
Þórdís kemst á sprettinn úti vinstra megin, fer upp að endalínu og á fyrirgjöf en Erin handsamar boltann.
2. mín
Uppstilling Stjörnunnar Erin
Arna - Anna - Ma?fríður - Sædís
Gunnhildur - Heiða
Betsy - Ingibjörg - Gyða
Andrea
1. mín
Uppstilling Vals Fanney
Rebekka - Málfríður - Arna - Laura
Lára- Berglind
Ásdís - Þórdís - Fanndís
Amanda
1. mín
Valskonur hefja leik Amanda með upphafssparkið.
Fyrir leik
Heiðursvörður! Stjörnukonur standa heiðursvörð til að votta Íslandsmeisturunum virðingu. Vel gert.
Fyrir leik
Kvöldsól og blíða Það er fínasta veður í Garðabænum einhverjar 11-12°C, létt gola og sól.
Fyrir leik
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

AD1: Guðmundur Valgeirsson
AD2: Eydís Ragna Einarsdóttir
Varadómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
Eftirlitsmaður KSÍ: Ólafur Ingi Guðmundsson
Fyrir leik
Tvær breytingar á Valsliðinu Frá sigrinum gegn Vllaznia gerir Pétur Pétursson tvær breytingar. Rebekka Sverrisdóttir og Amanda Andradóttir koma inn fyrir Ísabellu Söru og Önnu Björk.
Fyrir leik
Þrjár breytingar á liði Stjörnunnar Frá sigrinum gegn Sturm Graz gerir Kristján Guðmundsson þrjár breytingar. Arna Dís kemur inn fyrir Eyrúnu Emblu, Gyða Kristín kemur inn fyrir Jasmínu Erlu og Ingibjörg Lúcía kemur inn fyrir Huldu Hrund.
Fyrir leik
Bæði lið unnið fjóra deildarleiki í röð Liðin mættust 9. ágúst í Bestu deildinni og gerðu þá 1-1 jafntefli. Sædís Rún Heiðarsdóttir skoraði mark Stjörnunnar í leiknum og Amanda Andradóttir skoraði mark Vals.

Í kjölfarið hafa bæði lið spilað fjóra deildarleiki og hafa þau unnið þá alla. Valur er með markatöluna 16:3 í leikjunum fjórum og Stjarnan er með markatöluna 11:4.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Andrea Mist skoraði tvö mörk í 3-2 sigri gegn FH í síðustu umferð
Lára Pedersen fagnaði titlinum í gær heima
Fyrir leik
Liðin fóru til Evrópu Bæði lið voru í síðustu viku að spila í forkeppni Meistaradeildarinnar. Stjarnan lá í undanúrslitum gegn Levante. Eftir að hafa verið með jafna stöðu í hálfleik kláraði spænska liðið dæmið í seinni hálfleik með fjórum mörkum.

Stjarnan mætti Sturm Graz um þriðja sætið og vann liðið eftir vítaspyrnukeppni. Sá sigur gefur Íslandi mikilvæg Evrópustig.

Valur fór til Albaníu og vann tyrkneska liðið Fomget Genclik 2-1 í undanúrslitum og svo vann liðið albönsku meistaranna í KF Vllaznia í úrslitaeinvíginu um sæti í næstu umferð.

Á morgun kemur í ljós hvaða liði Valur mætir í 2. umferð forkeppninnar. Sigurvegarinn í því einvígi fer í riðlakeppnina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðrún Elísabet og Þórdís Elva skoruðu mörk Vals gegn Vllaznia.
Fyrir leik
Urðu meistarar í gær Góðan daginn lesendur kærir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Vals í 20. umferð Bestu deildarinnar (2. umferð efri hluta umspilsins).

Valur varð í gær Íslandsmeistari þriðja árið í röð þegar Breiðablik missteig sig fyrir norðan. Stjarnan er 13 stigum á eftir og getur komið sér upp í 2. sætið með sigri. Efstu tvö sætin fara í forkeppni Meistaradeildarinnar á næsta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Laura Frank
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
9. Amanda Jacobsen Andradóttir
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
14. Rebekka Sverrisdóttir ('88)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('65)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('65)

Varamenn:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
13. Lise Dissing
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('65)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('88)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('65)
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir

Gul spjöld:
Ísabella Sara Tryggvadóttir ('67)

Rauð spjöld: