Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
Breiðablik
0
2
FH
0-1 Davíð Snær Jóhannsson '45
0-2 Vuk Oskar Dimitrijevic '74
17.09.2023  -  18:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: Hellidemba og smá gola
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Davíð Snær Jóhannsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson
3. Oliver Sigurjónsson ('79)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('59)
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
18. Eyþór Aron Wöhler ('59)
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman ('71)

Varamenn:
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('79)
12. Brynjar Atli Bragason
18. Davíð Ingvarsson ('71)
20. Klæmint Olsen ('59)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('59)
28. Oliver Stefánsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Viktor Örn Margeirsson ('45)
Eyþór Aron Wöhler ('45)
Oliver Sigurjónsson ('50)
Damir Muminovic ('61)
Höskuldur Gunnlaugsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH hlýtur stigin 3! Mjög jafn leikur en FH-ingar nýttu færin betur.
Viðtöl og skýrsla innan skams.
92. mín
Vuk sólar sig í gegnum alla vörn Blika en tekur þunga snertingu og Anton Ari kemst í boltann.
90. mín
Miklir stælar í báðum liðum eins og sést á gulu spjöldunum, vonandi er Erlendur dómari á yfirvinnukaupi.
90. mín
Þremur mínútum bætt við.
90. mín Gult spjald: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Höskuldur togar FH-ing niður meðan Blikar eru í sókn, stórskrýtið.
87. mín
Klæmint með góða tilraun en Daði Freyr ver frábærlega í marki gestanna.
85. mín
Gísli með hörkuskot sem fer af Ólafi Guðmunds og í horn.
83. mín
Inn:Eetu Mömmö (FH) Út:Kjartan Henry Finnbogason (FH)
80. mín
Viktor Karl með þrumuskot sem fer rétt framhjá marki gestanna.
79. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
74. mín MARK!
Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
Er Vuk að klára þetta?? Ástbjörn vinnur boltann af Höskuldi og boltinn berst á Vuk sem sleppur í gegn og kemur boltanum í netið.
Spurningarmerki við Anton Ara í marki Blika þarna.
74. mín
Björn Daníel með skot að marki en Damir kemst fyrir boltann.
72. mín
Kjartan Henry kominn í frábæra stöðu í teig Blika og ætlar að renna boltanum til hliðar en sendingin er léleg og Damir kemst í boltann.
71. mín
Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
68. mín
Kjartan Henry í ágætri stöðu utarlega í teignum og lætur vaða en boltinn fer framhjá.
63. mín Gult spjald: Grétar Snær Gunnarsson (FH)
62. mín
Höskuldur með frábæra fyrirgjöf á Klæmint sem skallar boltann langt framhjá.
Þarna á Klæmint að gera betur.
61. mín
Stórhættulegt færi FH-inga Haraldur Einar tekur fyrirgjöf úr aukaspyrnu á fjærstöng, þar lúrir Kjartan Henry sem kemur boltanum á markið en Anton Ari ver vel.
61. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
59. mín
Inn:Klæmint Olsen (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
59. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) Út:Eyþór Aron Wöhler (Breiðablik)
58. mín
Eyþór Wöhler með frábæra takta og tekur skotið sem fer rétt framhjá!
58. mín Gult spjald: Ólafur Guðmundsson (FH)
57. mín
Haraldur Einar þræðir Grétar í gegn sem er í þröngri stöðu en tekur skotið sem Anton Ari ver í horn.
50. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Oliver stöðvar skyndisókn FH-inga og fær gult spjald að launum.
46. mín
Síðari hálfleikur farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
Erlendur Eiríksson flautar til hálfleiks. Hræðilegt atvik sem gerðist hérna með meiðsli Kjartans Kára og urðu miklar tafir vegna þess.
Blikar búnir að fá betri færi en FH-ingar ógna engu að síður og fara með eins marks forystu í hálfleik.
45. mín
+12
Gísli Eyjólfs fær boltann á fjærsvæðinu og fer beint í skotið en það fer framhjá.
45. mín
+11
Mikill darraðadans í teig FH-inga og endar boltinn í hornspyrnu.
45. mín Gult spjald: Ástbjörn Þórðarson (FH)
+10
45. mín
+8
Ekki góð mínúta fyrir Viktor Örn, hann átti óþarfa brot í aðdraganda marksins, fékk gult spjald og ,,lagði upp" markið.
45. mín MARK!
Davíð Snær Jóhannsson (FH)
DAVÍÐ SNÆR AÐ KOMA FH YFIR! +6
Haraldur Einar kemur með fyrirgjöf á fjærsvæðið eftir aukaspyrnu, Viktor Örn ætlar að hreinsa en boltinn fer af Viktori og beint á Davíð Snæ sem setur boltann framhjá Antoni Ara og í netið!
45. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
+5
45. mín Gult spjald: Eyþór Aron Wöhler (Breiðablik)
+2
45. mín
Leikurinn farinn aftur af stað! 12 mínútum bætt við.
45. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Út:Kjartan Kári Halldórsson (FH)
+8
45. mín
Kjartan er borinn í sjúkrabílinn og stúkan klappar fyrir honum.
Óskum Kjartani skjóts bata.
45. mín
Sjúkraflutningamennirnir hlúa að Kjartani en vilja ekki færa hann.
45. mín
Sjúkrabíllinn kominn! Góðar fréttir.
44. mín
Leikmenn fara í búningsklefana! Leikmenn og þjálfarar beggja liða eru farnir í búningsklefana.
41. mín
Það er beðið eftir sjúkrabíl og mun leikurinn ekki halda áfram þangað til að hann kemur.
36. mín
Sýnist að það sé verið að hringja í sjúkrabíl, leikurinn ennþá stopp.
Þeir vilja greinilega ekki hreyfa við Kjartani fyrst börurnar eru ekki notaðar.
33. mín
Kjartan Kári liggur niðri eftir samstuð við Anton Ara og þarfnast aðhlynningar. Það þarf að bera Kjartan af velli, greinilega eitthvað að í hálsinum.
31. mín
FH-ingar fá sitt fyrsta horn, boltinn ratar á kollinn á Ólafi Guðmunds sem skallar boltann framhjá.
29. mín
Blikar aftur í góðu færi! Breiðablik fær aukaspyru í fyrirgjafastöðu, boltinn fer beint á kollinn á Höskuldi sem sneiðir boltann rétt framhjá.
27. mín
Kjartan Henry í frábæru færi en flaggaður rangstæður, rétt ákvörðun.
20. mín
ÞARNA MUNAÐI LITLU! Höskuldur lyftir boltanum skemmtilega inn fyrir vörn FH, Viktor Karl kominn í góða stöðu og rennir boltanum framhjá Daða og þaðan lekur boltinn í stöngina og útaf!
18. mín
Blikar fá hornspyrnu, boltinn fer á Viktor Örn sem nær ekki nægilegum krafti í skallann og Daði grípur boltann örugglega.
15. mín
Blikar vilja vítaspyrnu! Kristinn Steindórs leikur á Finn Orra og fellur svo við en Erlendur Eiríksson segir ekkert víti!
12. mín
Viktor Karl ýtir hendinni sýnist mér í andlitið á Birni Daníel, Viktor heppinn með að sleppa með ekkert spjald.
9. mín
Kjartan Kári tekur aukaspyrnu á miðjum velli og setur hann beint á Kjartan Henry sem setur boltann á markið en Anton Ari ver örugglega.
Fínasta færi FH-inga.
3. mín
STÓRHÆTTULEGT FÆRI! Viktor Karl rennir boltanum á Höskuld sem fer framhjá varnarmanni FH-inga og er kominn í frábæra stöðu við vítapunkt hann tekur skotið en Daði Freyr ver frábærlega!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Heimamenn byrja með boltann og sækja í átt að Sporthúsinu.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inná völlinn, nú styttist í að þetta hefjist!
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn! Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks gerir 5 breytingar frá síðasta leik. Inn í liðið koma þeir Damir Muminovic, Kristinn Steindórsson, Anton Logi, Eyþór Aron Wöhler og Andri Rafn Yeoman.

Heimir Guðjóns gerir einungis eina breytingu á liði sínu, Gyrðir Hrafn er í leikbanni og því ekki með í dag en í hans stað kemur Grétar Snær Gunnarsson.
Fyrir leik
Benedikt Warén spáir í spilin Benedikt Warén leikmaður Vestra er spáir sannfærandi sigri Breiðabliks.

Blix 4 - 0 FH
,,Blikarnir eru vel ferskir eftir fríið og vinna öruggan sigur á FH. Wöhlerinn mætir fullur af sjálfstrausti eftir alvöru innkomu með landsliðinu og setur þrjú mörk, Damir skorar svo alvöru mark beint úr aukaspyrnu."

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Tveir Blikar tæpir fyrir leikinn í kvöld Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks mætti í viðtal til Fótbolta.net, þar greindi hann frá því að Kristófer Ingi væri meiddur í ökkla og er tæpur fyrir leikinn í kvöld og sömuleiðis er Jason Daði tæpur.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Spennandi tímar framundan hjá Blikum Eftir leikinn í kvöld undirbúa Blikar sig fyrir ferðalag til Ísraels, þar sem þeir munu mæta Maccabi Tel Aviv og hefja leik í Sambandsdeildini.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Efstu 4 sætin gefa evrópusæti Þar sem Víkingur varð bikarmeistari í gær mun fjórða sæti Bestu deildarinnar veita þátttökurétt í forkeppni Sambandsdeildarinnar á næsta tímabili.

Með sigri í dag fer Breiðablik langleiðina með að tryggja sér sæti í Evrópu, en mikil barátta er á milli FH, Stjörnunnar og KR um að ná Evrópusæti.

Stöðutaflan:

1. Víkingur - 56
2. Valur - 42
3. Breiðablik - 38
4. Stjarnan - 34
---------------
5. FH - 34
6. KR - 32
Fyrir leik
Liðin mættust fyrir tveimur vikum Breiðablik og FH mættust í síðustu umferð Bestu-deildarinnar fyrir tvískiptingu. FH hafði þar betur en enduðu leikar 2-0 fyrir þeim svarthvítu og unnu þá FH-ingar sinn fyrsta leik á gervigrasi í 720 daga.

Breiðablik 0-2 FH
0-1 Kjartan Henry Finnbogason '54
0-2 Eetu Mömmö '92

Lestu um leikinn

Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fyrir leik
Leikurinn færður vegna veðurs Leikurinn átti upphaflega að vera í gær klukkan 13:00 en sökum veðurs var hann færður yfir á daginn í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Úrslitakeppnin er hafin! Veriði hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu beint frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik tekur á móti FH í fyrstu umferð í úrslitakeppni Bestu-deildar karla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
Kjartan Henry Finnbogason ('83)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson
4. Ólafur Guðmundsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Kjartan Kári Halldórsson ('45)
8. Finnur Orri Margeirsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Davíð Snær Jóhannsson
22. Ástbjörn Þórðarson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
6. Eggert Gunnþór Jónsson
19. Eetu Mömmö ('83)
22. Dagur Traustason
26. Dani Hatakka
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('45)
37. Baldur Kári Helgason

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Axel Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Ástbjörn Þórðarson ('45)
Ólafur Guðmundsson ('58)
Grétar Snær Gunnarsson ('63)

Rauð spjöld: