Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
Valur
4
1
FH
Haukur Páll Sigurðsson '8 1-0
1-1 Davíð Snær Jóhannsson '27
Adam Ægir Pálsson '62 2-1
Aron Jóhannsson '66 3-1
Patrick Pedersen '76 4-1
01.10.2023  -  19:15
Origo völlurinn
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: Fínar. Nánast logn. Undir ljósunum!
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Aron Jóhannsson
Byrjunarlið:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('30)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Hlynur Freyr Karlsson ('86)
7. Aron Jóhannsson ('76)
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
17. Lúkas Logi Heimisson ('76)
20. Orri Sigurður Ómarsson
22. Adam Ægir Pálsson ('76)

Varamenn:
Kristján Hjörvar Sigurkarlsson (m)
5. Birkir Heimisson ('76)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('30)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('76)
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('76)
18. Þorsteinn Emil Jónsson ('86)
29. Óliver Steinar Guðmundsson

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Örn Erlingsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson

Gul spjöld:
Birkir Már Sævarsson ('72)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fjörugur leikur að baki. FH gátu lítið sem ekkert í seinni hálfleik og Valsmenn nýttu sér það!

Viðtöl og skýrsla væntanleg!

Takk fyrir mig!
94. mín
Næsta spyrnan fer yfir allan pakkann og rennur í sandinn.
93. mín
Davíð tekur hornið sem Sveinn kýlir í annað horn!
93. mín
Davíð Snær sækir hornspyrnu fyrir FH!
92. mín
Hörður Ingi reynir fyrirgjöf inn á teiginn sem Björn Daníel skallar yfir markið.
90. mín
3 mínútur í það minnsta í uppbót
87. mín
Daði nær að handsama boltann.
86. mín
Valsmenn að fá horn! Birkir reynir skotið í fyrsta sem Björn Daníel kemst fyrir. Bjargar bara marki því þetta var alltaf á leiðinni inn!
86. mín
2005 og 2004 komnir inn á!
86. mín
Inn:Baldur Kári Helgason (FH) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
86. mín
Inn:Þorsteinn Emil Jónsson (Valur) Út:Hlynur Freyr Karlsson (Valur)
84. mín
Dauðafæri! Mikið klafs inni á teignum sem endar með því að Hlynur fær boltann alveg uppvið markið nánast en skotið hans fer því miður yfir.
83. mín
Valsmenn að fá enn eitt hornið!
81. mín
FH-ingarnir hreinsa í innkast.
80. mín
Valsmenn að fá horn! Skothríð að marki FH sem endar með horni sem Valur á!
76. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur) Út:Lúkas Logi Heimisson (Valur)
76. mín
Inn:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur) Út:Aron Jóhannsson (Valur)
76. mín
Inn:Birkir Heimisson (Valur) Út:Adam Ægir Pálsson (Valur)
76. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Aron Jóhannsson
Valsmenn að valta yfir FH í seinni hálfleiknum! Aron Jóh fær boltann einn í gegn og rennur honum til hliðar á Patrick Pedersen sem klárar í nánast autt mark. Valsmenn að gera út um þennan leik. FH-ingarnir komu bara mjög bitlausir út í seinni hálfleikinn!

Ná FH-ingarnir að koma til baka úr þessari vonlausri stöðu?
74. mín
Munaði litlu! Aron með frábæra fyrirgjöf inn á teiginn. Hólmar er þar mættur, nánast einn á auðum sjó, og nær skotinu í fyrsta sem fer rétt framhjá!
73. mín
Valsmenn að fá hér hornspyrnu!
72. mín Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Valur)
71. mín
Inn:Eggert Gunnþór Jónsson (FH) Út:Grétar Snær Gunnarsson (FH)
70. mín
Rangur! Davíð með frábæra sendigu inn fyrir á Gyrði sem tekur skotið. Gyrðir er staðsettur inni í markmannsteignum en Sveinn sér við honum. Flaggið fór síðan á loft.
66. mín
Inn:Eetu Mömmö (FH) Út:Haraldur Einar Ásgrímsson (FH)
66. mín
Inn:Hörður Ingi Gunnarsson (FH) Út:Dani Hatakka (FH)
66. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH) Út:Kjartan Henry Finnbogason (FH)
66. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Valur)
Ertu ekki að grínast?! Adam Ægir fær boltann inni á teig FH og ætlar að koma með boltann inn á teiginn en Finnur Orri skallar frá. Daði Freyr ætlaði að koma úr markinu og taka boltann en Finnur skallar boltann í burtu. Boltinn fer hinsvegar beint á Aron Jóh sem sér að Daði er ekki staðsettur frábærlega í marki FH og kemur með þessa volley sleggju í fyrsta fyrir utan vítateiginn og boltinn singur í netinu!

Litla markið maður!
62. mín MARK!
Adam Ægir Pálsson (Valur)
Stoðsending: Patrick Pedersen
Stórkostleg skyndisókn hjá Valsmönnum! Valsmenn vinna boltann og bruna í sókn!

Lúkas Logi keyrir upp völlinn og kemur boltanum á Patrick Pedersen sem rennir honum til hliðar á Adam Ægi sem getur ekki annað en skorað. Hann var búinn að reyna trekk í trekk fyrr í leiknum og náði aldrei að koma boltanum í netið en það tókst. Einn á auðum sjó inni á vítateig FH og er mjög yfirvegaður. Klárar með glæsibrag.

Verðskuldað finnst mér!
59. mín
Lélegt bara Aron og Sigurður Egill reyna einhverja úrfærslu sem endar með því að Kiddi Freyr kemur með fyrirgjöf sem Daði handsamar.
58. mín
Horn sem Valsmenn fá! Finnur Orri með misheppnaða hreinsun.
58. mín Gult spjald: Davíð Snær Jóhannsson (FH)
Brýtur á miðjum vellinum og verðskuldar spjald.
56. mín
Eftir mikið klafs inni á teig FH-inga ná FH-ingarnir að hreinsa. Með herkju þó.
55. mín
Valsmenn að fá horn!
54. mín
Lúkas Logi kemur með bolta inn fyrir á Aron Jóh sem er í baráttu við Björn Daníel. Björn dettur og Aron með engan varnarmann fyrir framan sig en Daði var vakandi í markinu og kemst á undan í boltann. FH-ingar hinsvegar ekki sáttir og vilja aukaspyrnu á Aron.
52. mín
Adam Ægir aftur nálægt því! Birkir Már kemst inn í gegn og fellur við í teignum eftir samstuð við Ólaf Guðmunds. Hann rís hinsvegar aftur á lappir og kemur með bolta út á Adam Ægi sem á skotið rétt yfir. Markið liggur í loftinu hjá AP!
48. mín
Davíð með geggjaða sendingu inn á teig FH sem Dani Hatakka fær og ætlar senda inn á teiginn en kikksar bara boltann sýnist mér.
46. mín
Leikur hafinn
Þá er seinni hálfleikurinn kominn aftur í gang á ný!

Það eru gestirnir úr Hafnafirði sem eiga upphafssparkið!
Get alveg tekið undir það
45. mín
Hálfleikur
Þá er góður dómari leiksins búinn að flauta í hálfleik. Engin flugeldasýning en samt sem áður erum við komin með tvö mörk í þennan leik.

Tökum okkur korter og sjáumst aftur að vörmu spori!
45. mín
Rangur! Haraldur Einar kemur með geggjaða sendingu yfir varnarlínu Vals og á Kjartan Henry. Kjartan kemur þá með fast skot á markið sem Sveinn í marki Valsmanna ver. Flaggið fór síðan á loft. Mjög tæpt.
45. mín
Lúkas Logi kemur með boltann á Adam Ægi sem reynir þriðja skotið sitt á skömmum tíma við d-bogann. Skotið fer hinsvegar rétt yfir markið að þessu sinni.
45. mín
+3 í uppbót í það minnsta
44. mín
Valsmenn að ógna Aron Jóh fær boltann inn fyrir frá Lúkasi Loga og er kominn í fína stöðu inn á teig FH-inga. Hann reynir skotið sem fer hinsvegar í hliðarnetið.
41. mín
Adam Ægir aftur á ferðinni! Nokkrum sekúndum síðar fær hann boltann fyrir utan vítateiginn og tekur skotið í fyrsta sem fer rétt framhjá.

Valsmenn að vakna?
41. mín
Rétt yfir! Löng og mjög góð sókn hjá Valsmönnum sem endar með því að Sigurður Egill kemur með boltann út í teiginn á Adam Ægi sem reynir skot í fyrsta en það fer rétt yfir.
40. mín
Erfitt að reyna að finna eitthvað til þess að skrifa um hérna á Hlíðarenda. Mjög bragðdauft en FH kannski ívið líklegri.
35. mín
Haraldur Einar kemur með bolta inn á teiginn. Hólmar Örn rennur og Davíð fær boltann einn á auðum sjó. Þetta var hinsvegar ekki alveg draumstaðan fyrir Davíð og hann hefur lítinn tíma til að athafna sig og reynir hjólhestarspyrnu sem misheppnast.
30. mín
Inn:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Meiddur af velli.

Var búinn að kvarta í nokkur skipti áður en kemur af velli núna.
27. mín MARK!
Davíð Snær Jóhannsson (FH)
Stoðsending: Haraldur Einar Ásgrímsson
Allt orðið jafnt! Frábær sókn hjá FH sem endar með geggjuðu marki!

Löng sókn hjá FH. Þeir voru búnir að reyna allskonar fyrirgjafir og annað rétt áður en náðu aldrei að finna neinar almennilegar opnanir. Nú þá fékk Haraldur Einar boltann við d-bogann og kemur honum inn fyrir á Davíð sem klárar glæsilega!

Geggjuð þræðing og frábær afgreiðsla!
24. mín
Haukur Páll er búinn að setjast niður og þarf aðhlynningu. Þetta er í annað sinn í leiknum sem hann kvartar undan meiðslum.
23. mín
Boltinn kemur inn á teig en Björn Daníel skallar boltann yfir.
22. mín
Horn sem FH á! Frábær sókn hjá FH. Vuk fær boltann í gegn frá Birni Daníel. Vuk rennir honum til hliðar á Davíð Snæ sem á skot í varnarmann og aftur fyrir.
19. mín
Birkir Már gerir vel fyrir utan teig FH og nær skoti við d-bogann sem ratar samt beint á Daða í marki FH.
17. mín
Björn Daníel skallar boltann frá eftir fyrir gjöf frá Aroni.
16. mín
Valsmenn að fá horn! Adam Ægir sendir Patrik einan í gegn. Patrik kemur með bolta inn á teiginn sem FH-ingar hreinsa í horn!
15. mín
Frábær björgun! Davíð Snær fær boltann á miðjum vellinum og kemur með hælsendingu í fyrsta í gegn á Kjartan Henry sem er þá sloppinn skyndilega einn í gegn. Hólmar Örn er hinsvegar sneggri og nær boltanum. Frábær björgun hjá Hólmari!
8. mín MARK!
Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Aron Jóhannsson
Fyrirliðinn að koma Valsmönnum í forystu! Aron Jóh nánast sótti hornið og tók það sjálfur!

Kemur með boltann inn á nærsvæðið þar sem Haukur Páll er mættur. Hann er hreinlega bara grimmari og nær að stanga boltann í netið. Geggjað mark hjá Hauki í mögulega kveðuleiknum á Origo vellinum!

Brekka fyrir Hafnfirðinga hér í upphafi!
7. mín
Valsmenn að fá horn!
6. mín
Aron Jóh fær boltann frá Hauki Páli og reynir skot langt fyrir utan teig en boltinn fer rétt framhjá. Ekki í fyrsta skiptið sem við höfum séð hann reyna þetta!
3. mín
Aron Jóh með glæsilega sendingu upp kantinn á Sigurð Egil sem reynir fyrirgjöf en Daði Freyr var vel vakandi og nær að handsama boltann áður en einhver Valsmaður kemst í hann.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta komið í gang!

Valsmenn eiga upphafssparkið!

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Liðin bæði klár! Þá ganga liðin til vallar og Besta stefið ómar í tækjunum hér á Hlíðarenda er leikmenn takast í hendur.
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár! Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, gerir fjórar breytingar á liðinu sem vann Breiðablik á dögunum. Inn í liðið koma þeir Birkir Már Sævarsson, Haukur Páll Sigurðsson, Adam Ægir Pálsson og Lúkas Logi Heimisson fyrir þá Birki Heimisson, Kristinn Frey Sigurðsson, Tryggva Hrafn Haraldsson og Guðmund Andra Tryggvason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Heimir Guðjónsson gerir hinsvegar eina breytingu á liðinu sem tapaði gegn Víkingi í vikunni. Hann Ástbjörn Þórðarson dettur úr liðinu fyrir Dani Hatakka. Ástbjörn er einmitt að taka út leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald í seinasta leik FH gegn Víkingi R.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Fyrir leik
Viðureignir liðanna í sumar Viðureignir liðanna í sumar hafa verið mjög skemmtilegar. Liðin hafa mæst tvisvar sinnum í hefðbundnri deildarkepni.

FH 3-2 Valur
Davíð Snær Jóhannsson '23 1-0
1-1 Kristinn Freyr Sigurðsson '24
1-2 Patrick Pedersen '33
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson '49 2-2
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson '59 3-2
Lestu um leikinn hér
Þessi fimm marka leikur var ansi fjörugur og þá aðalega vegna aðstæðna. Það var hellidemba þann 26. ágúst og margir pollar sem höfðu myndast inn á Kaplakrikavelli þann dag. Þessir blessuðu pollar höfðu svo sannarlega gífurleg áhrif á leikinn og hvernig hann þróaðist.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Valur 1-1 FH
Adam Ægir Pálsson '9 1-0
1-1 Kjartan Henry Finnbogason '45
Jóhann Ægir Arnarsson '57 Rautt spjald
Lestu um leikinn hér
Það var aðeins skárra veður í þessum leik en mörkin vöru mun færri þótt við fengum eitt rautt spjald. Það voru tveir alvöru skemmtikraftar sem sáu um markaskorunina í þessum leik.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fyrir leik
Dómarateymið í kvöld! Það verður hann Sigurður Hjörtur Þrastarson sem fær það krefjandi verkefni að dæma þennan leik. Mennirnir sem aðstoða hann við það eru þeir Eðvarð Eðvarðsson og Þórður Arnar Árnason. Varadómarinn í dag er hann Helgi Mikael Jónasson en Þórður Georg Lárusson sér um eftirlitið.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
FH þarf 26 marka sigur til að ná Stjörnunni FH eru í alvöru séns á að ná evrópusæti. Þeir eru í harðri baráttu við Breiðablik og Stjörnuna en ef FH vinnur með 26 mörkum í dag komast þeir upp í evrópusæti á skoruðum mörkum. Þeir eru þremur stigum á eftir Stjörnunni og fjórum stigum á eftir Breiðablik. FH á hinsvegar leik til góða á Breiðablik en Stjarnan spilar á móti Víkingi á morgun. Ef FH-ingum mistekst að vinna í kvöld er brekkan orðin frekar brött í átt að evrópu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Fyrir leik
Hefðu orðið meistarar sumarið 2016 Það er aðeins eitt tímabil af seinustu 10 tímabilum í efstu deild þar sem stigafjöldi Valsmanna í hefðbundnri deildarkepni hefði nægt þeim íslandsmeistaratitilinn. Það var árið 2016 þegar mótherjar þeirra í dag, FH, unnu Pepsi deildina, eins og hún hét þá, með einungis 43 stigum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Fyrir leik
Valsarar spila fyrir stoltið Eins og margir vita þá eru Valsarar búnir að tryggja sér annað sætið í deildinni. Það voru allir nokkuð öruggir á því að Valur myndi ekki ná Víking eða að Blikar myndu ná Völsurum þegar úrslitakepnin hófst. En það er líklega er þetta bara fínasta sumar hjá Val í deildinni. Það er lítið sem ekkert sem liðin í deildinni geta gert til að soppa þessa Víkingsvél. Svona eins og Man City í Englandi, óstöðvandi.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Seinasti leikur Vals var á fimmtudaginn þegar þeir unnu Breiðablik 4-2 í bráðskemmtilegum leik þar sem daninn Patrick Pedersen skoraði ekki nema þrjú mörk.
Lestu um leikinn hér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkomin á Hlíðarenda! Heilir og sælir ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Vals og FH. Heimir Guðjóns snýr á sinn gamla heimavöll en það er mikið í húfi í dag fyrir FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
Kjartan Henry Finnbogason ('66)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson ('66)
4. Ólafur Guðmundsson (f)
6. Grétar Snær Gunnarsson ('71)
8. Finnur Orri Margeirsson
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Davíð Snær Jóhannsson
26. Dani Hatakka ('66)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('86)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('66)
6. Eggert Gunnþór Jónsson ('71)
16. Hörður Ingi Gunnarsson ('66)
19. Eetu Mömmö ('66)
22. Dagur Traustason
37. Baldur Kári Helgason ('86)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Ólafur H Guðmundsson
Axel Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Andres Nieto Palma
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Davíð Snær Jóhannsson ('58)

Rauð spjöld: