Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
Í BEINNI
Besta-deild karla
FH
7' 0
0
ÍA
Ísland
1
1
Lúxemborg
Orri Steinn Óskarsson '23 1-0
1-1 Gerson Rodrigues '46
13.10.2023  -  18:45
Laugardalsvöllur
Undankeppni EM
Dómari: Sebastian Gishamer (Austurríki)
Byrjunarlið:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Alfons Sampsted
4. Guðlaugur Victor Pálsson
5. Sverrir Ingi Ingason
8. Arnór Sigurðsson ('85)
10. Hákon Arnar Haraldsson
14. Kolbeinn Finnsson
15. Willum Þór Willumsson ('70)
19. Ísak Bergmann Jóhannesson ('70)
20. Orri Steinn Óskarsson ('70)
21. Arnór Ingvi Traustason

Varamenn:
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
13. Elías Rafn Ólafsson (m)
3. Guðmundur Þórarinsson
6. Hjörtur Hermannsson
9. Jón Dagur Þorsteinsson ('70)
10. Gylfi Þór Sigurðsson ('70)
11. Alfreð Finnbogason ('70)
16. Júlíus Magnússon
17. Aron Einar Gunnarsson
18. Mikael Anderson ('85)
22. Andri Lucas Guðjohnsen
23. Kristian Hlynsson

Liðsstjórn:
Age Hareide (Þ)
Jóhannes Karl Guðjónsson

Gul spjöld:
Sverrir Ingi Ingason ('66)
Kolbeinn Finnsson ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Svekkjandi jafntefli niðurstaðan hér í kvöld.

Eftir virkilega góðan fyrri hálfleik datt leikur liðsins niður í þeim síðari. Svekkjandi jöfnunarmark á fyrstu mínutu þar var ekki að hjálpa.
93. mín
Einn gegn marki. Gerson einn í gegn og Rúnar ekki í markinu en hann setur boltann framhjá.

Flaggið fór reyndar á loft í þokkabót.
91. mín
Ísland á hornspyrnu.

Rúnar Alex mætir inn á teiginn.
90. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti þrjár mínútur.
90. mín
Mikael Neville með boltann fyrir markið en gestirnir skalla frá rétt áður en að Jón Dagur nær að reka ennið í boltann á fjær
89. mín
Rúnar Alex tæpur, fær Gerson á móti sér í pressunni og nær að leika á hann. Enginn afgangur af því samt.
Mark Lúxemborgar má sjá hér, fyrir áhugasama:
Elvar Geir Magnússon
87. mín
Jón Dagur í dauðafæri en setur boltann í stöngina!
Hákon ber boltann upp miðjuna og setur hann út til hægri á Mikael. Hann keyrir inn á teiginn upp að endamörkum og setur hann fyrir markið þar sem Jón Dagur mætir á fjær og hamrar boltann í stöngina og afturfyrir af stuttu færi.

Færið þröngt vissulega en verður að gera betur.
85. mín
Inn:Olivier Thill (Lúxemborg) Út: Mica Pinto (Lúxemborg)
85. mín
Inn:Mikael Anderson (Ísland) Út:Arnór Sigurðsson (Ísland)
83. mín
Gylfi lætur vaða en veggurinn heldur vel og boltinn í horn,
82. mín
Ísland fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað.

3 metrum fyrir utan teig ögn til vinstri.
81. mín
Arnór Sig vinnur horn fyrir Ísland.
81. mín
Góð sókn Íslands, Jón Dagur fær boltann í prýðisstöðu en finnur ekki samherja í teignum.
80. mín
Gerson með fast skot í átt að marki en boltinn framhjá
75. mín Gult spjald: Kolbeinn Finnsson (Ísland)
73. mín
Góð barátta í Kolbeini sem vinnur horn.

Gylfi tekur.

Frábær spyrna á nærstöngina en gestirnir komast fyrir skalla Gulla að marki.
70. mín
Inn:Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland) Út:Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland)
Gríðarlegur fögnuður úr stúkunni fylgir.
70. mín
Inn:Alfreð Finnbogason (Ísland) Út:Orri Steinn Óskarsson (Ísland)
70. mín
Inn:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland) Út:Willum Þór Willumsson (Ísland)
69. mín
Samskeytin!
Sinani með skot fyrir gestina í samskeytin og út. Þar sluppum við.
68. mín
Ísland er að undirbúa þrefalda skiptingu. Og hún er sóknarsinnuð get ég sagt.

Alfreð, Gylfi og Jón Dagur að gera sig klára.
66. mín Gult spjald: Sverrir Ingi Ingason (Ísland)
66. mín
Stúkan syngur inn á með ...... Megið giska einu sinni á hvern stúkan vill inná.
64. mín Gult spjald: Christopher Martins (Lúxemborg)
Christopher Martins fer niður í teignum og dómarinn flautar. Brot á Lúxemborg og spjald fyrir dýfu.
61. mín
Inn:Mathias Olesen (Lúxemborg) Út:Vincent Thill (Lúxemborg)
Elvar Geir Magnússon
54. mín
Gestirnir sækja, Thill með sendingu fyrir markið frá hægri. Sinani tekur hlaupið á fjærstöng en nær ekki til boltans og markspyrna niðurstaðan.

Miklu áræðnara lið Lúxemborgar sem mætir til leiks í þessum síðari hálfleik.
53. mín
Hornspyrna frá hægri inn á teig Lúx. Sverrir Ingi skallar boltann í átt að marki en Moris grípur inn í.
Átti Rúnar Alex að gera betur?
Elvar Geir Magnússon
51. mín
Vinnum boltann á miðjum vellinum. Willum ber boltann upp en á vonda sendingu út til hægri er hann nálgast teiginn og ekkert verður úr.
50. mín
Þetta mark var eins og köld vatnsgusa framan í flesta hér á vellinum. Eftir jákvæðan fyrri hálfleik að byrja þann síðari svona.
46. mín MARK!
Gerson Rodrigues (Lúxemborg)
Það er einmitt það
Tók hann undir mínútu að skora.

Fær boltann um 20 metrum frá marki með bakið í markið. Fær tíma og pláss til að snúa og skjóta og boltinn liggur í bláhorninu.

Upp úr nákvæmlega engu.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
46. mín
Inn: Laurent Jans (Lúxemborg) Út: Eldin Dzogovic (Lúxemborg)
46. mín
Inn:Gerson Rodrigues (Lúxemborg) Út:Alessio Curci (Lúxemborg)
Tvær breytingar hjá gestunum í hálfleik.

Gerson Rodrigues þeirra helsta stjarna meðal annars að mæta til vallar.
45. mín
Orri fagnar marki sínu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Elvar Geir Magnússon
45. mín
xG bardaginn Ísland 1,92 - Lúxemborg 0,08
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks Með boltann: 49% - 51%
Marktilraunir: 11-3
Sóknir: 25-10
Hornspyrnur: 2-1
Kláraðar sendingar: 178-144
Markvörslur: 0-1
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Nokkrar fleiri myndir úr fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Elvar Geir Magnússon
45. mín
Mark Íslands í fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur

Heilt yfir fínasti fyrri hálfleikur hjá Íslandi. Verið mun betri aðilinn og skapað margar virkilega góðar stöður. Eina er að við hefðum getað farið betur með þessar góðu stöður og skapað fleiri afgerandi færi.
45. mín
Ein mínúta í uppbótartíma.

Ísland með aukaspyrnu nánast á vítateigslínu við endalínu vinstra megin. Boltinn lagður útfyrir teiginn þar sem skotið kemur en beint í varnarmann.
44. mín Gult spjald: Alessio Curci (Lúxemborg)
Fer harkalega í Arnór Ingva og uppsker fyrir það gult spjald. Ekki sáttur við það þó.
42. mín
Thill með skot að marki fyrir gestina en hittir ekki markið.
41. mín
Ísak með skot rétt yfir. Guðlaugur með gull af sendingu yfir varnarlínu Lúx á Arnór, hann tekur boltann niður og freistar þess að koma honum fyrir markið. Boltinn af varnarmanni útfyrir teiginn þar sem Ísak lætur vaða í fyrsta en rétt yfir markið.
39. mín
Gestirnir haldið boltanum talsvert síðustu minútur en ekki gert neitt við hann til að tala um.
Nýr Kolli
Elvar Geir Magnússon
33. mín
Gestirnir sækja, Guðlaugur Viktor setur boltann afturfyrir í horn.

Ömurleg hornspyrna sem stoppar á fyrsta manni.
Vond þróun í veitingasölunni
Elvar Geir Magnússon
30. mín
Willum sækir horn
Sjáðu mark Orra
Elvar Geir Magnússon
28. mín
Arnór Ingvi!
Pressa Íslenska liðsins er búin að vera frábær í fyrri hálfleik. Vinna hér boltann við vítateig gestanna, Moris út úr stöðu og Arnór Ingvi reynir að lyfta boltanum yfir hann og í netið. Því miður fer boltinn hárfínt framhjá markinu.
Fólk að skemmta sér yfir frammistöðunni
Elvar Geir Magnússon
Tögl og haldir
Elvar Geir Magnússon
23. mín MARK!
Orri Steinn Óskarsson (Ísland)
Stoðsending: Arnór Sigurðsson
Orri Steinn opnar þetta
Frábært spil Íslands á vinstri kantinum. Hákon Arnar með stórglæsilega sendingu innfyrir á Arnór sem kemst upp að endamörkum og leggur boltann fyrir markið þar sem Orri dýfir sér á milli miðvarða Lúxara og skorar af stuttu færi.

Hans fyrsta landsliðsmark.
22. mín
Sláin bjargar Lúxemborg! Aukaspyrna tekin inn á teignn sem gestirnir skalla frá, beint fyrir fætur Arnórs ?em á hörkuskot sem fer af varnarmanni og smellur í slánni og út.

Svo nálægt því þarna!
21. mín Gult spjald: Enes Mahmutovic (Lúxemborg)
Ljótt brot á Orra úti til vinstri. Fær réttilega gult spjald.
Vantar meiri skilvirkni
Elvar Geir Magnússon
17. mín
Sverrir Ingi og Anthony Moris í samstuði inn á teig Lúxemborgar eftir aukaspyrnu. Sverrir stendur þetta af sér en Moris fer beint í grasið og kveinkar sér. Fljótur á fætur þó aftur.
14. mín
Fyrsta skot gestaliðsins.

Vincent Thill leikur inn völlinn frá vinstri og reynir skotið. Víðsfjarri markinu fer boltinn.
12. mín
Orri í frábæru færi!
Ísak með boltann fyrir markið frá vinstri, Orri Steinn laumar sér afturfyrir varnarmann og nær skallanum sem siglir rétt framhjá stönginni fjær.
10. mín
Skemmtileg útfærsla beint af æfingasvæðinu sem fer nærri en bara ekki nógu nálægt.

Boltinn tekinn með jörðinni inn á teiginn á Orra sem framlengir hann út í teiginn þar sem Ísak er með tíma og pláss, skot hans því miður yfir markið.
10. mín

Aftur vinnum við boltann hátt á vellinum. Hákon fær sendingu innfyrir en varnarmenn komast fyrir og boltinn í horn.
Gestunum er drullukalt
Elvar Geir Magnússon
7. mín
Hákon Arnar með alvöru hlaup.
Guðlaugur með frábæran bolta yfir varnarlínu gestanna fyrir Hákon að elta. Hákon tímasetur hlaupið upp á 10 og tekur boltann niður í teignum. Færið þó heldur þröngt og Moris lokar vel á hann og ver.
6. mín
Martins brýtur hér augljóslega á Hákoni Arnari á vallarhelmingi Lúxemborgara en sá austurríski lætur sér fátt um finnast. Hákon ekki sáttur og tekur stutt spjall við hann er boltinn fer útaf.
3. mín
Sókn upp vinstra meginn, Arnór fær utanáhlaupið frá Kolbeini sem reynir fyrirgjöf sem fer á ofanverða slánna og afturfyrir.
2. mín
Vinnum boltann á miðjunni.
Hákon finnur Willum úti hægra megin sem setur boltann á Orra sem reynir skotið einn gegn einum varnarmanni en setur boltann beint í hann.
1. mín
Leikur hafinn
ÁFRAM ÍSLAND!
Þetta er farið af stað, það eru gestirnir sem hefja leik hér og sækja í átt Laugardalslaug og gegn vindinum í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Liðin að ganga til vallar
Styttist óðum í að leikurinn hefjist, þjóðsöngvar og formlegheit næst á dagskrá og svo 90 mínútur af fótbolta og helst íslenskur sigur.

Fólk er enn að tínast í stúkuna en í dag kom fram að búist væri við um 6000 manns á völlinn í kvöld.
Fyrir leik
Heitir þetta kynslóðaskipti?
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Vonandi að leikurinn ylji í kuldanum Veðuraðstæður teljast seint sérstaklega vænar þetta kvöldið.
Þegar flautað verður til leiks má búast við að hitinn verði heil ein gráða og vindur um 10m/s úr norðri. Góðu fréttirnar eru þó að það er þurrt og ekki útlit fyrir úrkomu á meðan á leik stendur.

Vissara samt fyrir þá sem eru á leið á völlinn að hafa með sér úlpu,húfu og vettlinga. Eða bara gamla góða krafgallann ef því er að skipta.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
VARist eftirlíkingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það fer fátt meira í taugarnar á Age Hareide landsliðsþjálfara okkar en blessað VARið. VAR-skjárinn er allavega mættur á Laugardalsvöllinn hvort sem honum líkar betur eða verr.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fyrsti byrjunarliðsleikur Ísaks í rúmt ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísak Bergmann Jóhannesson er í byrjunarliði Íslands gegn Lúxemborg í undankeppni Evrópumótsins í kvöld.

Ísak hefur verið að leika afskaplega vel með Fortuna Düsseldorf í upphafi tímabilsins í Þýskalandi og fær núna tækifæri til að láta ljós sitt skína með landsliðinu.

Þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur Ísaks í keppnisleik í rúmt ár, eða frá því hann byrjaði í jafntefli gegn Albaníu í Þjóðadeildinni.

Ísak byrjaði báða leikina á Baltic Cup í nóvember en það er erfitt að telja þá leiki sem keppnisleiki.

Hann var allan tímann á bekknum í síðasta leik gegn Bosníu en er væntanlega staðráðinn í að sýna sig og sanna fyrir nýja landsliðsþjálfaranum, Age Hareide, í kvöld.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Stærsta stjarna Lúxemborgar á bekknum
Mynd: EPA

Sóknarmaðurinn Gerson Rodrigues, stærsta stjarna landsliðs Lúxemborgar, er á varamannabekknum.

Hann var ekki valinn í síðasta glugga vegna agavandamála, Lúxemborg var þá án hreinræktaðrar 'níu' en það truflaði liðið ekki þegar það vann 3-1 sigur gegn Íslandi á heimavelli sínum í september.

Rodrigues hafði skrópaði á tvær æfingar í glugganum á undan og ekkert náðist í hann. Honum var því vísað úr hópnum.

„Eina sem ég vil segja er að þegar góðir leikmenn eru tilbúnir að leggja sig alla fram fyrir landsliðið þá eru þeir valdir," sagði Luc Holtz landsliðsþjálfari á fréttamannafundi þegar hann var spurður út í endurkomu Rodrigues í hópinn.

Rodrigues er markahæstur í sögu landsliðs Lúxemborgar, með sextán mörk. Hann er vandræðagemsi en hann spilar nú fyrir Sivasspor í Tyrklandi.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þrjár breytingar frá síðasta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Frá síðasta leik gegn Bosníu eru þrjár breytingar. Sverrir Ingi Ingason, Ísak Bergmann Jóhannesson og Arnór Sigurðsson koma inn í liðið frá þeim leik.

Hjörtur Hermannsson og Mikael Neville Anderson fara á bekkinn frá þeim leik, en Jóhann Berg Guðmundsson er frá vegna meiðsla.

Gylfi Þór Sigurðsson er á bekknum en það er spurning hvort hann fái mínútur í kvöld.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Íslands
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hafliði Breiðfjörð er með myndavélina að vopni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hvað segir fólkið í landinu?
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ekki erfitt að velja fyrirliða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Aron Einar Gunnarsson er í hópnum en hann er tæpur vegna meiðsla og getur ekki byrjað leikinn. Gylfi Þór Sigurðsson kemur heldur ekki til með að byrja leikinn.

Jóhann Berg Guðmundsson var með fyrirliðabandið í síðasta glugga en hann er ekki með í þessum glugga vegna meiðsla.

Age Hareide, landsliðsþjálfari, sagði að það hefði ekki verið erfitt að velja fyrirliða. „Nei," sagði Hareide einfaldlega.

„Sverrir er reyndur leikmaður og hann er leiðtogi. Það er alltaf forskot að vera með leiðtoga aftarlega á vellinum. Þá geturðu talað í gegnum allt liðið. Við söknuðum hans í síðasta glugga gegn Lúxemborg. Ég er ánægður að hann sé kominn til baka."
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Íslenska landsliðið í hefndarhug
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Í síðasta mánuði mættust liðin í Lúxemborg og þá tapaði Ísland 3-1. Það er leikur sem strákarnir okkar vilja gleyma en Sverrir Ingi Ingason, sem verður fyrirliði í kvöld, talaði aðeins um hann á fréttamannafundi. Sverrir var ekki með í þeim leik vegna meiðsla.

„Við vitum það náttúrulega að við gerðum rosalega mikið af mistökum í þeim leik, gefum vítaspyrnu eftir fjórar vítaspyrnur og fáum rautt spjald. Það var ótrúlega mikið sem fór úrskeiðis í þeim leik. Við höfum litið yfir það hvað fór úrskeiðis og við vitum það sjálfir að frammistaðan var ekki nægilega góð," sagði Sverrir.

„Við sýndum í sumar að við getum keppt á móti mjög góðum fótboltaliðum. Lúxemborg er mjög gott fótboltalið og hafa gert mjög vel í þessum riðli. Við verðum að virða það að þeir eru með mjög gott lið. En við vitum það sjálfir að frammistaðan var alls ekki nægilega góð."

Strákarnir eru á heimavelli í kvöld og ætla að bæta upp fyrir tapið vonda í síðasta mánuði. Okkar lið er enn að horfa í það að ná öðru sætinu í riðlinum þrátt fyrir að það verði erfitt.

„Við teljum að við eigum góða möguleika á að vinna. Við ætlum að gera það sem við getum til að ná því. Þessi leikur gegn Lúxemborg er rosalega stór fyrir þennan hóp eftir það hvernig leikurinn fór úti og hvernig hann spilaðist. Það særði leikmannahópinn hvernig við töpuðum. Það sást hvernig menn komu til baka gegn Bosníu, það var karakter í liðinu. Það er það sem þetta lið er þekkt fyrir, liðsandi og menn stóðu saman," sagði Sverrir.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Staðan? Portúgal hefur unnið alla leiki riðilsins, skorað 24 mörk og ekki enn fengið mark á sig. Í síðasta glugga vann Portúgal 1-0 sigur gegn Slóvakíu og slátraði svo Lúxemborg 9-0.

Portúgal mun innsigla sæti á EM í Þýskalandi með því að vinna Slóvakíu á föstudaginn. Jafntefli dugar ef Ísland vinnur Lúxemborg.

EM verður haldið í Þýskalandi á næsta ári og Ísland heldur í vonina um að taka þátt. Fyrsta skref er að taka sex stig í þessum glugga en á máudag kemur Liechtenstein í heimsókn á Laugardalsvöllinn Líklegast er hinsvegar að íslenska landsliðið fari í umspil í mars, í gegnum árangur í Þjóðadeildinni.

föstudagur 13. október
18:45 Ísland-Lúxemborg (Laugardalsvöllur)
18:45 Liechtenstein-Bosnía-Hersegóvína (Rheinpark)
18:45 Portúgal-Slóvakía (Estadio do Dragao)

Mynd: BBC
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þriðja liðið er frá Austurríki
Mynd: EPA

Austurríkismaðurinn Sebastian Gishamer mun dæma leikinn en í fyrra dæmdi hann vináttulandsleik Íslands og Venesúela sem fór einmitt fram í Austurríki. Roland Ridel og Santino Schreiner verða aðstoðardómarar á Laugardalsvelli á föstudag og fjórði dómari Walter Altmann. VAR dómararnir koma líka frá Austurríki, VAR dómari er Manuel Schuettengruber.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Lúxemborg mætir á Laugardalsvöll
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá Laugardalsvelli, þar sem fram fer landsleikur Íslands og Lúxemborgar í undankeppni EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Anthony Moris (m)
2. Maxime Chanot
3. Enes Mahmutovic
5. Alessio Curci ('46)
8. Christopher Martins
10. Danel Sinani
11. Vincent Thill ('61)
13. Dirk Carlson
15. Eldin Dzogovic ('46)
16. Leandro Barreiro
17. Mica Pinto ('85)

Varamenn:
12. Ralph Schon (m)
23. Tiago Pereira (m)
4. Seid Korac
6. Aiman Dardari
7. Lars Gerson
9. Gerson Rodrigues ('46)
14. Olivier Thill ('85)
18. Laurent Jans ('46)
19. Mathias Olesen ('61)
20. Timothe Rupil
21. Sébastien Thill
22. Marvin Martins

Liðsstjórn:
Luc Holtz (Þ)

Gul spjöld:
Enes Mahmutovic ('21)
Alessio Curci ('44)
Christopher Martins ('64)

Rauð spjöld: