Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
SKN St. Pölten
0
1
Valur
0-1 Lise Dissing '75
18.10.2023  -  17:00
Pölten vann fyrri leikinn 4-0
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
Aðstæður: NV Arena
Dómari: Catarina Campos (Portúgal)
Byrjunarlið:
33. Carina Schlüter (m)
3. Anna Johanning
7. Mária Mikolajová
9. Rita Schumacher ('46)
11. Valentina Mädl
17. Sarah Mattner
19. Julia Tabotta
22. Jennifer Klein ('29)
24. Mateja Zver
27. Ella Touon
77. Diana Lemesová

Varamenn:
30. Melissa Abiral (m)
93. Natalia Piatek (m)
6. Aldiana Amuchie
10. Isabelle Meyer ('29)
15. Ella Mastrantonio
18. Melanie Brunnthaler ('46)
44. Mariella Falkensteiner

Liðsstjórn:
Liese Brancao-Ribeiro (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Niðurstaðan samanlagt: St Pölten 4-1 Valur St. Pölten vann í heildina öruggan sigur í einvíginu eftir að hafa rúllað yfir Val í fyrri leiknum. Austurríska liðið fer því áfram en þátttöku Vals í Evrópukeppninni þetta árið er lokið.

Tölfræði leiksins:
Marktilraunir: 15-9
Hornspyrnur: 6-6
Rangstöður: 0-3
Fótbolti.net
92. mín
Inn:Rebekka Sverrisdóttir (Valur) Út:Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
Fótbolti.net
92. mín
Inn:Sigríður Theód. Guðmundsdóttir (Valur) Út:Berglind Rós Ágústsdóttir (Valur)
Fótbolti.net
90. mín
Uppbótartími í gangi.
Fótbolti.net
87. mín
Sarah Mattner með tilraun á rammann Fanney ver.
Fótbolti.net
84. mín
Fanndís Friðriksdóttir með marktilraun Carina Schlüter varði.
Fótbolti.net
83. mín
Mateja Zver tók hornspyrnu
Fótbolti.net
75. mín
Inn:Fanndís Friðriksdóttir (Valur) Út:Lise Dissing (Valur)
Fótbolti.net
75. mín
Inn:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Valur) Út:Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur)
Fótbolti.net
75. mín
Inn:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur) Út:Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
Fótbolti.net
75. mín MARK!
Lise Dissing (Valur)
Stoðsending: Bryndís Arna Níelsdóttir
Valur nær að skora! Minnkar muninn í þessu einvígi niður í 4-1.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net
Fótbolti.net
68. mín Gult spjald: Lára Kristín Pedersen (Valur)
Braut á Isabelle Meyer.
Fótbolti.net
65. mín
Arna Sif Ásgrímsdóttir með marktilraun Carina Schlüter ver.
Fótbolti.net
56. mín
Mária Mikolajová með skot á mark Fanney ver.
Fótbolti.net
54. mín Gult spjald: Laura Frank (Valur)
Fyrsta gula spjald leiksins
Fótbolti.net
46. mín
Inn:Melanie Brunnthaler (SKN St. Pölten) Út:Rita Schumacher (SKN St. Pölten)
Fótbolti.net
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Staðan enn markalaus í þessum seinni leik en Pölten leiðir einvígið sjálft 4-0 eftir að hafa rúllað yfir fyrri leikinn á Hlíðarenda. Allt sem bendir til þess að Valur kveðji Evrópu eftir 45 mínútur... nema eitthvað algjörlega ótrúlegt eigi sér stað.
Fótbolti.net
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikstölfræði Marktilraunir: 7-4
Hornspyrnur: 1-2
Rangstöður: 0-2
Fótbolti.net
41. mín
Rita Schumacher með skot Fanney ver.
Fótbolti.net
32. mín
Mateja Zver með skot Fanney Inga Birkisdóttir ver.
Fótbolti.net
30. mín
Valentina Mädl með skot Fanney Inga Birkisdóttir ver.
Fótbolti.net
29. mín
Inn:Isabelle Meyer (SKN St. Pölten) Út:Jennifer Klein (SKN St. Pölten)
Fótbolti.net
27. mín
Berglind Rós Ágústsdóttir með skot Aftur nær Schlüter að verja.
Fótbolti.net
24. mín
Lise Dissing með fyrstu marktilraun Vals Carina Schlüter nær að verja.
Fótbolti.net
20. mín
Staðan enn markalaus Heimakonur hafa átt einu marktilraunirnar sem eru komnar til þessa.
Fótbolti.net
10. mín
Mjög róleg og tíðindalaus byrjun á leiknum
Fótbolti.net
1. mín
Leikur hafinn
Aðeins um úrslitaþjónustu að ræða Því miður er ekki um ítarlega textalýsingu að ræða frá þessum leik, heldur úrslitaþjónustu þar sem það allra helsta sem gerist í leiknum er sett inn.

Catarina Campos frá Portúgal er búin að flauta leikinn á.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fótbolti.net
Fyrir leik
Vonbrigði fyrir Val að leikurinn tapaðist illa
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður út í fyrri leikinn á fréttamannafundi. Er það áhyggjuefni að íslenskt félagslið tapi 4-0 í Meistaradeildinni?

„Fyrst og fremst eru þetta vonbrigði fyrir Val að leikurinn tapist illa. Fyrri hálfleikurinn var allt í lagi en seinni hálfleikurinn var ekki þeirra besti," sagði Steini.

„Austurríska liðið er fjórtánda hæst á styrkleikalistanum og Valur er í 48. sæti... þetta eru þá ekki í sjálfu sér óeðlileg úrslit. Austurríska liðið er gott og hefur verið gott í mörg ár. Þær hafa tapað einum titli á síðustu tíu árum eða eitthvað svoleiðis. Þetta er gott lið og hefur alltaf verið í baráttunni. Þær eru með góða leikmenn og þær eru gott atvinnumannalið, en þetta eru vonbrigði fyrir Val."
Fótbolti.net
Fyrir leik
Þær nýttu sín færi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er hægt að segja helling,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir tapið í fyrri leiknum.

„Mér fannst við spila þetta vel í fyrri hálfleik, við lokuðum vel á þær. Ódýrt mark sem við fáum á okkur svo fáum við annað markið á okkur sem mér fannst ódýrt líka, bara langskot sem þær skora úr. Þá fannst mér svona dofna yfir öllu hjá okkur“

Í stöðunni 2-0 var eins og Valskonur hefðu hreinlega gefist upp og þær fá á sig önnur tvö mörk á tíu mínútna kafla. Þá var holan orðin ansi djúp og það verður erfitt að skríða upp úr henni.

„Ég ætla að taka það fram að þetta er gott lið, þetta er klínískt lið og þær nýttu sín færi. Ég held þær hafi átt kannski fjögur skot á markið og þær skora fjögur mörk. Við náttúrulega vorum að reyna ákveðna hluti og stundum gengur það upp og stundum ekki.“
Fótbolti.net
Fyrir leik
Svekkt með frammistöðuna í fyrri leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara hundfúl, ég er virkilega svekkt með okkar frammistöðu,“ sagði Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmaður Vals, eftir fyrri leikinn.

„Mér fannst þegar við fáum á okkur annað eða þriðja markið hausinn á okkur detta og við erum að svekkja okkur sem að má ekkert í svona leikjum, þá refsa þær. Mér fannst 4-0 ekki sýna getumuninn á þessum liðum en þær mættu til leiks og við ekki þannig að það fór svona.“

„Við erum að klúðra einföldum sendingum, gefum þeim allt of auðvelda leið að markinu okkar og vorum að pirra okkur eftir hverja sendingu og svekkja okkur í staðinn fyrir að bregðast við og reyna að vinna hann strax aftur. Ég held að það hafi verið smá pirringur eftir einhvern tíma og við verðum einhvernveginn að halda okkur á jörðinni, setja hausinn niður og gera vinnuna og reyna að fá það sem við getum úr þessum leik“
segir Anna þegar hún var spurð að því hvort að leikurinn hafi farið frá þeim þegar hausinn fór.

Í miðjum seinni hálfleik kölluðu Valsarar í liðsfund á vellinu og aðspurð hvað hafi verið sagt þar svarar hún:

„Mér fannst það helsta sem við þurftum að breyta var nálgunin okkar á leiknum. Við þurftum bara að rífa hausinn upp, kassann út og keyra á þær. Í svona leikjum þá skiptir markatalan máli þannig ef við hefðum náð að pota inn einu eða tveimur mörkum þá hefði það hjálpað okkur fyrir seinni hálfleikinn. Það var bara að þétta okkur sækja á þær, þora að keyra á þær.“
Fótbolti.net
Fyrir leik
Það er gríðarlega erfitt verkefni framundan fyrir Valskonur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er gríðarlega erfitt verkefni framundan fyrir Valskonur

Liðið mætir St. Pölten í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar í Austurríki.

Þær austurrísku fóru illa með Valskonur hér heima og eru með 4-0 forystu eftir fyrri leikinn svo það þarf mikið að gerast til að Valur komist áfram.

Fyrri leikurinn:

Valur 0 - 4 SKN St. Pölten
0-1 Sarah Mattner ('13 )
0-2 Rita Schumacher ('53 )
0-3 Valentina Mädl ('59 )
0-4 Valentina Mädl ('63 )
Lestu um leikinn
Fótbolti.net
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Laura Frank
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f) ('92)
13. Lise Dissing ('75)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('75)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('92)
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('75)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir

Varamenn:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
9. Amanda Jacobsen Andradóttir
14. Rebekka Sverrisdóttir ('92)
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('75)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('75)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('75)
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('92)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Matthías Guðmundsson

Gul spjöld:
Laura Frank ('54)
Lára Kristín Pedersen ('68)

Rauð spjöld: