Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Besta-deild karla
Fylkir
15' 0
0
Stjarnan
Besta-deild karla
Valur
73' 1
0
Fram
Víkingur R.
5
3
Valur
1-0 Elfar Freyr Helgason '1 , sjálfsmark
1-1 Birkir Már Sævarsson '13
Halldór Smári Sigurðsson '60
Hajrudin Cardaklija '62
Nikolaj Hansen '91 , misnotað víti 1-1
1-2 Sigurður Egill Lárusson '91 , víti
Matthías Vilhjálmsson '91 , víti 2-2
2-2 Patrick Pedersen '91 , misnotað víti
Ari Sigurpálsson '91 , víti 3-2
3-3 Adam Ægir Pálsson '91 , víti
Karl Friðleifur Gunnarsson '91 , víti 4-3
4-3 Kristinn Freyr Sigurðsson '91 , misnotað víti
Oliver Ekroth '91 , víti 5-3
01.04.2024  -  19:30
Víkingsvöllur
Meistarar meistaranna
Aðstæður: Eins mikið gluggaveður og það gerist!
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Frederik Schram (Valur)
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson ('75)
10. Pablo Punyed
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('46)
12. Halldór Smári Sigurðsson
19. Danijel Dejan Djuric ('66)
24. Davíð Örn Atlason
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('75)
27. Matthías Vilhjálmsson

Varamenn:
16. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson ('66)
8. Viktor Örlygur Andrason
15. Bjarki Björn Gunnarsson
17. Ari Sigurpálsson ('75)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('46)
23. Nikolaj Hansen ('75)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Aron Baldvin Þórðarson
Óskar Örn Hauksson
Lúðvík Már Matthíasson

Gul spjöld:
Halldór Smári Sigurðsson ('40)
Oliver Ekroth ('62)
Arnar Gunnlaugsson ('65)
Matthías Vilhjálmsson ('72)

Rauð spjöld:
Halldór Smári Sigurðsson ('60)
Hajrudin Cardaklija ('62)
Leik lokið!
Til hamingju Víkingur Reykjavík! Þeir halda bara áfram að vinna titla!

Viðtöl og fleira á leiðinni!

91. mín Mark úr víti!
Oliver Ekroth (Víkingur R.)
EKROTH VINNUR ÞETTA FYRIR VÍKING!
91. mín Misnotað víti!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Ingvar ver í annað sinn!
91. mín Mark úr víti!
Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Tekur smá hik og Schram fer í rétta átt en inn fer hann!
91. mín Mark úr víti!
Adam Ægir Pálsson (Valur)
Adam öruggur!
91. mín Mark úr víti!
Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Kemur Víkingum yfir!
91. mín Misnotað víti!
Patrick Pedersen (Valur)
Slök spyrna! Ingvar nánast grípur boltann!
91. mín Mark úr víti!
Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.)
Bara copy paste hjá Sigurði!
91. mín Mark úr víti!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Beint í sammarann!
91. mín Misnotað víti!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Langt framhjá!
90. mín
Leik lokið! - Vítakeppni Hefðbundinn leiktími liðinn og við erum á leið í vítaspyrnukeppni!
90. mín
Valsmenn hugmyndasnauðir Valsmenn hafa náð að nýta sér það illa að vera einum manni fleiri og það lítur allt út fyrir það að við séum á leiðinni í vítaspyrnukeppni.
90. mín
Erlingur geysir upp vinstri kantinn og kemur með ekkert spes fyrirgjöf sem Valsmenn hreinsa beint á Gilla sem á skotið yfir.
90. mín
+4 í uppbót
88. mín
Valsmenn líklegri Búið að vera mjög rólegur leikur eftir rauða spjaldið. Bæði lið varla skapað sér færi.
86. mín
Inn:Bjarni Guðjón Brynjólfsson (Valur) Út:Lúkas Logi Heimisson (Valur)
83. mín
Inn:Gísli Laxdal Unnarsson (Valur) Út:Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
78. mín
Höddi Magg og Jói Kalli botna ekki í mótmælum Víkinga þegar rauða spjaldið fór á loft
   01.04.2024 21:02
Höddi Magg segir Víkinga sýna agaleysi - „Getur ekki hagað þér eins og þér sýnist“
Elvar Geir Magnússon
77. mín
Matti Villa nær skallanum sem fer framhjá. Hann vill meina að þetta hafi farið af Valsara og aftur fyrir en Ívar dæmir markspyrnu.
76. mín
Erlingur að sækja horn fyrir Víkinga!
75. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
Arnar að krydda þetta með þessum skiptingum
75. mín
Inn:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Arnar að krydda þetta með þessum skiptingum
74. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Valur) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
74. mín
Veggurinn sér við Tryggva Tryggvi tekur skotið í vegg Víkinga
73. mín
Það væri ruglað að vera með Gylfa inn á núna ég viðurkenni það alveg
72. mín Gult spjald: Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.)
Brýtur á Tryggva Hrafni inni í D-boganum eftir skyndisókn Valsmanna.
67. mín
Víkingar komnir í 4-4-1
66. mín
Inn:Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.) Út:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
ÍR-ingurinn knái mættur hingað til leiks!

Arnar ætlar víst að þétta þetta aðeins.
65. mín Gult spjald: Arnar Gunnlaugsson (Víkingur R.)
Alvöru sprettur! Tók sprettinn með möppuna í hendinni í áttina að fjórða dómaranum. Mótmælti úthlaupi Frederiks Schram í áttina að Erlingi sem slapp einn í gegn og missti boltann út í innkast.
64. mín
Algjört Kaós! Halldór Smári fer í alltof groddaralega tæklingu og með hreinum ólíkindum að Víkingum hafi tekist að mótmæla þessu. Það fara spjöld á loft hægri vinstri og allt síður upp úr!

62. mín Gult spjald: Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur)
62. mín Gult spjald: Oliver Ekroth (Víkingur R.)
62. mín Rautt spjald: Hajrudin Cardaklija (Víkingur R.)
Þeir tryllast allir á bekknum hjá Víkingi! Markvarðaþjálfari Víkings rekinn upp í stúku fyrir mótmæli!
60. mín Rautt spjald: Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Annað gula og rautt! Hann var á spjaldi og fer í alltof groddaralega tæklingu á Lúkas Loga sem verðuskuldar eiginlega bara beint rautt frekar enn annað gula.

Hann verður þá í banni gegn Stjörnunni!

60. mín
Erlingur kemur boltanum fyrir markið sem Helgi tekur niður og nær skoti á markið sem Freederik Schram ver enn eina ferðina mjög vel.
58. mín
Djuric með fyrirgjöfina inn á teiginn sem Frederik Schram kýlir í burtu.
57. mín
Víkingar fá hér hornspyrnu
57. mín
Smá myndasyrpa í boði Hafliða Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

56. mín
Frederik Schram! Valdimar kemur boltanum inn á teiginn og boltinn endar á Daniel Djuric sem er aleinn og skallar boltanum á markið. Frederik Schram, sem hefur verið að halda Valsmönnum inn í þessum leik, ver stórkostlega!

Sá er að eiga leik!
53. mín
Víkingar sækja og sækja! Valdimar keyrir upp hægri vænginn og kemur með boltann fyrir. Helgi nær þá skallanum sem fer rétt framhjá marki Valsmanna.
51. mín
Pablo með glæsilegan bolta inn á teiginn sem Davíð Örn skallar en Frederik ver í markinu!
50. mín
Hvað er í gangi?! Víkingur R. keyrir núna upp í hættulega sókn og fiska hornspyrnu!
49. mín
FREDERIK SCHRAM! Hann er búinn að vera í allskonar vanræðum í dag í uppspili Valsmanna. Núna gefur hann boltann beint á Pablo Punyed sem keyrir einn, reyndar með Aron Jóh í bakinu, inn á teiginn og er kominn 1 á 1 gegn Frederik Schram. Frederik ver þá glæsilega þegar Pablo lætur vaða á markið og bjargar sjálfum sér.
48. mín
Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn ánægður með Aron í 'sexunni'
   01.04.2024 20:33
Jói Kalli hrifinn af frammistöðu Arons Jó sem varnartengiliður
Elvar Geir Magnússon
47. mín
Rétt yfir markið! Klaufagangur hjá Tryggva Hrafn sem á sendingu inn á miðsvæðið sem fer beint á Daniel Djruic. Hann keyrir upp völlinn í átt að vítateig Valsmanna og tekur skotið sem ratar rétt yfir markið!

Alvöru byrjun á þessum seinni hálfleik!
46. mín
ÞETTA ER BYRJAÐ! Góða skemmtun!

Vonandi fáum við markasúpu í seinni hálfleik!
46. mín
Inn:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) Út:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
Einhver breyting greinilega í varnarlínu Víkings.
46. mín
Inn:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Út:Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
Gylfi Sig tekinn af velli í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Ívar Orri flautar til hálfleiks. Bara fínasti leikur og það kom meira að segja smá hiti í leikinn undir lok fyrri hálfleiks. Fáum við vítaspyrnukeppni?

Sjáumst aftur eftir korter eða svo!
45. mín
Illa nýtt skyndisókn Frábær skyndisókn hjá Valsmönnum. Birkir keyrir upp hægri vænginn og kemur boltanum út á Lúkas Loga sem er aleinn inni í d-boganum og tekur skotið í fyrsta langt yfir. Ekki nógu vel gert hjá Lúkasi þarna.
42. mín
Pablo með boltann fyrir sem Frederik handsamar vel.
42. mín
Víkingar fá horn - Næstum því sjálfsmark Gísli með boltann inn á teiginn sem Birki skallar í horn en næstum því í eigið net
40. mín Gult spjald: Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Það er kominn hiti í þetta Keyrir inn í Birki Má beint fyrir framan varamannabekk Víkinga og Víkingar allt annað en sátti. Í kjölfarið eiga sér stað smá orðaskipti milli Arnars Gunnlaugs og Birkis.
39. mín
Komin hálka inn á vellinum? Frederik Schram með hræðilega sendingu sem ratar beint til Daniel Djuric. Hann keyrir inn á teiginn og kemur síðan með boltann á Matta Vill, sem ýtir Gylfa Sig frá sér, tekur skotið en Frederik ver vel.
36. mín
Pablo Punyed tekur spyrnuna inn á teiginn sem endar á kollinum á Helga Guðjóns. Valsmen komast fyrir skallann, boltinn hrekkur þá út á Halldór Smára sem tekur skotið í fyrsta en Frederik Schram ver það skot þægilega.
35. mín
Víkingar fá horn!
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
31. mín
Pablo tekur spyrnuna sem Valsmenn hreinsa. Boltinn fer þá aftur inn á teiginn og við það myndast mikið klafs en á endanum handsamar Frederik Schram boltann.
31. mín
Víkingur fær horn!
30. mín
Djuric og Pablo sjá um að taka spyrnuna en hún fer yfir allan pakkann og Valsmenn hreinsa í horn.
29. mín
Valsmenn fá horn Djuric fer niður inni í teig Valsmanna og Víkingar vilja vítaspyrnu en fá horn.
26. mín
Ef leikurinn fer jafntefli þá fer þetta beint í vítaspyrnukeppni.
22. mín
Vel gert Hólmar! Frábært spil hjáVíkingum sem endar með því að Pablo Punyed kemur boltanum inn fyrir á Valdimar sem er í stöðugri baráttu við Hólmar Örn um boltann en Hólmar gerir glæsilega og sækir brot.
18. mín
Víkingar hreinsa boltanum út í innkast.
18. mín
Valsmenn fá aukaspyrnu út við hliðarlínu. Ágætis staðsetning fyrir Gylfa að koma með boltaf yrir.
13. mín MARK!
Birkir Már Sævarsson (Valur)
VINDURINN! ERTU BARA EKKI AÐ GRÍNAST?!

Gylfi Sig tekur hornið út Aron Jóh sem tekur skotið í varnarmann. Boltin fer þá í lappirnar á Birki Má sem bara lætur vaða og vá!

Ingvar Jóns virtist hafa misreiknað flugið á boltanum þarna en ég tek ekkert af Birki. Litla bomban hjá Birki!

Alvöru byrjun á leiknum!

12. mín
Valsmenn fá horn! Lúkas Logi gerir glæsilega inni á teig Víkinga og sækir hornspyrnu
9. mín
Byrjunarliðin Valur (4-3-3)
Frederik Schram
Birkir Már - Hólmar Örn - Elfar Freyr - Sigurður Egill
Gylfi Sig - Aron Jóh - Lúkas
Jónatan Ingi - Patrick Pedersen - Tryggvi Hrafn

Víkingur R. (4-4-2)
Ingvar Jóns
Davíð Örn - Gísli Gottskáld - Oliver Ekroth - Halldór Smári
Erlingur - Matti Villa - Pablo Punyed - Daniel Djuric
Helgi - Valdimar Þór
6. mín
Gísli Gottskáld með tilraun fyrir utan teiginn sem fer yfir markið.
4. mín
Víkingar tóku þa ákvörðun fyrir leik að vökva völlinn í þessu frosti þannig það er alls ekkert frábært skyggni fyrir okkur blaðamennina í dag. En það er bara eins og það er.
1. mín SJÁLFSMARK!
Elfar Freyr Helgason (Valur)
Stoðsending: Gísli Gottskálk Þórðarson
MAAARRRKKKK!!!! DRAUMABYRJUN VÍKINGA!

Valsmenn sofandi á verðinum. Innkast sem Víkingar eiga og Sigurður Egill fær hann yfir sig. Erlingur Arnarsson fær þá boltann inni á teig Valsmanna og kemur honum fyrir á Helga Guðjóns. Helgi nær að mér sýnist snertingu á boltann en það var Elfar Freyr sem átti seinustu snertinguna og sjálfsmark líklega rétt.

Þetta byrjar skemmtilega!

1. mín
Leikur hafinn
Góða skemmtun! Þá er þetta byrjað!

Góða skemmtun og megi liðin skora hressilega vel í kvöld!
Fyrir leik
Arnar Grétars á RÚV um Gylfa: ,,Allir vita hvað Gylfi getur. Hann er búinn að taka tvo leiki núna og vonandi klárar hann allavega 45 mínútur og svo skoðum við hvernig ástandið á honum er. Hann lítur alltaf betur og betur út, það er helvíti gott að vera kominn með hann og hann er á réttu róli. Það er jákvætt."
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Lets go! Liðin ganga þá til vallar og þetta er alveg að byrja!

Hörkumæting líka!
Fyrir leik
Styttist Liðin ganga þá til búningsklefa og gera sig klár í slaginn!
Hvað gerist í kvöld?
Fyrir leik
Gunnlaugsson vs Grétarsson Arnar Gunnlaugs og Arnar Grétars hafa mæst 9 sinnum á þjálfaraferlinum. Arnar Gunnlaugs hefur oftar unnið þessa leiki en svona lítur þessi tölfræði út:

Arnar Grétarsson vinnur: 2
Jafntefli: 2
Arnar Gunnlaugsson vinnur: 5
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Fyrir leik
Dómarateymið Ívar Orri Kristjánsson fær það skemmtilega verkefni að dæma þennan leik. Ívar er með Eystein Hrafnkelsson og Egil Guðvarð Guðlaugsson með sér til halds og trausts í dag. Twana Khalid Ahmed er varadómari en Gunnar Jarl Jónsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Raggi Óla

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Stór tíðindi í dag Það hrannast inn stórtíðindin í dag úr herbúðum Vals. Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni segir á Twitter í dag að Gylfi Þór Sigurðsson verði í byrjunarliði Vals í leiknum í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Einnig er það orðið staðfest að miðjumaðurinn Bjarni Mark Duffield hefur gert samning við Val um að leika með félaginu næstu þrjú árin. Bjarni sem er 28 ára gamall kemur til Vals frá Start í Noregi.
Mynd: Valur
Fyrir leik
Valsarar ætla sér stóra hluti Það er varla til íslenskt félagslið sem hefur verið meira í umræðunni í vetur en Valur. Þeir hafa átt hreint úr sagt magnaðan félagskiptaglugga og kröfurnar sem eru settar á Hlíðarendafélagið í sumar eru miklar. Valur áttu mjög skrítið sumar í fyrra. Duttu snemma úr bikarnum gegn 1. deildarliði Grindavíkur á heimavelli og áttu einhvernveginn aldrei séns í Víkinga en samt var 2. sætið aldrei í hættu hjá Valsmönnum. En eins og ég sagði áðan að þá hlýtur krafan að vera Íslandsmeistaratitill og bikarmeistaratitill á Hlíðarenda. Það er enginn húmor fyrir neitt annað þar þegar breiddin og hópurinn er orðin svona sterkur.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Vetur Valsmanna tíðindamikill
Valsmenn hafa verið allt í öllu í vetur á félagskiptamarkaðnum. Stærstu félagskiptin eru eflaust heimkoma Gylfa Þórs Sigurðssonar sem er ein stærsta heimkoma í sögu fótboltans hér á Íslandi. Einnig hafa þeir bætt við sig yngri leikmönnum eins og Gísla Laxdal, Jakobi Franz og Bjarna Guðjón til að nefna einhverja. Valsmenn töpuðu á dögunum gegn ÍA á heimavelli í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum Lengjubikarsins.

En svona lítur þessi ágæti gluggi Vals út:

Komnir
Gylfi Þór Sigurðsson frá Lyngby
Jónatan Ingi Jónsson frá Sogndal
Bjarni Mark Duffield frá Start
Bjarni Guðjón Brynjólfsson frá Þór
Gísli Laxdal Unnarsson frá ÍA
Jakob Franz Pálsson frá Venezia
Stefán Þór Ágústsson frá Selfossi
Ólafur Flóki Stephensen frá Grindavík (var á láni)

Farnir
Hlynur Freyr Karlsson til Haugesund
Andri Rúnar Bjarnason í Vestra
Birkir Heimisson í Þór
Haukur Páll Sigurðsson orðinn aðstoðarþjálfari
Sveinn Sigurður Jóhannesson
Guy Smit til KR (var á láni hjá ÍBV)

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Víkingar ennþá bestir? Víkingur R. unnu tvöfalt í fyrra og sýndu það þá að þeir eru besta liðið á landinu. Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig Víkingarnir koma inn í þetta tímabil í mjög öflugri Bestu deild. Verður áherslan lögð á Evrópu frekar en á deildina eins og Blikar gerðu kannski í fyrra? Það er erfiðara að verja titil en að sækja hann eins og Arnar Gunnlaugsson, þálfari Víkinga, hefur oft sagt. En leikurinn í dag verður líka áhugaverður fyrir þær sakir að Valur mun eflaust vera að etja kappi við Víkinga um Íslandsmeistaratitilinn fram að sumri ef marka má alla virtustu sérfræðinga og sparkspekinga landsins.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Áhugaverður vetur Víkinga
Víkingar hafa átt mjög áhugaverðan vetur. Þeir unnu auðvitað Reykjavíkurmótið í vetur þrátt fyrir að hafa tapað úrslitaleiknum þar sem KR-ingar tefldu fram ólöglegum leikmanni. En þeir áttu ekki farsælan Lengjubikar. Þeir lentu í 3. sætinu í sínum riðli. KA og ÍA voru fyrir ofan þá. Víkingar kláruðu sín félagskipti frekar snemma miðað við önnuð lið. Það eru auðvitað alltaf einhver spurningarmerki með suma leikmenn sem hafa komið inn en það eru fá lið sem eru með jafn góða breidd og með jafn góðan strúktúr og lið Víkinga.

En svona lítur þessi ágæti gluggi Víkinga út:

Komnir
Jón Guðni Fjóluson frá Hammarby
Valdimar Þór Ingimundarson frá Sogndal
Óskar Örn Hauksson frá Grindavík
Pálmi Rafn Arinbjörnsson frá Wolves
Bjarki Björn Gunnarsson frá ÍBV (var á láni)
Sveinn Gísli Þorkelsson frá Fylki (var á láni)

Farnir
Birnir Snær Ingason til Halmstad
Logi Tómasson til Strömsgodset
Kyle McLagan í Fram
Þórður Ingason hættur
Arnór Borg Guðjohnsen til FH (var á láni - seldur)

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Meistarar meistaranna! Heilir og sælir ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Víkings R. og Vals. Meistari meistaranna er leikur þar sem Íslandsmeistararnir frá því í fyrra mæta bikarmeisturunum frá því í fyrra. Þar sem Víkingur R. tók báða þessa titla fá þeir Val, sem lenti í 2. sæti í fyrra, í heimsókn. Leikurinn fer fram á heimavelli hamingjunnar í Víkinni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
4. Elfar Freyr Helgason
7. Aron Jóhannsson
8. Jónatan Ingi Jónsson ('83)
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('74)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
17. Lúkas Logi Heimisson ('86)
23. Gylfi Þór Sigurðsson ('46)

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('46)
16. Gísli Laxdal Unnarsson ('83)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Jakob Franz Pálsson
22. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('86)
24. Adam Ægir Pálsson ('74)

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason

Gul spjöld:
Hólmar Örn Eyjólfsson ('62)

Rauð spjöld: