Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Besta-deild karla
Fylkir
30' 0
0
Stjarnan
Besta-deild karla
Valur
89' 1
0
Fram
Fram
0
1
Víkingur R.
0-1 Erlingur Agnarsson '64
15.04.2024  -  19:15
Lambhagavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Sól og kalt
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 1403
Maður leiksins: Pablo Punyed
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
6. Tryggvi Snær Geirsson ('82)
7. Guðmundur Magnússon (f)
9. Kennie Chopart (f)
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes ('90)
71. Alex Freyr Elísson ('82)

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
15. Breki Baldursson
17. Adam Örn Arnarson ('82)
25. Freyr Sigurðsson ('82)
27. Sigfús Árni Guðmundsson
31. Þengill Orrason
32. Aron Snær Ingason ('90)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Ingi Rafn Róbertsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Alex Freyr Elísson ('74)
Tiago Fernandes ('80)
Rúnar Kristinsson ('80)

Rauð spjöld:
@Breiiiiiiiiiii Sölvi Haraldsson
Skýrslan: Framarar rændir og sigurhefð Víkinga
Hvað réði úrslitum?
Það er bara mjög góð spurning sem er erfitt að svara. En ætli það sé ekki bara sigurhefði Víkinga sem réði þessum úrslitum. Þeir finna einhvernveginn alltaf leiðir til að vinna leiki. Auðvitað eru einhverjir dómar í leiknum sem voru rangir og hefðu breytt þróun leiksins. En staðreyndin er sú að Víkingar vinna ósanngjarnan sigur í kvöld.
Bestu leikmenn
1. Pablo Punyed
Eini maðurinn í Víkingstreyjunni sem gat eitthvað í kvöld að mínu mati. Skildi allt eftir inn á vellinum og sýndi það enn eina ferðina hvað hann er mikill sigurvegari. Ótrúlega klókur og býr til þetta sigurmark fyrir Víkinga með frábærri hreyfingu.
2. Már Ægisson
Var valinn besti maður Framara í kvöld af vallarþulinum og ég verð að vera smá sammála honum. Geggjaður í vinstri bakverðinum fannst mér í kvöld. Skapaði fullt af færum fyrir framara og varðist vel líka.
Atvikið
Ég myndi klárlega velja markið sem var tekið af Alexi Frey í fyrri hálfeik. Markið átti alltaf að standa og með hreinum ólíkindum að hann hafi dæmt hendi. Leikurinn hefði þróast allt öðruvísi ef markið hefði staðið. Síðan áttu Framarar líka að fá vítaspyrnu í lokin þegar Halldór Smári tekur Guðmund Magnússon niður
Hvað þýða úrslitin?
Víkingar eru með fullt hús stiga og ekki búnir að fá á sig mark í fyrstu tveimur leikjum deildarinnar en Framarar þrufa að sætta sig við svekkjandi tap í dag.
Vondur dagur
Verð því miður eins leiðinlegt og mér finnst að ræða dómara að velja Jóhann Inga. Alls ekki vel dæmdur leikur. Alltof mikið flautað. Línan var mjög furðuleg með spjöld, eins og hún hefur kannski verið í upphafi móts og stórar ákvarðanir sem hann tekur í kvöld voru ekki réttar. Markið átti að standa hjá Alexi og Framarar áttu að fá vítaspyrnu í lokin að mínu mati.
Dómarinn - 3
Verð því miður að gefa Jóhanni falleinkunn í dag. Ekki bara stóru ákvarðanirnar sem urðu honum að falli heldur líka mjög furðuleg lína. Mjög lélegt flæði fannst mér í leiknum, oft flautað og ekki vel dæmdur leikur í heildina að mínu mati.
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson ('63)
10. Pablo Punyed
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('45)
17. Ari Sigurpálsson ('45)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
24. Davíð Örn Atlason ('45)
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('80)

Varamenn:
16. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('45)
12. Halldór Smári Sigurðsson ('45)
19. Danijel Dejan Djuric ('63)
23. Nikolaj Hansen ('45)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Sölvi Ottesen
Þórður Ingason
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson
Aron Baldvin Þórðarson
Óskar Örn Hauksson

Gul spjöld:
Davíð Örn Atlason ('28)
Oliver Ekroth ('49)
Helgi Guðjónsson ('52)
Halldór Smári Sigurðsson ('89)
Pablo Punyed ('90)
Gunnar Vatnhamar ('90)

Rauð spjöld: