Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
Breiðablik
3
0
Keflavík
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir '20 1-0
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir '49 2-0
Agla María Albertsdóttir '70 3-0
22.04.2024  -  18:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild kvenna
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Áhorfendur: 438
Maður leiksins: Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, Breiðablik
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
Edith Kristín Kristjánsdóttir ('56)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Anna Nurmi
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('78)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('68)
27. Barbára Sól Gísladóttir ('68)
33. Margrét Lea Gísladóttir ('68)

Varamenn:
2. Jakobína Hjörvarsdóttir ('68)
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('68)
17. Karitas Tómasdóttir ('68)
26. Líf Joostdóttir van Bemmel ('78)
28. Birta Georgsdóttir ('56)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Ólafur Pétursson
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Bjarki Sigmundsson
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('62)
Agla María Albertsdóttir ('66)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með sigri Breiðabliks, 3 - 0. Viðtöl og skýrsla væntanleg.
92. mín Gult spjald: Susanna Joy Friedrichs (Keflavík)
91. mín
Inn:Brynja Arnarsdóttir (Keflavík) Út:Salóme Kristín Róbertsdóttir (Keflavík)
Jonathan Glenn gefur tveimur ungum minna en eina mínútu af spiltíma. Ætli þær snerti boltann?
91. mín
Inn:Kamilla Huld Jónsdóttir (Keflavík) Út:Anita Bergrán Eyjólfsdóttir (Keflavík)
Jonathan Glenn gefur tveimur ungum eina mínútu af spiltíma. Ætli þær snerti boltann?
90. mín
Það verða 2 mínútur í uppbótartíma.
84. mín
Nokkuð fín mæting á Kópavogsvöll í dag, 438 áhorfendur.
78. mín
Inn:Líf Joostdóttir van Bemmel (Breiðablik) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
77. mín
Nik Chamberlain þjálfari Blika að hrífa stúkuna. Fékk boltann og mótttakan mögnuð og boltinn aftur út á völl.
70. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Karitas Tómasdóttir
Karitas var rétt komin inná þegar hún á þessa geggjuðu sendingu inn í teiginn beint á kollinn á Öglu Maríu sem skoraði gott mark. Staðan orðin 3-0.
68. mín
Inn:Elfa Karen Magnúsdóttir (Keflavík) Út:Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir (Keflavík)
68. mín
Inn:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik) Út:Barbára Sól Gísladóttir (Breiðablik)
68. mín
Inn:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Margrét Lea Gísladóttir (Breiðablik)
68. mín
Inn:Jakobína Hjörvarsdóttir (Breiðablik) Út:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
66. mín Gult spjald: Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
,,Rugludallur!" eru skilaboðin sem Arnar Ingi fékk úr stúkunni fyrir að spjalda Öglu Maríu fyrir brot í miðjuhringnum. Réttur dómur samt.
63. mín
Agla María með mjög gott skot að marki sem Vera Varis varði.
62. mín
Margrét Lea Gísladóttir með góða sendingu inn í teig á Andreu Rut sem skaut að marki en varið í horn.
62. mín Gult spjald: Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
Held að þetta hafi bara verið fyrir tuð.
56. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Út:Edith Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik)
51. mín
Andrea Rut með skot rétt framhjá Keflavíkurmarkinu.
49. mín MARK!
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Blikar bæta við marki. Agla María með góða aukaspyrnu inn í teiginn þar sem Vigdís Lilja skaut af stuttu færi og skoraði . Vigdís búin að vera mjög góð í dag og hefur skorað bæði mörkin.
47. mín
Keflavík skapar strax hættu en blikar hreinsa frá markinu Saorla Lorraine Miller.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn. Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur. Blikar leiða með einu marki gegn engu og hafa verið ívið betri þegar leið á leikinn. Keflavík samt nokkuð sterkt og getur auðeldlega komið sér inn í leikinn.
44. mín
Vera er staðin upp og leikurinn heldur áfram.
42. mín
Vera Varis markvörður Keflavíkur liggur meidd á vellinum. Hún virðist hafa meiðst við góða sókn Blika þar sem Agla María sendi geggjaða sendingu inn fyrir vörnina á Andru Rut sem var rangstæð.
40. mín
Elianna Esther Anna Beard með fast skot sem fór í varnarmann og framhjá marki Blika.
38. mín
Agla María með skot framhjá marki Keflavíkur.
34. mín
Andrea Rut með skot að marki Keflavíkur sem Vera Varis varði. Lítil hætta þarna.
31. mín
Melanie Claire Rendeiro með laust skot að marki sem Telma átti ekki í neinum vandræðum með.
23. mín
Vigdís Lilja í dauðafæri í teignum en hitti boltann illa. Vera handsamaði hann.
20. mín MARK!
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Anna Nurmi
Það er komið mark! Breiðablik er komið yfir í þessum leik! Það var ekki mikið að gerast þegar Anna Nurmi sendi stungusendingu úr vörninni innfyrir vörn Keflavíkur. Þar var Vigdís Lilja ein á auðum sjó og setti boltann framhjá Veru Varis í markinu.
18. mín
Anita Lind Daníelsdóttir með skot rétt yfir mark Blika.
16. mín
Susanna Joy Friedrichs bjargar á marklínu eftir laus skot frá Öglu Maríu. Þarna skall hurð nærri hælum hjá Keflavík.
15. mín
Það er ekkert mikið að gerast, Keflavík búið að fá tvö horn í röð sem sköpuðu enga hættu. Nokkuð jafnræði í liðunum
9. mín
Melanie Claire Rendeiro með skot í teignum en í liðsfélaga. Það er jafnræði með liðunum svona í upphafi leiksins.
4. mín
Vigdís Lilja skapar hættu í teig Keflavíkur með góðri sendingu en Keflavík bjargar í horn. Úr horninu varð smá darraðadans en Vera Varis náði á endanum að handsama boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað Breiðablik byrjar með boltann og spilar í átt að Sporthúsinu.
Fyrir leik
Birta verðlaunuð Birta Georgsdóttir fær í dag viðurkenningu fyrir að hafa spilað 100 leiki fyrir Breiðablik. Félagið hefur breytt úr því að afhenda viðurkenningarplatta yfir í treyju sem Birta fær afhenta frá Flosa Eiríkssyni formanni knattspyrnudeildar Breiðabliks.
Fyrir leik
Þetta er að byrja Liðin ganga nú út á völlinn og gera sig klár í að hefja leik. Breiðablik í hefðbundnum grænum treyjum, hvítum buxum og sokkum. Keflavík í hvítum treyjum, bláum buxum og sokkum.
Fyrir leik
Byrjunarlðin klár Byrjunarliðin eru klár hér sitthvorum megin við textann.
Fyrir leik
Sumarið er komið Það brast allt í einu á sumar hér á höfuðborgarsvæðinu svo leikurinn í dag verður spilaður í bongóblíðu. Um 9 stiga hiti, heiðskýrt og það rétt blaktir á fánaborgunum við völlinn.
Fyrir leik
Dómarateymið Arnar Ingi Ingvarsson dæmir leikinn í dag. Hann er með þau Rögnvald Þ Höskuldsson og Eydísi Rögnu Einarsdóttur sér til aðstoðar á línunum. Breki Sigurðsson er skiltadómari og KSÍ sendir Berg Þór Steingrímsson til að hafa eftirlit með störfum dómara og umgjörð leiksins.

Arnar Ingi dæmir í dag. Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur í Kópavogi Góðan daginn, verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Breiðabliks og Keflavíkur í 1. umferð Bestu-deildar kvenna.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
Alma Rós Magnúsdóttir
Elianna Esther Anna Beard
5. Susanna Joy Friedrichs
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir ('91)
10. Saorla Lorraine Miller
11. Kristrún Ýr Holm (f)
15. Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir ('68)
21. Melanie Claire Rendeiro
22. Salóme Kristín Róbertsdóttir ('91)
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
12. Anna Arnarsdóttir (m)
3. Júlía Björk Jóhannesdóttir
4. Eva Lind Daníelsdóttir
6. Kamilla Huld Jónsdóttir ('91)
18. Hilda Rún Hafsteinsdóttir
20. Brynja Arnarsdóttir ('91)
25. Gunnhildur Hjörleifsdóttir

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Ljiridona Osmani
Þorgerður Jóhannsdóttir
Marín Rún Guðmundsdóttir
Elfa Karen Magnúsdóttir
Örn Sævar Júlíusson
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir

Gul spjöld:
Susanna Joy Friedrichs ('92)

Rauð spjöld: