Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
Í BEINNI
Fótbolti.net bikarinn
KFA
14:00 0
0
ÍH
ÍR
2
0
ÍBV
Berta Sóley Sigtryggsdóttir '46 1-0
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir '66
Linda Eshun '91 2-0
13.05.2024  -  18:00
ÍR-völlur
Lengjudeild kvenna
Maður leiksins: Linda Eshun
Byrjunarlið:
1. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
Þórdís Helga Ásgeirsdóttir
2. Sandra Dögg Bjarnadóttir
3. Linda Eshun
7. Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
9. Lovísa Guðrún Einarsdóttir (f)
10. Berta Sóley Sigtryggsdóttir ('84)
11. Michelle Elizabeth O'Driscoll ('65)
15. Suzanna Sofía Palma Rocha
18. Erin Amy Longsden
19. Anja Ísis Brown

Varamenn:
4. Mia Angelique Ramirez ('65)
6. Sara Rós Sveinsdóttir
16. Dagný Rut Imsland
20. Monika Piesliakaite ('84)
22. Kristrún Blöndal
23. Ísabella Eiríksd. Hjaltested

Liðsstjórn:
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Sigrún Pálsdóttir
Helgi Freyr Þorsteinsson
Sigrún May Sigurjónsdóttir
Ásdís Hrönn Viðarsdóttir

Gul spjöld:
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir ('29)
Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('92)

Rauð spjöld:
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir ('66)
Leik lokið!
ÍR konur taka sín fyrstu stig í deildinni! Heldur betur óvænt úrslit hérna í Breiðholtinu í dag. ÍR konur með verðskuldaðan sigur þar sem þær voru heilt yfir betri í dag og áttu betri færi en ÍBV. Þær börðust eins og ljón allann tíman og uppskáru eftir því. Þrátt fyrir að hafa misst mann af velli var það ekki að sjá og þær sigldu sigrinum heim. ÍBV konur verða að líta í eigin barm og að bæta sinn leik ef þær ætla að gera eitthvað í þessari deild í sumar.
98. mín
ÍBV reyna hvað þær geta að ná inn marki. Þær liggja á heimakonum þessa stundina.
96. mín
ÍR konur að eyða tíma Lovísa fer útaf og inn á kemur leikmaður númer 22 sem er ekki á skýrslu í dag.
94. mín Gult spjald: Viktorija Zaicikova (ÍBV)
Völlurinn er að verða gulur Viktorija Zaicikova fær gult fyrir að stoppa skyndisókn.
92. mín Gult spjald: Lovísa Guðrún Einarsdóttir (ÍR)
Gult spjald fyrir að tefja
91. mín MARK!
Linda Eshun (ÍR)
Linda er að sigla þessu heim! Linda fær sendingu í gegn og er komin ein gegn Guðnýju í markinu. Hún hægir aðeins á sér og sólar einn varnarmann ÍBV áður en að hún rennir honum snyrtilega framhjá Guðnýju. Hrikalega vel gert hjá Lindu.
89. mín
Anja maður leiksins hjá ÍR ÍR hefur valið mann leiksins og velja Anja Ísis Brown,
88. mín
Inn:Lilja Kristín Svansdóttir (ÍBV) Út:Helena Hekla Hlynsdóttir (ÍBV)
Lilja Kristín Svansdóttir kemur inn fyrir Helena Hekla Hlynsdóttir
87. mín
Dauðafæri! Alexus Nychole Knox gefur hættulega sendingu fyrir markið þar sem Kristín Klara mætir og er í dauðafæri en setur boltann hátt yfir markið. Þarna átti Kristín að gera betur.
84. mín
Inn:Monika Piesliakaite (ÍR) Út:Berta Sóley Sigtryggsdóttir (ÍR)
Varnarsinnuð skipting Markaskorari ÍR fer af velli eftir vel unnin dagsverk og inn á kemur Monika sem fer beint í varnarlínu ÍR.
82. mín
Jöfnunarmarkið liggur í loftinu Boltinn kemur hár fyrir þar sem Esther Julía fer út í boltann en missir hann frá sér en hún bjargar sér fyrir horn. Þetta var heldur tæpt.
77. mín
Inn:Embla Harðardóttir (ÍBV) Út:Telusila Mataaho Vunipola (ÍBV)
Tvöföld skipting ÍBV gerir tvöfalda skiptingu og örugglega með því markmiði að sækja jöfnunarmark.
77. mín
Inn:Selma Björt Sigursveinsdóttir (ÍBV) Út:Thelma Sól Óðinsdóttir (ÍBV)
Tvöföld skipting ÍBV gerir tvöfalda skiptingu og örugglega með því markmiði að sækja jöfnunarmark.
74. mín
Linda liggur sárþjáð inn á vellinum. Sjúkraþjálfari ÍR er að taka hnétest á henni sýnist mér. Vonandi fyrir Lindu og ÍR liðið er þetta ekkert alvarlegt og getur hún haldið leik áfram.
70. mín
Guðný!!!! Guðný er að halda ÍBV inn í leiknum!!! Linda sendir góða sendingu á Bertu Sóley sem er komin ein í gegn. Hún tekur þunga snertingu sem gerir Guðnýju léttara fyrir að loka á hana og hún sér við henni í þetta skiptið.
69. mín Gult spjald: Thelma Sól Óðinsdóttir (ÍBV)
Fær gult fyrir að stoppa skyndiskókn ÍR. Dómari leiksins sér bara gult þessa stundina.
68. mín Gult spjald: Alexus Nychole Knox (ÍBV)
Það er að hitna í kolunum Fær gult fyrir að fara fyrir boltann þegar ÍR er að fara taka aukaspyrnu.
66. mín Rautt spjald: Sigríður Dröfn Auðunsdóttir (ÍR)
Rautt spjald!! Sigríður Dröfn Auðunsdóttir er að fá sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald og send í sturtu. Hún fer harkalega í Alexus Nychole Knox og fær sitt annað gula spjald í þokkabót. Ég sá ekki alveg hvað gerðist en ÍR stelpur mótmæltu þessu ekki og þar með Sigríður sem að gekk beinustu leið út af vellinum.
65. mín
Inn:Mia Angelique Ramirez (ÍR) Út:Michelle Elizabeth O'Driscoll (ÍR)
Fyrsta skipting leiksins Útaf fer Michelle Elizabeth O'Driscoll og í hennar stað kemur Mia Angelique Ramirez.
58. mín
Esther Júlía!!! Boltinn dettur fyrir Thelma Sól Óðinsdóttir fyrir utan teig ÍR og hún skýtur góðu skoti á markið en Esther Julía gerir frábærlega að blaka boltanum yfir markið. ÍBV fær horn sem að ekkert verður úr. Ég er búin að vera svoldið hrifin af Thelmu Sól í liði ÍBV í dag. Búin að spila vel sem djúp miðja að stoppa sóknir ÍR og stjórna spili ÍBV með því að færa boltann á milli kanta.
55. mín
Skemmtilegt dúó Natalie Viggiano og Olga Sevcova spila boltanum skemmtilega á milli sín og inn í teig ÍR. Olga gefur fyrir en varnarmenn ÍR gera vel. Greinilegt að hér er um tvo gæðamikla leikmenn að ræða sem að spila vel saman.
53. mín
Það er eins og það hafi kveiknað á ÍBV stelpum við að fá þetta mark á sig. Miklu meiri kraftur og barátta í þeim og það er enginn uppgjöf sjáanleg eins og er. ÍR stelpur halda samt líka áfram af sama krafti. Vonandi að það færi fjör í leikinn að hafa fengið mark strax í upphafi síðari hálfleiks.
46. mín MARK!
Berta Sóley Sigtryggsdóttir (ÍR)
Ég bað um mark og ég fæ það strax! Seinni hálfleikur er hafinn og í þessum töluðu orðum er Berta Sóley komin ein gegn Guðnýju sem að ver boltann vel en hann berst aftur til Sóleyjar sem er ein á móti marki og rennir boltanum í annað sinn í autt markið í þessum leik nema í þetta skipti er hún ekki rangstæð og markið stendur.
45. mín
Hálfleikur
Dómari leiksins hefur flautað til hálfleiks. Frekar bragðdaufum fyrri hálfleik lokið hérna í Breiðholtinu. ÍBV byrjaði eilítið sterkara en ÍR konur unnu sig inn í leikinn eftir því sem leið á leikinn. Ef allt væri eðlilegt ætti ÍR að vera með forystu þegar liðin ganga til búningsklefa. Lovísa fær tvö dauðafæri, mark dæmt af þeim og síðan hefðu þær átt að fá vítaspyrnu í lok fyrri hálfleiks. Ég vil mörk í þennan seinni hálfleik!
44. mín
Þarna áttu ÍR stelpur að fá víti! Linda gefur sendingu upp í horn á Sigríði sem að tekur góða snertingu inn í teig ÍBV og sendir boltann fyrir markið. Alexus Nychole Knox rennir sér í boltann og hann fer einhvernvegin undir hana og fer svo augljóslega í hendina á henni þar sem hún liggur inn í sínum eigin teig. Frá mínu sjónarhorni er þetta ekkert annað en víti.
42. mín
Lovísa ætlar sér að skora! Berta Sóley sendir boltann á Lovísu sem tekur skot fyrir utan teig en það er of mikill kraftur í því og það fer hátt yfir markið.
38. mín
Eins og ÍBV stelpur byrjuðu leikinn betur að þá er allt annað að sjá til ÍR og þær eru heldur betur að bíta frá sér. Ætli það muni koma í bakið á þeim að hafa ekki nýtt þessi dauðafæri?
33. mín
ÍR skorar en það er dæmt af Lovísa fær boltann inn í vítateig ÍBV og sólar sig snyrtilega framhjá varnarmönnum ÍBV og tekur gott skot sem að Guðnýju ver frábærlega en ekki betur en svo að boltinn dettur beint fyrir fætur Bertu Sóleyjar sem er ein á móti marki og rennur honum í netið. Línuvörðurinn flaggar strax og markið er dæmt af.
31. mín
ÍR ætti að vera komið yfir!! VÁ, þvílíkt dauðafæri! Erin Amy vinstri bakvörður ÍR kemur með drauma sendingu þar sem hún lyftir boltanum vörn ÍBV og boltinn dettur beint fyrir fætur hinnar markaóðu Lovísu sem að er ein á móti Guðný en rennir boltanum framhjá markinu. Þarna ættu heimakonur að vera búnar að taka forrustuna.
29. mín Gult spjald: Sigríður Dröfn Auðunsdóttir (ÍR)
Fyrsta gula spjald leiksins Sigríður Dröfn missir boltann og togar svo Söndru niður. Hárrétt gult spjald hjá dómara leiksins.
28. mín
Þarna átti Michelle að gera betur! ÍR í skyndisókn og Linda tekur mjög gott hlaup í gegn og biður um boltann. Michelle tók ekki góða ákvarðanatöku og reyndi að senda boltann í gegnum miðja vörn ÍBV og áttu þær ekki í vandræðum með að leysa úr þessu.
25. mín
Fyrsta horn ÍBV ÍBV fær sitt fyrsta horn. Þær taka hornið stutt og koma honum síðan fyrir markið þar sem Thelma Sól nær skalla en ekki fer boltinn á markið. Ekki enn komið skot á markið í þessum leik.
20. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins ÍR konur vinna boltann og spila honum upp í horn á Sigríði Dröfn sem að reynir að koma boltanum fyrir en varnarmaður ÍBV kemst fyrir og ÍR fær fyrsta horn leiksins. Sigríður tekur hornið sjálf en of kraftmikil spyrna sem fer yfir pakkann og ekkert verður úr þessu.
17. mín
Aukaspyrna á fínum stað Það er farið aftan í bakið á Olgu og ÍBV fær aukaspyrnu vinstra megin rétt fyrir utan vítateiginn. Sandra tekur spyrnuna en Esther Júlía kemur út úr markinu og kílir boltann burt. Vel gert hjá Esther.
11. mín
ÍBV byrjar örlítið sterkara ÍBV konur vinna boltann hátt á vellinum og spila síðan á milli sín fyrir utan teig ÍR þangað til að boltinn berst út á kantinn til Olgu sem að köttar inn og setur boltann fyrir markið en hann fer í gegnum allan pakkann og aftur fyrir endalínu. Þetta var hættulegur bolti samt en eins og ÍBV stelpur hafi ekki verið á tánum inn í teig.
7. mín
Hætta! Sending í gegn á Natalie Viggiano sem er komin ein í gegn en Esther Júlía í marki ÍR kemur út úr markinu og hreinsar boltann burt.
5. mín
Leikurinn fer rólega af stað Bæði lið eru að reyna finna taktinn og er þetta svolítið eins og badminton leikur fyrstu mínúturnar þar sem liðin skipast á því að hafa boltann.
1. mín
Leikurinn er hafinn Það eru ÍR konur sem að byrja með boltann á sínum eigin heimavelli og sparka þessu í gang.
Fyrir leik
Þetta er alveg að byrja! Liðin eru að ganga til vallar á Gervigrasvöllinn hérna í Breiðholtinu. Það er frábært fótboltaveður og er því ekkert sem stendur í vegi fyrir að þetta verði hinn skemmtilegasti fótboltaleikur.
Fyrir leik
Byrjuarliðstíðindi! ÍBV gerir eina breytingu á liði sínu frá tapinu gegn Aftureldingu í seinasta leik. Inn í liðið kemur Telma Sól Óðinsdóttir og fyrir henni víkur Selma Björt Sigursveinsdóttir og fær sér sæti á bekknum.

ÍR liðið gerir fjórar breytingar frá seinasta leik gegn Fram. Inn í liðið koma Esther Júlía Gustavsdóttir, Michelle Elizabeth O'Driscoll, Þórdís Helga Ásgeirsdóttir og Erin Amy Longsden. Það eru þær Mia Angelique Ramirez, Sara Rós Sveinsdóttir og Monika Piesliakaite sem að fá sér sæti á bekknum í staðin. Margrét Ósk Borgþórsdóttir er ekki í hóp.
Það verður að teljast áhugavert að þjálfari ÍR hefur ákveðið að skipta um markmann fyrir þennan leik. Margrét sem spilaði í markinu hjá ÍR í seinasta leik er þó ekki í hóp þannig það er spurning hvort að sé um meiðsli að ræða.
Fyrir leik
Dómarateymið Þorfinnur Gústaf Þorfinnsson mun dæma leikinn í dag og honum til aðstoðar munu vera Guðmundur Halldórsson og Kjartan Már Másson.
Fyrir leik
ÍBV liðið ÍBV liðið féll úr Bestu deild kvenna í fyrra þar sem þær höfnuðu í næst seinasta sæti með 21 stig og voru 3 stigum frá því að halda sér uppi. ÍBV er spáð 2. sæti í spá fyrirliða og þjálfara og er því gert ráð fyrir stuttu stoppi hjá þeim í Lengjudeild kvenna og að þær fari beint aftur upp. ÍBV er í 8. sæti deildarinnar fyrir þennan leik. Lykilleikmaður ÍBV er Olga Sevcova sem er virkilega flinkur og gæðamikill leikamaður sem hefur gert góða hluti í Bestu deild kvenna. Það má því gera þær kröfur til hennar að verða einn besti leikmaður deildarinnar í sumar. Það má búast við að ÍBV liðið spili sig betur saman þegar líður á mótið þar sem að útlendingarnir þeirra fengu bara nýlega leikheimild.

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
ÍR liðið ÍR komst upp í Lengjudeildina í fyrra þegar liðið sigraði 2. deildina með 4 stigum meira en ÍA sem að lenti í 2. sæti og komust þar með líka upp. Þær eru því nýliðar í deildinni og er þeim spáð beinustu leið aftur niður af fyrirliðum og þjálfurum Lengjudeildarinnar. ÍR eru í neðsta sæti deildarinnar fyrir þennan leik. Lykilleikmaður í þeirra liði er Lovísa Guðrún Einarsdóttir en hún raðaði inn mörkunum í 2. deild kvenna í fyrra og var næst markahæst í deildinni með 17 mörk. Það mun því líklegast mæða mikið á henni í sumar og þarf hún að reima á sig markaskóna ef að liðið á að halda sér uppi.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Seinustu leikir liðanna ÍBV mætti Aftureldingu á útivelli í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar þar sem þær töpuðu naumlega 2-1 gegn sterku liði Aftureldingar. Telusila Mataaho Vunipola skoraði mark ÍBV í leiknum úr vítaspyrnu. ÍBV stelpur hljóta því að ætla sér sigur í dag og ná í sín fyrstu stig í deildinni á þessu ári.

Mynd: Raggi Óla

ÍR mætti Fram í fyrstu umferð Lengjudeildar kvenna þar sem Fram bauð þær hjartanlega velkomnar í deildina með 8-2 sigri. Lovísa Guðrún Einarsdóttir kom ÍR stelpum yfir áður en sóknarmenn Fram léku á alls oddi. Berta Sóley Sigtryggsdóttir skoraði svo í síðari hálfleik og lagaði stöðuna örlítið fyrir ÍR. Tapið hlýtur að hafa verið blaut tuska í andlitið á ÍR konum sem að komust upp í Lengjudeildina á seinasta ári. Þær fá samt strax aftur leik í dag til þess að bæta upp fyrir þessi úrslit og býst maður ekki við örðu en að þær mæti vel gíraðar í þennan leik og vilji koma sér á beinu brautina.

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Umferðin hófst í gær 2. umferð Lengjudeildar kvenna hófst í gær með leik FHL og ÍA þar sem FHL hafði betur í 7 marka leik sem fór 4-3. Umferðin heldur áfram í dag og eru þetta leikirnir á dagskrá:
ÍR - ÍBV kl. 18:00
Grindavík - HK kl. 19:15
Grótta - Afturelding kl. 19:15

Umferðin klárast svo á morgun þegar Fram og Selfoss eigast við klukkan 19:15.
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og verið þið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍR og ÍBV í 2. umferð Lengjudeildar kvenna. Leikið verður á ÍR-vellinum í dag og hefst leikurinn klukkan 18:00.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
4. Alexus Nychole Knox
5. Natalie Viggiano
6. Thelma Sól Óðinsdóttir ('77)
9. Telusila Mataaho Vunipola ('77)
10. Kristín Klara Óskarsdóttir
11. Helena Hekla Hlynsdóttir ('88)
13. Sandra Voitane
14. Olga Sevcova
17. Viktorija Zaicikova
24. Helena Jónsdóttir

Varamenn:
12. Valentina Bonaiuto Quinones (m)
2. Ragna Sara Magnúsdóttir
8. Lilja Kristín Svansdóttir ('88)
15. Selma Björt Sigursveinsdóttir ('77)
16. Hrafnhildur Hallgrímsdóttir
22. Rakel Perla Gústafsdóttir
23. Embla Harðardóttir ('77)

Liðsstjórn:
Jón Ólafur Daníelsson (Þ)
Sigríður Lára Garðarsdóttir
Guðmundur Tómas Sigfússon
Mikkel Vandal Hasling
Kolbrún Sól Ingólfsdóttir
Guðrún Ágústa Möller

Gul spjöld:
Alexus Nychole Knox ('68)
Thelma Sól Óðinsdóttir ('69)
Viktorija Zaicikova ('94)

Rauð spjöld: