Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Leiknir R.
1
0
ÍR
Omar Sowe '34 1-0
Omar Sowe '66 , misnotað víti 1-0
18.05.2024  -  14:00
Domusnovavöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Viðrar vel
Dómari: Guðgeir Einarsson
Maður leiksins: Stuðningsmannasveitir beggja liða
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
Ósvald Jarl Traustason
Davíð Júlían Jónsson ('60)
4. Patryk Hryniewicki
6. Andi Hoti
7. Róbert Quental Árnason
8. Sindri Björnsson (f)
9. Róbert Hauksson
20. Hjalti Sigurðsson
23. Arnór Ingi Kristinsson ('88)
67. Omar Sowe ('78)

Varamenn:
12. Bjarki Arnaldarson (m)
10. Shkelzen Veseli ('78)
18. Marko Zivkovic
19. Jón Hrafn Barkarson
22. Þorsteinn Emil Jónsson
44. Aron Einarsson ('60)
92. Sigurður Gunnar Jónsson ('88)

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósefsson (Þ)
Gísli Friðrik Hauksson
Manuel Nikulás Barriga
Halldór Geir Heiðarsson
Atli Jónasson
Guðbjartur Halldór Ólafsson

Gul spjöld:
Ósvald Jarl Traustason ('36)

Rauð spjöld:
@saevarthor02 Sævar Þór Sveinsson
Skýrslan: Leiknismenn sigruðu Breiðholtsslaginn
Hvað réði úrslitum?
Það var mark Omar Sowe sem skildi liðin að hér í dag. Viktor Freyr átti svo stórkostlega vörslu undir lok fyrri hálfleiks. Þegar uppi er staðið er það þessi varsla, ásamt marki Omar Sowe, sem tryggir Leikni stigin þrjú í dag.
Bestu leikmenn
1. Stuðningsmannasveitir beggja liða
Mér fannst enginn einn leikmaður vera yfirburða bestur á vellinum í dag. Af þeim sökum ætla ég að að velja stuðningsmannasveitir beggja liða sem mann leiksins. Það var gríðarlega vel mætt á leikinn í dag og stuðningsmannasveitir beggja liða sungu og trölluðu allan leikinn. Stórt hrós á báðar sveitir.
2. Viktor Freyr Sigurðsson
Viktor fær þetta fyrir þessa vörslu undir lok fyrri hálfleiks. ÍRingar hefðu hæglega getað skorað mark hér og jafnað leikinn. Aðrir sem mér fannst flottir í dag voru Omar Sowe, Hjalti Sig og Óliver Elís. Vilhelm fær síðan líka hrós fyrir að verja vel í vítaspyrnu Omar Sowe.
Atvikið
Tíðrædd varsla Viktors er klárlega atvik leiksins í mínum huga. Einnig er hægt að minnast á vörslu Vilhelms í vítaspyrnu Omar Sowe en eftir það sóttu ÍRingar nokkuð mikið að marki Leiknis fannst mér.
Hvað þýða úrslitin?
Leiknismenn ná í sín fyrstu stig á tímabilinu. Gríðarleg innspýting fyrir þá að ná í þessi stig gegn nágrönnum sínum. Leiknir situr því í 8. sæti deildarinnar með 3 stig en ÍR situr í 5. sæti með 4 stig eftir þrjár umferðir.
Vondur dagur
Fannst bæði lið sýna nokkuð miðlungs frammistöðu í dag og áttu erfitt með að tengja sendingar oft á tíðum. Það vantaði sérstaklega upp á gæðin á síðasta þriðjungi, þessi síðasta sending klikkaði oftar en ekki.
Dómarinn - 7
Ágætlega dæmdur leikur hjá Guðgeiri og hans teymi. Ég var ósammála honum í nokkrum litlum dómum úti á velli en fannst hann dæma rétt í vítaspyrnunni hjá Leikni og þegar ÍRingar vildu fá vítaspyrnur.
Byrjunarlið:
1. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
6. Kristján Atli Marteinsson
9. Bergvin Fannar Helgason ('65)
11. Bragi Karl Bjarkason ('79)
13. Marc Mcausland (f)
14. Guðjón Máni Magnússon
17. Óliver Elís Hlynsson
19. Hákon Dagur Matthíasson ('65)
23. Ágúst Unnar Kristinsson
25. Arnór Gauti Úlfarsson
30. Renato Punyed Dubon ('50)

Varamenn:
27. Jóhannes Kristinn Hlynsson (m)
3. Einar Karl Árnason
5. Hrafn Hallgrímsson
18. Róbert Elís Hlynsson ('65)
22. Sæþór Ívan Viðarsson
24. Sæmundur Sven A Schepsky ('79)
77. Marteinn Theodórsson ('65)

Liðsstjórn:
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Jóhann Birnir Guðmundsson (Þ)
Halldór Arnarsson
Stefán Þór Pálsson
Helgi Freyr Þorsteinsson

Gul spjöld:
Marc Mcausland ('44)

Rauð spjöld: