Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
FH
1
2
KR
0-1 Aron Sigurðarson '36 , víti
0-2 Theodór Elmar Bjarnason '41
Úlfur Ágúst Björnsson '63 1-2
20.05.2024  -  17:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 1437
Maður leiksins: Luke Rae, KR
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Kjartan Kári Halldórsson ('84)
8. Finnur Orri Margeirsson ('46)
9. Sigurður Bjartur Hallsson ('83)
10. Björn Daníel Sverrisson
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Ísak Óli Ólafsson
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson ('89)

Varamenn:
24. Heiðar Máni Hermannsson (m)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('83)
11. Arnór Borg Guðjohnsen ('84)
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('89)
25. Dusan Brkovic
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('46)
37. Baldur Kári Helgason

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Sindri Kristinn Ólafsson ('34)

Rauð spjöld:
@Breiiiiiiiiiii Sölvi Haraldsson
Skýrslan: Gefins víti og leikur tveggja hálfleika
Hvað réði úrslitum?
KR-ingarnir tóku 2-0 forystu inn í hálfleikinn sem var stórt en þeir voru miklu betri í fyrri hálfleiknum. Það var hins vegar allt önnur saga í seinni hálfleik því FH-ingarnir áttu seinni hálfleikinn og magnað að þeir hafi ekki tekið neitt úr þessum leik.
Bestu leikmenn
1. Luke Rae, KR
Eini jákvæði punktur KR í þessum seinni hálfleik. Var líka mjög góður í þeim fyrri. Allir leikmenn KR voru alls ekki góðir í seinni hálfleik en Luke var eins og ég segi þeirra besti maður í þessum seinni hálfleik. Mjög erfitt val samt.
2. Kjartan Kári Halldórsson, FH
Var allt í öllu í sóknarleik FH og var á öllum þessum föstu leikatriðum sem sköpuðu mikla hættu. Leggur líka upp fyrsta mark FH og var bara fáranlega góður fannst mér. Menn mega svo bara vera ósammála en hann var án efa besti maður FH í dag fannst mér.
Atvikið
Klárlega vítaspyrnudómurinn í fyrsta marki KR. Mjög svo umdeildur og áhugaverður dómur vægast sagt. Margir FH-ingar allt annað en sáttir. Sindri kemur út í teiginn og ætlar að taka boltann en Helgi Mikael metur sem svo að hann hafi farið í bakið á Finni Tómasi. Snertingin var hins vegar lítil sem engin og þar að leiðandi kolrangur dómur að mínu mati.
Hvað þýða úrslitin?
KR-ingar fara upp í 6. sætið á markatölu eftir sigurinn en FH-liðið er áfram í 3. sæti í kvöld.
Vondur dagur
Langar bara að gefa Helga Mikael þetta. Gefur KR vítaspyrnu í stöðunni 0-0. Svona ákvörðun getur reynst rándýr í svona leikjum.
Dómarinn - 5
Heilt yfir var þetta ekkert mjög illa dæmdur leikur en ég var ósammála mörgum litlum brotum á miðjum vellinum. Síðan var það þessi vítaspyrnudómur sem stendur upp úr. Kolrangur dómur.
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
6. Alex Þór Hauksson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Benoný Breki Andrésson ('87)
11. Aron Sigurðarson ('80)
14. Ægir Jarl Jónasson
15. Lúkas Magni Magnason
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('69)
17. Luke Rae
30. Rúrik Gunnarsson

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
5. Birgir Steinn Styrmisson ('87)
18. Aron Kristófer Lárusson
19. Eyþór Aron Wöhler ('80)
29. Aron Þórður Albertsson ('69)
45. Hrafn Guðmundsson
47. Óðinn Bjarkason

Liðsstjórn:
Pálmi Rafn Pálmason (Þ)
Gregg Ryder (Þ)
Sigurður Jón Ásbergsson
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson
Attila Hajdu

Gul spjöld:
Axel Óskar Andrésson ('31)
Alex Þór Hauksson ('55)
Finnur Tómas Pálmason ('57)

Rauð spjöld: