Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
Keflavík
1
0
Þróttur R.
Melanie Claire Rendeiro '70 1-0
25.05.2024  -  14:00
HS Orku völlurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Óli Njáll Ingólfsson
Maður leiksins: Caroline Mc Cue Van Slambrouck
Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
Caroline Mc Cue Van Slambrouck
5. Susanna Joy Friedrichs
10. Saorla Lorraine Miller
11. Kristrún Ýr Holm (f)
14. Alma Rós Magnúsdóttir
15. Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir ('75)
17. Elianna Esther Anna Beard
21. Melanie Claire Rendeiro ('89)
22. Salóme Kristín Róbertsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
6. Kamilla Huld Jónsdóttir ('89)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir ('75)
18. Hilda Rún Hafsteinsdóttir
20. Brynja Arnarsdóttir
23. Watan Amal Fidudóttir
25. Gunnhildur Hjörleifsdóttir
99. Regina Solhaug Fiabema

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Ljiridona Osmani
Þorgerður Jóhannsdóttir
Örn Sævar Júlíusson
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir
Anna Arnarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Fyrstu stig Keflavíkur staðreynd. Viðtöl og skýrsla væntanleg.
94. mín
Gestirnir í dauðafæri
Allt í einu er Sirra alein með boltann í teig Keflavíkur til hægri. Hún með tíma og pláss til að fara nær marki velur að setja boltann fyrir markið í stað þess að skjóta. Þar vantar samherja og tækifærið rennur út í sandinn.

Aftur Sierra nú með skot úr teignum en hittir boltann afar illa og fer skot hennar vel framhjá.
91. mín
Uppbótartími er að lágmarki fimm mínútur.
89. mín
Inn:Kamilla Huld Jónsdóttir (Keflavík) Út:Melanie Claire Rendeiro (Keflavík)
89. mín
Inn:Lea Björt Kristjánsdóttir (Þróttur R.) Út:Caroline Murray (Þróttur R.)
88. mín
Gestirnir stálheppnir
Jelena Tinna setur boltann til baka á Mollee sem tekur hann upp. Óli metur sem svo að ekki hafi verið um viljandi sendingu að ræða þó.
87. mín
Keflavík fær horn
Saorla vinnur hornspyrnu af miklu harðfylgi.
86. mín
Tíminn að hlaupa frá Þrótturum
Stefnir flest í að Keflavík sé að sækja sín fyrstu stig í sumar.
80. mín
Saorla í dauðafæri
Allt í einu ein gegn Mollee sem gerir vel og ver af stuttu færi.
79. mín
Aníta Lind með boltann fyrir markið úr aukaspyrnu. Vindurinn feykir boltanum nær markinu þar sem Mollee ætlar að gripa en missir boltann í horn.
78. mín
Inn:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.) Út:Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur R.)
75. mín
Inn:Anita Bergrán Eyjólfsdóttir (Keflavík) Út:Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir (Keflavík)
70. mín MARK!
Melanie Claire Rendeiro (Keflavík)
Það er komið mark í þetta
Hornspyrna tekin inná teigin frá hægri. Gestirnir skalla boltann út í teiginn þar sem hann fær að rúlla fyrir fætur Melanie sem að mætir og snýr boltann snyrtilega í netið.

Varnarleikur Þróttar ekki til útflutnings þarna.
67. mín
Keflavík vinnur hornspynu.

Ekkert verður úr.
65. mín
Inn:Sigríður Theód. Guðmundsdóttir (Þróttur R.) Út:Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.)
65. mín
Inn:Brynja Rán Knudsen (Þróttur R.) Út:Leah Maryann Pais (Þróttur R.)
62. mín
Þróttarkonur að vakna
Hættulegur bolti fyrir markið frá hægri sem Vera kýlir frá undir pressu.

Annar bolti fyrir markið en aftur Vera vel á verði.
58. mín
Þróttur í dauðfæri
Caroline með hörku sprett upp völlinn vinstra megin og fína fyrirgjöf yfir á fjærstöng, Þar skallar María Eva boltann aftur fyrir markið þar sem Freyja Karin mætir en nær ekki að setja boltann fram hjá Veru af stuttu færi.

Illa farið með góða stöðu.
55. mín
Sierra með skalla að marki Keflavíkur. Laus og ekki til vandræða fyrir Veru.
54. mín
Keflavík við það að vinna sig í færi eftir að hafa unnið boltann hátt á vellinum en Þróttarar bjarga.
50. mín Gult spjald: Leah Maryann Pais (Þróttur R.)
Skrautlegt
Leah fær boltann í höfðið eftir útkast frá Veru og liggur eftir.

Stendur að lokum upp og fær gult. Væntanlega fyrir að trufla markmanninn
47. mín
Mjög langdregin útfærsla á stuttu horni hjá Keflavík. Ekkert verður út.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Þróttur sparkar okkur af stað í ný.
45. mín
Hálfleikur

Mjög bragðdaufum fyrri hálfleik lokið hér í Keflavík.

Vonumst eftir meira fjöri í þann síðari.
45. mín

Maria Eva með skot af vítateigslínu sem að heimakonur henda sér fyrir.

Einhver köll um hendi en Óli fljótur að veifa því frá.
43. mín
Keflavík fær aukaspyrnu á talsvert góðum stað til fyrirgjafar.

Ekkert varð úr
40. mín
Fín sókn Keflavíkur
Susanne Joy með boltann úti til hægri og á fína fyrirgjöf. Þróttarar bægja hættunni frá.
37. mín
Saorla með skot en talsvert fjarri markinu.
35. mín
Enn og aftur
Það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið fjörugt. Það er vissulega talsverð gola á vellinum sem hefur áhrif en þetta hefur verið full rólegt.

Í það minnsta ekki mikið sem vert er að segja frá.
30. mín
Keflavík sækir
Uppsker hornspyrnu.
29. mín
Saorla að sleppa í gegn.
Vinnur sig framfyrir varnarmann og kemst ein í gegn. Á ólöglegan hátt þó og flautuð er aukaspyrna.
28. mín
Annar bolti inn á vellinum
Þróttur í álitlegri sókn en þarf að stopp þar sem annar bolti er inn á vellinum.

Skömmustulegur boltasækir við hliðarlínuna fær nokkur hlýleg orð í eyra frá Óla Njáli dómari og leikur hefst á ný.

Klassi yfir þessu frá Óla.
27. mín
Rosalega mikið um næstum því
Það skortir þessa síðustu sendingu hér. Liðin að komast í ágætar stöður en vantar gæði til þess að gera eitthvað úr.
22. mín
Skalli að marki
Eftir aukaspyrnu frá hægri væng á Þróttur skalla að marki, kraflítill og beint í fang Veru.
16. mín
Rólegt yfir þessu síðustu mínútur.
Mikið jafnræði með liðunum á vellinum.
10. mín
Þetta gerði Saorla betur. Fær frábæra sendingu út til hægri frá Kristrúnu, keyrir í átt að marki og lætur vaða en Mollee ver vel og heldur boltanum.
7. mín
Rosalega illa farið með frábæra stöðu! Saoria sleppur ein gegn Mollee, nær að leika á markvörðinn en í stað þess að skjóta reynir hún að leggja boltann fyrir samherja til hliðar. Þróttarar komast á milli og eftir smá darraðardans endar boltinn í fangi Mollee.
6. mín
Sigurbjörg Diljá í góðri stöðu.
Eftir aukaspyrnu frá Melanie er Sigurbjörg í ágætu færi í teignum en nær ekki stýra boltanum að marki með höfðinu.

Markspyrna niðurstaðan.
4. mín
Fer rólega af stað sem vænta mátti.

Völlurinn virkar frekar laus í sér úr stúkunni séð. Mikil rigning í gær eflaust haft sitt að segja þar.
1. mín
Leikur hafinn
Heimakonur sparka okkur af stað hér
Fyrir leik
Cecilía spáir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir landsliðsmarkvörður er spákona umferðinnar hér á Fótbolti.net. Um leikinn í Keflavík sagði hún.

Keflavík 3 - 0 Þróttur R.

Mjög óvæntur stórsigur hjá Keflavík á Þróttarastelpum eftir slaka byrjun á tímabilinu hjá báðum þessum liðum.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Dómari
Óli Njáll Ingólfsson er með flautuna í leik dagsins. Honum til aðstoðar eru þau Jakub Marcin Róg og Eydís Ragna Einarsdóttir. Fjórði dómari er svo formaður Kennarasambands Íslands Magnús Þór Jónssonþ

Sigursteinn Árni Brynjólfsson lokar svo teymi dagsins á vegum KSÍ sem eftirlitsmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fyrri viðureignir í efstu deild frá aldamótum Sex leiki hafa liðin leikið innbyrðis í efstu deild frá aldamótum. Keflavík hefur þar haft sigur þrívegis, einu sinni hafa liðin gert jafntefli og lið Þróttar haft sigur í tvígang.

Markatala liðanna innbyrðis er svo: 9-10 Þrótti í vil

Keflavík vann báða leiki liðanna í fyrra, fyrst 2-1 í Laugardal um miðjan júní og 1-0 á HS-Orkuvellinum í lok ágúst.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Bæði lið gerðu vel í bikar
Bæði lið áttu leik í bikar um síðustu helgi og fóru bæði með sigur af hólmi og tryggðu sér þar með sæti í 8 liða úrslitum.

Keflavík gerði sér ferð út á Seltjarnarnes og mætti þar liði Gróttu. Lokatölur 1-3 Keflavík í vil þar sem Alma Rós Magnúsdóttir, Melanie Claire Rendeiro og Saorla Lorraine Miller gerðu mörk Keflavíkur.

Þróttur fékk Fylki í heimsókn í Laugardalinn og vann þar vægast sagt sannfærandi sigur 5-0. Sierra Marie Lelii,María Eva Eyjólfsdóttir,Kristrún Rut Antonsdóttir,Freyja Karín Þorvarðardóttir og Sigríður Theód. Guðmundsdóttir gerðu þar mörk Þróttar

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Keflavík
Keflavík líkt og áður segir á botni deildarinnar án stiga. Þar má finna vandamál á báðum endum vallar. Ekkert lið hefur fengið meira af mörkum á sig til þessa í deildinni en Keflavík hefur horft á eftir boltanum í netið alls sextán sinnum það sem af er móti.

Sóknarleikurinn hefur að sama skapi ekki skilað miklu. Fimm mörk skoruð og næst fæst mörk skoruð á eftir Þrótti.

Það er í því mörg horn að líta fyrir Jonathan Glenn og Jónu þjálfara liðsins og margt sem betur má fara.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Þróttur Eftir jafntefli á útvelli gegn Fylki í fyrstu umferð hafa fjögur töp í röð fylgt fyrir Ólaf Kristjánsson og Þróttarkonur.

Markaskorun hefur verið mikill hausverkur í deildinni til þessa en lið Þróttar hefur skorað minnst allra liða í deildinni til þessa eða aðeins þrjú mörk.

Vörnin hefur þó staðið öllu betur til þessa, sjö mörk fengin á sig til þessa og aðeins topplið Breiðabliks og Valur hafa sótt boltann sjaldnar í netið þetta sumarið. Tölfræði sem þó engu skiptir þegar stig fylgja ekki með.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Einu sigurlausu liðin að mætast
Keflavík og Þróttur eiga það sameiginlegt að stigasöfnun hefur farið hægt af stað hjá þeim í fyrstu fimm umferðum mótsins eins og staða liðanna endurspeglar. Keflavík á botninum án stiga en Þróttur sæti ofar með eitt stig.
Fyrir leik
Sunny Kef heilsar
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá Keflavíkur og Þróttar en leikurinn er liður í sjöttu umferð Bestu deildar kvenna.

Mynd: Aðsend

Byrjunarlið:
1. Mollee Swift (m)
Sierra Marie Lelii
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir ('65)
10. Leah Maryann Pais ('65)
12. Caroline Murray ('89)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
18. Kristrún Rut Antonsdóttir ('78)
23. Sæunn Björnsdóttir

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
4. Hildur Laila Hákonardóttir
7. Brynja Rán Knudsen ('65)
11. Lea Björt Kristjánsdóttir ('89)
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('78)
22. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('65)
27. Íris Una Þórðardóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Guðrún Þóra Elfar
Þórkatla María Halldórsdóttir
Angelos Barmpas
Branislav Radakovic
Sara Ó. Þrúðmarsdóttir Finnsson
Árný Kjartansdóttir

Gul spjöld:
Leah Maryann Pais ('50)

Rauð spjöld: