

Laugardalsvöllur
Landslið kvenna - Undankeppni EM
Aðstæður: Kaldur blástur
Dómari: Désirée Grundbacher
Áhorfendur: 2067
('89)
('77)
('93)
('89)
('93)
('89)
('77)
('89)
Virkilega vel gert hjá Íslenska liðinu sem hefðu hæglega getað bætt í en við tökum þessum þremur stigum fagnandi!
MARK!Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Enn ekki hvað!?
Íslenska liðið er að hóta marki!
Hefði alveg mátt benda á punktinn þarna en ég er vissulega kannski ekki hlutlaus í þessu máli..
Hornspyrnurnar frá Karólínu Leu verið stórhættulegar hérna í seinni hálfleik!
Nýttum okkur vissulega vindinn þarna og Sveindís kemst á ferðina. Marina Georgieva á í fullu fangið með að reyna halda í við hana áður en Sveindís skaut á markið.
„Ég fékk smá töfra lánaða frá Amöndu í dag,“ sagði Guðrún Arnardóttir í hálfleik um markið sem hún var arkitektinn af ????
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 4, 2024
Hún segir einnig að liðið þurfi að nýta meðvindinn í seinni hálfleik ????? pic.twitter.com/2dFFXW5b56
Íslenska liðið verið betra að mínu mati í fyrri hálfleik svo vonandi halda þær bara áfram í seinni og bæta við!
Tökum okkur stutta pásu og snúum aftur með seinni eftir örskamma.
MARK!Austurríki jafnar með fínasta marki. Flott fyrirgjöf frá hægri og Eileen Campbell hendir sér á boltann og skallar hann í netið.
Gult spjald: Katharina Schiechtl (Austurríki)
Jááá @gudrunarnar ? þvílíkur sprettur.
— Sif Atladóttir (@sifatla) June 4, 2024
Vel klárað @hlineiriksdott1 ????
Áfram svona ????
MARK!Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Íslenska liðið keyrir hratt á austurrísku vörnina. Guðrún Arnar með alveg stórkostlegan sprett, setur boltann áfram á Karólinu Leu sem leggur boltann til hliðar hægra meginn á teignum þar sem Hlín Eiríksdóttir var ein og kláraði færið virkilega vel!
Hlín Eiríksdóttir kemur Íslandi yfir! Frábærlega gert hjá Guðrúnu Arnardóttur í undirbúningnum ????????
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 4, 2024
Svo fáum við forseta-fimmu hjá Guðna og Höllu í fögnuðinum ???? pic.twitter.com/VRvely66dZ
Axlarbönd og belti. Varnarsinnuð uppstilling í leik þar sem sigur setur ???????? í dauðafæri að tryggja sér sæti á EM.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) June 4, 2024
Tökum aldrei neina sénsa. Alltaf sömu 14 sem spila.
En vonandi klárum við leikinn með sigri! Þetta er dauðafæri og í okkar höndum
Áfram Ísland ???????? #fotboltinet pic.twitter.com/Rh6LXFBlJs

Ein breyting frá síðasta leik. Jasmin Pal byrjar í markinu í stað Manuela Zinsberger sem er að eignast barn með eiginkonu sinni.
23. Jasmin Pal (m) - Köln
6. Katharina Schiechtl - Austria Vín
8. Barbara Dunst - Eintracht Frankfurt
9. Sarah Zadrazil - Bayern München
11. Marina Georgieva - Fiorentina
13. Virginia Kirchberger - Eintracht Frankfurt
14. Marie Höbinger - Liverpool
17. Sarah Puntigam - Houston Dash
19. Verena Hanshaw - Eintracht Frankfurt
20. Lilli Purtscheller - SGS Essen
22. Eileen Campbell - Freiburg

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, gerir tvær breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. Leikið er á Laugardalsvelli.
Selma Sól Magnúsdóttir, sem var utan hóps vegna mistaka starfsmanns KSÍ í síðasta leik, kemur inn í byrjunarliðið fyrir Alexöndru Jóhannsdóttur. Hlín Eiríksdóttur kemur einnig inn í liðið fyrir Diljá Ýr Zomers.
Stefan Horisberger er fjórði dómari.
? Leikdagur!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 4, 2024
???????? Ísland mætir Austurríki í dag í undankeppni EM 2025 kl. 19:30 á Laugardalsvelli!
???? Miðasala á https://t.co/iwyH4UEb7x - allir á völlinn!
???? https://t.co/wFFzTfgBWc
Gameday as we play Austria in the EURO 2025 qualifying.#fimmíröð #dottir pic.twitter.com/lWYD1oCSwP
„Ég hef verið mjög rólegur yfir veðrinu og ekkert kíkt á veðurspánna. Það er verið að tala um einhverjar gular viðvaranir og eitthvað svoleiðis. Við sjáum bara hvernig vindar blása á morgun, en við erum róleg yfir því," sagði Steini.
„Elskum við ekki vindinn eða?" sagði Glódís svo og hló en leikurinn á morgun hefst klukkan 19:30 á Laugardalsvelli.
Fan Zone-ið opnar klukkan 17:00 og þarf miða á leikinn til að hafa aðgang að því.
Hægt er að kaupa sér miða á völlinn á.Tix.is
„Við höfum verið að spila á Kópavogsvelli og það hefur verið mjög góð stemning þar. Okkur hefur þótt rosalega vænt um hversu margir hafa komið og stutt við okkur í vondu veðri. Við vonum að það haldi áfram á morgun. Við Íslendingar erum þekkt fyrir það út í heimi að standa með okkar íþróttafólki og við stöndum þétt saman sem þjóð. Við vonum að Íslendingar vilji koma á morgun og styðja við bakið á okkur í þessum gríðarlega mikilvæga leik," sagði Glódís og bætti við:

„Þú verður eiginlega að spyrja þær að því," sagði Steini er hann var spurður út í það hvernig leikskipulagi má búast við hjá gestunum á morgun. „Við undirbúum okkur fyrir bæði. Ég býst alveg við því þess vegna að þær fari í hápressu. Maður veit það ekki alveg. Það kom okkur á óvart hversu passívar þær voru síðast. Við þurfum að vera tilbúin í báða möguleikana."

„Ferðalagið gekk bara fínt. Það var smá seinkun en við komumst og náðum að kjósa. Það var allt upp á tíu hvað varðar það. Svo höfum við verið að funda og melta fyrri leikinn. Sjá hvað við getum lært af honum til að ná í sigur á morgun," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, á fréttamannafundi á Laugardalsvelli í gær.
Afar mikilvægur leikur
Bæði Ísland og Austurríki eru með fjögur stig fyrir leikinn í baráttunni um annað sætið í riðlinum. Efstu tvö liðin fara beint á EM en Þýskaland er fimm stigum á undan. Svo er Pólland án stiga. Það gefur því augaleið að leikurinn í kvöld er risaleikur.
Ísland spilaði vel í fyrri leiknum en sá leikur endaði með 1-1 jafntefli. Landsliðsþjálfarinn segir augljóst hvað liðið þurfi að gera til að breyta einu stigi í þrjú á morgun.
„Við þurfum að skora. Nýta færin. Það er grundvallaratriði. Þær voru meira með boltann en voru ekki að skapa sér mikið. Við vörðum markið okkar vel og sköpuðum færi. Við þurfum bara að nýta þau," sagði Steini

Zinsberger átti að standa á milli stanganna í mikilvægum leik gegn Íslandi í undankeppni Evrópumótsins í kvöld, en dró sig úr hópnum af persónulegum ástæðum.
Frábærar fréttir fyrir Ísland sem þarf sigur til þess að færast nær sæti á Evrópumótið.
Ísland og Austurríki eru jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti riðilsins, en sigur í þessum leik kæmi Íslandi langleiðina með að komast á Evrópumótið.
Flautað verður til leiks á Laugardalsvelli á slaginu 19:15

('46)
('73)
('73)
('86)
('66)
('73)
('86)
('46)
('66)
('73)






















