Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Besta-deild karla
KA
16:15 0
0
Víkingur R.
Lengjudeild karla
Þór
16:00 0
0
Þróttur R.
Besta-deild karla
HK
93' 1
1
Vestri
Lengjudeild karla
ÍBV
LL 1
0
Dalvík/Reynir
Besta-deild kvenna
Valur
16:15 0
0
Keflavík
Besta-deild kvenna
Stjarnan
LL 0
1
Breiðablik
Besta-deild kvenna
Þróttur R.
90' 2
1
FH
Njarðvík
2
5
Afturelding
0-1 Hrannar Snær Magnússon '4
0-2 Elmar Kári Enesson Cogic '16 , víti
Tómas Bjarki Jónsson '35 1-2
Oumar Diouck '70 2-2
2-3 Aron Jóhannsson '77
2-4 Elmar Kári Enesson Cogic '82
2-5 Sævar Atli Hugason '87
Joao Ananias '92
Erlendur Guðnason '92
30.06.2024  -  19:15
Rafholtsvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Mjög blautt og leiðinlegt veður - Má ekki búast við fallegum fótbolta í kvöld
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Elmar Kári Enesson Cogic
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson
3. Sigurjón Már Markússon
5. Arnar Helgi Magnússon
7. Joao Ananias
9. Oumar Diouck
10. Kaj Leo Í Bartalstovu ('86)
13. Dominik Radic
14. Amin Cosic ('70)
15. Ibra Camara ('86)
19. Tómas Bjarki Jónsson
24. Hreggviður Hermannsson ('86)

Varamenn:
12. Daði Fannar Reinhardsson (m)
2. Viðar Már Ragnarsson
4. Slavi Miroslavov Kosov
11. Freysteinn Ingi Guðnason ('70)
16. Svavar Örn Þórðarson ('86)
18. Björn Aron Björnsson ('86)
20. Erlendur Guðnason ('86)

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Arnar Freyr Smárason
Sigurður Már Birnisson
Viktor Þórir Einarsson
Margrét Ársælsdóttir
Jaizkibel Roa Argote

Gul spjöld:
Ibra Camara ('4)
Arnar Helgi Magnússon ('29)
Tómas Bjarki Jónsson ('51)
Amin Cosic ('57)
Hreggviður Hermannsson ('81)

Rauð spjöld:
Joao Ananias ('92)
Erlendur Guðnason ('92)
Leik lokið!
Það eru gestirnir úr Mosfellsbæ sem fara með öll stigin úr Njarðvík.

Viðtöl og skýrsla væntanleg í kvöld.
93. mín
Inn:Valgeir Árni Svansson (Afturelding) Út:Sævar Atli Hugason (Afturelding)
Fer sennilega meiddur af velli eftir vistarskiptin við Erlend.
92. mín
Hausinn farinn hjá heimamönnum!

Þetta er leðinlegt að sjá.
92. mín Rautt spjald: Erlendur Guðnason (Njarðvík)
Líklega rétt niðurstaða. Svekkjandi fyrir unga leikmanninn.
92. mín Rautt spjald: Joao Ananias (Njarðvík)
Hrindir hér einhverjum í Aftureldingu og fær þar að leiðandi réttilega rautt.
91. mín
Allt að sjóða uppúr!! Erlendur með groddaralegt brot og og það fara allir í alla og það liggja þrír!
90. mín
Freysteinn Ingi með tilraun sem Arnar Daði ver.
88. mín
Inn:Sigurpáll Melberg Pálsson (Afturelding) Út:Oliver Bjerrum Jensen (Afturelding)
88. mín
Inn:Andri Freyr Jónasson (Afturelding) Út:Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
87. mín MARK!
Sævar Atli Hugason (Afturelding)
Fær boltann vinstra megin á vellinum og lætur vaða fyrir utan teig og hann lekur framhjá Aroni Snær í marki Njarðvíkur og alveg út við stöng.
86. mín
Inn:Erlendur Guðnason (Njarðvík) Út:Ibra Camara (Njarðvík)
86. mín
Inn:Björn Aron Björnsson (Njarðvík) Út:Hreggviður Hermannsson (Njarðvík)
86. mín
Inn:Svavar Örn Þórðarson (Njarðvík) Út:Kaj Leo Í Bartalstovu (Njarðvík)
82. mín MARK!
Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
Afturelding skora beint úr aukaspyrnu! Elmar Cogic með flotta aukaspyrnu í gegnum varnarvegg Njarðvíkur sem sigrar Aron Snær í marki Njarðvíkinga.
81. mín Gult spjald: Hreggviður Hermannsson (Njarðvík)
Brotlegur rétt fyrir utan vítateig.
80. mín
Inn:Patrekur Orri Guðjónsson (Afturelding) Út:Aron Jóhannsson (Afturelding)
80. mín
Inn:Sævar Atli Hugason (Afturelding) Út:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding)
79. mín
Dominik Radic í flottu skotfæri en skotið framhjá.
77. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Afturelding)
Stoðsending: Hrannar Snær Magnússon
Afturelding að komast aftur yfir! Hrannar Snær fer full auðveldlega framhjá Arnari Helga og leggur boltann út í teig þar sem Aron setur hann fast innanfótar mitt á markið í slánna og inn!
77. mín
Aron Jóhannsson með aukaspyrnuna hátt yfir markið.
76. mín
Afturelding að fá aukaspyrnu á flottum stað rétt fyrir utan teig.
70. mín MARK!
Oumar Diouck (Njarðvík)
Stoðsending: Kaj Leo Í Bartalstovu
NJARÐVÍKINGAR JAFNA! Kaj Leo með stórkostlega sendingu upp í vindinn á Oumar Diouck inn á teig sem nær að koma honum á vinstri fótinn og leggur hann framhjá Arnari Daða í marki Aftureldingar!
70. mín
Inn:Freysteinn Ingi Guðnason (Njarðvík) Út:Amin Cosic (Njarðvík)
69. mín
Njarðvíkingar fá aukaspyrnu við vítateigshornið.

Oumar Diouck tekur aukaspyrnuna og hún fer yfir markið.
68. mín
Bæði lið í brasi með að ná að klára sínar sóknir. Vantar alltaf síðustu sendinguna eða láta bara vaða.
66. mín
Amin Cosic með hörkuskot rétt yfir markið!
64. mín
DAAUÐAFÆRI!! Njarðvíkignar með horn sem dettur niður í teig og út aftur og Njarðvíkingar koma boltanum fyrir markið á Amin Cosic sem lyftir boltanum yfir markið!
63. mín
Afturelding í flottri stöðu og Elmar Cogic með tilraun sem Aron Snær tekur.
57. mín Gult spjald: Amin Cosic (Njarðvík)
Uppsafnað og fær bendingar um hvar hann er búin að vera brjóta í leiknum.
55. mín
Leikurinn endana á milli hérna. Vantar örlítið upp á gæðin til að loka sókinni hjá báðum liðum.
52. mín Gult spjald: Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding)
Sparkar boltanum burt eftir að búið var að dæma brot.
51. mín Gult spjald: Tómas Bjarki Jónsson (Njarðvík)
Tekur Hrannar Snær niður og fær réttilega gult.
50. mín
Bæði lið öflug að missa boltann hér í upphafi síðari.
48. mín
Amin Cosic með tilraun framhjá markinu.
46. mín
Aron Jóhannsson sparkar þessu af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
Engu bætt við þetta í fyrri hálfleik þrátt fyrir þrjú mörk.

Gestirnir leiða með tveimur mörkum gegn einu í hlé!
43. mín
Njarðvíkignar aðeins verið að færa sig ofar og Afturelding að falla aftar.
39. mín
Afturelding með lúmskan bolta fyrir markið sem endar sem markskot og Aron Snær tekur þetta.
35. mín MARK!
Tómas Bjarki Jónsson (Njarðvík)
Stoðsending: Oumar Diouck
NJARÐVÍKIGNAR MINNKA MUNINN! Fimmta hornspyrna Njarðvíkinga í leiknum skilar árangri!

Oumar Diouck með flottan bolta beint í hættusvæðið þar sem hann endar svo í netinu úr mannþrönginni og Tómas Bjarki kemur fagnandi út úr þessu svo ég býst fastlega við því að hann hafi átt síðustu snetringuna og minnkar muninn fyrir heimamenn!
32. mín
Bæði lið í vandræðum með að halda í boltann.
29. mín Gult spjald: Arnar Helgi Magnússon (Njarðvík)
26. mín
Afturelding eru með vindinn í bakið og heimamenn því á móti vind.

Margir boltar sem Njarðvíkingar hafa reynt að spyrna fram sem hafa nánast fokið tilbaka.
24. mín
Mjög tilviljunarkenndur fótbolti oft eins og vill verða í svona blíðskapa veðri.
19. mín
Vindurinn að leika bæði lið grátt.
16. mín Mark úr víti!
Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
Afturelding tvöfaldar! Aron Snær í boltanum en vítaspyrnan ótrúlega örugg og fer stöngin inn.
15. mín
AFTURELDING FÆR VÍTASPYRNU! Sigurjón Már brotlegur gegn Elmari Cogic.
13. mín
Oumar Diouck með skot yfir markið.
12. mín
Njarðvíkignar aðeins að færast ofar og halda pressu á Aftureldingu.
9. mín
Regnið á rúðunni hérna er ekki að gera mér neina greiða. Sé þetta allt fullt blörrað.
8. mín
Afturelding að spila virkilega vel og fara full auðveldlega í gegnum vörn Njarðvíkur en Aron Snær bjargar þessu.
5. mín
Elmar Cogic með flotta aukaspyrnu sem Aron Snær ver virkilega vel.
4. mín Gult spjald: Ibra Camara (Njarðvík)
4. mín MARK!
Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
Gestirnir taka forystu! Hrannar Snær er það sem skorar! Fékk boltann á vinstri vængnum og köttaði inn og átti flott skot sem sigraði Aron Snær í marki Njarðvíkinga.
2. mín
FÆRI! Oumar Diouck stingur sér í gegn og er við það að pota boltanum í netið en Afturelding rétt ná að bjarga þessu!
1. mín
Það eru heimamenn sem sparka okkur af stað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár! Hjá gestunum kemur Bjarni Páll Linnet Runólfsson inn í lið Aftureldingar frá síðasta leik og Andri Freyr Jónasson fer á bekkinn.

Hjá heimamönnum endurheimta þeir Kaj Leo Í Bartalstovu og Dominik Radic tilbaka úr banni frá síðasta leik og koma þeir beint inn í byrjunarliðið. Freysteinn Ingi Guðnason og Björn Aron Björnsson fara á bekkinn.
Fyrir leik
Spámenn umferðarinnar Skagamennirnir Árni Marinó Einarsson og Jón Gísli Eyland Gíslason eru spámenn umferðarinnar en þeir hafa báðir verið að leika vel með ÍA í Bestu deildinni í sumar eftir að hafa hjálpað liðinu að komast upp í fyrra.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Njarðvik 1 - 0 Afturelding
Þetta verður rosalegur leikur, mikið af færum og mikill hasar, en Njarðvíkingar ná að klína einu marki rétt fyrir lokin og taka þessi 3 stig.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir


Njarðvík 0 - 1 Afturelding
Uppeldisfélagið vinnur þennan leik. Elmar skorar sigurmarkið undir lok leiksins eftir annars tíðindalítinn leik.

Fyrir leik
Njarðvík Það hefur verið gríðarleg stemning með Njarðvíkingum í sumar og þeir hafa komið skemmtilega á óvart. Njarðvíkingum var fyrir mót spáð baráttu á hinum enda töflunnar en Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur svo sannarlega smíðað hörku lið í Njarðvík sem eru til alls líklegir í sumar. Njarðvíkingar hafa sótt 10 stig af síðustu 15 mögulegum og gerðu jafntefli gegn nágrönnum sínum í Keflavík í síðustu umferð.

Njarðvíkingar sitja á toppi deildarinnar á markatölu og hafa skorað flest mörk í sumar eða 20 talsins og fengið á sig bara 9 mörk, aðeins Keflavík hafa fengið á sig færri mörk. Það gerir plús 11 í markatölu sem er það mesta í deildinni til þessa.

Mörk Njarðvíkur hafa skorað:

Dominik Radic - 6 mörk
Oumar Diouck - 5 mörk
Kenneth Hogg - 2 mörk
Kaj Leo í Bartalstovu - 2 mörk
Arnar Helgi Magnússon - 2 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Afturelding Það hefur ekki verið alveg sama stemningin með Aftureldingu í sumar og við sáum síðasta sumar. Aftureldingu var spáð fyrir mót baráttu í kringum efsta sætið en hafa hingað til ekki náð því flugi sem búist var við og koma inn í þennan leik með tvo tapleiki í röð á bakinu gegn ÍBV og Fjölni.

Afurelding sitja í 7.sæti deildarinanr og hafa skorað 11 mörk og fengið á sig 17 sem gera mínus 6 í markatölu fyrir leikinn í kvöld.

Markahæstu menn Aftureldingar eru:

Georg Bjarnason - 2 mörk
Elmar Kári Enesson Cogic - 2 mörk
Andri Freyr Jónasson - 2 mörk
*aðir minna

Mynd: Raggi Óla

Fyrir leik
Lengjudeildin Lengjudeildin er að nálgast miðbik og tvö lið eru aðeins búin að skera sig frá restinni en þó ekki það langt að það sé ekki hægt að ná þeim. Annað þeirra liða er heimaliðið hér í kvöld, Njarðvík.

Þegar níu umferðum er lokið lítur þetta svona út:

1.Njarðvík - 20 stig
2.Fjölnir - 20 stig
3.Grindavík - 13 stig (8 spilaðir leikir)
4.ÍBV - 13 stig
5.ÍR - 12 stig
6.Keflavík - 11 stig
7.Afturelding - 11 stig
8.Grótta - 10 stig
9.Þór Ak - 9 stig (8 spilaðir leikir)
10.Leiknir R. - 9 stig
11.Dalvík/Reynir - 7 stig
12.Þróttur R. - 6 stig

Mynd: Lengjan

Fyrir leik
Dómarateymið Gunnar Oddur Hafliðason heldur utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage og Ronnarong Wongmahadthai.
Ólafur Ingi Guðmundsson hefur þá eftirlit með störfum dómara í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Rafholtsvellinum í Njarðvík þar sem heimamenn í Njarðvík taka á móti Aftureldingu í 10.umferð Lengjudeildar karla.

Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski

Byrjunarlið:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('80)
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson ('80)
8. Aron Jónsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
22. Oliver Bjerrum Jensen ('88)
25. Georg Bjarnason
77. Hrannar Snær Magnússon ('88)

Varamenn:
12. Birkir Haraldsson (m)
9. Andri Freyr Jónasson ('88)
11. Arnór Gauti Ragnarsson
17. Valgeir Árni Svansson ('93)
19. Sævar Atli Hugason ('80) ('93)
23. Sigurpáll Melberg Pálsson ('88)
34. Patrekur Orri Guðjónsson ('80)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Enes Cogic
Amir Mehica
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason

Gul spjöld:
Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('52)

Rauð spjöld: