Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Besta-deild karla
KA
16:15 0
0
Víkingur R.
Lengjudeild karla
Þór
16:00 0
0
Þróttur R.
Besta-deild karla
HK
78' 1
1
Vestri
Lengjudeild karla
ÍBV
LL 1
0
Dalvík/Reynir
Besta-deild kvenna
Valur
16:15 0
0
Keflavík
Besta-deild kvenna
Stjarnan
83' 0
1
Breiðablik
Besta-deild kvenna
Þróttur R.
76' 1
1
FH
ÍBV
3
2
HK
Viktorija Zaicikova '3 1-0
1-1 Brookelynn Paige Entz '38
1-2 Guðmunda Brynja Óladóttir '50
Alexus Nychole Knox '53 2-2
Olga Sevcova '77 3-2
01.07.2024  -  18:00
Hásteinsvöllur
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Vestanátt og skýjað
Dómari: Bjarni Víðir Pálmason
Maður leiksins: Olga Sevcova
Byrjunarlið:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
2. Ragna Sara Magnúsdóttir
4. Alexus Nychole Knox
5. Natalie Viggiano
9. Telusila Mataaho Vunipola
10. Kristín Klara Óskarsdóttir
11. Helena Hekla Hlynsdóttir
13. Sandra Voitane
14. Olga Sevcova
17. Viktorija Zaicikova
24. Helena Jónsdóttir

Varamenn:
12. Valentina Bonaiuto Quinones (m)
6. Thelma Sól Óðinsdóttir
7. Birna Dís Sigurðardóttir
8. Birna María Unnarsdóttir
15. Selma Björt Sigursveinsdóttir
23. Embla Harðardóttir
29. Sigríður Lára Garðarsdóttir

Liðsstjórn:
Jón Ólafur Daníelsson (Þ)
Guðmundur Tómas Sigfússon
Rakel Perla Gústafsdóttir
Mikkel Vandal Hasling
Eva Rut Gunnlaugsdóttir
Kolbrún Sól Ingólfsdóttir
Guðrún Ágústa Möller

Gul spjöld:
Sandra Voitane ('58)
Alexus Nychole Knox ('87)
Viktorija Zaicikova ('91)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Mikilvægur sigur Eyjakvenna í botnbaráttunni.
91. mín Gult spjald: Viktorija Zaicikova (ÍBV)
90. mín
4 mínútum bætt við.
89. mín
HK fá horn
87. mín Gult spjald: Alexus Nychole Knox (ÍBV)
Fyrir að pota í boltann þegar markmaðurinn var með hann.
86. mín
Boltinn virðist fara í hendina á leikmann HK og Eyjakonur vilja víti, skiljanlega.
82. mín
HK gera tvöfalda skiptingu
82. mín
Inn:Sóley María Davíðsdóttir (HK) Út:Jana Sól Valdimarsdóttir (HK)
82. mín
Inn:Andrea Elín Ólafsdóttir (HK) Út:Ísabel Rós Ragnarsdóttir (HK)
77. mín MARK!
Olga Sevcova (ÍBV)
Stoðsending: Alexus Nychole Knox
Olga kemur Eyjakonum í 3-2 Alexus spilar boltanum á Olgu sem gerir frábærlega og klárar svo í hornið.
76. mín
Færi hjá HK núna Sandra bjargar á línu fyrir Eyjakonur.
74. mín
Dauðafæri Alexus heldur vel í boltann og kemur honum á Olgu í hlaupinu. Olga keyrir inn á teiginn og þykist ætla að taka skotið en kemur honum á natalie á fjær sem nær einhvern veginn með ólíkindum að setja boltann yfir markið. Þarna átti Natalie að gera betur!
72. mín
Aftur færi hjá ÍBV Natalie gerir aftur frábærlega. Fær boltann frá Olgu og keyrir inn á völlinn og kemur boltanum á Heklu. Hún keyrir inn á teiginn en skotið er yfir markið.
71. mín
Frábært færi hjá Eyjakonum Natalie gerir frábærlega vel, fer upp vinstri kantinn og kemur boltanum á Viktorjiu sem nær ekki að stýra boltanum nægilega vel og hann fer hátt yfir markið. Natalie er búin að leika virkilega vel hérna í dag.
67. mín
Aukaspyrna Eyjakonur spila virkilega vel hérna á milli sín sem endar á Alexus er tekin niður og þær fá aukaspyrnu á ágætum stað.
66. mín
Brookelynn í færi Brookelynn í fínu færi eftir sendingu frá Guðmundu Brynju en nær ekki að setja boltann á markið.
61. mín
Eyjakonur fá horn
60. mín
Kristín Klara gerir virkilega vel og kemur boltanum í hlaupið á OLgu en hún nær ekki til boltans.
58. mín Gult spjald: Sandra Voitane (ÍBV)
Aukaspyrna Togar Guðmundu Brynju niður
57. mín
Guðmunda Brynja kemst upp að endamörkum og gefur boltann fyrir en þar er enginn og þetta fjarar út í sandinn.
53. mín MARK!
Alexus Nychole Knox (ÍBV)
Stoðsending: Natalie Viggiano
Eyjakonur fljótar að jafna Natalie geysist upp vinstri vænginn hjá Eyjakonum og kemur boltanum út á Alexus. Alexus tekur skotið fyrir utan teig beint í fjærhornið framhjá Payton. Frábærlega Klárað hjá Alexus sem skorar hér fyrsta markið sitt fyrir ÍBV.
50. mín MARK!
Guðmunda Brynja Óladóttir (HK)
Stoðsending: Brookelynn Paige Entz
HK stelpur komast yfir HK stelpur komast hér yfir! Jana Sól með frábæra sendingu á teig Eyjakvenna. Brookelynn kemst á blindu hliðina Kristínu og nær skoti á marki en Guðný sér við henni svo er það Guðmunda Brynja sem tekur frákastið og kemur HK í 1-2.
47. mín
Vandræðagangur í vörn HK Asha með klaufaleg mistök og stígur ofan á boltann og Telusila er nálægt því að sleppa í gegn en HK stelpur bægja hættunni frá.
45. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
Allt jafnt í hálfleik Liðin hafa bæði átt ágætis spilkafla og náð að skapa sér nokkur fín færi en Eyjakonur hafa verið sterkari aðilinn það sem af er.
41. mín Gult spjald: Olga Ingibjörg Einarsdóttir (HK)
Olga Ingibjörg með fyrsta spjald leiksins fyrir að taka Alexus niður
38. mín MARK!
Brookelynn Paige Entz (HK)
HK ná að jafna Brookelynn Paige með algjörlega frábæra takta. Hún er allt í einu sloppin ein í gegn en á eftir að gera ansi mikið þar sem að Kristín Klara náði að hlaupa hana upp en Brookelynn platar hana upp úr skónum og klárar svo virkilega vel í fjærhornið.
35. mín
Alexus reynir að þræða Natalie í gegn eftir flott samspil en Valgerður Lilja nær að koma í veg fyrir sendinguna.
32. mín
Mögulega víti Olga gerir frábærlega og kemur boltanum á Natalie sem liggur á fjær. Hún virðist vera tekin niður inn í teig og vilja Eyjakonur fá víti. Frá mínu sjónarhorni virtist þetta vera víti.
31. mín
Brookelynn með flotta takta og kemst inn á teig ÍBV en nær ekki að koma boltanum fyrir en fær hornið.
25. mín
Fínt spil hjá Eyjakonum sem endar með skoti yfir markið frá Telusila.
20. mín
Olga er komin upp að endamörkum en nær ekki að koma boltanum fyrir en fær horn.
20. mín
Birna með fínasta skot fyrir utan teig.
19. mín
Færi hjá HK Guðmunda Brynja í frábæru færi en sýndi mikla seiglu í að ná boltanum af varnarmanni ÍBV en skotið var ekki nægilega gott.
17. mín
Dauðafæri Alexus með frábæra fyrirgjöf á fjær þar sem Viktorjia nær að stýra honum á markið en Payton ver í horn.
17. mín
Frábær sókn hjá HK konum. Það kom fyrirgjöf frá vinstri kantinum út í teiginn og Jana sól skýtur í stöngina. Þær ná svo aftur boltanum og kom honum fyrir. Þar er Birna mætt en stýrir boltanum rétt fram hjá.
14. mín
Jafnræði með liðunum þessa stundina. Bæði lið eru að ná ágætis spilköflum en vantar upp á lokasendingu.
10. mín
Birna með hörkuskot langt fyrir utan sem fer rétt fram hjá
9. mín
Hildur María með slakt skot sem Guðný grípur auðveldlega
3. mín MARK!
Viktorija Zaicikova (ÍBV)
Stoðsending: Alexus Nychole Knox
Fyrsta markið er komið Alexus kemur boltanum á Viktorjiu sem fer fram hjá einum varnarmanni og klárar svo frábærlega upp í hornið.
2. mín
Eyjakonur spila vel á milli sín upp völlinn. Olga nær fyrirgjöfinni en hún er frekar mátlaus og HK eiga markspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
HK konur eiga upphafsspyrnuna.
Fyrir leik
Gengið til þessa Heimakonur í ÍBV hafa verið að sækja í sig veðrið í deildinni í sumar en þær töpuðu samt síðasta leik sínum gegn ÍA á Akranesi á miðvikudaginn 3 - 1. Báðir sigurleikirnir í sumar komu í leikjunum tveimur þar á undan, gegn Selfossi heima og Fram úti. Liðið er samt enn í fallsæti, 9. sæti með 7 stig. Hafa unnið 2, gert 1 jafntefli og tapað 5.

Gestirnir í HK eru að berjast hinum megin á töflunni. Þær eru í 3. sæti deildarinnar með 14 stig eftir 4 sigra, 2 jafntefli og 2 töp. Þær töpuðu síðasta leik gegn Aftureldingu í Kórnum 3 - 1.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Bjarni Víðir Pálmason dæmir leikinn í dag. Hann er með þá Þröst Emilsson og Kristinn Frey Victorsson sér til aðstoðar á línunum.
Bjarni Víðir Pálmason. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur í eyjum Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍBV og HK í Lengjudeild kvenna.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.
Hásteinsvöllur. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Payton Michelle Woodward (m)
2. Asha Nikole Zuniga
3. Olga Ingibjörg Einarsdóttir
5. Valgerður Lilja Arnarsdóttir
6. Brookelynn Paige Entz (f)
7. Guðmunda Brynja Óladóttir
8. Lára Einarsdóttir
11. Ísabel Rós Ragnarsdóttir ('82)
13. Jana Sól Valdimarsdóttir ('82)
18. Birna Jóhannsdóttir
33. Hildur María Jónasdóttir

Varamenn:
25. Sóley Lárusdóttir (m)
4. Andrea Elín Ólafsdóttir ('82)
14. Eydís Helgadóttir
19. Ragnhildur Sóley Jónasdóttir
22. Kristjana Ása Þórðardóttir
23. Sóley María Davíðsdóttir ('82)
42. Hildur Lilja Ágústsdóttir

Liðsstjórn:
Guðni Þór Einarsson (Þ)
Gylfi Tryggvason (Þ)
Thelma Björk Steinarsdóttir
Hugrún Helgadóttir
Sara Mjöll Jóhannsdóttir
Karen Sturludóttir
Guðrún Jenný Ágústsdóttir

Gul spjöld:
Olga Ingibjörg Einarsdóttir ('41)

Rauð spjöld: