Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
Í BEINNI
Úrslitaleikur EM
Spánn
LL 2
1
England
KA
3
2
Valur
Hallgrímur Mar Steingrímsson '4 1-0
1-1 Patrick Pedersen '39
Jakob Snær Árnason '44 2-1
Daníel Hafsteinsson '62 3-1
3-2 Birkir Már Sævarsson '65
02.07.2024  -  18:00
Greifavöllurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Skýjað. Örlítill vindur, en ágætis aðstæður til knattspyrnuiðkunar.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 700
Maður leiksins: Daníel Hafsteinsson (KA)
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Kári Gautason
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('74)
14. Andri Fannar Stefánsson
28. Hans Viktor Guðmundsson
29. Jakob Snær Árnason ('96)
30. Sveinn Margeir Hauksson

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
8. Harley Willard ('74)
18. Hákon Atli Aðalsteinsson
19. Breki Hólm Baldursson
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('96)
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
44. Valdimar Logi Sævarsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Elmar Dan Sigþórsson
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen

Gul spjöld:
Hans Viktor Guðmundsson ('64)
Daníel Hafsteinsson ('85)
Ívar Örn Árnason ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KA fara í bikarúrslit annað árið í röð!!! KA menn vinna Valsara í frábærum fótboltaleik hér á Akureyri og koma sér í bikarúrslit!

Viðtöl og skýrsla koma innan skamms.
97. mín
Daníel!! Sleppur í gegn og þrumar á mark Vals en Frederik Schram ver glæsilega í horn!
97. mín
Valsmenn fá eina lokasókn reikna ég með.
96. mín
Geðveik stemning í stúkunni! Heyrist vel í KA fólki sem að reyna að koma sínum mönnum yfir línuna.
96. mín
Inn:Hrannar Björn Steingrímsson (KA) Út:Jakob Snær Árnason (KA)
Jakob verið frábær í dag.
95. mín
HALLGRÍMUR Í DAAAAUUUÐAFÆRI!! Fær boltann aleinn gegn Schram eftir sendingu frá Willard, en setur boltann aftur framhjá marki Vals! Ég sá þennan inni!
93. mín
Valsmenn eru búnir að tjalda fyrir framan teig KA manna og fá nú hornspyrnu í enn eitt skiptið. Virtist vera markspyrna.
92. mín
Hálf færi! Hornspyrnan ratar á Ívar Örn í teignum og hann setur fast hægri fótar skot framhjá nærstönginni.
91. mín
KA menn fá hornspyrnu.
91. mín
Uppbótartíminn 6 mínútur í uppbót.
90. mín
Steinþór handsamar lausan skalla. Virtist brotið á Ívari inni í teig KA, en áfram gakk.
89. mín
Valsmenn fá horn uppúr aukaspyrnunni.
89. mín Gult spjald: Ívar Örn Árnason (KA)
Tekur Jónatan Inga niður.
87. mín
Hætta! Patrick fær ágætis skallafæri en kemur engum krafti í skallann og hann fer örugglega í fangið á Steinþóri.
86. mín
Valsmenn fá horn. Mikill taugatitringur í stúkunni.
85. mín Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (KA)
Ekki séð þetta oft! Fyrir að segja boltastráknum að kasta boltanum í burtu þegar að Valsmenn fá innkast!
82. mín
Adam Ægir nálægt því að sleppa í gegn eftir frábæra skiptingu frá Gylfa Þór en hann dettur þegar hann setur hausinn undir sig og ætlar að taka á rás með boltann.
80. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Valur) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
80. mín
Inn:Hörður Ingi Gunnarsson (Valur) Út:Birkir Már Sævarsson (Valur)
79. mín
Sýnist Birkir Már vera búinn aftan í lærinu.
79. mín
KA menn aftur nálægt því að sleppa í gegn en varamaðurinn Harley Willard er alltof lengi að koma boltanum inná Hallgrím.
78. mín
Hallgrímur Mar í dauðafæri! Eftir frábært spil leggur Daníel hann á dauðafrían Hallgrím sem að er einn gegn Frederik Schram, en skot Hallgríms fer framhjá markinu. Hann er vægast sagt svekktur með sjálfan sig!
77. mín
Teiknar hann á Guðmund Andra á nær, en skalli Guðmundar er laflaus og Steinþór gripur boltann.
76. mín
Birkir Már vinnur aukaspyrnu úti á hægri kantinum. Jakob brotlegur. Þá mætir Gylfi á svæðið.
74. mín
Inn:Harley Willard (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
73. mín
Jakob Snær liggur. Virtist fá spark í hausinn, en Ívar Orri stoppaði ekki leikinn fyrr en boltinn fór útaf. Valur á horn.
71. mín
Aukaspyrna Hallgríms fer himinhátt yfir markið!
70. mín
Ásgeir vinnur aukaspyrnu á stórhættulegum stað! Þetta virkaði ódýrt og Valsmenn ekki sáttir. Þetta er rétt fyrir utan teig Vals og Hallgrímur Mar stendur yfir boltanum.
68. mín
Inn:Gísli Laxdal Unnarsson (Valur) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
67. mín
Birkir Már SVO nálægt því að jafna! Fær boltann í mjög svipaðri stöðu en setur hann yfir!
65. mín MARK!
Birkir Már Sævarsson (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
VALSMENN SVARA STRAX!!! Sigurður Egill hengir boltann yfir allan vítateig KA og þar bíður Vindurinn eftir honum! Hann er ekkert að tvínóna við hlutina, heldur setur þéttingsfast skot á nærstöngina og Steinþór ver boltann í netið.

3-2 og nóg eftir!
64. mín Gult spjald: Hans Viktor Guðmundsson (KA)
62. mín MARK!
Daníel Hafsteinsson (KA)
Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
KA MÖNNUM ERU KOMNIR TVEIMUR MÖRKUM YFIR!!! Sveinn Margeir gerir frábærlega í að halda boltanum uppi fyrir KA. Hann leggur boltann svo út á Hallgrím Mar, sem að setur boltann fyrir fætur Daníels - rétt fyrir utan teig Valsara. Daníel klippir yfir á hægri fótinn og smellir boltanum óverjandi í fjærhornið framhjá Schram.

3-1!
61. mín
Það er ekki séns að þetta þvingi Ívar af velli. Hann spilar þennan leik handalaus ef að þess gerist þörf.
60. mín
Meiðsli Ívar Örn liggur eftir. Heldur um hendina eftir að hafa farið í tæklingu.
57. mín
Skot í slá! Eftir frábæran sprett Sveins Margeirs í gegnum vörn Vals sem að endar með auðveldri vörslu Frederik Schram eru gestirnir fljótir fram og Guðmundur Andri á skot í slá KA eftir að hafa fengið boltann út í teig af vinstri kantinum! Óheppinn þarna!
55. mín
Örugglega þriggja mínútna langri sókn Vals að ljúka. Ógnuðu aldrei marki KA, en heimamönnum gekk brösuglega að klukka Valsara.
51. mín
Guðmundur Andri gerir vel í að snúa Svein Margeir af sér úti á vinstri kantinum, en fyrirgjöfin er slök og KA menn koma henni frá. Valsmenn halda boltanum.
49. mín
Sýndist Hallgrímur halda um hendina, en báðir eru nú komnir á fætur og virðast klárir í að halda áfram.
48. mín
Hallgrímur og Tryggvi skella saman Þetta var þungt högg! Sá ekki hvort að höfuðin á þeim skullu saman, en þetta var harður árekstur og Hallgrímur liggur enn.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Það eru KA menn sem að koma þessum seinni hálfleik af stað!
45. mín
Hálfleikur
Fjörugum fyrri hálfleik lokið KA menn leiða 2-1 í hálfleik hér í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Bæði lið hafa fengið glimrandi sénsa til að skora fleiri mörk, en gestirnir verið talsvert meira með boltann.

Það verður athyglisvert að sjá hvernig þjálfararnir leggja upp seinni hálfleikinn og spurning hvort að Hallgrímur Jónasson vilji að KA liggi jafn neðarlega og þeir gerðu á löngum köflum í fyrri hálfleik. Með menn eins og Gylfa Þór til þess að finna menn inni í teig getur það reynst hættuspil.

Komum að vörmu!
45. mín
+3 Kári Gautason vinnur boltann fullkomlega löglega af Tryggva á hægri kantinum og veður fram. Ívar Orri dæmir aukaspyrnu löngu seinna við litla hrifningu heimamanna. Þetta var bara kolrangt.
45. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
+2 Sparkar boltanum í burtu þegar að KA fær innkast. Þetta er furðulegt hjá miðjumanninum hæfileikaríka.
45. mín
Uppbótartíminn 3 mínútum bætt við.
44. mín MARK!
Jakob Snær Árnason (KA)
Stoðsending: Ívar Örn Árnason
KA MENN ENDURHEIMTA FORYSTUNA!!! Daníel Hafsteinsson setur hornspyrnuna út í teiginn og þar rís Ívar Örn hæst. Hann stangar boltann á fjærstöngina og þar er Jakob mættur til þess að pota boltanum yfir línuna.

2-1!
43. mín
KA menn fá hornspyrnu. Ásgeir vinnur hana af harðfylgi.
39. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Gylfi Þór Sigurðsson
VALSMENN JAFNA!!! Gylfi fær boltann úti á hægri kantinum og setur boltann á nærstöngina. Þar er Patrick lang grimmastur og setur boltann viðstöðulaust framhjá Steinþóri.

1-1!
38. mín
Undur og stórmerki Gestirnir fá aðra hornspyrnu!
37. mín
Hallgrímur fær aðhlynningu inni á vellinum og Valsmenn bíða eftir því að geta tekið hornspyrnu. Þeir hafa fengið nokkrar svoleiðis í þessum fyrri hálfleik.
33. mín
Hallgrímur Mar kveinkar sér Sveinn Margeir hleypur Gylfa auðveldlega af sér á hægri kantinum, en sendingin inn í teig er ekki alveg nógu góð og Hallgrímur Mar nær ekki að koma sér í skotfæri.

KA menn ná langri sókn sem að endar með því að títt nefndur Hallgrímur á skot sem að Schram ver. Nú liggur hann eftir, en Valsmenn sækja og ætla ekki að setja boltann útaf þrátt fyrir hróp og köll.
33. mín
Áfram halda Valur í boltann og KA liggja aftarlega. Full aftarlega myndu sumir segja.
31. mín
Ívar Örn gerir sig kláran í að taka langt innkast.
29. mín
Ekkert kemur úr hornunum, en gestirnir eru enn með boltann.

Og þá grípur Steinþór hann.
26. mín
Valur fær hornspyrnu.

Og aðra...
25. mín
Hinu megin kemst Hallgrímur Mar í færi eftir snyrtilegt spil, en er dæmdur rangstæður.
22. mín
Patrick aftur í færi! Birkir Már á frábæra sendingu inn fyrir vörn KA og þar er Patrick í þröngum skotvinkli gegn Steinþóri og markmaðurinn ver ágætt skot hans í horn!
21. mín
Fast skot! Hornspyrna Gylfa ratar alla leið út fyrir teiginn á fjær þar sem að Sigurður Egill Lárusson hamrar boltann viðstöðulaust í átt að marki KA, en Hans Viktor blokkar boltann í burtu. Skyndisókn KA rann svo út í sandinn eftir vænlega stöðu.
20. mín
Gylfi á enn eina skottilraunina og enn eru skotin hans blokkuð aftur fyrir. Valur á horn.
20. mín
Valsarar þjarma nú að KA og halda vel í boltann. Heimamenn liggja djúpt.
15. mín
Patrick í færi! KA menn klaufalegir í vörninni og boltinn dettur fyrir Patrick inni í vítateig heimamanna. Hann leggur hann fyrir sig og reynir marktilraun, en Kári Gautason kemst í veg fyrir skotið. Besta færi Vals hingað til!
13. mín
Patrick liggur eftir Sýndist hann og Hólmar Örn skella saman þegar að Daninn skallaði yfir mark KA. Hann þarfnast aðhlynningar, en er nú staðinn á fætur.
11. mín
Gylfi leggur boltann á vinstri fótinn rétt fyrir utan teig KA, en Daníel blokkar skotið í horn.
8. mín
KA menn eru afar beittir hér í byrjun leiks og ógna með hröðum skyndisóknum. Valsarar reyna nú að ná fótfestu leiknum.
6. mín
Ásgeir í færi! Sleppur inn fyrir og stingur Hólmar Örn af. Hann á þéttingsfast skot í fjærhornið sem að Frederik Schram ver glæsilega! Þetta hefði verið ótrúleg byrjun!
4. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
KA MENN ERU KOMNIR YFIR!!! Daníel Hafsteinsson vinnur boltann af kærulausum Guðmundi Andra og leggur hann í gegn á Svein Margeir sem að á fast skot á Frederik Schram. Schram ver vel frá Sveini, en boltinn dettur fyrir fætur Hallgríms sem að gerir engin mistök og leggur hann framhjá markmanninum.

1-0!

1. mín
Gestirnir fá hornspyrnu. Gylfi með skot af löngu færi sem að fer af varnarmanni.

Sýndist Orri Sigurður eiga skalla yfir markið uppúr horninu.
1. mín
Leikur hafinn
Patrick Pedersen kemur þessu í gang!
Fyrir leik
Vel er mætt til vinafundar Mætingin er frábær og stefnir í flotta stemningu! Silfurdrengurinn Arnór Atlason er mættur í stúkuna til að styðja gulklædda til sigurs. Valsarar eru sömuleiðis að skila sér í stúkuna og umgjörðin er glimrandi góð.

Mynd: Getty Images

KA maðurinn Arnór vonast eftir heimasigri.
Fyrir leik
Enginn Viðar Örn - Fyrsti byrjunarliðsleikur Jakobs Viðar Örn glímir við smávægileg meiðsli og er ekki í leikmannahópi KA. Jakob Snær Árnason byrjar sinn fyrsta leik í sumar, en hann hefur lengi verið frá vegna meiðsla og fékk sínar fyrstu mínútur gegn HK í síðasta leik.

Andri Fannar Stefánsson og Ásgeir Sigurgeirsson koma inn í liðið. Nú er bara spurning hvernig uppstillingin á liðinu er. Er Hallgrímur í 3-5-2 / 5-3-2 pælingum?

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jakob gefur ekki tommu eftir.
Fyrir leik
Gylfi byrjar Hefur verið að glíma við meiðsli en byrjar í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Byrjunarlið Vals Gylfi Þór Sigurðsson er klár í leikinn í kvöld eftir meiðsli og Jónatan Ingi Jónsson er einnig klár en það eru frábær tíðindi fyrir Val.

1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
20. Orri Sigurður Ómarsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Byrjunarlið KA Hjá KA eru þeir Birgir Baldvinsson og Bjarni Aðalsteinsson í leikbanni, en það er mikið högg fyrir heimamenn.

13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Kári Gautason
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
14. Andri Fannar Stefánsson
28. Hans Viktor Guðmundsson
29. Jakob Snær Árnason
30. Sveinn Margeir Hauksson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Dómarinn Það er Ívar Orri Kristjánsson sem að dæmir þennan stórleik. Honum til aðstoðar eru Birkir Sigurðarson og Ragnar Þór Bender. Varadómari er ÞÞÞ, eða Þórður Þorsteinn Þórðarson og eftirlitsmaður er Bragi Bergmann.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ívar er á flautunni í dag.
Fyrir leik
Sérfræðingurinn spáir heimasigri Arnar Daði Arnarsson, betur þekktur sem Sérfræðingurinn, spáði í undanúrslitarimmurnar sem að framundan eru og er bjartsýnn fyrir hönd KA.

,,Það er eitthvað sem að segir mér að KA menn mæti með blóð á tönnunum í þennan leik. Jafnvel að þeir verði með bauk í klefanum hjá Val og óska eftir fjárhagsaðstoð til að borga kröfuna sem Arnar Grétarsson setti á hendur KA eins og frægt er.''

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er iðulega stutt í léttleikann hjá Sérfræðingnum.
Fyrir leik
Arnar glaður fyrir hönd KA, en ekki í gjafastuði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var við stjórnvölinn hjá KA í 2 og hálft ár og stígandi liðsins á þeim tíma var greinilegur. Á hans síðasta sumri með KA endaði liðið í 2. sæti efstu deildar og tryggði sér þáttökurétt í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Arnar hafði hins vegar hætt með KA áður en liðið var gulltryggt í Evrópu og Hallgrímur Jónasson tekinn við. Arnar taldi þó að hann ætti rétt á bita af Evrópukökunni.

Skilnaðurinn við félagið hefur vægast sagt verið á milli tannanna á fjölmiðlafólki og knattspyrnuáhugamanna, en KA var gert að greiða Arnari 11 milljónir króna , vegna vangoldinna bónusa. KA áfrýjaði svo málinu til Landsréttar.

Nú mætir Arnar aftur til Akureyrar og var í löngu viðtali við Hafliða Breiðfjörð fyrir komandi verkefni.

,,Ég átti tvö og hálft ár góð á Akureyri og er með margar góðar minningar þaðan. Ég er ánægður fyrir þeirra hönd að þeir eru aðeins að rétta úr kútnum. Þeir eru með alltof gott lið til að vera í þeirri stöðu sem að þeir eru í,'' sagði Arnar. Hann vill hins vegar eðlilega vinna sigur á sínum gömlu félögum í kvöld.

,,Við erum klárlega ekki að fara þangað og ætla að fara að gefa þeim eitthvað, við viljum fara í þennan úrslitaleik.''

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mætast í kvöld.
Fyrir leik
Líklegt byrjunarlið Vals Heilsa Gylfa Þórs Sigurðssonar og Jónatans Inga Jónssonar er helst til umræðu, en líklegt er að Gylfi byrji leikinn. Sé Jónatan ekki klár er mögulegt að fyrrum KA-maðurinn Bjarni Mark Antonsson komi inn í lið Valsara.

Gylfa var sárt saknað í tapi Vals gegn ÍA, þar sem að Skagamenn skoruðu sigurmark á 90. mínútu og tapið gerir það að verkum að Valsmenn eru nú 8 stigum á eftir Íslandsmeisturum Víkings, en eiga þó leik til góða.

Guðmundur Andri Tryggvason verður líklega á hægri kantinum, en þessi hæfileikaríki sóknarmaður á enn eftir að finna netmöskvana í bæði deild og bikar á þessari leiktíð.

Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Líklegt byrjunarlið KA Sæbjörn Þór Þorbergsson Steinke velti vöngum yfir því hvernig fyrrum samstarfsfélagarnir Hallgrímur Jónasson og Arnar Grétarsson myndu stilla upp byrjunarliðum sínum.

Hjá KA eru Birgir Baldvinsson og Bjarni Aðalsteinsson í banni, en báðir hafa leikið mikilvægt hlutverk í liði heimamanna. Spurningin er hvort að það verði Hrannar Björn Steingrímsson eða Ingimar Stöle sem að koma inn fyrir Birgi. Í stað Bjarna er líklegt að Harley Willard leysi hana stöðu - nema að Hallgrímur hreinlega breyti um liðsuppstillingu.

Viðar Örn Kjartansson mun svo sennilega leiða línu heimamanna, en hann var sprækur gegn HK í síðasta deildarleik og kom boltanum tvisvar í mark HK-inga en var í bæði skiptin dæmdur rangstæður.

Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Fyrir leik
Góðan daginn! Hér mun fara fram textalýsing á undanúrslitaleik KA og Vals í Mjólkurbikar karla. Leikurinn fer fram á Greifavellinum degi fyrir gleðina sem að N1 mótið býður uppá og vonandi fáum við troðfulla stúku og skemmtilega stemningu!
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson ('80)
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('68)
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('80)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
20. Orri Sigurður Ómarsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
3. Hörður Ingi Gunnarsson ('80)
6. Bjarni Mark Antonsson
16. Gísli Laxdal Unnarsson ('68)
17. Lúkas Logi Heimisson
21. Jakob Franz Pálsson
22. Adam Ægir Pálsson ('80)

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('45)

Rauð spjöld: