Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Besta-deild karla
KA
16:15 0
0
Víkingur R.
Lengjudeild karla
Þór
16:00 0
0
Þróttur R.
Besta-deild karla
HK
45' 1
1
Vestri
Lengjudeild karla
ÍBV
LL 1
0
Dalvík/Reynir
Besta-deild kvenna
Valur
16:15 0
0
Keflavík
Besta-deild kvenna
Stjarnan
45' 0
0
Breiðablik
Besta-deild kvenna
Þróttur R.
45' 1
1
FH
Keflavík
1
0
Fylkir
Eva Lind Daníelsdóttir '22 1-0
07.07.2024  -  14:00
HS Orku völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Það er bongó sagði einhver
Dómari: Hreinn Magnússon
Maður leiksins: Eva Lind Daníelsdóttir
Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
4. Eva Lind Daníelsdóttir
5. Susanna Joy Friedrichs
9. Marín Rún Guðmundsdóttir ('74)
10. Saorla Lorraine Miller
11. Kristrún Ýr Holm
18. Hilda Rún Hafsteinsdóttir
21. Melanie Claire Rendeiro
22. Salóme Kristín Róbertsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir
99. Regina Solhaug Fiabema

Varamenn:
6. Kamilla Huld Jónsdóttir
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
15. Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir ('74)
19. Máney Dögg Másdóttir
20. Brynja Arnarsdóttir
26. María Rán Ágústsdóttir

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Ljiridona Osmani
Þorgerður Jóhannsdóttir
Örn Sævar Júlíusson
Alma Rós Magnúsdóttir
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir
Júlía Björk Jóhannesdóttir

Gul spjöld:
Jonathan Glenn ('75)
Anita Lind Daníelsdóttir ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Risa sigur fyrir lið Keflavíkur sem vinnur sinn þriðja sigur í sumar.

Leikurinn fer sennilega ekki í sögubækurnar sem sá besti en Keflvíkingum er eflaust sama.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
90. mín Gult spjald: Tinna Harðardóttir (Fylkir)
Sparkar boltanum í burtu eftir að hafa verið flögguð rangstæð
90. mín
Uppbótartíminn líklega um 3 mínútur.
89. mín
Inn:Kolfinna Baldursdóttir (Fylkir) Út:Klara Mist Karlsdóttir (Fylkir)
87. mín
Saorla böðlast inn að teig Fylkis með boltann og á skot en framhjá fer boltinn.
82. mín
Inn:Tinna Harðardóttir (Fylkir) Út:Helga Guðrún Kristinsdóttir (Fylkir)
81. mín Gult spjald: Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
Stöðvar skyndisókn og tekur á sig spjald.


Um það bil það eina sem gerist hér á vellinum sem stendur eru brot og gul.
79. mín Gult spjald: Marija Radojicic (Fylkir)
Ósátt við að fá ekki innkast og þrumar boltanum í jörðina. Hreinn fljótur að rífa upp spjaldið.
75. mín Gult spjald: Jonathan Glenn (Keflavík)
Lætur í sér heyra á bekknum fyrir eitthvað sem ég ekki sá.
74. mín
Inn:Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir (Keflavík) Út:Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík)
73. mín
Melanie of eigingjörn þarna. Keflavík brunar upp í skyndisókn. Hún er með Saorlu hægra megin við sig að sleppa í gegn en velur að fara sjálf og tapar boltanum.
68. mín
Fylkir ógnar, boltinn fyrir markið frá hægri og dettur dauður í markteignum. Eva Lind fyrst á hann og hreinsar.
64. mín
Susanne með skot fyrir Keflavík en framhjá
62. mín
Inn:Þórhildur Þórhallsdóttir (Fylkir) Út:Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir)
62. mín
Inn:Marija Radojicic (Fylkir) Út:Viktoría Diljá Halldórsdóttir (Fylkir)
60. mín Gult spjald: Abigail Patricia Boyan (Fylkir)
Fer með höfuðið á undan sér í Susanne sem steinliggur. Fær gult fyrir
53. mín
Fylkir fer illa með dauðafæri
Guðrún Karitas sleppur ein inn á teiginn hægra megin. Ein gegn Veru velur hún að skjóta á nærstöngina en setur boltann langt framhjá markinu.
48. mín
Heilmikið kraðak í teignum hjá Keflavík eftir hornspyrnu. Ekkert verður úr.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í heldur bragðdaufum fótboltaleik. Það er þó hart tekist á og liðin að gefa allt í þetta og við erum með mark á töflunni.

Komum aftur með síðari hálfleik að vörmu spori.
38. mín
Eva Rut í hörkufæri fyrir lið Fylkis en dæmd brotleg.

Skilur lítið í því.
35. mín Gult spjald: Erna Sólveig Sverrisdóttir (Fylkir)
Stöðvar skyndisókn.
27. mín
Guðrún Karitas með hættulegan bolta fyrir markið frá hægri. Sending eða skot er erfitt að segja en boltinn hárfínt framhjá stönginni.
22. mín MARK!
Eva Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
Keflavík tekur forystuna! Þessi leikur þurfti á marki að halda.

Keflavík reynir fyrirgjöf í þrígang frá hægri sem Fylkisliðið skallar frá. Boltinn berst á Evu fyrir utan teig sem bíður ekki boðanna og lætur bara vaða. Skotið gott og steinliggur í markhorninu óverjandi fyrir Tinnu.

Hennar fyrsta mark í efstu deild.
20. mín
Leikurinn verið afar hægur og lokaður til þessa og ekkert um færi.

Sigurður Schram hefur verið öflugur á flagginu samt og lyft því í tvígang til marks um rangstöðu af miklum glæsibrag.
12. mín
Að lifna aðeins yfir þessu.
Kristrún Ýr finnur Melanie í hlaupi inn á teginn. Sendingin agnarögn of föst og Tinna Brá fyrst á boltann.
10. mín

Melanie Claire að sleppa í gegn eftir samskiptaleysi í öftustu línu Fylkis. Flaggið fer á loft þó. Tæpt var það en líklega rétt.
8. mín
Keflavík vinnur fyrstu hornspyrnu leiksins.
5. mín
Fimm mínútur að detta á klukkuna hér. Akkúrat ekkert gerst í þessum leik til þessa.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Það er Fylkir sem hefur hér leik.
Fyrir leik
Kristín Dís spáir
Landsliðskonan Kristín Dís Árnadóttir spáir í leiki helgarinnar.
Um leikinn í Keflavík sagði hún.

Keflavík 1 - 0 Fylkir

1-0 seiglusigur hjá heimakonum. Verður mikill baráttuleikur en Anita Lind skorar mark úr víti og tryggir þeim sigurinn.

   06.07.2024 10:00
Kristín Dís spáir í 12. umferð Bestu deildar kvenna
Fyrir leik
Dómarinn
Hreinn Magnússon er með flautuna á HS-Orkuvellinum í dag. Honum til aðstoðar eru Sigurður Schram og Tryggvi Elías Hermannsson. Hallgrímur Viðar Arnarson fær það hlutverk að vera fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er Ólafur Ingi Guðmundsson.

Fyrir leik
Keflavík
Keflavík hefur verið í töluverðum vandræðum síðustu vikur en mikil meiðsli hafa herjað á þunnan hóp þeirra. Liðið situr í botnsætinu með sex stig og hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni.

Það horfir þó til betri vegar því lykilleikmenn eru að snúa aftur ein af öðrum og vonast þjálfarateymi liðisins eflaust eftir því að fá þær allar inn nú þegar við eru komin á seinni helming mótsins.

Markaskorun hefur verið stóra vandamálið í liði Keflavíkur þetta sumarið en liðið hefur einungis skorað sjö mörk í leikjunum ellefu sem liðnir eru. Þess utan hefur engin leikmaður Keflavíkur skorað meira en eitt mark í deildinni þetta sumarið.

Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Fyrir leik
Fylkir
Gestirnir úr Árbæ mæta til leiks í 9.sæti deildarinnar með sex stig. Liðið gerði markalaust jafntefli á heimavelli í síðustu umferð þegar liðið fékk Víking í heimsókn. Þau úrslit mörkuðu enda á taphrinu liðsins sem hafði tapað sex leikjum í röð og ekki sótt stig síðan í þriðju umferð.

Fylkisliðið hefur aðeins unnið einn sigur í sumar en sá sigur kom einmitt gegn Keflavík í Árbænum þar sem liðið hafði 4-2 sigur.

Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Fylkis snýr aftur á kunnulegar slóðir í dag en hann þjálfaði kvennalið Keflavíkur í þó nokkur ár áður en að hann tók við Fylki auk þess að hafa starfað fyrir Keflavík í um tuttugu ár eða svo.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Botnslagur í Bestu
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Fylkis í Bestu deild kvenna. Flautað verður til leiks á HS-Orkuvellinum klukkan 14:00
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir
3. Mist Funadóttir
5. Abigail Patricia Boyan
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
10. Klara Mist Karlsdóttir ('89)
11. Viktoría Diljá Halldórsdóttir ('62)
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f) ('62)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
23. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('82)
25. Kayla Bruster

Varamenn:
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
7. Tinna Harðardóttir ('82)
8. Marija Radojicic ('62)
13. Kolfinna Baldursdóttir ('89)
21. Elísa Björk Hjaltadóttir
24. Katrín Sara Harðardóttir
27. Þórhildur Þórhallsdóttir ('62)

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Tinna Björk Birgisdóttir
Michael John Kingdon
Halldór Steinsson
Rakel Mist Hólmarsdóttir
Bjarni Þórður Halldórsson
Sonný Lára Þráinsdóttir

Gul spjöld:
Erna Sólveig Sverrisdóttir ('35)
Abigail Patricia Boyan ('60)
Marija Radojicic ('79)
Tinna Harðardóttir ('90)

Rauð spjöld: