Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Besta-deild karla
KA
16:15 0
0
Víkingur R.
Lengjudeild karla
Þór
16:00 0
0
Þróttur R.
Besta-deild karla
HK
47' 1
1
Vestri
Lengjudeild karla
ÍBV
LL 1
0
Dalvík/Reynir
Besta-deild kvenna
Valur
16:15 0
0
Keflavík
Besta-deild kvenna
Stjarnan
54' 0
0
Breiðablik
Besta-deild kvenna
Þróttur R.
50' 1
1
FH
Víkingur R.
0
0
Shamrock Rovers
Darragh Nugent '80
09.07.2024  -  18:45
Víkingsvöllur
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Aðstæður: Topp aðstæður og full stúka
Dómari: Sigurd Kringstad (Noregur)
Maður leiksins: Jón Guðni Fjóluson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson ('66)
10. Pablo Punyed ('81)
19. Danijel Dejan Djuric
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen ('66)
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('81)

Varamenn:
16. Jochum Magnússon (m)
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('81)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('81)
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Ari Sigurpálsson ('66)
21. Aron Elís Þrándarson
24. Davíð Örn Atlason
27. Matthías Vilhjálmsson ('66)
30. Daði Berg Jónsson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen

Gul spjöld:
Karl Friðleifur Gunnarsson ('55)

Rauð spjöld:
@Stefanmarteinn7 Stefán Marteinn Ólafsson
Skýrslan: Verkefnið varð örlítið flóknara fyrir seinni leikinn í Dublin
Hvað réði úrslitum?
Víkingar réðu lögum og lofum í þessum leik en náðu bara ekki að skora mark. Kaldhæðnislegast er kannski að Írarnir eigi hættulegasta færið en Víkingar reyndu og reyndu að finna einhverjar glufur á þéttri vörn Shamrock Rovers sem gaf fá færi á sér. Ekki leikur sem fer í sögubækurnar fyrir fagurfræðin en það skal þó ekki tekið af gestunum að þeir gerðu vel með að sækja úrslit hér á Víkingsvelli. Verkefni Víkinga varð fyrir vikið aðeins erfiðara.
Bestu leikmenn
1. Jón Guðni Fjóluson
Var flottur í liði Víkinga í kvöld. Þeir komust ekkert áleiðis Írarnir þegar þeir reyndu að keyra á hann. Átti auk þess nokkra fína bolta fyrir markið og skalla sem var ekki langt frá því að verða að marki hefði hann ratað á rammann. Ef og hefði og allt það en Jón Guðni var flottur.
2. Gunnar Vatnhamar
Var úti um allt hjá Víkingum í dag. Írarnir áttu ekkert auðveldara með að fara í gegnum Færeyjingin heldur en Jón Guðna.
Atvikið
Oliver Ekroth var ekki langt frá því að vera skúrkurinn í dag. Átti hrikalega sendingu á vallarhelmingi Shamrock Rovers sem Írarnir komust í og Johnny Kenny var næstum búin að refsa grimmilega en sem betur fer fyrir Víkinga fór boltinn ekki bara yfir Ingvar Jóns í markinu heldur fór boltinn líka yfir markið sjálft.
Hvað þýða úrslitin?
Víkingar verða að vinna úti í Írlandi til þess að komast í næstu umferð. Fara út með ekkert í farteskinu sem gerir verkefnið ögn erfiðara en það hefði þurft að vera.
Vondur dagur
Oliver Ekroth hjá heimamönnum og Darragh Nugent hjá gestunum mega berjast um þetta. Báðir hættulega nálægt því að verða skúrkar sinna liða.
Dómarinn - 6
Mér fannst flestar ákvarðanir í leiknum bara nokkuð góðar. Hefði hinsvegar vilja sjá teymið stíga fyrr og betur inn í leiktöf gestana. Írarnir voru oft óheyrilega lengi að athafna sig án þess að fá svo mikið sem tiltal fyrir það. Markvörður Shamrock Rovers fær t.d. ekki spjald fyrr en á 85.min fyrir tafir sem hefði í raun átt að koma heldur snemma í fyrri hálfleik ef við erum hreinskilinn og því dregst þetta örlítið niður.
Byrjunarlið:
1. Leon Pohls (m)
2. Joshua Honohan
3. Sean Hoare
4. Roberto Lopes
6. Daniel Cleary
7. Dylan Watts ('93)
9. Aaron Greene ('66)
15. Darragh Nugent
16. Gary O'Neill
18. Trevor Clarke ('74)
29. Jack Byrne ('74)

Varamenn:
25. Lee Steacy (m)
30. Toms Leitis (m)
11. Sean Kavanagh
14. Cian Barret
17. Richie Towell ('93)
21. Darragh Burns ('74)
23. Neil Faruggia ('74)
24. Johnny Kenny ('66)
26. John O'Reilly-O'Sullivan
34. Conan Noonan
37. Cory O'Sullivan

Liðsstjórn:
Stephen Bradley (Þ)

Gul spjöld:
Darragh Nugent ('51)
Leon Pohls ('85)
Sean Hoare ('96)

Rauð spjöld:
Darragh Nugent ('80)