Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
FH
1
1
KA
Úlfur Ágúst Björnsson '27 1-0
1-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson '80 , víti
08.07.2024  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Skýjað, logn og þægilegur loft hiti. Fullkomar aðstæður, svo er grasið rennislétt
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Áhorfendur: 637
Maður leiksins: Björn Daníel Sverrisson (FH)
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson
7. Kjartan Kári Halldórsson ('62)
9. Sigurður Bjartur Hallsson ('83)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Ísak Óli Ólafsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('70)
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('70)
6. Grétar Snær Gunnarsson ('83)
11. Arnór Borg Guðjohnsen ('62)
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
25. Dusan Brkovic
27. Jóhann Ægir Arnarsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Ólafur Guðmundsson ('19)
Vuk Oskar Dimitrijevic ('29)
Heimir Guðjónsson ('45)
Kjartan Kári Halldórsson ('58)
Logi Hrafn Róbertsson ('66)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum lýkur í jafntefli sem er líkast til sanngjörn úrslit. Jafn leikur þar sem bæði lið fengu sín færi. Það eru einhverjar stympingar svo hérna eftir leik þar sem það var kominn einhver hiti í menn.

Skýrsla og viðtöl koma seinna í kvöld.
94. mín
Hallgrímur fær boltan inn í teig vinstra megin. Hann er með mann í sér en ákveður að skjóta og boltinn vel framhjá.
92. mín Gult spjald: Jakob Snær Árnason (KA)
Fyrir tuð.
91. mín
FH með aukaspyrnu í góðri fyrirgjafarstöðu. Böðvar sveiflar boltanum inn á teiginn en framhjá öllum og markspyrna er niðurstaðan.
91. mín
Uppbótartíminn er 5 mínútur
90. mín
Björn Daníel með flotta takta á miðjunni og setur góðan bolta fram á Arnór. Arnór er þá kominn upp hægra megin, hann setur lágan bolta inn í teig þar sem Úlfur tekur skotið á nærstönginni en rétt framhjá.
89. mín
Langur bolti fram og Harley bara sloppinn í gegn. Fyrsta snertingin hans er ekki alveg nógu góð, hann setur boltan of mikið til hliðar og tekur þá skotið úr erfiðu færi og framhjá.
85. mín
FH-ingar með hættulega sókn. Ástbjörn kominn í góða stöðu og setur boltan fyrir. Ívar nær að hreinsa á ögurstundu.

FH er þá með hornspyrnu sem þeir setja inn í teig. Það verður mikill darraðardans þar sem FH-ingar skjóta á endanum yfir markið.
85. mín
Inn:Harley Willard (KA) Út:Rodrigo Gomes Mateo (KA)
83. mín
Inn:Grétar Snær Gunnarsson (FH) Út:Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
80. mín Mark úr víti!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Öruggt og það er jafnt! Grímsi setur boltan niður í hægra hornið. Sindri fer í rétta átt en nær ekki til boltans.
79. mín
VÍTI FYRIR KA!!! Löng sending fram á Grímsa sem er sloppinn einn í gegn. Sindri kemur út úr markinu og Grímsi chippar yfir hann, þá tekur Sindri, Grímsa niður.
77. mín Gult spjald: Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Menn segja hérna í kringum mig að þetta hefði átt að vera rautt og Ásgeir hafi slegið frá sér. Ég sá þetta ekki
74. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
72. mín
Ástbjörn ekki langt frá því! Ástbjörn fer alveg gríðarlega illa með Kára hérna, hann tekur gabbhreyfingu hægri, vinstri og Kári fellur fyrir því öllu. Hann tekur svo skotið fyrir utan teig og boltinn svífur rétt framhjá stönginni.
70. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
68. mín
Grímsi í frábæru skotfæri! KA menn í góðri sókn hér þar sem Sveinn Margeir er með boltan á hægri kantinum. Hann setur góðan bolta inn í teig þar sem Ásgeir leggur boltan til baka á Hallgrím. Hann tekur skotið í góðu færi en boltinn svífur rétt framhjá markinu.
66. mín Gult spjald: Logi Hrafn Róbertsson (FH)
Veit ekki alveg hvað þetta er fyrir, ef það er fyrir brotið er þetta svakalega soft.
63. mín
Daníel með algjöra þrumu vel fyrir utan teig og Sindri þarf að hafa sig allan við til að verja þennan bolta.
62. mín
Inn:Arnór Borg Guðjohnsen (FH) Út:Kjartan Kári Halldórsson (FH)
59. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Viðar Örn Kjartansson (KA)
58. mín Gult spjald: Kjartan Kári Halldórsson (FH)
Stoppar skyndisókn
57. mín
Skalli í slá! FH-ingar eiga horn og Kjartan Kári sveiflar boltanum inn í teig. Ísak Óli rís þá hæst og nær skallanum sem syngur í slánni og KA nær svo að hreinsa.
55. mín
Lúmsk sending inn í teig hjá FH, Steinþór virðist vera með hann allan tíman en svo missir hann aðeins boltan og Kjartan Kári nálægt því að fá bara gefinst mark. Steinþór er þó fljótur að bregðast við og hendir sér á boltan.
52. mín
FH-ingar sækja hratt og Björn Daníel gerir vel í að hrista af sér sinn varnarmann. Hann leggur svo boltan til hliðar á Kjartan sem reynir fyrirgjöfina. Steinþór kemur hinsvegar vel út úr markinu og handsamar boltan.
48. mín Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (KA)
48. mín
Hafiði heyrt þennan áður? Hafliði Breiðfjörð mættur með myndavélina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
FH-ingar leiða í hálfleik. Leikurinn verið frekar jafn en FH-ingar náð að skapa sér betri færi. Þau hafa þó ekki verið mörg, hvorugt lið er að ná að opna hitt almennilega. Vonandi opnast þetta meira í seinni.

Sjáumst eftir korter.
45. mín
+1

Bjarni tekur spyrnuna en skýtur beint í varnarvegginn.
45. mín
Það er ein mínúta í uppbótartíma.
45. mín Gult spjald: Heimir Guðjónsson (FH)
Ísak og Daníel skella saman hérna eftir skallabaráttu. Ísak var á undan í boltan en af einhverri ástæðu er dæmt á hann og KA á aukaspyrnu í góðu skotfæri. Heimir fær svo gult fyrir mótmæli.
42. mín
Dauðafæri fyrir Viðar! Hans Viktor er með boltan á eigin vallarhelmingi og setur bara langan bolta fram. Boltinn fer framhjá Ólafi og Viðar allt í einu einn gegn Sindra í markinu. Boltinn skoppar þá í frekar óþægilega hæð fyrir Viðar sem reynir að chippa yfir Sindra en hann nær ekki nógu mikilli hæð á boltan og Sindri ver auðveldlega.
39. mín
Kjartan sveiflar boltanum inn í teig og Björn Daníel nær skallanum en framhjá markinu.
38. mín
FH-ingar fá hornspyrnu, Kjartan Kári ætlar að taka, þeir skoruðu áðan úr þessu.
29. mín Gult spjald: Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
KA menn fá aukaspyrnu og þeir setja háan bolta inn í teiginn. Ívar nær skallanum í átt að marki en Sindri ver.
27. mín MARK!
Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
Stoðsending: Böðvar Böðvarsson
FH-ingar komnir yfir! Hornspyrna fyrir FH sem Kjartan tekur. Hann setur boltan í teiginn og boltinn fer af Böðvari sýnist mér og þaðan til Úlfs sem stangar boltan í netið.

Sigurður Bjartur stendur hinsvegar fyrir framan Steinþór í rangstöðu og KA menn vilja meina að hann hafi áhrif og markið ætti ekki að standa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
25. mín Gult spjald: Rodrigo Gomes Mateo (KA)
Lendir í kapphlaupi við Kjartan og það var bara einn að fara vinna það. Rodri straujar hann bara niður.
23. mín
Flottir taktar hjá Sveini! Sveinn Margeir fær boltan hægra megin á vellinum nálægt miðlínu. Hann tekur bara af stað og nær að fara framhjá sínum varnarmanni með flottri gabbhreyfingu. Hann ákveður svo bara að skjóta nokkuð langt frá marki og skotið ekki langt framhjá.
21. mín
KA menn með innkast ofarlega á vellinum. Hrannar tekur það hinsvegar vitlaust og Arnar dæmir á það. Maður sér þetta ekkert mjög oft.
19. mín Gult spjald: Ólafur Guðmundsson (FH)
Sparkaði boltanum eitthvað burt. Mjög litlar sakir af mínu mati.
14. mín
Gott skotfæri fyrir Kjartan! Vuk er með boltan út á hægri kanti og hann fær að valsa inn á völlinn nokkuð óáreittur. Hann leggur þá boltan fyrir Kjartan rétt fyrir utan teig sem tekur skotið en í varnarmann og sóknir fjarar út eftir það.
10. mín
FH-ingar með langt innkast og aftur virðist erfitt að komast í boltan inn í teig. Boltinn fær að skoppa tvisvar inn á miðjum teignum áður en KA men hreinsa á endanum.
8. mín
Svakalegur darraðardans inn í teig KA-manna. Boltinn virðist bara fastur undir mönnum og enginn nær alvöru skoti eða hreinsun. Björn Daníel nær loksins aðeins að búa sér til pláss en skotið hans fer svo bara beint í Ívar og í innkast.
7. mín
KA menn sækja hratt og Sveinn Margeir er með svakalega takta. Hann fer framhjá tveim á ógnar hraða, setur svo boltan fyrir Daníel inn í teig sem tekur skotið í fyrsta en það fer yfir markið.
6. mín
FH-ingar vinna horn, Kjartan Kári ákafur á miðjum vellinum, nær skoti í varnarmann og það er Böðvar sem tekur þessa spyrnu.

Hann setur boltan á fjær þar sem Kjartan nær að koma boltanum aftur fyrir en KA verst vel og hreinsar.
4. mín
Uppstilling liðanna Uppstilling FH 4-4-1-1
Sindri
Ástbjörn - Ísak - Ólafur - Böðvar
Vuk - Úlfur - Logi - Kjartan
Björn
Sigurður

Uppstilling KA 4-2-3-1
Steinþór
Kári - Hans - Ívar - Hrannar
Bjarni - Rodri
Sveinn - Daníel - Hallgrímur
Viðar
1. mín
Leikur hafinn
Arnar Þór flautar og leikurinn er kominn af stað. Það eru KA-menn sem taka upphafssparkið.
Fyrir leik
Fyrir leik
Fullkomið veður til að horfa á fótbolta! Við erum búin að hafa sól og sumar um helgina hér á höfuðborgarsvæðinu. Í dag er hinsvegar vel skýjað en vindurinn er stilltur og hitastigið er bara vel mátulegt. Fullkomið tækifæri til þess að mæta niður í Krika og láta sér líða vel í stúkunni.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin! Heimir Guðjónsson þjálfari FH gerir eina breytingu á sínu liði en Gyrði Hrafn Guðbrandsson fær sér sæti á bekknum og Björn Daníel Sverrisson kemur inn fyrir hann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Hallgrímur Jónasson þjálfari KA gerir þrjár breytingar á sínu liði en það eru þeir Andri Fannar Stefánsson, Ásgeir Sigurgeirsson og Jakob Snær Árnason sem fá sér sæti á bekknum. Fyrir þá koma Hrannar Björn Steingrímsson, Viðar Örn Kjartansson og Bjarni Aðalsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Í síðustu 10 deildarleikjum sem þessi lið hafa mæst hefur FH unnið 2 leiki, liðin hafa skilið jöfn þrisvar og KA hefur unnið 5 leiki. Markatalan í þessum leikjum er þannig að FH skoraði 10 mörk og KA skoraði 19 mörk.

13.04.24 KA - FH 2-3
30.28.23 FH - KA 0-3
03.05.23 KA - FH 4-2
07.08.22 FH - KA 0-3
11.05.22 KA - FH 1-0
25.09.21 KA - FH 2-2
27.07.21 FH - KA 1-1
22.07.20 FH - KA 0-0
28.07.19 KA - FH 1-0
10.05.19 FH - KA 3-2
Fyrir leik
Spámaðurinn Brynjólfur Willumsson nýjasti leikmaður hollenska liðsins Gröningen spáir í umferðina.

FH 3 - 2 KA
Þetta verður jafn leikur fram á lokamínútu Danni Haf og Viðar Örn skora mörk KA en það verður síðan Arnór Borg sem að stelur senunni og tryggir FH sigurinn undir lokinn.
Mynd: Groningen
Fyrir leik
Þriðja liðið Arnar Þór Stefánsson verður dómari þessa leiks en honum til halds og trausts verða Bryngeir Valdimarsson og Birkir Sigurðarson.

Eftirlitsmaður er Gunnar Jarl Jónsson og varadómari er Gunnar Oddur Hafliðason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
KA-menn á upp leið KA-menn byrjuðu tímabilið verulega illa miðað við þeirra væntingar en þeir hafa verið á betri leið upp á síðkastið. Þeir eru búnir að vinna 2 leiki í röð í deildinni og eru komnir áfram í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. KA vann HK 2-1 í Kórnum og Fram 3-2 á heimavelli.

Norðanmenn sitja í 10. sæti fyrir leikinn í dag og geta með sigri farið upp í 9. sætið og jafnað KR-inga á stigum sem eru í 8. sæti. Markahæsti leikmaður liðsins er Daníel Hafsteinsson með 4 mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
FH-ingar í stuði FH-ingar hafa unnið tvo leiki í röð eftir erfiðan kafla á tímabilinu á undan því sem þeir unnu ekki 5 leiki í röð. FH er í miðju heimaleikja 'rönni' þeir unnu Fylki 3-1 og Breiðablik 1-0 á heimavelli nýlega. Þeir eiga þrjá heimaleiki í röð eftir og næst er leikurinn í dag gegn KA.

Leikur dagsins mun ekki breyta því hvar FH situr í deildinni. Þeir eru í 5. sæti með 20 stig, þremur stigum á eftir ÍA en 14 mörkum á eftir í markatölu. Markahæsti leikmaður liðsins er Sigurður Bjartur Hallsson með 5 mörk og næstir þar á eftir eru Úlfur Ágúst Björnsson og Björn Daníel Sverrisson með 4 mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Lokaleikur 13. umferðar Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og KA í 13. umferð Bestu deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður spilaður í Kaplakrika.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Kári Gautason
4. Rodrigo Gomes Mateo ('85)
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('74)
23. Viðar Örn Kjartansson ('59)
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Sveinn Margeir Hauksson
77. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
8. Harley Willard ('85)
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('59)
14. Andri Fannar Stefánsson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
29. Jakob Snær Árnason ('74)
44. Valdimar Logi Sævarsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Elmar Dan Sigþórsson
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen

Gul spjöld:
Rodrigo Gomes Mateo ('25)
Daníel Hafsteinsson ('48)
Ásgeir Sigurgeirsson ('77)
Jakob Snær Árnason ('92)

Rauð spjöld: