Valur
3
1
Vestri
Gustav Kjeldsen
'6
0-1
Gunnar Jónas Hauksson
'11
Tryggvi Hrafn Haraldsson
'32
1-1
Jónatan Ingi Jónsson
'68
2-1
Patrick Pedersen
'94
3-1
25.08.2024 - 16:15
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild karla
Aðstæður: Skýjað en glittir í þá gulu
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 782
Maður leiksins: Jónatan Ingi Jónsson
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild karla
Aðstæður: Skýjað en glittir í þá gulu
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 782
Maður leiksins: Jónatan Ingi Jónsson
Byrjunarlið:
31. Ögmundur Kristinsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Bjarni Mark Antonsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
('89)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
('84)
14. Albin Skoglund
('46)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
23. Gylfi Þór Sigurðsson
Varamenn:
1. Frederik Schram (m)
3. Hörður Ingi Gunnarsson
7. Aron Jóhannsson
('46)
16. Gísli Laxdal Unnarsson
('84)
17. Lúkas Logi Heimisson
('89)
21. Jakob Franz Pálsson
71. Ólafur Karl Finsen
Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason
Gul spjöld:
Srdjan Tufegdzic ('35)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('50)
Birkir Már Sævarsson ('55)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Vesti tók miðju en fengu ekki mikinn tíma því Helgi Mikael flautar þetta af.
Viðtöl og skýrsla væntanleg.
Viðtöl og skýrsla væntanleg.
94. mín
MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Lúkas Logi Heimisson
Stoðsending: Lúkas Logi Heimisson
Vestri búnir að enda öllu fram þegar Valsmenn koma boltanum hratt fram á Patrick Pedersen sem er einn og æðir að marki og setur hann og klárar þetta endanlega.
92. mín
Ömmi og Bjarni Mark skella saman í hreinsun og leikurinn stoppaði í stutta stund meðan hugað var að þeim félögum.
91. mín
Vestri aðeins að reyna ýta liðinu sínu ofar. Full seint eða er einhver dramatík eftir í þessu?
86. mín
Ömmi með sjaldséða snertingu á boltanum í síðari hálfleik þegar hann fær markspyrnu.
82. mín
Vel spilað hjá Valsmönnum og boltinn endar hjá Birki Már Sævarssyni sem ætlar að lúðra honum á markið en Eskelinen ver þetta frábærlega!
75. mín
Illa farið með gott færi
Tryggvi Hrafn fær boltann úti vinsti og æðir í átt að marki en reynir að finna Patrick Pedersen í teignum frekar en að skjóta bara sjálfur og Vestri kemst inn í sendinguna og hreinsa.
74. mín
Inn:Jeppe Pedersen (Vestri)
Út:Benedikt V. Warén (Vestri)
Báðir Pedersen bræður inná.
73. mín
Valur fengið þó nokkrar hornspyrnur í þessum leik en ekki enn náð að láta þær telja.
68. mín
MARK!
Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Stoðsending: Aron Jóhannsson
Stoðsending: Aron Jóhannsson
VALUR TEKUR FORYSTU!
Eitthvað varð að láta undan.
Sending innfyrir sem fer af varnarmanni og eins og Vestri hætti og séu að bíða eftir rangstöðuflagginu eða einhverju en Valsmenn segja Jónatan Inga að skjóta og hann leggur boltann framhjá Wiliam Eskelinen innanfótar í fjær.
Jónatan Ingi grunsamlega frjáls á teignum þarna.
Sending innfyrir sem fer af varnarmanni og eins og Vestri hætti og séu að bíða eftir rangstöðuflagginu eða einhverju en Valsmenn segja Jónatan Inga að skjóta og hann leggur boltann framhjá Wiliam Eskelinen innanfótar í fjær.
Jónatan Ingi grunsamlega frjáls á teignum þarna.
67. mín
Flott sókn hjá Val og Tryggvi Hrafn gerir vel í að tía Patrick Pedersen upp í skotfæri en Wiliam Eskelinen ver þetta.
66. mín
Tryggvi Hrafn reynir tvö skot eftir hornspyrnuna en Vestri hendir sér fyrir allt.
62. mín
Rétt framhjá!
Valsmenn lyfta boltanum í att að Patrick Pedersen sem nær að koma tánni í boltann og lyfta honum yfir Eskelinen sem kom út á móti en boltinn dettur niður rétt framhjá markinu.
61. mín
Tryggvi Hrafn reynir skot sem fer yfir markið eftir hornspyrnu sem flaug yfir pakkann.
55. mín
Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Valur)
Gunnar Jónas fær aðeins að finna fyrir Birki Már og kemst í bókina.
53. mín
Sigurður Egill lyftir boltanum fyrir markið á Patrick Pedersen sem nær skallanum og Gylfi Þór kemur á ferðinni en rétt missir af boltanum þegar hann ætlar að skalla boltann áfram í gagnstætt horn!
50. mín
Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Full frjálslega með olnbogann upp í skallabolta.
49. mín
Bjargað á línu!
Valur í hörku færi og Jónatan Ingi ætlar að leggja hann í netið en Guðmundur Arnar er mættur á línuna og nær að vera fyrir!
46. mín
Inn:Aron Jóhannsson (Valur)
Út:Albin Skoglund (Valur)
Valur breytir til í hálfleik og færa Gylfa upp í tíuna.
45. mín
Hálfleikur
Liðin fara jöfn inn í hlé.
Vestri verið þéttir tilbaka og stórhættulegir þegar þeir komast á breikið. Valur aðeins slegið í upphafi eftir að hafa lent undir en unnið sig ágætlega inn í leikinn aftur.
Verður áhugaverður síðari hálfleikur.
Vestri verið þéttir tilbaka og stórhættulegir þegar þeir komast á breikið. Valur aðeins slegið í upphafi eftir að hafa lent undir en unnið sig ágætlega inn í leikinn aftur.
Verður áhugaverður síðari hálfleikur.
45. mín
+2
Jónatan Ingi með flottan sprett en er stöðvaður af Morten Ohlsen Hansen sem fagnar því vel.
Jónatan Ingi með flottan sprett en er stöðvaður af Morten Ohlsen Hansen sem fagnar því vel.
43. mín
Gult spjald: Silas Songani (Vestri)
Fer heldur harkalega í Bjarna Mark. Leit ekki vel út og einhverjir kölluðu eftir öðrum lit.
42. mín
Hornspyrna hjá Val sem Patrick Pedersen skallar að marki en Eskelinen heldur honum.
40. mín
Valur læða boltanum inn á Patrick Pedersen en Wiliam Eskelinen er fljótur að koma út og loka.
36. mín
Kristinn Freyr með skot hátt framhjá.
Aðeins að opnast fyrir Val þessa stundina.
Aðeins að opnast fyrir Val þessa stundina.
34. mín
Albin Skoglund að koma sér í frábæra stöðu en færið virðist vera farið frá honum en heldur boltanum og nær að koma að skoti sem fer rétt framhjá!
32. mín
MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Stoðsending: Jónatan Ingi Jónsson
Stoðsending: Jónatan Ingi Jónsson
VALUR JAFNA!
Valur sprengir upp og koma boltanum á bakvið vörn Vestra hægra meginn á Jónatan Inga sem kemur með frábæran bolta fyrir markið á Tryggva Hrafn sem setur hann í William Eskelinen sem var nálægt því að verja þetta og inn.
Vestri vill fá rangstöðu á Jónatan Inga en erfitt að segja. Niðurstaðan er allavega að það sé allt jafnt hér á N1 vellinum!
Vestri vill fá rangstöðu á Jónatan Inga en erfitt að segja. Niðurstaðan er allavega að það sé allt jafnt hér á N1 vellinum!
30. mín
Gylfi Þór með gott skot sem Eskelinen heldur ekki og Tryggvi Hrafn nær frákastinu en er rangstæður þegar hann leggur boltann til hliðar á Patrick Pedersen fyrir tap in.
22. mín
Vestri leggjast þétt tilbaka þegar Valsmenn eru á boltanum og Valur virðist ekki hafa nein svör við því.
17. mín
Valur virka aðeins úr takt og eins og þetta mark frá Vestra hafi aðeins slegið þá af laginu.
16. mín
Hornspyrna frá Gylfa dettur á slánna og Eskelinen blakar honum aftur fyrir og Valur fær annað horn.
11. mín
MARK!
Gunnar Jónas Hauksson (Vestri)
EN EKKI HVER?
Vestri tekur forystuna hérna!!
Flottur bolti út hægri og kemur fastur fyrir markið sem Valsmenn ná ekki að koma burt og fellur fyrir Gunnar Jónas sem hamrar hann bara fast niður með jörðu framhjá Ömma í markinu!
EINUM FÆRRI TEKUR VESTRI FORYSTU!
Flottur bolti út hægri og kemur fastur fyrir markið sem Valsmenn ná ekki að koma burt og fellur fyrir Gunnar Jónas sem hamrar hann bara fast niður með jörðu framhjá Ömma í markinu!
EINUM FÆRRI TEKUR VESTRI FORYSTU!
8. mín
Aukaspyrna frá Gylfa rétt yfir markið!
Högg fyrir Vestra strax í upphafi leiks að lenda einum færri!
Högg fyrir Vestra strax í upphafi leiks að lenda einum færri!
6. mín
Rautt spjald: Gustav Kjeldsen (Vestri)
BEINT RAUTT!
Braut sem aftasti varnarmaður á Albin Skoglund sem var að komast í gegn.
5. mín
Vestri virðist stilla upp í 5-4-1
Eskelinen
Elmar Atli-Morten Hansen-Eiður Aron-Gustaf Kjeldsen-Guðmundur Arnar
Silas Songani-Fatai Gbadmosi-Gunnar Jónas-Benedik Warén
Pétur Bjarnason
Valur virðast stilla upp í 4-2-3-1
Ömmi
Birkir Már-Hólmar Örn-Bjarni Mark-Sigurður Egill
Kiddi Freyr-Gylfi
Jónatan Ingi-Albin Skoglund-Tryggvi Hrafn
Patrick Pedersen
Eskelinen
Elmar Atli-Morten Hansen-Eiður Aron-Gustaf Kjeldsen-Guðmundur Arnar
Silas Songani-Fatai Gbadmosi-Gunnar Jónas-Benedik Warén
Pétur Bjarnason
Valur virðast stilla upp í 4-2-3-1
Ömmi
Birkir Már-Hólmar Örn-Bjarni Mark-Sigurður Egill
Kiddi Freyr-Gylfi
Jónatan Ingi-Albin Skoglund-Tryggvi Hrafn
Patrick Pedersen
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár
Valur gerir eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik gegn FH en inn kemur Albin Skoglund fyrir Orra Sigurð Ómarsson sem tekur út leikbann.
Vestri gerir þá einnig eina breytingu á sínu liði sem sigraði KR í síðustu umferð en Gunnar Jónas Hauksson kemur inn í liðið fyrir Ibrahima Balde.
Vestri gerir þá einnig eina breytingu á sínu liði sem sigraði KR í síðustu umferð en Gunnar Jónas Hauksson kemur inn í liðið fyrir Ibrahima Balde.
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar
Oliver Heiðarsson, leikmaður ÍBV, spáir í 20. umferðina, en hann hefur verið að spila vel í Lengjudeildinni í sumar og er sem stendur markahæstur með 13 mörk.
Valur 1 - 2 Vestri
Davíð Smári ætlar sér að vera áfram í efstu deild á næsta ári og hann spyrnir sér aðeins frá botnliðunum með sigri á móti sterku Valsliði sem hefur ekki náð góðum úrslitum undanfarið.
Valur 1 - 2 Vestri
Davíð Smári ætlar sér að vera áfram í efstu deild á næsta ári og hann spyrnir sér aðeins frá botnliðunum með sigri á móti sterku Valsliði sem hefur ekki náð góðum úrslitum undanfarið.
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir
Samkv. vef KSÍ hafa þessi lið ekki oft mæst í mótsleik á vegum KSÍ eða aðeins fimm sinnum.
Valur hefur þar vinninginn og hefur unnið fjóra viðreignir þessara liða með markatölunni 16-4.
Vestri hefur einusinni sigrað en félögin hafa aldrei gert jafntefli.
Valur hefur þar vinninginn og hefur unnið fjóra viðreignir þessara liða með markatölunni 16-4.
Vestri hefur einusinni sigrað en félögin hafa aldrei gert jafntefli.
Fyrir leik
Valur
Valsliðinu hefur ekki vegnað sérlega vel í síðustu umferðum og hafa aðeins sótt 4 stig af síðustu 15 mögulegum. Þrátt fyrir það sitja Valsmenn í þriðja sæti deildarinnar en hafa misst Breiðablik og Víkinga örlítið fram úr sér í sætunum fyrir ofan á meðan ÍA og FH hafa nálgast úr sætunum fyrir neðan. Aðeins þrjú stig skilja á milli FH og Vals í 5.-3.sætis.
Túfa tók við stjórnartaumum Vals í upphafi mánaðarins af Arnari Grétarssyni sem var sagt upp störfum eftir tapið gegn St. Mirren í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Túfa hefur ekki alveg náð að rétta við gengi liðsins og horfir væntanlega á þennan leik hér í dag til þess að sækja sinn annan sigur síðan hann tók við.
Valsliðinu hefur gengið vel fyrir framan markið og hafa ásamt Víkingum skorað flest mörk allra liða í deildinni í sumar eða 44 talsins. Valur hefur þá fengið á sig 28 mörk sem gera plús sextán í markatölu.
Mörk Vals hafa skorað:
Patrick Pedersen - 12 mörk
Jónatan Ingi Jónsson - 10 mörk
Gylfi Þór Sigurðsson - 8 mörk
Tryggvi Hrafn Haraldsson - 6 mörk
Gísli Laxdal Unnarsson - 2 mörk
*Aðrir minna
Túfa tók við stjórnartaumum Vals í upphafi mánaðarins af Arnari Grétarssyni sem var sagt upp störfum eftir tapið gegn St. Mirren í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Túfa hefur ekki alveg náð að rétta við gengi liðsins og horfir væntanlega á þennan leik hér í dag til þess að sækja sinn annan sigur síðan hann tók við.
Valsliðinu hefur gengið vel fyrir framan markið og hafa ásamt Víkingum skorað flest mörk allra liða í deildinni í sumar eða 44 talsins. Valur hefur þá fengið á sig 28 mörk sem gera plús sextán í markatölu.
Mörk Vals hafa skorað:
Patrick Pedersen - 12 mörk
Jónatan Ingi Jónsson - 10 mörk
Gylfi Þór Sigurðsson - 8 mörk
Tryggvi Hrafn Haraldsson - 6 mörk
Gísli Laxdal Unnarsson - 2 mörk
*Aðrir minna
Fyrir leik
Vestri
Vestri hefur verið að skrapa saman stigum í síðustu umferðum en þeir hafa aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum og sótt stig á Víkingsvöll gegn Víkingum, stig gegn ÍA og sigur gegn KR í síðustu umferð svo eitthvað sé nefnt og hafa litið virkileg vel út.
Vestri eru hinsvegar ennþá í harðri baráttu um öruggt sæti í Bestu deildinni og sitja aðeins markatölunni frá því að vera undir rauðu línunni svo hvert stig er farið að vega meira.
Vestri eru í 10.sæti deildarinnar með 17 stig. Þeir eru markatölunni ofar en HK og stigi meira en Fylkir. Aðeins eitt stig er upp í KR í 9.sætið svo þetta er þéttur pakki þarna neðst í töflunni.
Vestri hafa verið í brasi með markaskorun í sumar en þeir hafa skorað fæst mörk allra liða í deildinni í sumar eða 21 talsins. Vestri hefur þá fengið á sig 39 mörk sem gera mínus átján í markatölu.
Mörk Vestra í sumar hafa skorað:
Benedikt Warén - 4 mörk
Jeppe Gertsen - 3 mörk
Andri Rúnar Bjarnason - 3 mörk
Silas Songani - 2 mörk
Pétur Bjarnason - 2 mörk
Elmar Atli Garðarsson - 2 mörk
*aðrir minna
Vestri eru hinsvegar ennþá í harðri baráttu um öruggt sæti í Bestu deildinni og sitja aðeins markatölunni frá því að vera undir rauðu línunni svo hvert stig er farið að vega meira.
Vestri eru í 10.sæti deildarinnar með 17 stig. Þeir eru markatölunni ofar en HK og stigi meira en Fylkir. Aðeins eitt stig er upp í KR í 9.sætið svo þetta er þéttur pakki þarna neðst í töflunni.
Vestri hafa verið í brasi með markaskorun í sumar en þeir hafa skorað fæst mörk allra liða í deildinni í sumar eða 21 talsins. Vestri hefur þá fengið á sig 39 mörk sem gera mínus átján í markatölu.
Mörk Vestra í sumar hafa skorað:
Benedikt Warén - 4 mörk
Jeppe Gertsen - 3 mörk
Andri Rúnar Bjarnason - 3 mörk
Silas Songani - 2 mörk
Pétur Bjarnason - 2 mörk
Elmar Atli Garðarsson - 2 mörk
*aðrir minna
Fyrir leik
Dómarateymið
Helgi Mikael Jónasson fær það verkefni að dæma þennan leik í dag og honum til aðstoðar verða Birkir Sigurðarson og Eysteinn Hrafnkelsson.
Varadómarinn okkar í dag og einnig sérlegur tæknimaður á skilti er Elías Ingi Árnason.
Eftirlitsmaður KSÍ er svo Einar Örn Daníelsson.
Varadómarinn okkar í dag og einnig sérlegur tæknimaður á skilti er Elías Ingi Árnason.
Eftirlitsmaður KSÍ er svo Einar Örn Daníelsson.
Byrjunarlið:
30. William Eskelinen (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
4. Fatai Gbadamosi
11. Benedikt V. Warén
('74)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
('85)
17. Gunnar Jónas Hauksson
19. Pétur Bjarnason
('74)
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
('85)
23. Silas Songani
('57)
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen
Varamenn:
1. Benjamin Schubert (m)
3. Elvar Baldvinsson
('85)
7. Vladimir Tufegdzic
('74)
20. Jeppe Gertsen
('57)
28. Jeppe Pedersen
('74)
77. Sergine Fall
('85)
Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Jón Hálfdán Pétursson
Gunnlaugur Jónasson
Vladimir Vuckovic
Inaki Rodriguez Jugo
Gul spjöld:
Silas Songani ('43)
Rauð spjöld:
Gustav Kjeldsen ('6)