Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Lengjudeild karla
ÍBV
14:00 0
0
Grindavík
Lengjudeild karla
Þróttur R.
14:00 0
0
Leiknir R.
Lengjudeild karla
ÍR
14:00 0
0
Grótta
Lengjudeild karla
Fjölnir
14:00 0
0
Afturelding
Lengjudeild karla
Þór
14:00 0
0
Dalvík/Reynir
Fylkir
2
3
FH
Emil Ásmundsson '2 1-0
1-1 Björn Daníel Sverrisson '6
Orri Sveinn Segatta '11 2-1
2-2 Björn Daníel Sverrisson '61
2-3 Arnór Borg Guðjohnsen '82
25.08.2024  -  19:15
Würth völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Sunshine en kalt
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Áhorfendur: 1157
Maður leiksins: Björn Daníel Sverrisson, FH
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
5. Orri Sveinn Segatta
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Matthias Præst
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('79)
16. Emil Ásmundsson ('66)
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
24. Sigurbergur Áki Jörundsson
25. Þóroddur Víkingsson ('66)
27. Arnór Breki Ásþórsson

Varamenn:
30. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson ('66)
4. Stefán Gísli Stefánsson
7. Daði Ólafsson
14. Theodór Ingi Óskarsson ('66)
19. Arnar Númi Gíslason
70. Guðmundur Tyrfingsson ('79)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Smári Hrafnsson
Brynjar Björn Gunnarsson

Gul spjöld:
Birkir Eyþórsson ('72)
Ragnar Bragi Sveinsson ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessi skemmtun hér í Árbænum er því miður lokið eða The Björn Daníel show eins og menn eru að kalla þetta.

Viðtöl og Skýrsla á leiðinni takk fyrir mig!
90. mín
+3 í uppbótar
89. mín Gult spjald: Böðvar Böðvarsson (FH)
88. mín
Inn:Baldur Kári Helgason (FH) Út:Bjarni Guðjón Brynjólfsson (FH)
86. mín Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
83. mín
Inn:Finnur Orri Margeirsson (FH) Út:Björn Daníel Sverrisson (FH)
Heiðurskipting, 2 mörk og 1 stoðsending.
82. mín MARK!
Arnór Borg Guðjohnsen (FH)
Stoðsending: Björn Daníel Sverrisson
Arnór gegn sínum gömlu félögum!! Kjartan tekur hornið sem fer ekki yfir fyrsta varnarmann en fær hann aftur og situr hann bara háan á Björn Daníel sem skallar hann á Arnór Borg sem klárar þetta frábærlega og fagnar vel gegn sínum gömlu félögum!!!!!
81. mín
FH fær horn...
Kjartan Kári tekur.

79. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (Fylkir) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
78. mín
Geðveik sending hjá Ragnari Braga í gegn á Nikulás Val sem er aleinn en situr hann rétt framhjá. FHingar heppnir þarna!
72. mín Gult spjald: Birkir Eyþórsson (Fylkir)
71. mín
ÞVÍLÍKT SKOT! STURLUÐ TÆKLING hjá Ólafi Guðmunds, Þórður Gunnar að komast í gegn en Ólafur étur hann og Fylkir fær horn...

Hún er hreinsuð út í teiginn þar er Præst sem tekur hann bara á Volleyinum í SLÁNNA þvílíkt skot!!!!!
69. mín
Inn:Arnór Borg Guðjohnsen (FH) Út:Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Arnór fékk létt baul frá Fylkis áhorfendum
68. mín
Aukaspyrna á stórhættulegum stað fyrir FH...

En og aftur í gegnum allan pakkann.
66. mín
Inn:Theodór Ingi Óskarsson (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
66. mín
Inn:Ásgeir Eyþórsson (Fylkir) Út:Þóroddur Víkingsson (Fylkir)
Nikulás Val fer þá uppá topp.
65. mín
Aukaspyrna á nákvæmlega sama stað og markið hérna fyrir 4 mínútum og Kjartan tekur hana en dæmt brot í teignum.
63. mín
Tvöföld breyting á leiðinni hjá Fylki.
61. mín MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Stoðsending: Kjartan Kári Halldórsson
Who else? Kjartan með góðan bolta og Ólafur ætlar að handsama hann en er alltof alltof seinn og Björn Daníel skallar yfir hann og inn!! 2-2
60. mín
FH fær aukaspyrnu rétt fyrir framan miðlínuna...
58. mín
FH fær horn...Böddi tekur.

Boltinn hár og Ólafur grípur hann.

55. mín
Góð sókn hjá FHingum sem endar hjá Bödda hérna vinstra megin sem kemur með hann fyrir á Bjarna Guðjón sem hreinlega hittir hann ekki.
54. mín
Aukaspyrna við hliðarlínuna sem Kjartan Kári gerir sig tilbúinn að taka...

Spyrnan góð en í gegnum allan pakkann.
51. mín
FH fær horn sem Kjartan Kári gerir sig tilbúinn að taka...

Ekkert verður úr því.
48. mín
FHingar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað, FH eiga eitt stykki Kjartan Kára sem er að gera sig tilbúinn að taka spyrnuna.

Geggjaður bolti sýnist þetta vera Ólafur Guðmunds sem rennir til hans en nær honum ekki og boltinn fer í gegnum allan pakkann, dæmt aukaspyrnu á FH held að Sigurður Bjartur hafi klesst á Ólaf í markinu hjá Fylki.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hafinn! FH byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Alvöru fyrri hálfleikur að baki vá mörk,læti og færi biðjum ekki um meira. Tökum korters pásu og mætum síðan aftur í þessa markaveislu.
45. mín
+1 í uppbót
41. mín
FH vill víti! Böddi á frábæra fyrirgjöf á Björn Daníel og sýnist Sigurbergur Áki keyra í bakið á honum, Arnar Ingi hefði alveg getað flautað þarna!
40. mín
Ingimar Stöle gerir frábærlega og vinnur horn fyrir FH...

2 hornspyrnur röð sem drýfa ekki yfir fyrsta varnarmann og hún er hreinsuð.
38. mín
Fylkir fær horn...

Arnór tekur og það fer ekki yfir fyrsta varnarmann sem er Kjartan Kári sem neglir honum í burtu.
34. mín
Ingimar Stöle situr Kjartan Kára í gegn sem á skot á fjær sem Sigurður Bjartur rennur sér í en boltinn fer rétt framhjá honum! Þetta voru sentimetrar.
31. mín
SLÁINNN!!!! FH fær horn..

Böddi tekur hana, frábær spyrna beint á Björn Daníel Sverrisson sem skallar hann í SLÁNNA!!! boltinn fer upp í loftið og Ólafur handsamar hann. VÁ
30. mín
Kristján Flóki með alvöru vinnslu á kantinum og nær að komast framhjá Arnór Breka og á fyrirgjöf sem rennir beint á Fylkismann sem hreinsar. Frábærlega gert hjá Flóka.
28. mín
26. mín
Böddi með geðveikan bolta á hausinn á Sigurð Bjart sem nær ekki að tengja nógu vel við boltan og hann rennur til varnarmanns Fylkis og þeir hreinsa.
23. mín
Upplegg Fylkismanna er að fara upp hérna hægra megin þar sem Sigurður Bjartur er á miðjunni og mætti segja að það hefur virkað frábærlega hér í byrjun.
21. mín
Ragnar Bragi með frábæra fyrirgjöf sem endar á fjærstönginni hjá Nikulás Val sem leggur hann aftur fyrir með því missreiknar Sindri boltann en dæmt aftur rangstæðu. Vörn FHinga alls ekki sannfærandi hér í byrjun.
20. mín
Frábærlega vel gert hjá Birki Eyþórs sem nær einhvern veginn að troða sér á milli varnarmanna FH og leggur hann út á Þórð sem er rangur, góð sókn hjá Fylki.
18. mín
Mikið af óþarfa brotum á miðsvæðinu hér í byrjun leiks Arnar Ingi gæti farið að veifa spjöldum á næstunni.
15. mín
Bjarni Guðjón á hörkuskot sem fer beint á Ólaf sem er í smá brasi með hann en endar á að handsama hann.
12. mín
Skemmtilegt spil sem endar hjá Ingimar Stöle sem á fyrirgjöf sem Sigurbergur Áki hreinsar frá.
11. mín MARK!
Orri Sveinn Segatta (Fylkir)
Stoðsending: Arnór Breki Ásþórsson
HVAAAÐ ER Í GANGI! Arnór tekur hornspyrnuna og Orri svífur lang hæst í teignum og stangar hann inn VÁÁÁ!!! Fylkir komnir 2-1 yfir.
10. mín
Fylkismenn gera vel og vinna síðan hornspyrnu hinu megin...
8. mín
FH fær horn.

Ekkert verður úr henni.
6. mín MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Stoðsending: Kristján Flóki Finnbogason
FHingar að jafna VÁÁÁ litla byrjunin sem við erum að fá hérna í Árbænum, Kristján Flóki gerir þetta frábærlega og tíar honum upp fyrir Björn Daníel sem neglir í varnarmann Fylkis og inn. Sturluð byrjun!
5. mín
Fylkismenn að ná að halda í boltann hér í byrjun, kemur mér óvart hvað FHingar eru ekkert sérstaklega að pressa þá.
2. mín MARK!
Emil Ásmundsson (Fylkir)
Stoðsending: Þórður Gunnar Hafþórsson
Fylkir að komast yfir!!!! Þórður Gunnar gerir þetta frábærlega keyrir á Bödda og kemur honum síðan fyrir þar sem Emil er einn og óvaldaður og á skot í Jóhann og inn! gæti verið skráð sjálfsmark á Jóhann Ægi.
1. mín
Leikur hafinn
Arnar Ingi flautar sinn fyrsta leik í deild þeirra bestu á, heimamenn í appelsínugulu byrja með knöttinn.
Fyrir leik
Liðin ganga inná völlinn, veislan fer að hefjast.
Fyrir leik
Dæmir sinn fyrsta leik í Bestu deildinni í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Ingi Ingvarsson dæmir þennan leik. Þetta er hans fyrsti leikur í Bestu deild karla í sumar en hann hefur verið að dæma í Lengjudeildinni og gert vel þar.

Andri Vigfússon og Þórður Arnar Árnason eru aðstoðardómarar kvöldsins, Ívar Orri Kristjánsson er fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er Kristinn Jakobsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Páll Sigmundsson gerir eina breytingu frá 0-2 útisigri á HK á dögunum. Þóroddur Víkingsson kemur inn fyrir Halldór Jón Sigurð Þórðarson sem fékk rauða spjaldið í síðasta leik og er í leikbanni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hjá FH kemur Böðvar Böðvarsson inn eftir að hafa verið í leikbanni í síðasta leik en hann kemur í stað Baldurs Kára Helgasonar og Jóhann Ægir Arnarsson leysir Ísak Óla Ólafsson í miðverðinum þar sem hann tekur út leikbann.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
5 stig í síðustu 5 FHingar fengu Valsara í heimsókn í síðasta leik og litli leikurinn sem það var 2-2 jafntefli þar sem Ögmundur Kristinsson markmaður Valsara var svo sannarlega í stuði og FH hefðu svo sannarlega skilið að vinna þann leik en svo fór ekki, 1-1 að 90+4 þar sem Kiddi Freyr kom völsurum í 2-1 en enginn annar en Björn Daníel sem jafnar á 90+7 og nær í mikilvægt stig gegn völsurum!

FHingar hafa verið að fara í gegnum smá erfitt prógram og mikilvægur leikur fyrir þá hérna í kvöld til þess að halda í evrópudrauma sína þar sem þeir eru bara einungis 3 stigum á eftir Val sem er í 3.sæti og 2 stigum á eftir ÍA sem er í því 4 þannig eins spennandi og fallbaráttan er þá er Evrópubaráttan jafn spennandi!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fylkismenn í skemmtilegri fallbaráttu Fylkismenn koma af frábærum 2-0 sigri gegn HK í kórnum þar sem þeir voru meiri segja einum færri þar sem Halldór Jón Sigurður fékk beint rautt spjald og verður þess vegna ekki með í leiknum hér í kvöld, mörk leiksins voru skoruð af þeim Emil Ásmunds og Þóroddi Víkings.

Fylkismenn eru hungraðir í stig þar sem það er einungis 2 stig í 9.sætið þar sem KR sitja, þetta er 4 liða fallbarátta sem er að líta svakalega skemmtilega út þar sem Fylkir er á botninum með 16 stig síðan kemur HK og Vestri með 17 og síðan KR með 18 í 9.sæti og aldrei að vita nema við sjáum hungraða Fylkismenn hér í kvöld og gætum séð alvöru leik hérna á Würth vellinum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Lokaleikur dagsins Gott kvöld og hjartanlega velkominn í þráðbeina textalýsingu frá Würth vellinum þar sem Fylkir og FH takast á í 20.umferð bestu deildar karla.

Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Ingimar Torbjörnsson Stöle
4. Ólafur Guðmundsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f) ('83)
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('88)
21. Böðvar Böðvarsson
27. Jóhann Ægir Arnarsson
33. Kristján Flóki Finnbogason ('69)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
5. Robby Kumenda Wakaka
8. Finnur Orri Margeirsson ('83)
11. Arnór Borg Guðjohnsen ('69)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
37. Baldur Kári Helgason ('88)
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Böðvar Böðvarsson ('89)

Rauð spjöld: