Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
Víkingur R.
3
2
Valur
Aron Elís Þrándarson '21
0-1 Gylfi Þór Sigurðsson '25
Tarik Ibrahimagic '33 , sjálfsmark 0-2
Hólmar Örn Eyjólfsson '65
1-2 Aron Jóhannsson '66 , sjálfsmark
Tarik Ibrahimagic '73 2-2
Ari Sigurpálsson '82 3-2
01.09.2024  -  19:15
Víkingsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Fljóðljósaleikur af bestu gerð
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Tarik Ibrahimagic
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
8. Viktor Örlygur Andrason
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
20. Tarik Ibrahimagic ('95)
21. Aron Elís Þrándarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f) ('60)
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('90)

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson ('95)
9. Helgi Guðjónsson ('60)
18. Óskar Örn Hauksson
30. Daði Berg Jónsson ('90)

Liðsstjórn:
Róbert Rúnar Jack
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Benedikt Sveinsson
Þórður Ingason
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Aron Elís Þrándarson ('9)
Karl Friðleifur Gunnarsson ('22)
Sölvi Ottesen ('28)
Nikolaj Hansen ('35)
Ingvar Jónsson ('45)
Danijel Dejan Djuric ('89)

Rauð spjöld:
Aron Elís Þrándarson ('21)
Leik lokið!
ENDURKOMAN FULLKOMNUÐ OG VÍKINGAR FARA MEÐ SIGUR!!

Stórkostlegur leikur hérna í Víkinni!

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
96. mín
Þetta er að fara frá Valsmönnum og stórkostleg endurkoma Víkinga að verða fullkomnuð.
95. mín
Valsmenn með tvær hornspyrnur sem kemur ekkert úr.
95. mín
Inn:Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.) Út:Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.)
94. mín
Valur fær hornspyrnu.
94. mín
Valsmenn aðeins að færa sig upp völlinn.
92. mín
Fyrirgjöf fyrir markið hjá Val og Gylfi skallar rétt yfir markið.
91. mín
Ari Sigurpáls að komast í gegn, Ömmi langt út úr markinu og Hörður Ingi heldur í við hann. Ari bíður of lengi eftir að skjóta og skotið auk þess hátt yfir.
91. mín
Sex mínútur í uppbót
90. mín
Inn:Daði Berg Jónsson (Víkingur R.) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
89. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Valur) Út:Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
89. mín Gult spjald: Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
85. mín
Bjarni Mark með skot sem fer af varnarmanni og Valsmenn fá horn.
82. mín MARK!
Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Karl Friðleifur Gunnarsson
VÍKINGAR ERU BÚNIR AÐ SNÚA ÞESSU! Valdimar Þór Ingimundarson er arkitektin af þessu!! Keyrir upp völlinn og heldur vel í boltann og bíður þar til á hárréttu augnarbliki þegar hann rennir honum til hægri þar sem Karl Friðleifur kemur með fastan bolta fyrir markið fyrir Ara Sigurpáls í 'tap in'.

ÞESSI LEIKUR!!
80. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
80. mín
Inn:Gísli Laxdal Unnarsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
80. mín
Inn:Hörður Ingi Gunnarsson (Valur) Út:Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
79. mín
Helgi Guðjóns í hörku tækifæri en hittir ekki boltann þegar hann fellur fyrir hann.
79. mín
Valdimar Þór lyftir boltanum fyrir markið og Valsmenn skalla í horn.
76. mín Gult spjald: Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
Rífur Helga Guðjóns niður þegar hann er að fara stigna hann af.
73. mín MARK!
Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.)
Stoðsending: Danijel Dejan Djuric
VÍKINGAR JAFNA!!! Frábær bolti fyrir markið og Tarik Ibrahimagic kemur úr djúpinu og hendir sér á boltann og skallar hann meistaralega í netið!!

JAHÉRNAHÉR!!
72. mín
Inn:Albin Skoglund (Valur) Út:Aron Jóhannsson (Valur)
Tufa að lesa leikinn vel með að taka Aron Jó af velli.
72. mín
Tarik Ibrahimagic með skot í hliðarnetið.
70. mín Gult spjald: Aron Jóhannsson (Valur)
Aron Jó brýtur á Tarik Ibrahimagic og sparkar svo á eftir honum.. Stálheppinn að liturinn sé ekki annar.
66. mín SJÁLFSMARK!
Aron Jóhannsson (Valur)
VÍKINGAR MINNKA MUNINN! Aukaspyrna fyrir markið á fjærstöng þar sem Helgi Guðjónsson skallar fyrir markið og boltinn lekur inn!
Aron Jó er það sem á síðustu snertinguna en Víkingar minnka muninn strax eftir að það er jafnt í liðum!
65. mín Rautt spjald: Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur)
JAFNT Í LIÐUM!! Hólmar Örn missir boltann aðeins frá sér og fer hraustlega í Danijel Dejan Djuric og fær beint rautt!!
63. mín
Bjarni Mark dæmdur brotlegur í baráttu við Danijel Djuric.

Miðað við línu dómara í kvöld er furðulegt að Bjarni Mark sé ekki komin í svörtu bókina en hann hefur verið brotlegur oftar en einusinni í kvöld.
62. mín
Gylfi Þór þræðir Jónatan Inga inn fyrir sem reynir svo að finna Patrick inni á teig en Viktor Örlygur kemst fyrir og bjargar í horn.
60. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
59. mín
Bjarni Mark og Tarik Ibrahimagic skella saman í horninu og leikurinn stöðvaður.
58. mín
Tryggvi Hrafn kemur boltanum á Jónatan Inga sem kemur inn á teig en Oliver Ekroth pikkar boltanum í horn.
53. mín
Gylfi að komast í skotfæri en Tarik Ibrahimagic gerir vel að henda sér fyrir.
52. mín
Víkingar með fyrirgjöf fyrir markið og Nikolaj Hansen stekkur upp í boltann og Valdimar Þór stekkur upp í seinni boltann en flaggið á loft.
49. mín
Örlítill vandræðagangur aftast hjá Víkingum en þeir sleppa með það.
46. mín
Gylfi Þór sparkar þessu af stað aftur.
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks (Stöð 2 Sport) Með boltann: 54% - 46%
Skot: 7-5
Á mark: 1-1
Hornspyrnur: 5-2
Heppnaðar sendingar: 183-142
Rauð spjöld: 1-0
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Sigurður Hjörtur flautar til hálfleiks.

Verið líflegur fyrri hálfleikur og nóg um að vera. Tökum okkur stutta pásu og snúum svo aftur.
45. mín Gult spjald: Ingvar Jónsson (Víkingur R.)
Kemur í úthlaup á móti Tryggva Hrafn og tæklar boltann útaf og tekur svo boltann með sér í átt að marki og fær gult fyrir það.
45. mín
Þrem mínútum bætt við.
43. mín
Víkingar eru að pressa Valsmenn mjög vel og ekki að sjá að Víkingar séu einum færri.
41. mín
Víkingar pressa frábærlega ofarlega á vellinum og vinna boltann af Aron Jó og keyra inn á teig en Valsmenn koma þessu í horn.

Víkingar ná hinsvega ekki að gera mikið úr þessu horni.
40. mín Gult spjald: Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Fer hátt upp með fótinn í baráttunni við Valdimar Þór.
39. mín
Það er kraftur í Víkingum þessa stundina og þeir líklegri ef eitthvað er til að setja næsta mark.
38. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Fer aftan í Ara Sigurpáls og fer réttilega í bókina.
35. mín Gult spjald: Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Fær gult fyrir dýfu í teignum en ég er bara alls ekki viss með þetta.

Leit út fyrir að vera klárt víti en ég skal ekki segja..
33. mín SJÁLFSMARK!
Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.)
Valur tvöfaldar. Bjarni Mark fer full auðveldlega framhjá Karli Friðleifi og kemur með boltann fyrir markið þar sem Tarik Ibrahimagic setur hann svo í eigið net.

Vont verður verra fyrir heimamenn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
32. mín
Víkingar sleppa! Valsmenn keyra upp hægri vænginn og koma boltanum fyrir markið þar sem Tryggvi Hrafn kemst í boltann en Ingvar ver og Patrick Pedersen nær ekki að refsa með seinni bolta.
29. mín
Víkingar heppnir Víkingar stálheppnir að fá ekki dæmt á sig víti eftir hornið þar sem hann virðist fara í hendina á þeim þegar þeir eru að koma boltanum burt.
28. mín Gult spjald: Sölvi Ottesen (Víkingur R.)
Vildi fá aukaspyrnu í aðdragandanum á þessu færi og mótmælti.
27. mín
Víti? Valsmenn sækja upp vinstri og koma boltanum á Patrick Pedersen sem fer til hliðar og fellur svo við í teignum og Valsemnn vilja fá víti en fá bara horn.
26. mín
Það er hiti Bjarni Mark brotlegur og Víkingar vilja fá spjald.

Það er hiti í þessu.
25. mín MARK!
Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
VALUR TEKUR FORYSTU! Fyrirgjöf frá Aroni Jó fyrir markið þar sem Patrick Pedersen skallar boltann í stöngina og Gylfi Þór Sigurðsson fylgir eftir!

VALUR LEIÐIR!
22. mín Gult spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Mótmæli.
21. mín Rautt spjald: Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
VÍKINGAR MANNI FÆRRI! Fær seinna gula fyrir hraustlega tæklingu á Bjarna Mark. Furðuleg ákvörðun að láta vaða í þetta á gulu spjaldi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

20. mín
Nálægt! Valsmenn stinga Patrick Pedersen í gegn og Ingvar kemur út á móti en Patrick fer framhjá Ingvari en missir hann aðeins frá sér og nær ekki að gera sér mat úr þessu.
19. mín
Ari Sigurpáls kemur inn á völlinn og lætur vaða en Ögmundur ekki í teljandi vandræðum með þetta.
17. mín
Patrick Pedersen fær skoppandi bolta og lætur bara vaða af krafti en Ingvar Jónsson varði vel.
15. mín
Hrikalega illa framkvæmt horn hjá Val. Tóku það stutt og og misstu boltann í innkast .
15. mín
Valsmenn að fá sína fyrstu hornspyrnu. Skot frá Aron Jó sem fór af varnarmanni og aftur fyrir.
11. mín
Karl Friðleifur með frábæran bolta fyrir markið í hættusvæðið en Niko Hansen örlítið of seinn og missir af honum.
9. mín Gult spjald: Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Heldur seinn í tæklingu og fer í svörtu bókina.
8. mín
Tarik Ibrahimagic með flottan bolta fyrir úr horninu en Nikolaj Hansen nær ekki að stýra boltaum á markið.
7. mín
Víkingar fá fyrsta horn leiksins.
6. mín
Valdimar Þór með flottan bolta fyrir markið og Valsmenn í smá brasi að koma boltanum burt en ná því þó á endanum.
4. mín
Tryggvi Hrafn reynir skot sem fer hátt yfir.
1. mín
Víkingar nálægt því að koma Valdimar Þór í gegn en fyrsta snertingin svíkur.
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn byrja með boltann og sparka þessu af stað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Víkingur gerir þrjár breytingar á sínu líði frá leiknum ytra gegn Santa Coloma en inn koma Danijel Dejan Djuric, Tarik Ibrahimagic og Aron Elís Þrándarson.

Valur gera þá tvær breytingar á sínu liði frá leiknum gegn Vestra. Aron Jóhannsson og Orri Sigurður Ómarsson koma inn.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður á RÚV spáir í 21. umferð sem fer öll fram í dag.

Víkingur R. 2-1 Valur
Víkingum er létt eftir að hafa klárað þetta skrímsli sem Santa Coloma vélin er. Eina sem ógnar þeim í þessum leik er að Gylfi Sig verður í Breiðablik úti gírnum. Þessir tveir leikir voru kyrfilega merktir á dagatalinu hans.

Fyrir leik
Boð og bönn Varnarmennirnir Jón Guðni Fjóluson og Gunnar Vatnhamar verða ekki með Víkingi í leiknum þar sem þeir taka báðir út leikbann vegna uppsafnaðra áminninga.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Þá er Arnar Gunnlaugsson þjálfari að fara að afplána annan leik sinn af þremur í leikbanni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Hjá Val er líka stórt nafn í leikbanni; Kristinn Freyr Sigurðsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Fyrir leik
Víkingar tryggðu sig inn í sambandsdeildina Dregið var hvaða andstæðinga Víkingar munu mæta í Sambandsdeildinni í haust á föstudaginn.

Andstæðingar Víkings
LASK (úti)
Djurgården (heima)
Omonia (úti)
Cercle Brugge (heima)
Borac (heima)
Noah (úti)

Fyrir leik
Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur í landsliðið Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn. Hann er í hópnum sem hefur leik í Þjóðadeildinni gegn Svartfjallalandi heima og Tyrklandi ytra.

Fyrir leik
Víkingur R. Víkingar hafa verið virkilega öflugir í sumar og kórónuðu flott sumar með því að tryggja sig inn í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu á dögunum ofan á það að vera í Bikarúrslitum og í baráttu um titilinn.

Gengið í deildinni hefur aðeins verið hikstandi yfir þessu evrópuævintýri en Víkingar hafa til að mynda ekki unnið síðustu tvo leiki en þeir gerðu jafntefli við Vestra og töpuðu gegn ÍA í síðustu tveim leikjum fram að þessum. Víkingar eru staðráðnir í því að koma tilbaka í kvöld með alvöru 'statement' sigur en þeir eru í hörku baráttu um efsta sætið við Breiðablik.

Víkingar hafa verið flottir fyrir framan markið í sumar og skorað 44 mörk. Þessi mörk hafa raðast niður á:

Helgi Guðjónsson - 8 mörk
Valdimar Þór Ingimundarson - 7 mörk
Danijel Dejan Djuric - 6 mörk
Nikolaj Hanesen - 5 mörk
Ari Sigurpálsson - 5 mörk
Aron Elís Þrándarson - 4 mörk
Erlingur Agnarsson - 3 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Valur Valur unnu Vestra í síðustu umferð með þremur mörkum gegn einu og ríghalda í vonina um að taka þátt í titilbaráttunni nú þegar það styttist í skiptingu á deildinni. Ef Valur sigrar hér í kvöld má segja að þeir stimpli sig að alvöru aftur inn í pakkan fyrir ofan sig en þá verða þeir aðeins fimm stigum á eftir Víkingum.

Valur hefur aðeins verið að missa flugið í síðustu umferðum en vonandi var sigurinn í síðustu umferð ákveðin vendipunktur fyrir strákana á Hlíðarenda.

Valsmenn hafa verið öflugir fyrir framan markið í sumar og skorað flest mörkin í deildinni til þessa eða 47 talsins.

Mörk Vals hafa skorað:

Patrick Pedersen - 13 mörk
Jónatan Ingi Jónsson - 11 mörk
Gylfi Þór Sigurðsson - 8 mörk
Tryggvi Hrafn Haraldsson - 7 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarateymið Sigurður Hjörtur Þrastarson fær það verðuga verkefni að munda flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða Egill Guðvarður Guðlaugsson og Andri Vigfússon.
Twana Khalid Ahmed er varadómari og Frosti Viðar Gunnarsson er eftirlitsmaður KSÍ.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá heimavelli hamingjunnar þar sem Víkingar og Valur mætast í 21.umferð Bestu deild karla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
31. Ögmundur Kristinsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Bjarni Mark Antonsson
7. Aron Jóhannsson ('72)
8. Jónatan Ingi Jónsson ('80)
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson ('80)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('80)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
20. Orri Sigurður Ómarsson ('89)
23. Gylfi Þór Sigurðsson

Varamenn:
1. Frederik Schram (m)
3. Hörður Ingi Gunnarsson ('80)
14. Albin Skoglund ('72)
16. Gísli Laxdal Unnarsson ('80)
17. Lúkas Logi Heimisson ('80)
21. Jakob Franz Pálsson
71. Ólafur Karl Finsen ('89)

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason

Gul spjöld:
Sigurður Egill Lárusson ('38)
Jónatan Ingi Jónsson ('40)
Aron Jóhannsson ('70)
Orri Sigurður Ómarsson ('76)

Rauð spjöld:
Hólmar Örn Eyjólfsson ('65)