Tuchel og Terzic orðaðir við Man Utd - Sudakov til Lundúna? - Framherji Arsenal til Gladbach
ÍBV
6
0
Grindavík
Hermann Þór Ragnarsson '21 1-0
Hermann Þór Ragnarsson '32 2-0
Vicente Valor '40 3-0
Bjarki Björn Gunnarsson '45 4-0
Oliver Heiðarsson '71 5-0
Bjarki Björn Gunnarsson '85 6-0
08.09.2024  -  14:00
Hásteinsvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Oliver Heiðarsson
Byrjunarlið:
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
4. Nökkvi Már Nökkvason
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Vicente Valor ('67) ('67)
10. Sverrir Páll Hjaltested ('79)
16. Tómas Bent Magnússon
18. Bjarki Björn Gunnarsson ('86)
22. Oliver Heiðarsson
24. Hermann Þór Ragnarsson ('79)
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
45. Eiður Atli Rúnarsson

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
3. Felix Örn Friðriksson ('67)
6. Henrik Máni B. Hilmarsson
11. Víðir Þorvarðarson ('79)
17. Jón Arnar Barðdal ('79)
31. Viggó Valgeirsson ('67)

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Elías J Friðriksson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Arnór Sölvi Harðarson
Guðrún Ágústa Möller
Lewis Oliver William Mitchell

Gul spjöld:
Bjarki Björn Gunnarsson ('13)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Algjör yfirspilun. Þvílíkur kraftur í Eyjamönnum sem vinna hér mjög mikilvægan leik í toppbaráttunni. Þeir hreinlega áttu leikinn og Grindvíkingar bitu lítið frá sér, enda fengum við enga uppgjöf og markaregn frá Eyjamönnum.

90. mín
Vel varið hjá Hjörvari Daða sem hefur lítið þurft að taka á honum stóra sínum. Grindvíkingar eiga skot inn í teig sem hann ver í horn og ekkert kom úr horninu.
86. mín
Inn:Arnór Sölvi Harðarson (ÍBV) Út:Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
Skorar og fer svo útaf, svona á að gera þetta.
85. mín MARK!
Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
Veisla! Skýtur í leikmann Grindavíkur, boltinn skoppar aðeins upp og fer svo í netið.
85. mín
12. hornspyrnana... Þarf ekki að spyrja... ekkert að frétta.
79. mín
Inn:Jón Arnar Barðdal (ÍBV) Út:Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
79. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (ÍBV) Út:Hermann Þór Ragnarsson (ÍBV)
79. mín
Inn:Lárus Orri Ólafsson (Grindavík) Út:Ion Perelló (Grindavík)
77. mín
Grindavík á aukaspyrnu hægra megin fyrir utan teiginn. Skotið fór í vegginn og Grindvíkingar vilja hendi en dómarinn lætur leikinn halda áfram.
75. mín
Frábær sending frá Sverri Pál á Oliver sem hefði átt að gera betur og skjóta fyrr en hann tók sinn tíma og þetta var stoppað.
71. mín MARK!
Oliver Heiðarsson (ÍBV)
Fallega klárað Þeir eru ekkki hættir. Oliver fær boltann á ferð og chippar yfir Aron Dag í markinu.

67. mín
Inn:Felix Örn Friðriksson (ÍBV) Út:Vicente Valor (ÍBV)
67. mín
Inn:Viggó Valgeirsson (ÍBV) Út:Vicente Valor (ÍBV)
67. mín
Grindavík átti skot að marki Eyjamanna en það fór hátt yfir markið.
66. mín
Inn:Lárus Orri Ólafsson (Grindavík) Út:Daniel Arnaud Ndi (Grindavík)
66. mín
Inn:Kristófer Konráðsson (Grindavík) Út:Matevz Turkus (Grindavík)
65. mín
Tæpt varð það en vel gert Aron Dagur, fast skot að marki þar sem boltinn poppar upp úr höndunum á Aroni Degi en hann nær að gríp hann í annarri tilraun.
61. mín
Vel varið hjá Aroni Degi eftir snarpa sókn ÍBV. Þeir fá þó hornspyrnu sem þeir ná ekki að nýta sem og hinar 10.
59. mín
10. hornspyrna ÍBV, ekkert varð úr henni.
55. mín
Hornspyrna hjá ÍBV, tekin stutt og að lokum fjarar hún út og þeir fá aðra hornspyrnu í kjölfarið. Sú hornspyrna endar á þriðju hornspyrnunni í röð og þá eiga Eyjamenn skalla framhjá.
53. mín
Eftir að Vincent hafði dansað með boltann inn í teig sendir hann á Oliver fyrir utan sem skýtur en fer framhjá.
46. mín
Inn:Dennis Nieblas (Grindavík) Út:Sölvi Snær Ásgeirsson (Grindavík)
46. mín
Inn:Nuno Malheiro (Grindavík) Út:Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
46. mín
Glæsileg varsla frá Aroni Degi í horn.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Grindavík leikur núna í átt að dalnum og á móti vindi, þetta verður erfitt fyrir þá.
45. mín
Hálfleikur
Svona er fótboltinn skemmtilegur, fjögur mörk frá Eyjamönnum sem sýna það í einu og öllu að þeir ætla sér upp.

Ég efast um að þeir missi niður 4 mörk í seinni hálfleik en ég er spennt að sjá hvað seinni hálfleikur hefur upp á að bjóða.
45. mín MARK!
Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
Þeir eru að gera út um leikinn Fyrirgjöf frá Oliver á hægri kantinum sem ratar á Bjarka Björn sem kemur boltanum í netið.
40. mín MARK!
Vicente Valor (ÍBV)
Markaregn Hann snéri sér rétt fyrir innan vítateiginn og lætur vaða alveg upp við stöng, vinstra megin. Ekki hægt að verja þennan.



37. mín
Oliver með ágætis snúning við markteginn, skýtur en boltinn fer rétt framhjá.
34. mín Gult spjald: Matevz Turkus (Grindavík)
Fór klaufalega í Tómas Bent
32. mín MARK!
Hermann Þór Ragnarsson (ÍBV)
Stutt og hnitmiðað. Oliver fær boltann á hlaupum upp hægri kantinn, hann tekur tvær snertingar og sendir síðan á Hermann Þór sem er kominn á fjæarstöngina og rennir boltanum í netið.

27. mín
DAUÐAFÆRI Grindavík spilar sig inn í teig með þríhyrningsspil, boltinn endar svo hjá Josip sem á skot fyrir opnu marki en þrumar hátt yfir.
24. mín
Bjarki Björn í hættulegu færi en nær ekki að skora.
21. mín MARK!
Hermann Þór Ragnarsson (ÍBV)
MARK Hann skaut þrumuskoti í slá og út en boltinn skaust aftur í hann og í markið. Skoraði með líkamanum sínum, mögulega hælnum. Sá það ekki nógu vel.

Mikilvægt mark komið í leikinn fyrir Eyjamenn.
17. mín
VARSLA Þvílík varsla. Oliver er við markteiginn og er með mann á móti sér en nær að koma skoti á markið þar sem Aron Dagur á frábæra vörslu og ver í horn.
15. mín
ÍBV fær hornspyrnu en rennur fljótlega út í sandin eftir fyrirgjöfina.
14. mín
Bæði liðin hafa verið að spila töluvert þéttan bolta og lítið um færi. Vonandi fer leikurinn að opnast meira upp svo við fáum meiri spennu í leikinn.
13. mín Gult spjald: Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
Stoppar skyndisókn Grindvíkinga.
12. mín
Fyrsta skotið á markið, sending frá Degi inn á Einar Karl sem á skot sem markvörður ÍBV ver.
7. mín
Hornspyrna sem ÍBV fær. Spyrna á næsrstöng sem er hreinsuð langt í burtu af Grindavík.
4. mín
Bæði liðin hafa verið að þreyfa fyrir sér en án þess að skapa mikla hættu.
1. mín
Leikur hafinn
LEIKURINN HAFINN Eyjamenn byrja með boltann og leika í átt að dalnum eða í vestur.
Fyrir leik
Spámaðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson leikmaður Víkings er spámaður umferðarinnar.

Hann býst við heimasigri í dag.

ÍBV 3 - 0 Grindavík
Sverrir Hjalt með flugeldasýningu og setur þrennu takk fyrir.

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leikinn í dag og hann er með þá Gylfa Má Sigurðsson og Kristján Má Ólafs sér til aðstoðar á línunum. Árbæingurinn Viðar Helgason er svo eftirlitsmaður KSÍ.
Vilhjálmur Alvar dæmir leikinn. Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Viðar Helgason er eftirlitsmaður KSÍ. Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Grindavík vann fyrri leik liðannna Fyrri leikur liðanna fór fram í Safamýrinni, heimavelli Grindavíkur, 26. júní síðastliðinn. Þá vann Grindavík 3 - 1 sigur. Dennis Nieblas og Dagur Ingi Hammer Gunnarsson komu þeim í 2-0 áður en Vicente Valor minnkaði muninn. Kwame Quee gerði svo út um leikinn í lokin.

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Staðan í deildinni Leikurinn í dag er næst síðasta umferð Lengjudeildar karla. Efsta liðið í deildinni fer beint upp en liðin í sætum 2. - 5. fara í umspil um hitt lausa sætið í efstu deild. Tvo leiki heima og að heiman og að lokum úrslitaleik á Laugardalsvelli. Tvö neðstu falla beint.

Fyrir leikinn er ÍBV á toppnum en Grindavík siglir lignan sjó, komast ekki í efri hlutann og geta ekki fallið.

1. ÍBV - 35 stig
-------------------
2. Keflavík - 35
3. Fjölnir - 34
4. Afturelding - 33
5. Njarðvík - 32
--------------------
6. ÍR - 32
7. Þróttur - 27
8. Grindavík - 25
9. Leiknir - 24
10. Þór - 20
-------------------
11. Grótta - 16
12. Dalvík/Reynir - 13
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur í eyjum Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Hér tekur ÍBV á mót Grindavík í Lengjudeild karla. Leikurinn hefst klukkan 14:00.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('46)
8. Josip Krznaric
9. Adam Árni Róbertsson
10. Einar Karl Ingvarsson (f)
18. Christian Bjarmi Alexandersson
23. Matevz Turkus ('66)
26. Sigurjón Rúnarsson
30. Ion Perelló ('79)
33. Daniel Arnaud Ndi ('66)
95. Sölvi Snær Ásgeirsson ('46)

Varamenn:
7. Kristófer Konráðsson ('66)
11. Ármann Ingi Finnbogason
13. Nuno Malheiro ('46)
16. Dennis Nieblas ('46)
21. Marinó Axel Helgason
22. Lárus Orri Ólafsson ('66) ('79)
24. Ingólfur Hávarðarson

Liðsstjórn:
Haraldur Árni Hróðmarsson (Þ)
Marko Valdimar Stefánsson
Beka Kaichanidis
Jón Aðalgeir Ólafsson

Gul spjöld:
Matevz Turkus ('34)

Rauð spjöld: