KR
2
2
Vestri
Atli Sigurjónsson
'45
1-0
1-1
Andri Rúnar Bjarnason
'64
Benoný Breki Andrésson
'68
2-1
2-2
Gustav Kjeldsen
'76
22.09.2024 - 14:00
Meistaravellir
Besta-deild karla - Neðri hluti
Aðstæður: Rjómablíða og gleði
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 507
Maður leiksins: Atli Sigurjónsson - KR
Meistaravellir
Besta-deild karla - Neðri hluti
Aðstæður: Rjómablíða og gleði
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 507
Maður leiksins: Atli Sigurjónsson - KR
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
2. Ástbjörn Þórðarson
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Benoný Breki Andrésson
('89)
15. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
('72)
17. Luke Rae
23. Atli Sigurjónsson
25. Jón Arnar Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson
Varamenn:
13. Alexander Arnarsson (m)
6. Alex Þór Hauksson
('72)
19. Eyþór Aron Wöhler
('89)
26. Alexander Rafn Pálmason
30. Rúrik Gunnarsson
45. Hrafn Guðmundsson
47. Óðinn Bjarkason
Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Sigurður Jón Ásbergsson
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson
Vigfús Arnar Jósefsson
Jón Birgir Kristjánsson
Guðmundur Óskar Pálsson
Gul spjöld:
Aron Þórður Albertsson ('41)
Finnur Tómas Pálmason ('53)
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('56)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Vestri nær að skalla boltann frá og þá flautar Ívar Orri til leiksloka. Sömu úrslit og þegar liðin mættust hér fyrr í sumar.
92. mín
GUY BJARGAR!!!!
Andri Rúnar með frábæran sprett, leikur á varnarmenn KR og kemst í dauðafæri en Guy Smit ver!
76. mín
MARK!
Gustav Kjeldsen (Vestri)
Stoðsending: Benedikt V. Warén
Stoðsending: Benedikt V. Warén
VESTRI JAFNAR AFTUR!!!!
Kjeldsen skallar boltann í höfuðið á Jóni Arnóri og inn! Skráum þetta á Kjeldsen!
71. mín
Leikurinn kominn aftur í gang
KR-ingum hefur ekki haldið nein bönd síðan Vestri jafnaði. Heimamenn settu bara í gírinn síðan og hafa herjað að marki gestaliðsins.
68. mín
MARK!
Benoný Breki Andrésson (KR)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
FRÁBÆRLEGA KLÁRAÐ!!!
Atli Sigurjónsson með frábæra fyrirgjöf frá vinstri sem Benoný Breki klárar glæsilega í fyrsta!
Atli með mark og stoðsendingu í dag.
Atli með mark og stoðsendingu í dag.
67. mín
Theodór Elmar fór niður í teignum og er hundóánægður með að fá ekki víti! Mér sýndist Elmar Atli fyrirliða Vestra hafa komist í boltann.
64. mín
MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (Vestri)
Stoðsending: Silas Songani
Stoðsending: Silas Songani
VESTRI HEFUR JAFNAÐ ÞENNAN LEIK!
Hrikalegur varnarleikur KR!
Silas Songani kemst upp hægra megin og rennir boltanum út á Andra Rúnar sem er algjörlega aleinn og stýrir boltanum af fagmennsku í hornið!
Silas Songani kemst upp hægra megin og rennir boltanum út á Andra Rúnar sem er algjörlega aleinn og stýrir boltanum af fagmennsku í hornið!
63. mín
Fyrirgjöf hjá Vestra. Guy lendir á Jóni Arnari og missir boltann en sem betur fer fyrir heimamenn dettur knötturinn ekki fyrir Vestramann.
62. mín
Benoný Breki með tilraun
Benoný Breki Andrésson með fína tilraun en boltinn fer framhjá fjærstönginni.
56. mín
Gult spjald: Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (KR)
Gult fyrir tafir
Tók sér of langan tíma í að taka innkast.
55. mín
SLÁIN!
Atli Sigurjóns svooo nálægt því að skora sitt annað mark og annað mark KR. Á skot sem Benjamin Schubert nær að verja upp í þverslána.
48. mín
Jói Bjarna reynir skot úr aukaspyrnu en algjörlega misheppnuð spyrna, boltinn flýgur hátt yfir og Jói er svekktur út í sjálfan sig.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn í gang
KR sækir í átt að félagsheimilinu í seinni hálfleiknum.
45. mín
Frægir á vellinum
Það er ekki verið að setja neitt áhorfendamet hér á Meistaravöllum í dag en meðal þeirra sem eru mættir eru Siggi Helga, markahrókurinn Patrick Pedersen og fréttamaðurinn Hallgrímur Indriðason.
Patrick er mættur til að fylgjast með bróður sínum, Jeppe Pedersen, sem er meðal varamanna hjá Vestra. Spurning hvort hann fái að spreyta sig í seinni hálfleik.
Það er ekki verið að setja neitt áhorfendamet hér á Meistaravöllum í dag en meðal þeirra sem eru mættir eru Siggi Helga, markahrókurinn Patrick Pedersen og fréttamaðurinn Hallgrímur Indriðason.
Patrick er mættur til að fylgjast með bróður sínum, Jeppe Pedersen, sem er meðal varamanna hjá Vestra. Spurning hvort hann fái að spreyta sig í seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Hættuleg fyrirgjöf sem KR-ingar ná að skalla í horn en Vestri fær ekki að taka hornið því tíminn er liðinn. Ívar Orri flautar til hálfleiks.
45. mín
MARK!
Atli Sigurjónsson (KR)
Stoðsending: Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
Stoðsending: Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
SKALLAR Í SLÁ OG INN! KR HEFUR TEKIÐ FORYSTUNA!
Luke Rae með fyrirgjöf frá hægri, Gyrðir skallar boltann á Atla sem stýrir honum inn með höfðinu! Stóð við markteigslínuna. Við fengum mark í þennan fyrri hálfleik!
40. mín
Benedikt Waren fer niður í teignum og Djúpmenn í stúkunni vilja fá víti. Stuðningsmaður KR kallar 'Dýfa'.
38. mín
VESTRI KEMST Í HÖRKUFÆRI!
Benedikt Waren með flotta rispu, kemur með stungusendingu á Túfa en Guy mættur vel út úr markinu og nær að verja. Vel gert hjá markverði KR:
36. mín
Hvað er í gangi í Keflavík???
Í Lengjudeildarumspilinu eru ÍR-ingar búnir að jafna einvígið gegn Keflavík! 3-0 yfir Breiðhyltingar í Keflavík. Þetta er magnað. Haraldur Örn er á vellinum og textalýsir beint þaðan. Sá leikur hófst einnig klukkan 14.
34. mín
Fín sókn KR og Luke Rae með sendingu meðfram grasinu fyrir en enginn samherji hans nær að komast í boltann.
32. mín
Túfa með skot fyrir utan teig en hittir ekki á rammann. Sjaldgæf sókn Vestramanna.
28. mín
KR-ingar miklu meira með boltann en lítið um almennileg færi í þessum leik hingað til.
26. mín
Annað bréf! Birgir Steinn Styrmisson einnig meiddur á nára, hann og Axel meiddust á æfingu á Starhaga á föstudaginn. Kom fram í viðtali við Óskar Hrafn fyrir leikinn á Stöð 2 Sport.
23. mín
Axel Óskar meiddur á nára
Lýsingunni barst bréf. Axel Óskar Andrésson er frá vegna nárameiðsla sem hann hlaut á æfingu. Fer í skoðun eftir helgi.
21. mín
Benedikt Waren kominn í dauðafæri, fyrsta hætta Vestra sóknarlega, Guy ver en flaggið fór á loft. Rangstaða. Hefði ekki talið.
20. mín
KR fékk tvær hornspyrnur í röð, báðar á nærstöngina og sköpuðu ekkert vesen fyrir heimamenn.
14. mín
Andri Rúnar haltrandi eftir að viðskipti við Finn Tómas. Harkar þetta væntanlega af sér sá bolvíski.
13. mín
KR komst allt í einu í stórhættulega sókn en Gunnar Jónas náði að redda þessu. Eitthvað var skipulagið hjá Vestra að klikka þarna og Davíð Smári allt annað en sáttur á hliðarlínunni. Heppnir að KR refsaði ekki þarna.
9. mín
Jói Bjarna með skot framhjá. Leikurinn fer eingöngu fram á vallarhelmingi Vestra hingað til.
6. mín
KR að spila með fjögurra manna varnarlínu. Ástbjörn og Gyrðir bakverðir og þeir Jón Arnar og Finnur Tómas miðvarðaparið.
4. mín
Luke Rae kemst í góða stöðu en Guðmundur Arnar með flottan varnarleik og lokar á hann. Atli Sigurjóns á svo fyrstu marktilraun leiksins en skallar vel yfir markið.
3. mín
Róleg byrjun. KR með boltann og lætur hann ganga milli manna. Luke Rae með fyrirgjöf sem gestirnir koma í burtu.
Fyrir leik
Til hamingju KA!
Áður en fjörið fer af stað hér í Vesturbænum er um að gera að óska KA til hamingju með bikarmeistaratitilinn. Aðdáunarverð frammistaða hjá Akureyringum í Laugardalnum í gær.
Fyrir leik
Schubert í rammanum
Daninn Benjamin Schubert ver mark Vestra í dag. Hann er með reynslu úr fyrstu og annarri deild í Danmörku og efstu deild í Færeyjum. Á síðasta tímabili lék hann með B68 í Tóftum í færeysku Betri deildinni. Hann spilar sinn fyrsta leik í íslensku deildinni í dag.
Daninn Benjamin Schubert ver mark Vestra í dag. Hann er með reynslu úr fyrstu og annarri deild í Danmörku og efstu deild í Færeyjum. Á síðasta tímabili lék hann með B68 í Tóftum í færeysku Betri deildinni. Hann spilar sinn fyrsta leik í íslensku deildinni í dag.
Fyrir leik
Höfuðborgin skartar sínu fegursta
Sólin skín. Það er að koma í ljós að september er besti sumarmánuðurinn. Völlurinn er samt eins og hann er, barn síns tíma. Rjúkandi Domino's pizzur mættar í fréttamannastúkuna og Jói Leeds er hæstánægður. Hann spáir útisigri þar sem Andri Rúnar Bjarnason muni skora sigurmarkið.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn
Axel Óskar Andrésson er ekki í leikmannahópi KR. Jón Arnar Sigurðsson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson koma inn í byrjunarliðið frá síðasta leik, 4-1 tapinu gegn Val.
Benjamin Schubert ver mark Vestra. Þá kemur Vladimir Tufegdzic inn í byrjunarliðið í stað Silas Songani.
Benjamin Schubert ver mark Vestra. Þá kemur Vladimir Tufegdzic inn í byrjunarliðið í stað Silas Songani.
Fyrir leik
Aron og Eskelinen í banni
KR verður án Arons Sigurðssonar í dag þar sem hann tekur út leikbann vegna uppsafnaðra áminninga. Vestri verður án William Eskelinen markvarðar síns en gula spjaldið þegar hann fékk á sig víti gegn Stjörnunni var hans fjórða áminning á tímabilinu.
Fyrir leik
Fyrri viðureignir þessara liða í sumar
Benoný Breki Andrésson kom KR í 2-0 þegar þessi lið mættust á Meistaravöllum þann 25. maí. Vladimir Tufegdzic og Pétur Bjarnason skoruðu hinsvegar fyrir Vestra í seinni hálfleik og tryggðu 2-2 jafntefli.
Þann 17. ágúst mættust liðin svo á Ísafirði þar sem Pétur Bjarnason og Elmar Atli Garðarsson skoruðu í 2-0 sigri Vestra. Ísfirðingar því ósigraðir gegn KR í sumar.
Benoný Breki Andrésson kom KR í 2-0 þegar þessi lið mættust á Meistaravöllum þann 25. maí. Vladimir Tufegdzic og Pétur Bjarnason skoruðu hinsvegar fyrir Vestra í seinni hálfleik og tryggðu 2-2 jafntefli.
Þann 17. ágúst mættust liðin svo á Ísafirði þar sem Pétur Bjarnason og Elmar Atli Garðarsson skoruðu í 2-0 sigri Vestra. Ísfirðingar því ósigraðir gegn KR í sumar.
Fyrir leik
KR unnið tvo af fimmtán síðustu deildarleikjum
Þetta hefur verið helvíti dapurt tímabil hjá KR-ingum sem hafa aðeins unnið fimm deildarleiki í sumar og unnið tvo af síðustu fimmtán. Sjálfstraust leikmanna virðist við frostmark og enginn í liðinu axlar ábyrgð. Það virðist rosalega langur vegur framundan fyrir Óskar Hrafn Þorvaldsson að smíða almennilegt lið úr þessu.
Þetta hefur verið helvíti dapurt tímabil hjá KR-ingum sem hafa aðeins unnið fimm deildarleiki í sumar og unnið tvo af síðustu fimmtán. Sjálfstraust leikmanna virðist við frostmark og enginn í liðinu axlar ábyrgð. Það virðist rosalega langur vegur framundan fyrir Óskar Hrafn Þorvaldsson að smíða almennilegt lið úr þessu.
Fyrir leik
Djúpmenn í bölvuðum vandræðum með að koma boltanum í markið!
Vestri hefur aðeins skorað 22 mörk í 22 leikjum, og þó stærðfræði hafi aldrei verið mín sterkasta hlið veit ég að það er bara eitt mark í leik að meðaltali. Liðið er erfitt viðureignar og með baráttugleðina að vopni en það þarf að brýna hnífana sóknarlega ef það ætlar að halda velli í deildinni. Það þarf að sækja til sigurs hér í dag!
Vestri hefur aðeins skorað 22 mörk í 22 leikjum, og þó stærðfræði hafi aldrei verið mín sterkasta hlið veit ég að það er bara eitt mark í leik að meðaltali. Liðið er erfitt viðureignar og með baráttugleðina að vopni en það þarf að brýna hnífana sóknarlega ef það ætlar að halda velli í deildinni. Það þarf að sækja til sigurs hér í dag!
Fyrir leik
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Aðstoðardómarar: Birkir Sigurðarson og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage.
Fjórði dómari: Helgi Mikael Jónasson.
Aðstoðardómarar: Birkir Sigurðarson og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage.
Fjórði dómari: Helgi Mikael Jónasson.
Fyrir leik
Hinir goðsagnakenndu Meistaravellir
Góðan og gleðilegan sunnudag! Sunnudagur er besti dagur vikunnar og hann færir okkur upphaf tvískiptu Bestu deildarinnar. Við hefjum leik á hinum goðsagnakenndu Meistaravöllum þar sem Vestramenn koma í heimsókn í gríðarlega mikilvægum fallbaráttuslag. Spennið beltin!
Góðan og gleðilegan sunnudag! Sunnudagur er besti dagur vikunnar og hann færir okkur upphaf tvískiptu Bestu deildarinnar. Við hefjum leik á hinum goðsagnakenndu Meistaravöllum þar sem Vestramenn koma í heimsókn í gríðarlega mikilvægum fallbaráttuslag. Spennið beltin!
Byrjunarlið:
1. Benjamin Schubert (m)
Vladimir Tufegdzic
('46)
2. Morten Ohlsen Hansen
4. Fatai Gbadamosi
('64)
9. Andri Rúnar Bjarnason
11. Benedikt V. Warén
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
('64)
17. Gunnar Jónas Hauksson
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
('76)
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen
Varamenn:
33. Vladan Dogatovic (m)
33. Patrik Duda (m)
6. Ibrahima Balde
('64)
14. Inaki Rodriguez Jugo
20. Jeppe Gertsen
23. Silas Songani
('46)
28. Jeppe Pedersen
('64)
77. Sergine Fall
('76)
Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Jón Hálfdán Pétursson
Gunnlaugur Jónasson
Vladimir Vuckovic
Gul spjöld:
Rauð spjöld: