Tuchel og Terzic orðaðir við Man Utd - Sudakov til Lundúna? - Framherji Arsenal til Gladbach
Víkingur R.
1
1
Þróttur R.
Hulda Ösp Ágústsdóttir '64 1-0
1-1 Þórdís Nanna Ágústsdóttir '86
20.09.2024  -  18:00
Víkingsvöllur
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Maður leiksins: Melissa Alison Garcia
Byrjunarlið:
1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (m)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
4. Erna Guðrún Magnúsdóttir
5. Emma Steinsen Jónsdóttir
9. Freyja Stefánsdóttir ('74)
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir (f)
13. Linda Líf Boama
16. Rachel Diodati
20. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
21. Shaina Faiena Ashouri
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir ('87)

Varamenn:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
8. Birta Birgisdóttir
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir ('74)
22. Birgitta Rún Yngvadóttir ('87)
28. Rakel Sigurðardóttir
29. Halla Hrund Ólafsdóttir
33. Þórdís Embla Sveinbjörnsdóttir
35. Arna Ísold Stefánsdóttir

Liðsstjórn:
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
John Henry Andrews (Þ)
Mikael Uni Karlsson Brune
Dagbjört Ingvarsdóttir
Lisbeth Borg
Ingólfur Orri Gústafsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið! Þá hefur Ásmundur flautað þennnan bragðdaufa leik hér af sem endar með 1-1 jafntefli. Kannski sanngjarnt en ég held að bæði lið séu ósátt að hafa ekki tekið stigin þrjú sérstaklega eftir færið sem Þróttur fékk í lokin.

Skýrsla og viðtöl koma inn á síðuna innan skamms, þangað til næst, takk fyrir mig!
91. mín
+2 mínútur í uppbót
90. mín
Dauðafæri! Brynja kemur með góðan bolta í gegn á Þórdísi sem er ein á móti Sigurborg en hún er alltof lengi af þessu og skotið fer rétt framhjá.

Var þetta seinasti séns Þróttar?
87. mín
Inn:Birgitta Rún Yngvadóttir (Víkingur R.) Út:Hulda Ösp Ágústsdóttir (Víkingur R.)
86. mín MARK!
Þórdís Nanna Ágústsdóttir (Þróttur R.)
Pressaði boltann í netið! Sigurborg fær boltann og hreinlega sparkar í Þórdísi og í netið.

Annað markið í röð hjá 2008 módelinu!
84. mín Gult spjald: Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.)
Fyrsta gula spjald leiksins!
80. mín
Rétt framhjá! Linda Líf aftur í góðri stöðu inni á teignum en skotið fer rétt framhjá.
79. mín
Inn:Þórdís Nanna Ágústsdóttir (Þróttur R.) Út:Caroline Murray (Þróttur R.)
79. mín
Inn:Þórey Hanna Sigurðardóttir (Þróttur R.) Út:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.)
75. mín
Hafliði Breiðfjörð er vopnaður myndavél í Fossavoginum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

74. mín
Inn:Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir (Víkingur R.) Út:Freyja Stefánsdóttir (Víkingur R.)
71. mín
Brynja Rán nær skallanum sem fer framhjá markinu.
70. mín
Þróttarar að fá hornspyrnu!
64. mín
Inn:Brynja Rán Knudsen (Þróttur R.) Út:Melissa Alison Garcia (Þróttur R.)
64. mín MARK!
Hulda Ösp Ágústsdóttir (Víkingur R.)
Stoðsending: Emma Steinsen Jónsdóttir
Það kom mark! Og upp úr engu!

Emma Steinsen kemur með sendingu fyrir markið sem ratar á Huldu á fjærstönginni sem klárar framhjá Mollee.

Spurning með þennan varnarleik hjá Maríu Evu sem var að dekka Huldu á fjærstönginni og nær illa að hreinsa boltanum frá. Hefði getað gert betur og þetta er rándýrt í svona lokuðum leik.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
60. mín
Shaina tekur spyrnuna inn á teiginn sem Melissa skallar frá.
60. mín
Víkingar að fá hornspyrnu!
57. mín
Hulda tekur spyrnuna inn á teiginn sem Melissa skallar frá.
55. mín
Víkingar að fá hornspyrnu!
50. mín
Þróttarar hreinsa frá en Víkingar halda vel í boltann.
49. mín
Hulda sleppur ein í gegn og tekur gott skot á Mollee sem ver gífurlega vel á nærstönginni.
48. mín
Kristrún hreinsar frá!
47. mín
Víkingar að fá hornspyrnu!
46. mín
Seinni hálfleikurinn hafinn! Víkingar koma þessu í gang á ný!
45. mín
Hálfleikur
Fæ ekki þessar 45 mínútur aftur Þá er Ásmundur búinn að flauta þennan hundleiðinlega fyrri hálfleik af.

Tökum okkur korterspásu og mætum svo til baka að vörmu spori.
45. mín
+1 mínúta í uppbótartíma
40. mín
Zzzzzz Alls ekki mikið að gerast, vonandi bara verður engu bætt við svo við getum fengið aðeins betri og opnari seinni hálfleik.
33. mín
Víkingar verjast þessari hornspyrnu mjög vel.
32. mín
Góð varsla! Caroline keyrir upp völlinn og tekur skot á markið sem Sigurborg ver aftur fyrir og í horn.
30. mín
Þróttarar vilja vítaspyrnu Rachel og Freyja eru í baráttu inni á teignum og Freyja fer niður með þeim afleiðingum að Þróttarar vilja vítaspyrnu en fá ekkert.
28. mín
Linda Líf aftur að koma sér í góða stöðu inn á teignum en aftur ver MolleE þægilega.
24. mín
Ég hef séð skemmtilegri byrjun á fótboltaleik, ég viðurkenni það.
17. mín
Boltinn dettur út í teiginn á Maríu sem á skotið í fyrsta hátt yfir markið.
17. mín
Þróttur að fá horn!
12. mín
Þróttarar verjast þessu vel.
11. mín
Víkingar að fá horn!
9. mín
Linda Líf fær boltann í teignum og á skot sem fer rétt framhjá.
3. mín
Melissa á skalla á markið eftir horn frá Ísabellu en Sigurborg ver vel.
2. mín
Þróttur að fá hornspyrnu!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið í gang! Það eru gestirnir sem koma okkur í gang.

Víkingar leika í svörtum og rauðum treyjum, svörtum stuttbuxum og svörtum sokkum.

Gestirnir úr Laugardalnum leika í hvítum og rauðum treyjum, svörtum stuttbuxum og hvítum sokkum.
Fyrir leik
Fyrri leikir liðanna í sumar Liðin hafa mæst tvisvar í Bestu-deildinni í sumar, fyrst 15. maí í Laugardalnum. Þá vann Víkingur 0 - 1 sigur með marki Sigdísar Evu Bárðardóttur. Hún yfirgaf svo félagið og gekk í raðir Norrköping í Svíþjóð og er því ekki með í dag.
Liðin mættust í Víkinni 26. júlí síðastliðinn. ÞEim leik lauk með markalausu jafntefli þrátt fyrir að liðin hafi bæði fengið sín færi til að skora mörk.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Staðan í deildinni Í dag er leikinn þriðja umferð að fimm í efri hluta deildarinnar en keppni er þegar lokið í neðri hlutanum.

Heimakonur í Víkingi eru í 4. sætinu, aðeins einu stigi frá Þór/KA í þriðja sætinu og gætu haft við þær sætaskipti með sigri.

Gestirnir í Þrótti eru í 6. sætinu með 24 stig, stigi á eftir FH og gætu haft sætaskipti við þær með sigri.

Staðan í efri hlutanum:
1. Breiðablik - 54 stig
2. Valur - 53
3. Þór/KA - 33
4. Víkingur - 32
5. FH - 25
6. Þróttur - 24
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Ásmundur Þór Sveinsson dæmir leikinn í dag. Hann er með þá Tomasz Piotr Zietal og Magnús Garðarsson sér til aðstoðar á línunum. Breki Sigurðsson er skiltadómari og Bergur Þór Steingrímsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Ásmundur dæmir leikinn í dag. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur í Fossvoginum Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Víkings og Þróttar í efri hluta Bestu-deildar kvenna.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Víkingsvelli og hér verður fylgst með því helsta sem gerist.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Mollee Swift (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir
11. Lea Björt Kristjánsdóttir
12. Caroline Murray ('79)
13. Melissa Alison Garcia ('64)
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('79)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
18. Kristrún Rut Antonsdóttir

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
7. Brynja Rán Knudsen ('64)
17. Þórdís Nanna Ágústsdóttir ('79)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
24. Iðunn Þórey Hjaltalín
26. Þórey Hanna Sigurðardóttir ('79)
29. Una Sóley Gísladóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Guðrún Þóra Elfar
Valgeir Einarsson Mantyla
Angelos Barmpas
Sara Ó. Þrúðmarsdóttir Finnsson
Deyan Minev

Gul spjöld:
Freyja Karín Þorvarðardóttir ('84)

Rauð spjöld: