Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
Vestri
1
3
Fylkir
Fatai Gbadamosi '23 1-0
1-1 Halldór Jón Sigurður Þórðarson '60
1-2 Matthias Præst '79
1-3 Theodór Ingi Óskarsson '81 , víti
26.10.2024  -  14:00
Kerecisvöllurinn
Besta-deild karla - Neðri hluti
Aðstæður: Norðanátt, hiti við frostmark, éljagangur.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 200
Maður leiksins: Halldór Jón Sigurður Þórðarson
Byrjunarlið:
30. William Eskelinen (m)
2. Morten Ohlsen Hansen ('83)
4. Fatai Gbadamosi
6. Ibrahima Balde
9. Andri Rúnar Bjarnason ('59)
11. Benedikt V. Warén ('59)
22. Elmar Atli Garðarsson (f) ('83)
28. Jeppe Pedersen
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen
77. Sergine Fall ('75)

Varamenn:
1. Benjamin Schubert (m)
7. Vladimir Tufegdzic ('59)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson ('75)
16. Ívar Breki Helgason ('83)
19. Pétur Bjarnason ('59)
20. Jeppe Gertsen ('83)
23. Silas Songani

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Jón Hálfdán Pétursson
Gunnlaugur Jónasson
Þorsteinn Goði Einarsson
Vladan Dogatovic

Gul spjöld:
Jeppe Pedersen ('45)
Pétur Bjarnason ('84)
Ívar Breki Helgason ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fylkir vinna sanngjarnan sigur en Vestramenn halda sér uppi. Kveikt í blysum í stúkunni. Viðtöl og skýrsla væntanleg.
91. mín
Fylkir koma boltanum í netið en flaggið á loft.
90. mín
Mannvonska hjá Jóhanni Inga að bæta við þremur mínútum.
90. mín
Benedikt Daríus með skot fyrir utan beint á Eskelinen.
89. mín Gult spjald: Ívar Breki Helgason (Vestri)
Gróf tækling.
88. mín
Pétur með skalla rétt framhjá en er flaggaður rangstæður.
87. mín Gult spjald: Theodór Ingi Óskarsson (Fylkir)
87. mín
Emil með skot úr aukaspyrnu af 30 metra færi en það fer beint á William.
85. mín
Tufa kemst einn gegn Guðmundi en setur hann laust beint á Guðmund.
84. mín Gult spjald: Pétur Bjarnason (Vestri)
83. mín
Inn:Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
83. mín
Inn:Jeppe Gertsen (Vestri) Út:Morten Ohlsen Hansen (Vestri)
83. mín
Inn:Ívar Breki Helgason (Vestri) Út:Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
81. mín Mark úr víti!
Theodór Ingi Óskarsson (Fylkir)
Stoðsending: Halldór Jón Sigurður Þórðarson
Setur hann á mitt markið, aldrei hætta.
81. mín
Fylkir fær víti! Skalli Halldórs Jóns í hönd Mortens Olsen og Jóhann Ingi bendir á punktin, eða þar sem punkturinn á að vera.
79. mín MARK!
Matthias Præst (Fylkir)
Stoðsending: Þórður Gunnar Hafþórsson
Fylkir komnir yfir! Þetta er bara sanngjarnt, Þórður Gunnar fær boltann á hægri kanti og sendir boltann út á vítateigslínu þar sem Matthias Præst afgreiðir hann glæsilega í hornið.
76. mín
KR eru komnir í 5-0. Ég er farinn að halda að Vestramenn muni halda sér uppi.
75. mín
Inn:Guðmundur Arnar Svavarsson (Vestri) Út:Sergine Fall (Vestri)
75. mín
Drónaflug yfir völlinn. Það er bannað og Samúel biður um að þetta flug hætti strax.
72. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (Fylkir) Út:Þóroddur Víkingsson (Fylkir)
72. mín
Inn:Guðmundur Rafn Ingason (Fylkir) Út:Ólafur Kristófer Helgason (Fylkir)
Markmannsskipti hjá Fylki.
71. mín
Aðstæður versna enn, ég legg til að dreginn verður fram bolti sem er öðruvísi á litinn en snjórinn.
70. mín
Emil með skot fyrir utan en Eskelinen ver í horn. Allt Fylkir þessa stundina, Vestramenn komnir á lokahóf í huganum.
68. mín
Svakaleg markvarsla hjá Eskelinen. Flott sókn hjá Fylki, Þórður með sendingu sem Þóroddur hittir vel en William snöggur niður og ver með sterkri hendi.
67. mín
Tufa nær að taka boltann niður inn í teig en Fylkismenn bjarga.
64. mín
Emil með skot fyrir utan en það siglir yfir.
60. mín MARK!
Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Fylkir)
Stoðsending: Þóroddur Víkingsson
Halldór Jón Sigurður ekki lengi að þessu! Þóroddur leggur boltann á Halldór sem er í góðu færi og hans fyrsta snerting er skot í nær. Vel gert hjá Fylki!
59. mín
Inn:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Fylkir) Út:Guðmar Gauti Sævarsson (Fylkir)
59. mín
Inn:Vladimir Tufegdzic (Vestri) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Vestri)
59. mín
Inn:Pétur Bjarnason (Vestri) Út:Benedikt V. Warén (Vestri)
58. mín
Fylkir fá færið. Þórður Gunnar fær boltann við markið en þetta endar í klafsi og Vestri bjarga.
57. mín
Rólegt yfir þessu. Bíðum enn eftir fyrsta færi seinni hálfleiks.
51. mín
Virðist erfitt að byggja upp spil núna, rennslið á boltanum hraðara en menn eru vanir.
49. mín
Vestri skalla boltann frá eftir hornið og vinna innkast.
48. mín
Fylkir fær horn. Litur búninga þeirra hentar afar vel í þessar aðstæður, svo við reynum að sjá eitthvað jákvætt við þessar aðstæður í dag.
47. mín
Benedikt Waren fær aukaspyrnu, liggur aðeins eftir en nennir ekki að liggja í blautum snjónum og er fljótur upp aftur. Aukaspyrnan er svo skölluð frá af leikmanni klæddum appelsínugulu.
46. mín
Vestri senda boltann alla leið aftur á Eskelien sem á í erfiðleikum með að taka við boltanum og spyrnir honum út í innkast undir pressu.
46. mín
Við rúllum af stað aftur. Hefur bætt í snjókomu og sópun allan hálfleikin en samt er völlurinn nánast hvítur.
45. mín
Hálfleikur
Það er orðið nokkuð ljóst að Vestramenn verða í Bestudeildinni að ári. Tíu HK-ingar að tapa 3-0 og Vestri yfir í sínum leik. Ég mæti aftur eftir korter.
45. mín
Gott spil hjá Fylki en sending Theódórs siglir framhjá.
45. mín Gult spjald: Jeppe Pedersen (Vestri)
Peysutog.
45. mín
Lítið í gangi. Menn hlakkar til að komast inn í hlýjuna.
38. mín
Þórður Gunnar á laust skot framhjá.
37. mín
Lítil ákefð í heimamönnum þegar þeir fá boltann þessar mínúturnar og Fylkismenn líklegri finnst mér.
35. mín
Theódór alltaf hættulegur, köttar inn á hægri fótinn en skot hans ekki nógu fast og auðvelt fyrir Eskelinen.
30. mín
Góð sending hjá Waren á Andra sem er í góðri stöðu en skot hans fer af varnarmanni og yfir.
28. mín
Fylkismenn eru að valda þeim vandræðum hérna. Sýndist það vera Theódór sem átti laust skot á William eftir flott spil hjá Guðmari.
27. mín
Þóroddur með skalla sem hann nær ekki að stýra á markið.
26. mín
Fatai er kominn á bragðið. Á skot fyrir utan sem Ólafur Kristófer á ekki í vandræðum með.
25. mín Gult spjald: Emil Ásmundsson (Fylkir)
Tekur niður miðjumann Vestra.
23. mín MARK!
Fatai Gbadamosi (Vestri)
Ég var búinn að segja að Fatai myndi opna markareikning sinn fyrir sumarið í dag! Sending utan af vinstri væng, sýndist það vera Benedikt Waren en hún virtist vera auðveld fyrir Fylkismenn til að eiga við en þeir hitta ekki boltann vel og Fatai fær boltann á silfurfati og setur hann auðveldlega í netið!
19. mín
Theódór Ingi í dauðafæri! Guðmar Gauti með góða sendingu og Theódór setur boltann utanfótar en boltinn rennur framhjá.
18. mín
Arnar Númi með flottan sprett og á svo skot í varnarmann. Áður en Fylkir fær horn er flögguð rangstaða.
17. mín
Benedikt kemst í góða stöðu en nær ekki að vinna nógu vel úr henni og hættan líður hjá.
16. mín
Andri með flotta takta, tekur boltann með Ásgeir í bakinu og skot hans af vítateigslínu fer rétt framhjá.
14. mín
Arnar Númi með gott horn og Emil Ásmundsson kemst á undan í boltann og skalli hans lendir ofan á þaknetinu.
13. mín
Fylkir fær horn. Balde að reyna að skýla boltanum við markið og það veit ekki á gott en þeir sleppa með horn.
10. mín
Benedikt Waren með hættulega sendingu fyrir en Fylkismenn ná að hreinsa.
9. mín
Fagnaðarlæti í stúkunni, fréttir af marki KR ylja áhorfendum.
8. mín
Dauðafæri Pedersen! Hornspyrna Fylkis er skölluð frá og Vestri komast 3 á móti 2. Waren sendir boltann á Pedersen sem er í úrvalsfæri en hann setur boltann yfir.
7. mín
Uppúr innkastinu fá Fylkir fyrstu hornspyrnu dagsins.
7. mín
Vestri að spila sig í vandræði og William þarf að sparka útaf í innkast.
5. mín
Boltinn dettur niður í teignum og Gustav á skot sem fer í varnarmann. Hann heldur um höfuð sér, sá þennan væntanlega liggja í netinu.
5. mín
Balde tekinn niður og Vestri á aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu.
3. mín
Sýnist Fylkir vera með 4-1-4-1 kerfið í dag. Emil situr fyrir framan vörnina og Þóroddur einn frammi.
2. mín
Ásgeir tekur boltann niður við vítateigslínuna og á skot sem ógnar ekki marki Vestra.
1. mín
Fylkir fær aukaspyrnu á miðjum vallahelmingi Vestra. Setja slatta af mönnum fram.
1. mín
Leikur hafinn
Fylkir byrjar þetta.
Fyrir leik
Sammi kominn í hátalarakerfið og liðin að ganga inn á. Skítaveður segir Sammi og fólk er að streyma hér að klætt í kraftgalla og hef ég stækar áhyggjur af þeim sem eru klæddir eitthvað minna. Virðist ætla að vera fínasta mæting hér í dag þrátt fyrir veður, enda mikið í húfi.
Fyrir leik
Veðrið Hann er napur í dag. Köld norðanátt, hiti við frostmark og snjókoma í augnablikinu. Traktorinn sópar grasið til að varna því að snjórinn festist.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Byrjunarliðin eru klár. Vestri virðast vera í 5-3-2. warén og Andri frammi með Pedersen, Balde og Fatai á miðjunni.

Vantar slatta hjá Fylki en nokkrir fastamenn að vanda eins og Þórður Gunnar á heimaslóðum, Orri Sveinn og Ásgeir í vörninni. Emil Ásmundsson og Matthias Præst eru á sínum stað. Ansi þunnskipaður bekkurinn hjá Fylki en þar eru 3 útileikmenn, þar á meðal Benedikt Daríus sem er tæpur.
Fyrir leik
Spámaðurinn Gunnlaugur Jónsson var fenginn til að spá fyrir umferðina á .net og hann sér fyrir sér þægilegan dag heimamanna:

Vestri 4 - 0 Fylkir (14:00 á morgun)

Vestra liðið mun labbar yfir Fylki í þessum leik. Sammi formaður hefur farið hamförum í bæjarfélaginu þessa vikuna og það verður fjölmennt á pöllunum þar sem heimamenn ganga á lagið og tryggja veruna í Bestu deild eftir öruggan sigur á Fylki. Árbæjarliðið er fallið og ekki bætir úr skák að liðið mætir vestur vængbrotið til leiks og þeir keyra á vegg á Ísafirði. Það er meiriháttar árangur hjá Vestra að liðið tryggir veru sína á nýju og þvílíkt sterkt hjá Davíð Smára þjálfara á sínu fyrsta ári í Bestu deildinni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarinn Dómari í dag er Jóhann Ingi Jónsson. Hann lék sinn síðasta leik 2012 þegar hann kom inná á 90.mínútu með Hvíta Riddaranum gegn Afríku í 4-1 sigri. Við vonumst eftir annarri eins frammistöðu hjá honum í dag og þá að dómarinn verði ekki úrslitavaldur í fallbaráttunni. Aðstoðardómarar eru Eysteinn Hrafnkelsson og Kristján Már Ólafs.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Völlurinn Það hefur snjóað hér á Ísafirði síðustu daga og menn hafa svitnað yfir veðurspánni fram að leik. En hitinn fór yfir frostmark í gær, völlurinn var skafinn og úrkoma í formi rigningar hjálpuðu til við að redda þessu í tæka tíð.

   25.10.2024 21:25
Snjómokstur á Ísafirði fyrir leikinn mikilvæga
Fyrir leik
Fyrri viðureignir Liðin mættust hér á Ísafirði þann 1.september í leik fer seint í sögubækurnar. 0-0 og er ég enn að jafna mig á að hafa orðið fyrir því að hafa séð þann leik. Fylkismenn unnu svo í Árbænum 3-2 í júnímánuði.

Þar áður mættust liðin í Lengjudeildinni árið 2022 þar sem Fylkir unnu 5-0 heima og 1-0 úti.

Þrátt fyrir skakkaföll í liði Fylkis geta HK haldið í þá von að Fylkismenn hafa haft ógnartak á Vestraliðinu undanfarin ár.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fylkir Árbæingar eru fallnir og hafa ljósin í raun verið slökkt í nokkuð langan tíma. Hafa ekki unnið leik í neðrihlutaumspilinu og Rúnar Páll þjálfari verður ekki áfram með liðið á næsta ári.

Nikulás Val, Arnór Breki og Birkir Eyþórsson eru í banni, Sigurbergur Áki og Benedikt Daríus eru meiddir og storkurinn er væntanlegur til Ragnars Braga þannig að það eru heldur betur forföll í liði Fylkis. Þá er Rúnar Páll þjálfari einnig í banni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Vestri Það er að duga eða drepast fyrir heimamenn í þessum leik. Þeir hafa örlögin í sínum höndum. Sigur mun alltaf duga þeim þar sem þeir eru með betri markatölu en HK. Ef þeir vinna ekki þurfa Vestramenn að treysta á að HK nái ekki betri úrslitum í viðureign sinni við KR.

Gunnar Jónas Hauksson er í banni hjá Vestra en Fatai, Ibrahima Balde og Elmar Atli snúa allir tilbaka úr leikbanni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

   25.10.2024 12:40
Lífsbaráttu laugardagur - Vestri með bestu spilin og von HK veik
Fyrir leik
Heil og sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vestra og Fylkis í lokaumferð Bestu deildarinnar.

Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m) ('72)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
4. Stefán Gísli Stefánsson
5. Orri Sveinn Segatta
9. Matthias Præst
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('83)
13. Guðmar Gauti Sævarsson ('59)
14. Theodór Ingi Óskarsson
16. Emil Ásmundsson
19. Arnar Númi Gíslason
25. Þóroddur Víkingsson ('72)

Varamenn:
12. Guðmundur Rafn Ingason (m) ('72)
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('83)
70. Guðmundur Tyrfingsson ('72)
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('59)

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson

Gul spjöld:
Emil Ásmundsson ('25)
Theodór Ingi Óskarsson ('87)

Rauð spjöld: